Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 Kamentsev í stað Ishkovs Moskvu, 14. febrúar, AP. Vladimir Kamentsev, sem verið hefur næstæðsti maður í sjávarútvegsráðuneyti Sovétríkjanna frá 1963, var í dag skipaður sjávarútvegsráð- herra Sovétríkjanna í stað Alexanders Ishkovs sem lét af embætti 6. febrúar. Stökk út úr Kölnardómnum Köln, 14. febrúar. Reuter. MAÐUR um þrítugt stytti sér aidur í dag með því að stökkva fram af turni dómkirkjunnar f Köln en það er um 130 metra fall. Flóð í Portúgal Lissabon. 14. febrúar. AP — Reuter. MIKLAR truflanir urðu af flóð- um í Portúgal í dag. Flóðin hafa herjað í vikutíma og eru hin verstu í landinu í heila öld, en af þeirra sökum hefur orðið mikil röskun á lífi í landinu. Flóðbylgjur og hávaðarok skemmdu í dag vegi, verk- smiðjur og íbúðarhús svo að um 15.000 manns eru nú heimilis- lausir. Flugleiðin Peking- Frankfurt opnuð Hong Kong, 14. febrúar, AP. Vestur-Þjóðverjar og Kín- verjar hafa ákveðið að taka upp reglubundnar flugsam- göngur milli landanna tveggja, að því er háttsettur fulltrúi vestur-þýzka flug- félagsins Lufthansa skýrði frá í dag. Kínverjar munu hefja viku- iegar flugferðir milli Peking og Frankfurt í apríl nk., en Lufthansa í október. Kín- verjar munu nota Bocing-707 þotur á flugleiðinni. en Luft- hansa DC-10 þotur. Elzti Bret- inn látinn London, 14. febrúar, AP. ELZTI borgari Bretlands, frú Lilias Browning-Williams, lézt í dag á sjúkrahúsi í bænum Launceston í Cornwall. Brown- ing-Williams varð 110 ára 30. nóvember síðastliðinn, en hún fæddist árið 1868. Þá mændu augu manna til Miðaustur- landa, eins og nú, því Súez- skurðurinn var opnaður 17. nóvember 1869. Of mikið kvikasilfur í fiski Pescara, Ítalíu. ítalskur prófessor sagði í dag, að fiskur sem veiddur væri undan Adri'ahafsströnd- inni innihéldi næstum tífalt það magn af kvikasilfri sem talið væri hámark fyrir heilsu manna. Við rannsóknir fyrir skemmstu kom í Jjós, að 6,5 milljónhluta af kvikasiifri er að finna í fiski við strendur Adri'ahafsins, en hámarkið til neyziu er 0.7 milljónhlutar. í samsvarandi rannsóknum árið 1973 var magnið um 4,0 miiljónhiutar og þykja nýju niðurstöðurnar því benda til ört vaxandi mengunar Miðjarðarhafsins. Amin \111 fund í öryggisráðinu í stað saman til að ræða hið alvarlega ástand sem ríkir á landamærum Úganda og Tanzan- íu en forseti ráðsins hafnaði beiðninni á þeirri forsendu að beiðnin hefði ekki verið sómasam- lega orðuð, að því er heimildir í dag herma í New York. Amin sendi einnig skeyti til Kurt Waldheim framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna þar sem hann endurtók beiðni sína um fund Öryggisráðsins til að ræða hið mjög svo alvarlega ástand sem ríkir við landamæri landsins en Sóknin heldur áfram segja menn Pol Pots Margaret Thatcher leiðtogi breska fháldsflokksins í félagsskap fyrrverandi forsætisráðherra íhaldsmanna, gömlu kempunnar Sir Harold Macmilians, f Charlton klúbbnum f London nýverið. New York, 14. febrúar. AP — Reuter IDI AMIN forseti Úganda fór fram á það f dag að Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna kæmi þegar Eftirtektalaus stöðumælavörður Kuala Lumpur. 14. febrúar — AP STÖÐUMÆLAVÖRÐUR einn í Kuala Lumpur var með svo ein- dæmum eftirtektarlítill að hann skrifaði sjö sektarmiða og lét þá undir aðra þurrkuna á bfl einum án þess að taka eftir þvf að undir stýri var látinn maður að því er fréttir frá Kuala Lumpur herma. Stöðumælavörðurinn sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði vio fréttamenn AP að hann hefði þá reglu að líta aðeins á skráningar- númer bifreiða og setja síðan miðann á rúðuþurrkuna og í þokkabót hefði þetta verið með afbrigðum annasamur dagur hjá sér. Lögreglan sagði að gangandi vegfarandi hefði vakið athygli hennar á hinum látna sem við athugun reyndist hafa látist tveimur sólarhringum áður en eftir var tekið. Bangkok, 14. febrúar. AP. TALSMAÐÚR herja stuðnings- manna Pol Pots fyrrverandi ieið- toga Kambódfu sagði á fundi með fréttamönnum f Bangkok f dag að þeir hefðu í sfðustu átökum fellt a.m.k. 300 vfetnamska innrásar- hermenn hinna nýju valdhafa í landinu. Þessir bardagar hafa staðið síðustu tvo daga víðs vegar um Kambódíu að sögn talsmannsins og sagði hann jafnframt að Pots- Vopnahlé í Chad N’djamena, Chad, 14. febrúar. AP ALLT ER nú með kyrrum kjörum í höfuðborg Afríkuríkisins Chad eft- ir tveggja sólarhringa götubardaga milli herja Felix Malloum forseta landsins og Hissene Habre forsætis- ráðherra. Samið var um vopnahlé fyrir milligöngu yfirmanna franska heraflans í Chad og hefur höfuðborginni nú verið skipt í tvo hluta. Ekki hafa verið birtar neinar opinberar tölur um mannfall í átök- unum, en sjónarvottar hafa skýrt frá því að fjöldi líka hafi legið á götum er vopnahléið byrjaði. Dayan dreg- ur í land Jerúsalem. Tel Aviv, 14. febr. AP — Reuter MOSHE Dayan utanrfkisráð- herra ísraels sagðist í dag gera sér grein fyrir áhrifum frelsis- samtaka Palestfnumanna (PLO) á vesturbakka Jórdan, en hann mundi þó alls ekki leggja til að ísraelsmenn hæfu viðraeður við PLO í sambandi við viðræður við Egypta um frið í Miðausturlöndum. í gær minntist Dayan á áhrif PLO í ræðu og komu þau ummæli sem köld gusa framan í ýmsa stjórnmálamenn og embættis- menn í ísrael og víðar. Þóttu ummælin benda til þess að Israels- menn hygðust viðurkenna PLO og hefja viðræður við samtökin varð- andi lausn mála á vesturbakkan- um, en Dayan dró allt slíkt í land í blaðaviðtali í dag. Arabaleiðtogar á vesturbakkan- um voru þó bjartsýnir í dag á að ummæli Dayans í gær boðuðu a.m.k. einhverja tilslökun og viðurkenningu í garð PLO. menn hefðu neytt Víetnama til að hörfa inn í borgir og bæi víða og hefðu þar af leiðandi flest sveita- héruð landsins á valdi sínu. Þá Veður víða um heim Akureyri -7 léttskýjaö Amsterdam 2 snjókoma Apena 20 heiftskírt Barcelona 13 alskýjaft Berlín 3 snjókoma Brussel 8 rigning Chicago -2 skýjað Frankturt 7 rigning Genf 11 skýjaft Helsinki -19 heið8kírt Jerúsalem vantar Jóhannesarb. 28 skýjaft Kaupmannah. -3 skýjaft Lissabon 16 lóttskýjað London 8 snjókoma Los Angeies 20 skýjað Madríd 10 rigning Malaga 17 skýjað Mallorca 14 alskýjaft Míamí 22 heiðskírt Moskva -8 skýjaö New York -7 skýjaft Ósló 4 léttskýjaft Parfa 11 léttskýjaft Raykjavík 3 skýjað Rio De Janeiro 31 skýjaft Rómaborg 14 rigning Stokkhólmur 13 heiftskfrt Tel Aviv vanfar Tókýó 15 rigning Vancouver -11 skýjaft Vínarborg 7 skýjaft sagði hann að sex skriðdrekar stjórnarherranna nýju hefðu verið sprengdir í loft upp og þrír verið teknir herfangi lítt skemmdir. Þá var haft eftir útvarpi Pots- manna í dag að tíu þúsund borgar- ar og þúsundir hermanna hefðu í morgun fagnað töku borgarinnar Siem Reap sem er í norðvestur- hluta landsins, en talsmaður stjórnarinnar í Phnom Penh hefur alfarið neitað þessum fréttum og sagt borgina á valdi yfirvalda eins og reyndar allar aðrar borgir og landsvæði. Þá sökuðu Kínverjar Víetnama um að halda uppteknum hætti við landamæri ríkjanna og hefðu þeir farið þrisvar sinnum yfir landa- mærin á undanförnum tveimur dögum en ekkert mannfall orðið í átökum. Napólí, 14. lebrúar AP ELLEFU mánaða gömul stúlka lézt í gær úr hinum svonefnda „huldusjúk- dómi“ í Napólí og hafa þá alls 64 ung börn látist af völdum þessa skaðvalds á einu ári, en læknar standa algerlega ráðþrota frammi fyrir vandanum að því er fréttir frá Napólí í dag herma. samkvæmt áreiðanlegum heimild- um er Waldheim sama sinnis og forseti ráðsins að beiðni Amins sé á engan hátt sómasamlega orðuð. Ofursti drep- inn á Spáni Viktoríu, Spáni, 14. íebr. — AP HRYÐJUVERKAMAÐUR skaut í morgun spánskan ofursta til dauða á ónefndum stað í Baskahéruðunum bersýnilega til að skaprauna hern- um tveimur vikum fyrir kosningar í' landinu að því er fréttir frá Viktoríu í dag herma. Talsmaður lögreglunnar í Viktoríu sagði að ofurstinn hefði verið skot- inn í höfuðið og brjóstið er hann var að koma heim til sína af vakt í morgun og hefur árásarmaðurinn ekki náðst ennþá. í dág hófst í Róm mikill fundur sérfræðinga víða að á Ítalíu sem sérhæft hafa sig í barnalækning- um til að reyna að fá einhvern botn í hvaða sjúkdómur þetta raunverulega er. Þeim til aðstoðar eru einnig komnir þrír bandarískir sérfræðingar frá sjúkrahúsinu í Atlanta. Einu getgáturnar sem fram hafa komið eru þær að þetta sé sjúk- dómur sem tvenns konar vírus valdi. „Huldusjúkdómurinn” heldur áfram í Napólí „Landsgrunns-yfir- dr ottnunar st efna” segir Morgenbladet um stefnu Noregs við Jan Mayen ÓkIó. 14. febrúar. Frá fréttaritara Mbl. Jan-Erík Lauré. EINN AF ritstjórum Ósló blaðsins Morgenbladet, Frank Bjerkholt, heldur þvf fram í leiðara blaðs si'ns f dag, að óskir Norðmanna um 200 mflna efnahagslögsögu við Jan Mayen séu „landgrunns- yfir- drottnunarstefna14. Bjerkholt segir f leiðaranum, að ráðagerðir Norð- manna við Jan Mayen hafi sætt gagnrýni á Íslandi, enda sé um hefðbundin veiðisvæði fslenzkra skipa að tefla og að auki bendi íslendingar á að Jan Mayen sé óbyggð eyja, sem ekki geti gert sjálfstætt tilkall til auðlindalög- sögu. Ritstjórinn segir að ekki sé erfitt að koma auga á réttmætið í rök- semdum Islendinga. Hér sé „land- grunns-yfirdrottnunarstefna" Norðmanna enn á ferðinni, en hún hafi lýst sér í því að Norðmenn hafi kastað eign sinni á gríðarmikil landgrunnsflæmi, sem séu fimm sinnum stærri en Noregur sjálfur. Samt virðist græðgin í enn stærra landgrunn vera óseðjandi. Bjerkholt lýkur leiðara sínum á því að segja að hið eina rétta sem stjórnvöld geti nú gert í Jan Mayen málinu sé að reyna að ná sann- gjörnu samkomulagi við Islendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.