Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1979
35
Ragnheiður Guðbjarts-
dóttir Akranesi sextug
Þeir sem koma inn í Akranes-
kirkju i fyrsta skipti, Ijúka yfir-
leitt upp einum munni um það, að
hún sé í röð hinna fegurstu kirkna
hér á landi. Það fer heldur ekki
framhjá neinum, sem þangað kem-
ur inn með opnum augum, að um
hana er annazt á þann veg sem
helgidómi hæfir.
Akraneskirkja hefir yfirleitt átt
því láni að fagna á liðnum árum,
að þeir sem hafa ráðizt til starfa
fyrir hana úr hópi leikmanna, hafa
reynzt henni vel og lagt sál sína í
þau störf, sem þeir hafa innt af
hendi í hennar þágu.
Meðal þeirra fremstu á þeim
vettvangi er Ragnheiður Guð-
bjartsdóttir, sem í dag horfir yfir
60 ára æfileið. Hún hefir verið
kirkjuvörður rúmlega 7 ára skeið
og frá 1976 hefir hún einnig gegnt
meðhjálparastörfum. Svo vel hefir
hún rækt þetta hlutverk sitt, að
mér er nær að halda, að hún eigi
fáa sína líka.
Ragnheiður er Snæfellingur að
ætt, fædd að Hjarðarfelli í Mikla-
holtshreppi. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðbjartur Kristjáns-
son og Guðbranda Þorbjörg Guð-
brandsdóttir, búendur þar. Börn
þeirra voru 8, sem upp komust, en
eitt lézt í frumbernsku. Ragnheið-
ur ólst upp hjá foreldrum sínum
og naut þar alls hins bezta, sem
barn getur notið á miklu menn-
ingarheimili í skjóli ástríkra for-
eldra.
Árið 1937 giftist Ragnheiður
Hjálmi Hjálmssyni, ættuðum af
Snæfellsnesi og af Ströndum. Þau
hófu búskap að æskuheimili Ragn-
heiðar, Hjarðarfelli, og bjuggu þar
ásamt foreldrum hennar í tæp tvö
ár. Þaðan fluttu þau að Búðum og
bjuggu þar í sambýli við Kristján,
bróður Ragnheiðar, í nokkur ár.
En lengst áttu þau heimili í
Hvammi, sem var nýbýli úr landi
Hjarðarfells. Þar bjuggu þau til
ársins 1958, en þá lést Hjálmur, á
bezta aldri. Þau eignuðust 4 börn,
tvo syni og tvær dætur. — Elzti
sonurinn, Gunnar, lézt af slysför-
um við Laxárvirkjun í Þingeyja-
sýslu, aðeins fáum mánuðum eftir
að faðir hans andaðist. Hin börnin
eru á lífi, Hjálmur, búsettur á
Akranesi, Hulda í Reykjavík og
Ásgerður á Akranesi.
Eins og að líkum lætur fékk
hinn mikli og ótímabæri ástvina-
missir mjög á Ragnheiði. En gæfa
hennar var sú, að hún vissi, hvert
leita skyldi huggunar og styrks á
þungum harmastundum. Við lindir
trúarinnar fann hún sál sinni
svölun, öðlaðist þrek til þess að
axla sina þungu býrði og ganga
áfram götu sína af þeirri reisn,
sem henni er svo inngróin og
eðlislæg.
Hún hélt áfram búskap með
börnum sínum tvö næstu árin. En
þá varð það að ráði, að hún flutti
alfarin til Akraness. Var hún þar
fyrst við verzlunarstörf hjá Kaup-
félagi Suður-Borgfirðinga og síðan
hjá Pósti og síma.
Árið 1964, hinn fjórða apríl,
giftist Ragnheiður öðru sinni,
Halldóri Jörgenssyni, húsasmíða-
meistara á Akranesi, sem þá hafði
misst konu sína fyrir nokkrum
árum. Voru þau Hjálmur og Ás-
gerður þá enn með móður sinni, og
yngsta dóttir Halldórs, Guðbjörg,
á hans vegum. Reyndust þau bæði
hjónin stjúpbörnum sínum sem
beztu foreldrar, og hiklaust má
fullyrða, að farsældin hafi fylgt
þeim Ragnheiði og Halldóri í
hjúskap þeirra.
í heimabyggð sinni var Ragn-
heiður mjög áhugasöm á vettvangi
félagsmála. Sá áhugi dvínaði ekki
eftir að hún fluttist til Akraness.
En mikilvirkust hefir hún þó verið
á vettvangi kirkjumála. Kirkja
Krists og starf á hennar vegum
hefir verið — og er enn — hennar
hjartans mál. Auk þeirra starfa,
sem áður voru nefnd, söng hún um
árabil í kirkjukórnum og átti á
tímabili sæti í stjórn kórsins,
gegndi þar formennsku um fjög-
urra ára skeið. Þá hefir hún
starfað ötullega í kirkjunefnd
kvenna og í sóknarnefnd hefir hún
átt sæti síðustu tvö árin.
Hvar sem Ragnheiður er að
starfi, rækir hún hlutverk sitt með
fágætri skyldurækni, alúð, snyrti-
mennsku og smekkvísi. Og að því
er störf hennar við kirkjuna varða,
þá er eins og hvert handtak í
hennar þágu sé yljað af þeim
kærleika, sem gott barn vildi
auðsýna elskaðri móður. Mér hefir
oft komið í hug sagan af konunni í
Betaníu, sem forðum braut
smyrslabuðkinn og smurði höfuð
Lausnarans, en allt húsið fylltist
af ilm smyrslanna, þegar ég virði
fyrir mér og hugleiði þjónustu
Ragnheiðar við kirkjuna. Hún er
heil og óskipt í þeirri þjónustu,
ekki þó af skyldurækni einni sam-
an, heldur af löngun til þess að
auðsýna honum, sem kirkjan er
helguð, sama kærleiksþelið og
konan í Betaníu forðum. Þess
vegna er sem ilmur dýrra smyrsla
mæti þeim, sem leggur leið sína í
Akraneskirkju.
Á þessum tímamótum í ævi
Ragnheiðar vil ég þakka henni
frábært og dýrmætt samstarf, sem
hefir verið mér meira virði en ég
fái orðum að komið. Það er einlæg
von mín og bæn, að enn um langa
hríð eigi Akraneskirkja eftir að
njóta starfskrafta hennar — og
kærleika. Eg flyt henni persónu-
lega og í nafni Akranessafnaðar
heilar þakkir fyrir blessunarríka
þjónustu og árna henni, eigin-
manni hennar og ástvinum þeirra
blessunar Guðs.
Björn Jónsson.
Akranesi.
í FRÉTT Mbl. í gær um íbúðir sem
byggingarfélagið Einhamar hefur
verið að afhenda að undanförnu
varð það ranghermi í fyrirsögn að
3ja herbergja íbúðir voru sagðar
kosta 15.5 milljónir króna og að
vísitöluverðið væri 62% hærra.
Hið rétta er að 3ja herbergja
íbúðirnar kosta liðlega 9.5 m.kr.
eins og kom fram í fréttinni sjálfri
og er vísitöluverðið um 15.5 m.kr.
sem er 62.21% hærra.
GARÐABÆR
Bókmenntakynning
veröur haldin fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20:30.
Kynnt veröa verk Þórbergs Þórðarsonar.
Ása Ragnarsdóttir leikstýrir. Allir velkomnir.
BÓKASAFN GARÐA,
Garöaskóla viö Lyngás.
Atvinnulausum fækk-
aði en atvinnuleysis-
dögum f jölgaði
Atvinnulausum á skrá á öllu
landinu fækkaði um liðlega 200
manns frá því sem var um síðustu
mánaðamót en aftur á móti fjölg-
aði atvinnuleysisdögum úr 13.973
í 20.809. í kaupstöðum reyndust
alls 702 á atvinnuleysisskrá um
síðustu mánaðamót miðað við 750
um áramótin, 11 í hinum stærri
kauptúnum á móti 12 fyrir
mánuði og í smærri kauptúnun-
um voru alls 169 á skrá nú á móti
326 um áramótin.
I, Reykjavík fjölgaði atvinnu-
lausum milli mánaða úr 191 í 305,
eins og greint hefur verið frá, en
t.d. í Siglufirði úr 36 um síðustu
áramót í 43, á Seyðisfirði úr 56 í
66, Akureyri úr 34 um áramót í 55
núna og Hafnarfirði úr 34 í 38 en
víðast annars staðar fækkaði
atvinnulausum á skrá, t.d. á Akra-
nesi úr 28 um síðustu áramót í 16
núna, Sauðárkróki úr 30 í 27 núna,
Ólafsfirði úr 43 um áramót í engan
núna, á Húsavík úr 90 í 33, Selfossi
úr 19 í engan, Njarðvík úr 25 um
áramót í 10 núna og í Keflavík úr
117 um áramótin í 45 núna um
síðustu mánaðamót.
I kauptúnunum fækkaði t.d.
atvinnulausum á skrá úr 34 um
áramót í engan á Grundarfirði og
úr 27 í 4 á Bíldudal á Drangsnesi
úr 15 í einn, á Raufarhöfn úr 53
atvinnulausum í, 3 og á Þórshöfn
fækkaði þeim úr 28 í 17, en á
Bakkagerði fjölgaði þeim úr 28 i 32
og í Rangárvallahreppi úr 20 í 27.
U c.1,1 >l\(, \>1M!\\ KK:
22480
Jlloxpunblntiiti
&
SKIPAÚTGCRB RIKISINS
m/s Baldur
fer frá Reykjavík þriðjudaginn
20. þ.m. til Þingeyrar og
Breiðafjarðarhafna. Vörumót-
taka alla virka daga nema
laugardag til 19. þ.m.
Þriggja herb. íbúðir
Einhamars á 9,5 m. kr.
,1 ,
SKIPAUTGCRB RÍKISINS
m/s Hekla
fer frá Reykjavík þriðjudaginn
20. þ.m. vestur um land í
hringferð og tekur vörur á
eftirtaldar hafnir: ísafjörð,
(Bolungarvík um ísafjörð),
Siglufjörð, Akureyri, Húsavík,
Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakka-
fjörð, Vopnafjörð, Borgarfjörð
eystri og Seyðisfjörð.
Móttaka alla virka daga nema
laugardag til 19. þ.m.
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
RADIAL
stimpildælur
= HEÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRRANTANIR-ÞJÓNUSTA
Stór-útsala
í Dalakofanum Hafnarfirði
Mörg hundruö kjólar seljast fyrir hálfviröi.
Einnig blússur, pils, síöbuxur, dragtir. Vetrarkápur á
kr. 5.000.- sem kostuðu áöur 30.000,-
Dalakofinn, Linnetsstíg 1, Hafnarfirði.
RYMINGARSALA
2. glæsilegir litir af keramikveggflisum.
Einnig kork gólfflísar
Selt á kostnaöarveröi.
Líttu viö í Litaver, pað hefur ávallt borgaö sig.
LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER