Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 Hótel ísafiörður hf: Hlutafé aukið í 150 milljónir Húsið steypt upp í sumar ísafirði, 12.2. AÐALFUNDUR Hótels Ísaíjarð- ar h.f. var haldinn s.l. laugardag. Eins og áður hefur verið getið í Útlán Bæjarbóka- safns Keflavíkur 10,4 bækur á íbúa ÚTLÁN Bæjarbókasafns Keflavfkur námu á síðasta'ari alls 67.143 bókum er er aukning frá árinu áður 7.562 eintök. Lánþegar voru 2.294 og eru því meðalútlán 10,4 bækur á hvern fbúa. Útlán á erlendum tungumálum eru 1.565 eintök og eru flest á ensku eða 1.333. Nýjar bækur sem safnið hefur keypt eða fengið gefnar á árinu eru 1.796, en glatast hafa eða orðið ónýtar 504 bækur og er því aukning á árinu 1978 1.292 bækur en var 1.095 árið 1977. Heildarbókaeign var í árslok um það bil 23.110 bindi. Þá voru lánaðir 28 sinnum kassar í skip, og 14 sinnum lanuð söfn í sjúkra hús eða á vinnustaði, en í hverjum útlánskassa eru 20—25 bækur. Á þessu ári er ráðgert að kjallarinn að Mánagötu 7 verði lagfærður og fæst þá lesstofa fyrir börn. Morgunblaðinu var samið við Guðmund Þengilsson verktaka um uppslátt og steyjju á 1. hæð hótelsins s.l. haust. Atti verktaki að skila verkinu fyrir s.l. áramót, en vegna veðurs og steypuefna- skorts tókst það ekki og á eftir að steypa loftplötuna. Er gert ráð fyrir að verkinu verði lokið nú innan skamms. Hótelbyggingin sem á að vera fjórar hæðir stendur við Silfur- torg, sjávarmegin, er teiknað af JÓla Jóh. Ámundssyni. Er nú stefnt að því að gera húsið fokhelt á þessu ári. Innborgað hlutafé í fyrirtækinu er 41 milljón króna, en á aðalfundinum var ákveðið að auka hlutafé í allt að 150 milljónir. Á fundinum voru kosnar fjórar starfsnefndir til að kynna félagið og afla hlutafjár. Án hlutafjár- aukningar er útilokað, að koma hótelinu í not og leggur stjórn fyrirtækisins megináherslu á að sá meðbyr sem fengist hefur frá íbúum ísafjarðar haldist. Stjórn félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa: Ólafur B. Halldórsson, Fylkir Ágústsson, Gunnar Jóns- son, Guðrún Vigfúsdóttir og Jóhann T. Bjarnason. Úlíar. Könnun á aðstæðum 450 einstæðra for- eldra með 852 börn JÓHANNA Kristjónsdóttir, formaður Félags einstæðra foreldra, hefur nýlega lokið könnun á aðstæðum einstæðra foreldra og birtast niðurstöður í Félagsbréfi FEF. Er þar um að ræða hóp, sem gengið hefur í félagið á árunum 1975—78 eða 411 konur með samtals 811 börn og 39 karla með 51 barn. En úrtak af þessu tagi var áður unnið um áramót 1974—75. Könnunina vann Jóhanna nú í janúar 1979. í þessari könnun kemur fram að stærsti hópur kvennanna eru frá- skildar konur 56,8% eða 234 tals- ins, ógiftar konur eru 152 eða 36,9%, en ekkjur eru 25 eða 6,0%. Karlarnir voru 39 talsins og á heimilum þeirra 51 barn. Er vakin á því athygli að hlutfall fráskil- inna karla með börn er nú langt- um hærri en síðast. Hins vegar gefur barnafjöldi þeirra ekki full- komlega rétta mynd af þeim börn- um, sem þeir kunni að eiga, þar sem margir m^nn hafi tekið fram að um fleiri börn væri að ræða, sem mæður hefðu. I hópnum eru 26 feður fráskildir eða 66,6%, 9 ekkjumenn eða 23% og ógiftir 4 eða 10,2%. Af feðrunum er 21 faðir með eitt barn, 15 feður með 2 börn og 3 feður með 3 börn. En 201 móðir er með eitt barn, 100 með 2 börn, 60 > mæður hafa 3 börn, 29 eru með 4 börn, 16 með 5 börn, 3 mæður með 6 börn, ein með 7 börn og ein með 8 börn. I könnuninni er gerð grein fyrir aldri mæðranna. Stærsti hópurinn eða 115 mæður eru fæddar 1950—54, en 103 mæður eru fædd- ar 1939 og fyrr, tvær eru fæddar 1960 og síðar, 59 fæddar 1955—59, 70 mæður fæddar 1945—49 og 61 fædd 1940—44. Þegar svo er kann- að á hvaða aldri þær hafi átt fyrsta barn verður niðurstaðan þessi: 13 mæðranna voru 16 ára, 25 voru 17 ára, 58 voru 18 ára, 43 voru 19 ára, 46 voru 20 ára, 54 voru 21 árs, 31 var 22 ára, 28 voru 23ja ára, 22 voru 24ra ára, 9 voru 25 ára, 14 voru 26 ára, 18 voru 27 ára, 9 voru 28 ára, 6 voru 29 ára og 35 þrítugar og eldri. Húsnæði og störf Þá voru könnuð störf og búseta þessa hóps einstæðra foreldra. Af konunum voru 23 húsmæður, 81 verkakona, 56 atvinnulausar, 49 afgreiðslustúlkur, 31 við hjúkr- unarstörf, 91 við skrifstofustörf, 1 bílstjóri, 5 póstar, 7 fóstrur, 1 innanhússarkitekt, 1 hljómlistar- maður, 19 öryrkjar, 17 nemar, 3 leikarar, 2 blaðamenn, 15 kennar- ar, 4 tækniteiknarar, 1 hótelstjóri, 2 fangaverðir, 1 bókavörður, 1 tollvörður og 1 hárgreiðslukona. Á milli þriggja stétta voru óljós mörk, þ.e. öryrkja, húsmæðra og atvinnulausra, segir í Félagsbréf- inu. Sumar sögðust vera húsmæð- ur af því að þær fengju ekki vinnu utan heimilis. Margar tóku fram að þær væru atvinnulausar vegna örorku, en gætu unnið létta vinnu, sem ekki fengist. Sumar tóku fram að þær væru atvinnulausar um tíma vegna nýafstaðins barns- burðar eða breytinga á persónu- legum högum að öðru leyti. Ýmsar húsmæður tóku fram að þær ynnu við smáheimavinnu, m.a. prjón, saumaskap og vélritun. Feðurnir stunda eftirfarandi störf: tveir sjómenn, 4 kennarar, 4 verka- menn, 12 iðnaðarmenn, 5 skrif- stofu- og verzlunarmenn, 5 bíl- stjórar, 3 atvinnurekendur, 1 nemi, 1 bóndi, 1 teiknari 1 tækni- fræðingur. Hvað húsnæði snertir kom í ljós að 42,3% kvennanna eða 174 konur búa í leiguhúsnæði, 29,9% eða 123 í eigin húsnæði og 27,7% eða 114 hjá ættingjum. Mjög skuggalega hátt hlutfall býr hjá ættingjum, segir í fréttabréfinu. I mörgum tilvikum er ekki aðeins um að ræða ógiftar stúlkur með eitt barn, heldur og fráskildar konur með allt að fimm börn. Af frá- skildu konunum eru 98 í leiguhús- næði, 88 í eigin húsnæði og 48 hjá ættingjum. Sex ekkjur eru í leigu- húsnæði, 18 í eigin húsnæði og 1 hjá ættingjum. 71 af ógiftu konun- um er í leiguhúsnæði, 16 í eigin húsnæði og 65 hjá ættingjum. Myndin er nokkuð öðruvísi þegar um einstæða feður er að ræða. Af Krafa gerð um tvenn föst laun úr ríkissióði A var settur kennari við barna- og unglingaskólann á B frá 1. september 1966 til eins árs, og var síðan settur til þessa sama starfs til eins árs í senn frá sama tíma ár hvert fram til 1. september 1971. 1. febrúar 1972 var A skipaður yfirmaður við opinbera stofnun á B. en hann stundaði jafn- framt kennslustörf sín við barna- og unglingaskólann allan veturinn 1971—72. í hinu nýja starfi sínu fékk A greidd full laun frá 1. febrúar 1972 og hann fékk einnig greidd fuli laun skv. 18 launaflokki starfs- manna ríkisins fyrir kennslu- starfið til loka júlímánaðar 1972, en þá stöðvaði launadeild fjármálaráðuneyttslns greiðsl- ur til A, þar sem þar var litið svo á. að A hefði ekki átt að fá full laun kennara, eftir að hann tók við hinu nýja starfi í byrjun febrúarmánaðar 1972. A höfðaði mál gegn fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs í apríl 1973 til grciðslu á kennara- launum fyrir ágústmánuð 1972. en þau námu kr. 36.538.-. í málinu krafðist fjármálaráð- hcrra f.h. ríkissjóðs sýknu af dómkröfum A. Fyrir dómi skýrði A svo frá, að þegar hann sótti um hið nýja starf hefði hann skýrt skóla- stjóra barna- og unglingaskól- ans og formanni skólanefndar- innar frá því og hann hefði jafnframt tjáð þeim að hann myndi halda áfram kennslu til loka skólaársins, ef þeir óskuðu þess og hann fengi hið nýja starf. Engar óskjr hefðu komið fram um að hann hætti kennslu, en þessir aðilar hefðu haft vitn- eskju um það, að hann gæti um takmarkaðan tíma annað báð- um störfunum með því að kaupa sér aðstoð í hinu nýja starfi að svo miklu leyti wm þaö kom I - Hrága við kennsluna og með því að leggja harðara að sér að öðru leyti. Þá hefði yfirboðurum hans í hinu nýja starfi verið kunnugt um það, að hann mundi gegna kennarastarfinu til þess er skóla lyki, en engin aðfinnsla eða athugasemd hefði komið fram af þeirra hálfu. Á kvaðst hafa tekið laun fyrir kennslustörfin í júní og júlí 1972 og taldi hann sig eiga rétt á launum fyrir ágústmánuð eins og um var krafið í málinu, en þau laun hefði hann ekki fengið. Varðandi kennslutilhögun kvaðst A hafa kennt frá kl. 8.00 til 12.00 eða þar um bil á morgnana, og svo eftir kl. 4.00 á daginn. Sú stofnun sem hann hafði ráðið sig til þess að stjórna væri opin frá kl. 10.00 til 12.00 f.h. og frá 1.00 til 4.00 e.h. Yfirmenn A í hinu nýja starfi hefðu haft um það vitneskju að hann hygðist leysa þann vanda sem skapaðist við afgreiðsluna á morgnana á þann hátt að eiginkona hans afgreiddi fyrir hann, en að öðru leyti hefði hann unnið meira á degi hverj- um til þo&e að anna daglegum uppgjörum og annarri vinnu, sem fylgdi hinu nýja starfi. Ekki hefðu verið gerðar athuga- semdir við þessa tilhögun. Ekki kvaðsi A hafa tilkynnt launadeild fjármálaráðuneytis- ins þá breytingu sem orðið hefði á högum hans 1. febrúar er hann tók við nýja starfinu þá þegar, og aldrei hefði hann tilkynnt breytinguna þangað skriflega. En fyrir 1. mars 1972 hefði hann átt samskipti við starfsmenn launadeildar ráðuneytisins um þessi mál. Fjármálaráðuneytið — nýja starfið hefði fellt setninguna í kennara- stöðuna niður í málinu var lögð fram sérstök skýrsla af hálfu fjár- málaráðuneytisins. Þar sagði m.a. að eðlilegast væri að líta svo á með skipun A í starf yfirmanns hinnar opinberu stofnunar hefði jafnframt fallið niður setning hans í kennara- stöðu þá, sem honum var veitt haustið 1972. Forsendur kjara- samninga frá 19. desember 1970 væru þær, að starfsmaður, s»»“ fær setningu eða ol«ipun i starf, skili ókveðnum fjölda vinnu- stunda viku hverja á tilteknum tíma dagsins til uppfyllingar DÓMSMÁL Umsjón Ásdís J. Rafnar starfsskyldum sínum, svo greiða megi honum full laun fyrir þann starfa. Með skipun A í hið nýja starf teldist þessum grundvall- arforsendum ekki lengur full- naégt og þar með hefði A ekki getað sinnt hvorri stöðunni um sig á þann hátt, sem kjarasamn- ingur gerir ráð fyrir. Þar með ætti hann ekki rétt á fullum launum fyrir bæði störfin. Eðlilegt vær að líta á nýja starfið sem aðalstarf, en fyrir kennsluna bæri að greiða A samkvæmt stundakennslukaupi. Ef ekki yrði fallist á þetta sjónarmið taldi ráðuneytið að um launagreiðslur til A skyldi fara skv. 26. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna en þar eru ákvæði þess efnis, hvernig launa ber starfsmanni, sem jafnhliða starfa sínum gegnir öðrum starfa í þjónustu ríkisins. starfsmaður skal A4 "Alf föst byrjunarl®““ °8 aukatekjur piioi tyrir „annan starfa". Við framkvæmd þessara ákvæða heföi ráðuneytið litið svo á, að sú staða, sem starfsmaður er skipaður í væri aðalstarf, en staða, sem sett væri í „annar starfi". Sú meginregla geti gilt, þótt svo hið aukna vinnuálag komi í einstökum tilvikum meira niður á því starfi, sem skipun nær til. A hefði þá þegar fengið ofgreidd laun og því hefðu greiðslur kennaralauna fyrir ágústmánuð 1972 verið stöðvaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.