Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 39 Menninsarlegar kvikmyndir eiga því augljóslega ekki aðeins heima á mánudagssýningum og í Fjalakettinum. En þær þarfnast líka nánari umfjöllunar okkar sem skrifum um kvikmyndir og þau skrif þurfa að birtast á róttum tíma. Og með samstarfsvilja þarf þessi þróun ekki að kafna í fæðingu. Hvað er í uppsiglingu í kvikmyndahúsunum? III. AUSTURBÆJARBÍÓ: Það kvikmyndafyrirtæki sem Austurbæjarbíó er um- boðs- og dreifingaraðili fyrir hérlendis, nefnist Warner Bros., og er eitt af fjölmörg- um fyrirtækjum í auðhringn- um Warner Communications Company, W.C.C. hefur m.a. á sínum snærum jafn ólík fyrirtæki og hljómplötugerð, bílastæðarekstur og knatt- spyrnulið, (N.Y. Cosmos), blaðaútgáfu, („Mad“), svo nokkuð sé nefnt. Warner Bros hefur gengið í gegnum hendur nokkurra eigenda frá því að hið upp- runalega fyrirtæki Warn- er-bræðranna var fyrst selt í hendur öðrum, fyrir röskum hálfum öðrum áratug. Síðan hefur kvikmyndaframleiðsl- an verið upp og ofan, en í höndum núverandi eigenda hefur hún farið síbatnandi. Þrátt fyrir að Warner Bros hafi verið eitt af stærstu kvikmyndaverum Hollywood undanfarin ár, þá breytir það samt engu þar um að blóma- skeið fyrirtækisins var tví- mælalaust á fjórða og fimmta áratugnum. Þá hafði kvikmyndaverið á sínum snærum stjörnur eins og Humphrey Bogart, Edward G. Robinson, Errol Flynn, Bette Davis og James Cagney. Margar sakamála- og þjóðfélagsádeilumyndir þeirra frá þessum tíma telj- ast sígild verk. Warner Bros hefur einnig í dag marga heimsþekkta listamenn á samningi og þeirra frægastur er vafalaust snillingurinn Stanley Kub- rick. En nú eru myndirnar næstar á dagskrá. Einn fastráðinna krafta hjá Warner er hinn stór- heppni framleiðandi og leik- stjóri Irwing Allén, en hann stendur á bak við myndina VIVA KNIEVEL, en hún fjallar einmitt um þennan fífldjarfa ofurhuga sem margsinnis hefur komist í heimspressuna vegna glæfra- bragða á mótorhjóli. Hér fer Evel sjálfur með aðalhlut- verkið, en með minni fara m.a. Gene Kelly, Red Buttons og Lauren Hutton. Næstu daga hefjast að öll- um líkindum sýningar á hinni frægu og umtöluðu mynd Martin Scorsese, ALICE DOESNOT LIVE HERE ANY MORE. Hún fjallar um einmana konu (Ellen Burtsyn), sem reikar á milli borga í leit að atvinnu (er kráarsöngkona) og lífs- gleði. Með aðalkarlhlutverkið fer enginn annar en Kris Kristoferson. Ef að líkum lætur mun verða fjallað nán- ar um myndina á sunnudag- inn kemur. Þá er og farið að kynna DOG DAY AFTERNOON i kvikmyndahúsinu, sem vænt- anlega mynd. í henni fara þeir A1 Pacino og John Casale á kostum sem kynvill- ingar sem fremja bankarán þar sem allt gengur úrskeiðis. Leikstjóri er Sidney Lumet. OUTLAW BLUES, nefnist mynd sem á síðasta ári vakti verulega eftirtekt vestan hafs. Hún fjallar um laga- smið (Peter Fonda), sem ný- sloppinn er úr fangelsi og heldur til Nashville ásamt fjölskyldunni. Þar stelur fræg stjarna besta laginu hans og það slær náttúrulega í gegn. Myndin fjallar um baráttu Fonda við að fá rétt- lætinu fullnægt. Tónlistin í myndinni er þó ekki hreinræktuð Nash- ville-músik, heldur, eins og nafnið gefur til kynna, „out- law blues", en forsprakkar þessarar geysivinsælu tón- listar eru m.a. þær kempurn- ar Waylon og Willie... Önnur stjarna af þjóðlaga- rótum, John Denver, leikur í bráðsmellinni gamanmynd sem nefnist OH, GOD. Það er þó ekki Denver sem þykir bera myndina uppi, heldur gamli, góði grínfuglinn George Burns sem hér fer mað titilhlutverkið. Leik- stjórn annast Carl Reiner. Myndin hlaut gífurlegar vin- sældir erlendis og ákveðið hefur verið að gera a.m.k. eina framhaldsmynd... Art Carney, Lily Tomlin og Bill Macy í rómaðri mynd um einkaspæjara sem komin er af iéttasta skeiðinu — THE LATE SHOW. Önnur feikivinsæl mynd er THE GOODBYE GIRL, sem færði Richard Dreyfuss Oscar verðlaunin á síðasta ári, en hér fer hann með aðalhlutverkið á móti Morshu Mason. Þetta er bráðskemmtileg mynd, enda ekki von á öðru þar sem leikritaskáldið Neil Simon (BAREFOOT IN THE PARK, Eastwood ásamt tryggum félaga myndinni THE ENFORCER. PLAZA SUIT, THE ODD COUPLE, ofl. ofl.) skrifaði handritið. Leikstjóri er hinn óbrigðuli Herbert Roos. Auk þess sem THE LATE SHOW var ein rómaðasta, bandaríska myndin á síðasta ári, er hún dularfull nútíma-gamanmynd, í ætt við einkaspæjaramyndir fimmta áratugarins. Art Carney leikur (meistaralega) einn slíkan, en Lily Tomlin (NASHVILLE) er hin hjálp- arvana, leyndardómsfulla leikkona sem leitar á náðir hins aldraða spæjara. Leik- stjórinn er hinn bráðefnilegi Robert Benton (BAD COMPANY). WIFEMISTRESS fjallar um þær miklu, þjóðfélags- breytingar sem áttu sér stað uppúr aldamótunum síðustu á Ítalíu. Með aðalhlutverk fara Marcello Mastroianni og hin gullfallega Laura Antonelli. Leikstjórn er í höndum Marco Vicario, Myndin BOBBY DEERFIELD, er byggð á þekktri sögu eftir Erich Maria Re marque, sem nefn- ist „Heaven Has No Favorit- es og fjallar um tvær persón- ur í íeit að lífshamingju. Þær eru leiknar af afburðaleikur- unum Marthe Keller og A1 Pacino. Leikstjóri er Sidney Pollack. Gamlfr aðdáendur „Dirty Harry," fá eitthvað fyrir aur- ana sína „þegar THE ENFORCER verður tekin til sýninga í Austurbæjarbíói, en hún er einmitt þriðja og síðasta (til þessa) myndin um þennan harðjaxl með .44 magnum sem sinn besta vin og félaga. Leikstjórn annast James Fargo. Síðasta myndin, en ekki sú síðasta í þessari upptalningu mynda sem Austurbæjarbíó keypti nú nýlega af Warner 44 magnum, f Bros, er hin heimskunna end- urgerð A STAR IS BORN, með þeim Barbru Streisand og Kris Kristofferson. Mynd- in fjallar um tvær, ástfangn- ar súperstjörnur í tónlistar- heiminum — önnur er á leiðinni á toppinn, en hin hrapar. Leikstjóri er Frank Pierson. Þá hefur kvikmyndahúsið fest kaup á allnokkrum myndum víðs vegar að, og eru þessar helstar. Frá Danmörk mun berast hressilegur „pornófarsi" í stjörnumerkjaflokknum, og nefnist hann í SPORÐ- DREKAMERKINU. Af per- sónulegum ástæðum vona ég að virðulega sé farið hér með alla þá sem eru þeirrar gæfu njótandi að fæðast í þessu öndvegismerki. Önnur mynd af svipuðum toga nefnist DÓTTIR LAFÐI CHATTERLEY, og á auglýs- ingaplakati stendur að þetta sé „ægifögur mynd sem hitti mann á viðkvæmasta stað...“ Lizá Minelli leikur þjón- ustustúlku undir leikstjórn föður síns, Vincente, í mynd- inni A MATTER OF TIME. Meðal annarra leikara má nefna Ingrid Bergman og Gabriele Ferzetti. THE BIGGEST BATTLE, nefnist ein stærsta stríðs- mynd sem ítalir hafa gert til þessa, en með aðalhlutverkin fara Henry Fonda, Giuliano Gemma, John Huston, Stacy Keach og Helmut Berger. Sjálfsagt muna margir eft- ir frönsku ærslamyndinni ÆÐISLEG NÓTT MEÐ JACKIE, en nú hefur kvik- myndahúsið einmitt keypt nýjustu myndina með því pari, þeim Pierre Richard og Jane Birkin. Og í lokin fer ekki illa á því að geta nýrrar stórmyndar sem væntanleg er innan dyra í Austurbæjarbíó á næstu vikum, en það er ný útgáfa sögu sem vel er þekkt hér á landi undir nafninu „Tíu litl- ir negrastrákar", og er eftir Agöthu Christie. Kvikmynd- in nefnist á ensku AND THERE WAS NONE og er prýdd fjölda leikara; Oliver Reed, Elke Sommer, Richard Attenborough, Stephane Audran, Herbert Lom, Gert Froebe, Adolfo Celi og Charl- es Aznavour. Leikstjórn ann- ast Peter Collinson. Úr SPORÐDREKAMERKINU, (þess skal þó getið strax — svo að enginn hneykslist alvarlega, að hér verður á boðstólum „mild“ útgáfa af „pornófarsanum." Með hjartað á réttum stað Laugarásbíó: DERSU UZALA Það voru sannkölluð gleði- tíðindi þegar það fréttist að sýningar væru að hefjast á hinni rússneskættuðu mynd Kurosawa, DERSU UZALA. Reyndar tók hinn japanski meistari við myndinni hálf- unnri af rússneskum leik- stjóra — en seinni hlutinn er algjörlega verk Kurosawa. Sá helmingur myndarinnar er líka mun skyldari þeim verk- um sem maður hefur séð eftir •hinn japanska snilling: ljóð- rænni, tilfinningalegri, stór- fenglegri. Fyrri hlutinn er heldur langdreginn og yfir honum um of heinvildar- myndarkenndur blær. í heild er DERSU UZALA, eflaust einn fegursti óður úm tilfinningar manna gagnvart hvorum öðrum og ekki síður gagnvart Móður Jörð, sem gerður hefur verið. Minnir okkur á þau óborganlegu verðmæti sem svo gjarnan vilja glatast og gleymast á verðbólgutímum: Hrein og fölskvalaus vináttubönd og ást og trú á landinu sem ól okkur af gnægtum sínum. Og ekki verður svo heldur minnst á DERSU UZALA, að ekki sé getið hins dásamlega, síberíska leikara Maxim Munzuk. Frá því hann sprett- ur útúr náttúrunni er það þessi gamalreyndi veiðimað- ur — einfarinn með gull- hjartað, sem „stelur" mynd- inni — og huga manns um langa framtíð. Stuttar umsagnir: Seven Beuties, Dersu Uzaia Sú ágæta aðsókn sem myndirnar SEVEN BEUTIES og DERSU UZALA hafa fengið hjá íbúum Stór-Reykjavíkursvæðisins, færir hcim sanninn um að fyrir hendi eru furðustór kjarni sannra kvikmyndaunnenda. Kjarni sem lætur ekki bíða eftir sér ef hann kemst að því í tíma að góð kvikmyndalist er á boðstólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.