Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 17 Söluaukning þýzkra bíla í Bandaríkjunum Bílaframleiðendur í Vestur-Þýzkalandi gera ráð fyrir að auka sölu sína í Bandaríkjunum á Bílar Umsjón JÓHANNES TÓMASSON og SIGHVATUR BLÖNDAHL þessu ári úr 374.000 bílum í 450.000 bíla að því er talsmaður þeirra sagði fyrir nokkru. Volkswagen verk- smiðjurnar halda því fram að þær muni eiga mesta hlutdeild þýzkra bílaframleiðenda í Banda- ríkjamarkaðinum og gera ráð fyrir að selja allt að 300.000 bíla eða 60.000 fleiri en á síðasta ári. ÞAÐ KOM berlega í ljós á Alþjóðlegu bflasýningunni í New York fyrir skömmu hversu evrópskir bflar, þá sérstaklega vestur-þýzk- ir standa illa að vígi í samkeppninni við þá amerísku hvað verð snertir. Til að mynda kostar BMW bfllinn á myndinni sem nemur tveimur meðaldýrum Cadillac eða um 30 þúsund dollara sem er um 10 milljónir íslenzkra króna. Ljósm. RAX. Milljónasta Fiestan MILLJÓNASTI bfllinn af Ford Fiesta-gerð er nýlega kominn af íæribandinu en nú eru liðnir 28 mánuðir frá því hann kom fyrst á markað. „Þetta er í fyrsta sinn sem nokkur evrópskur Ford-bíll kemst á markað í svo mörgum eintök- um,“ sögðu talsmenn Fordverk- smiðjanna fyrir stuttu. Fiesta náði fljótt miklum vinsældum í Bretlandi og hefðu ekki komið til verkföll þar væri hann nú einn söluhæsti bíllinn þar í landi. Hann er nú fram- leiddur á þremur stöðum, þ.e. Bretlandi, Spáni og Þýzkalandi, og var milljónasti bíllinn fram- leiddur þar. Ford sendir á markaðinn af þessu tilefni nokkra bíla með sérstökum lit- um, 2.000 bíla með svartri skreytingu og 1.000 með silfur- litaðri skreytingu, og verða þeir boðnir til sölu í næsta mánuði. Þá má. nefna að Ford er um þessar mundir að kynna í Bret- landi nýja Mustang-bílinn og kostar hann þar um 8.000 pund. Dýrasti bfllinn á markaðinum 1978. Rolls-Royce. Kostaði litlar 100 milljónir íslenzkra króna hingað kominn. Rollsiim dýrastur á 100 milljónir kr. ALGJÖRT metár var í sölu bifreiða f Bretlandi á siðasta ári þrátt fyrir mikla ólgu og verkföll í tveimur stærstu bif- bif-reiðaframleiðslufyrir- tækj og aldrei fyrr hafa bflar verið seldir á jafn háu verði og í fyrra. Dýrasti bfllinn á markaðin- um s.l. ár var að sjálfsögðu Rolls Royce sem var seldur á lítil 50 þúsund pund eða nálægt 33 milljónum íslcnzkra króna. „Hvað skyldi slíkur vagn kosta hingað kominn?“ Sennilega færi hann langleiðina í 100 milljónir íslenzkra króna. Á alþjóðlegri bflasýningu í Briissel nýlega var Volvo-vöru- bfll verðlaunaður, en þar var um að ræða gerðina F7 sem er ný framleiðsla Volvo-verksmiðj- anna. Sýningin tilnefndi 7 blaða- menn er skrifa um bfla í sér- staka dómnefnd til að velja vörubfl ársins og hlaut F7-gerðin frá Volvo þennan titil. í dómsorði nefndarinnar kom fram, að kostir Volvo F7-gerðar- innar væru m.a. sparneytni, fjöl- þættir nýtingarmöguleikar og framfarir í búnaði öllum er varða þægindi bflstjórans. F7 kom á markað í október 1978 og er hannaður í framhaldi af gerð- inni F87 sem af voru framleidd yfir 40.000 eintök. Að baki hin- um nýja bfl liggja prófanir og reynsla af F87-gerðinni. í frétt frá Volvo segir að pantanir á F7 hafi farið langt fram úr vonum verksmiðjanna. Utanríkismálanefnd: Samningarn- ir við Fær- eyinga verði staðfestir Utanríkismálanefnd hefur orðið sammála um að mæla með því við Alþingi að það samþykki tillögu til þingsályktunar um stað- festingu á niðurstöðu við- ræðna um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir ís- lendinga og Færeyinga. Undir þetta álit utan- ríkismálanefndar skrifa al- þingismennirnir Einar Ágústsson (F), Árni Gunnarsson (A), Gils Guðmundsson (Abl), Vilmundur Gylfason (A), Ragnhildur Helgadóttir (S) og Friðjón Þórðarson (S). Annar fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, Jónas Árna- son, var fjarstaddur af- greiðslu málsins. «j^i Lífid barn hefui 2BT lítió sjónsvid RICHMAC RICHMAC búðarkassinn er sérstaklega gerður fyrir mikið álag, þar sem afgreiðsla þarf að ganga fljótt en örugglega fyrir sig. Meðal þeirra, sem nú þegar eru byrjaðir að nota RICHMAC elektróníska búðarkassa, eru: BREIÐHOLTSKJÖR, KRON,NÓATÚN, STRAUMNES, KJÖRBÚÐ BJARNA, AK. Sölumenn okkar eru reiðubúnir að gefa allar nánari upplýsingar um RICHMAC búðar- kassana. % SKRIFSTOFUVELAR H.F. \+ “x - X? Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.