Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1979 47 Ljósm.: EmiKa. • Urmull handa á lofti undir íslenzku körfunni, Tim Dwyer, nýi landsliðsþjálfarinn stekkur hæst. Landslióió rassskellt íslenska landsliðið í körfuknatt- leik var heldur betur rassskellt er það mætti liði skipuðu þeim banda- rísku leikmönnum, sem leika hér á landi á stjörnukvöldi KKÍ í gær- kvöldi. Bandarísku leikmennirnir höfðu yfirburði á flestum sviðum og sigruðu með 128 stigum gegn 85, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 70:45. Strax í upphituninni fengu áhorf- endur forsmekkinn að því er koma skyldi, en þá héldu bandarísku leik- mennirnir sýningu og „tróðu" með miklum tilþrifum. Þeir byrjuðu síð- an leikinn af gífurlegum krafti og íslenska liðið átti hreinlega ekkert svar og innan skamms var staðan orðin 26:11. íslensku leikmennirnir virtust eitthvað taugaslappir og KA OG ÞÓR léku í gærkvöldi á Akureyrarmótinu svokallaða í handknattleik. Jafntefli varð, 22—22, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 19—9 í hálfleik KA í vil. Þór lék án Arnars Guðlaugs- sonar og munaði að sjálfsögðu mikið um hann. Eigi að síður börðust Þórsarar vel og tókst nokkrum sinnum að vinna upp góð forskot KA-manna. KA leiddi allan fyrri hálfleik og hafði mest 4 mörk yfir, þegar staðan var 12—8. Munaði þar mestu, að Jón Árni Rúnarsson kom inn á völlinn og skoraði 4 mörk í röð fyrir KA. Þórsarar sigu á jafnt og þétt og um miðjan hálfleikinn hafði þeim tekist að jafna leikinn, 17—17. Þeir misstu KA síðan fram hjá sér á nýjan leik og þegar 3 mínútur voru til leiksloka, var staðan 22—20 fyrir KA. En Þórsarar voru ekki sáttir við það og skoruðu tvö síðustu mörkin og höfðu meira að segja knöttinn síðustu andartökin, án þess þó að þeim tækist að nýta sér það til sigurs. Lokatölurnar urðu sem fyrr segir, 22—22. Jón Árni Rúnarsson átti mjög góðan leik hjá KA, svo og Gunnar Gíslason, en Jón Sigurðsson var sterkastur Þórsara. Knattspyrnu- þjálfarar AÐALFUNDUR knattspyrnu- þjálfarafélagsins fer fram í kvöld kl. 20.00 í Domus Medica. Venju- leg aðalíundarstörf. segja má að Bandaríkjamennirnir hafi leikið á annarri hæð því að þeir hirtu nær öll fráköst fyrstu mínútur leiksins. Munurinn hélt síðan áfram að aukast og þegar flautað var til leikhlés var munurinn orðinn 25 stig, 70:45. Síðari hálfleikur var ekki eins skemmtilegur á að horfa og sá fyrri og síðustu mínútur leiksins voru nánast leikleysa, enda fækkaði mikið á annars þéttsetnum áhorfendapöll- unum löngu áður en leikurinn var búinn. Mikill hraði var í leiknum og munurinn hélt áfram að aukast og lokatölur voru eins og fyrr segir 128:85. Islenska liðið olli nokkrum von- brigðum í þessum leik. Alltof mikið var um mistök og hittni flestra Flest mörk KA skoruðu: Jón Árni 7, Gunnar 4, Alfreð Gíslason 3. Flest mörk Þórs skoruðu: Sig- tryggur 6, Jón Sigurðsson 5. THOMAS Sjöberg sem er nýkom- inn heim frá Arabíu, hefur gert samning við bandaríska liðið Chicago Stings. Sjöberg, sænski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, mun leika með bandaríska liðinu næsta sumar, en félag hans, Malmö FF, fær 50.000 bandaríska leikmanna var langt frá því að vera í lagi. Bestur íslensku leikmannanna var Kristinn Jörundsson en einnig var Jón Sigurðsson góður og gladdi áhorfendur með mörgum frábærum sendingum. Þá var Jón Jörundsson drjúgur en aðrir leikmenn voru ekki áberandi. Bandaríkjamennirnir léku mjög vel og sýndu svo sannarlega hvernig á að leika körfuknattleik. Var oft hrein unun að sjá tilburði þeirra inni á leikvellinum. Erfitt er að gera upp á milli einstakra leikmanna, þeir voru hver öðrum betri. Ástæða er þó til að nefna John Johnson, sem var hreint frábær. Hinir sýndu einnig flestir snilldartakta hver á sinn hátt og lögðu flestir meira upp úr því að mata samherja sína en að skora sjálfir. Stigin fyrir Island: Kristinn Jörundsson 20, Jón Jörundsson 18, Jón Sigurðsson og Kolbeinn Kristinsson 8 hvor, Geir Þorsteins- son og Þorvaldur Geirsson 7 hvor, Jón Héðinsson 6, Kristján Ágústsson 5, Gunnar Þorvarðarson 4 og Guð- steinn Ingimarsson 2. Stigin fyrir USA: John Johnson 32, Mark Holmes 18, Mark Christensen og Tim Dwyer 14 hvor, Trent Smock 12, Napoleon Gaither og Paul Stewart 11 hvor, John Hudson og Ted Bee 8 hvor. Dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Erlendur Eysteinsson. ÁG. bandaríkjadali fyrir sinn snúð, sem örugglega er smápeningur miðað við það sem rennur í vasa Tómasar Sjöberg. Gamla kempan Ove Flindt Bjerg er einnig á leiðinni vestur um haf, en hann hefur gert samning við I liðið San Jose Earthquakes. Jafntefli KA og Þórs ______- gg- Frægir kappar flykkjast vestur Leynivopnið skor- & aði sigurkörfuna s sem manna Stjörnukvöld KKt þótti takast með miklum ágætum, en auk þess úrvalslið þeirra Bandaríkja- i hérlendis leika, lék gegn íslensku úrvalsliði, voru ýmis skemmtiatriði á boðstólum. T.d. léku íþróttafréttamenn við ís- landsmeistara Vals í knattspyrnu, en þess má geta, að Valsmenn eru meistarar bæði utanhúss og innanhúss. Kvennalið FH í knatt- spyrnu lék síðan við Bræðraband Ómars Ragnarssonar. Að því loknu fór fram vítakeppni milli nokkurra valinna leikmanna, bæði úr fyrstu deild og úrvalsdeild og bæði heimamenn og Bandaríkja- menn. Síðast en ekki síst á undan sjálfum leiknum, sem þrátt fyrir nærveru liðs íþróttafréttaritara, verður að teljast leikur kvöldsins, fór fram viðureign íslenska lands- liðsins í körfuknattleik kvenna annars vegar og hins ósigrandi liðs íþróttafréttamanna hins vegar. Fréttamenn og Valsmenn skildu jafnir, 8—8, og var það engin tilviljun þegar litið er á frammi- stöðu fréttaliðsins í gegn um árin, ekki eitt einasta tap. Fréttamenn unnu meira að segja upp stórt forskot Valsmanna í hálfleik, 4—1, og jöfnuðu 5—5. Var síðan jafn- ræði til leiksloka. FH-stúlkurnar sýndu síðan Bræðrabandi Ómars, hvort kynið er sterkara, með því að vinna öruggan stórsigur, 9—6. Bræðra- bandið hafði forystu framan af, en missti hana niður þegar FH-stúlkurnar sendu skiptimenn sína inn á, án þess að taka nokkurn út af í staðinn. Vítakeppnin var spennandi, en þar léku til úrslita þeir Jón Jörundsson ÍR og John Johnson úr Fram. Hvað eftir annað jataði knötturinn í körfuna, en gæfan brosti við Bandaríkjajóni. 8 leik- menn kepptu í leik þessum, 4 Bandaríkjamenn og 4 íslendingar. Loks bætti lið fréttaritara einni rósinni enn í hnappagatið (þær eru orðnar fjári margar), þegar það vann stórsigur, 21—20, gegn kvennalandsliðinu. Létu frétta- menn ekki bugast þrátt fyrir grófan varnarleik stúlknanna, vilhallan dómara og þá staðreynd, að stúlkurnar léku 2—3 fleiri allan síðari hálfleik. Fréttamenn tefldu fram leynivopni í leik þessum, Ólafi Unnsteinssyni og vöktu til- burðir hans óskipta athygli áhorf- enda, jafnt sem leikmanna. Er óhætt að segja, að lið fréttamanna hefði þarna beðið sinn fyrsta ósigur ef Ólafs hefði ekki notið við M.a. skoraði Ólafur glæsilega sigurkörfu fréttamanna. ólafur Unnsteinsson sýnir snilldartakta. Getrauna- spá M.B.L. «5 .C c 3 ax u © 5 Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sundav Telegraph SAMTALS 1 X 2 Aldershot — Shrewsbury 2 X X X 2 X 0 4 2 Cr. Palace — Newc./ Wolves 1 X 1 X X 1 3 3 0 Ipswich — Bristol Rovers 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Liverpwtl — Burnley/ Sunerl. X 1 1 1 1 1 5 1 0 Leeds/ WBA — Southhampt. 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Colchester — Man. utd. 2 2 2 2 2 2 0 0 6 Nott. Forest — Arsenal 1 1 X 1 1 X 4 2 0 Bristol C. - QPR X 1 1 1 1 1 5 1 0 Chelsea — Derbv 1 X X 1 1 X 3 3 0 Man. Citv — Birminuh. 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Millwall — West Ilam 1 X 2 2 2 X 1 2 3 Notts Countv — Cardiff x 1 1 1 x 1 _L_ _JL_ _Q_ Unglinga- meistaramót í fimleikum Unglingameistaramót íslands fyrir pilta verður í fþróttahúsi Kennaraháskóla Islands 17. og 18. febrúar n.k. Fyrri daginn verður keppt í fimleikastiganum í aldursflokk- unum 12 ára og yngri 13—14 ára 15—16 ára Seinni daginn keppa 17 ára Og eldri í frjálsum æfingum með fyrirfram ákveðnum æfingum á öllum áhöldum, sem eru: Gólf: Arabastökk — flikk A+A, frjáls pressa í handstöðu. A. Bogah.: Tvöföld skærissveifla, brjóst að. A+A Hringir: Axlarvelta aftur A og afturkippur A Stökk: Yfirslag. Tvíslá: Framkippur A og langkipp- ur A Svifrá: Magavelta aftur, undir- sveifla, afturkippur A+A. Ath.: í stökki skal stökkva eitt frjálst stökk sem er eitthvað ann- að stökk samkvæmt aiþjóðlega stökklistanum. Senda skal þátttökutilkynningar til skrifstofu F.S.Í. fyrir 11. febrú- ar 1979 ásamt þátttökugjaldi kr. 600.00 pr keppanda. Ef gjald fylgir ekki tilkynningu, er hún ekki tekin gild. I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.