Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 33 gatur orðlð veigamlklll hlekkur í stórrl keðju með því elnu að kynna þér staðreyndir um áfenglsvandamállð. 1 VEIST ÞÚ: Að á bverjum degi /æðast 11 börn á íslandi. Með núverandi ástandi eru tvö þeirra dæmd til að lenda í alvarlegu áfengis- vandamáli seinna á ævinni? Að á hverjum degi eru 250 íslendingar á meðferðastofnunum vegna ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa? Að samtals fara 2500 íslendingar í meðferð á ári bverju vegna ofneyslu áfengis og annarra vímugjafa? Að 80% hjónaskilnaða stafa af ofnotkun áfengis og annarra vímugjafa? Að meira en 90% af handtökum lögreglunnar er vegna ölvunar? Að u. þ. h. 60% þeirra sem leita til Slysavarðstofunnar i Reykjavík er fólk, sem slasast hefur undir áhrifum áfengis? Að meira en 2000 ökumenn eru teknir fyrir ölvun við akstur á íslandi á ári hverju? Að áfengisvandamálið kostar íslensku þjóðina meira en 4.000.000.000,- — fjóra milljarða króna — þessi upphæð er jafnvirði 1000 nýrra bifreiða af meðalgerð? Vlð vltum að fræðsla og aftur fræðsla um áfengisvandamállð er besta áfengisvörnln. STÍGÐU SKREFIÐ MEÐ OKKUR. HJÁLPAÐU OKKUR AÐ HJÁLPA ÖÐRUM. Samtök áhufíamanna um áfengisvandamálið hafa staðið fyrir margvíslegri kynningarstarfsemi. þar sem ýmsar hliðar vandamálsins eru skýrðar. Þar á meðal er þetta dreifirit sem samtökin hafa gefið út. unum árlega. Sem dæmi um það mætti nefna að á árinu 1978 var veltan í heild um það bil 200 milljónir króna. Útlit væri fyrir að hún yrði mun hærri á þessu ári, eða um 300 milljónir króna. Stafar það meðal annars af því að starf- semin í Sogni í Ölfusi starfaði ekki nema hluta ársins eða frá því í ágúst. Tekjur S.Á.Á. sagði Vilhjálmur einkum koma inn af daggjöldum, en einnig í frjálsum framlögum og ársgjöldum. Nú væri verið að kanna ýmsar fjáröflunarleiðir í sambandi við aukna starfsemi sem væri á döfinni, og ef af því yrði gæti allt eins svo farið að veltan á þessu ári yrði um 400 milljónir króna. Sennilega yrðu það einnig fleiri sem notfærðu sér þjónustu samtakanna á þessu ári, svo ekki veitti af að ná inn meira fjár- magni. Auk þess sem haldið verður áfram með þá starfsemi sem nefnd var hér að fraan, þá hafa samtökin fyrirhugaða margvíslega starf- semi á þessu ári, að sögn Vil- hjálms. Hefur verið ákveðið að heim- sækja á fyrstu mánuðum ársins 18 kaupstaði víðsvegar um landið, og einnig eru fræðslufundir fyrirhug- aðir í grunnskólum fyrir aldurs- hópinn 13 til 16 ára. Eftirtaldir staðir verða heim- sóttir: Akranes, Mosfellssveit, Hafnarfjörður, Keflavík, Njarðvík, Kópavogur, Selfoss, Vestmanna- eyjar, Garðabær, Egilsstaðir, Nes- kaupstaður, Seltjarnarnes, Grindavík, Akureyri, Húsavík, Isafjörður, Sauðárkrókur og Siglu- fjörður. Á sömu stöðum og að framan greinir verður samtímis efnt til almennra fræðslu- og leiðbeining- arfunda er opnir verða öllum sem áhuga hafa að mæta að sögn Vilhjálms. Þá sagði hann einnig að nú væri unnið að því að koma upp fulltrú- um S.Á.Á. á þeim stöðum sem heimsóttir verða, og síðar á sem flestum stöðum á landinu. Hlutverk fulltrúanna sagði Vil- hjálmur eiga að verða það, að vera tengiliður S.Á.Á. við íbúa viðkom- andi staðar og veita allar upplýs- ingar um starfsemi samtakanna. Að aðstoða áfengissjúklinga og aðstandendur þeirra sem vilja nota sér meðferðarkerfi S.Á.Á. Að auglýsa öðru hverju í bæjar- blöðum á viðkomandi stað fastan viðtalstíma, til dæmis fastan tíma einu sinni í viku. Fékk áhuga er hann kynnti sér starfsemina — En hvernig atvikaðist það að Vilhjálmur fór að vinna fyrir Samtök áhugamanna um áfengis- vandamálið? „Ætlunin hafði verið sú, að ég opnaði eigin lögfræðiskrifstofu, og hafði ég gert ráðstafanir vegna þess,“ sagði Vilhjálmur. „Þá skyndilega kom þessi staða upp, að leitað var eftir því að ég tæki að mér framkvæmdastjórn hjá S.Á.Á. Mér þótti það satt að segja heldur fráleitt fyrst í stað, en ákvað þó að kynna mér um hvað málið snerist. Þá fór svo að ég fór að fá áhuga á viðfangsefninu, eftir að ég hafði kynnt mér alla starf- semina, og heimsótt endurhæfing- arstöðvarnar. Svo fór að ég ákvað að taka þessu starfi, að veita samtökunum framkvæmda- og rekstrarstjórn, og hef ég ekki séð eftir því, það hefur verið mjög fróðlegt að kynnast þessum mál- um af eigin raun. — Svo má svona í leiðinni geta þess, að nóg er af ágætum lögfræðingum víða um bæinn, svo þar mun ekki vanta menn þó ég opni ekki lögfræði- skrifstofu! Sannleikurinn er að hér er verið að vinna að mjög merkilegu máli, og sú þróun sem verið hefur að eiga sér stað hér hjá.okkur undan- farin ár er einsdæmi. Það starf sem unnið hefur verið af S.Á.Á. er einstætt." Er sjálfur ekki templari — Ert þú sjálfur bindindismað- ur, eða hefur þú eigin reynslu af áfengisvandamálinu? „Nei, ég er ekki templari, og ég hef ekki átt við áfengisvandamál að stríða. En fyrst þú spyrð að þessu, þá langar mig til að geta þess, að viðbrögð fólks sem þekkir til mín hafa verið með ýmsu móti, eftir að ég hóf hér störf. — Margir hafa sagt að þeir hafi ekki haft hugmynd um að ég hafi verið svona langt leiddur, og aðrir segj- ast ekki hafa vitað að ég væri algjör bindindismaður. Sannleik- urinn er sá að ég fæ mér í glas ef svo ber undir, og svo er einnig með meirihluta þeirra sem í þessum samtökum starfa. Þar er á ferð áhugafólk um þetta vandamál, án tillits til þess hvort það hefur sjálft upplifað áfengisvanrlor^t:* af eigin raun.“ ■ ■ ■ a ■ ■ Vandervell vélalegur Ford 4-6-8 strokka benzín og díesel vélar Opel Austln Mini Peugout Bedford Pontiac B.M.W. Rambler Buick Range Rover Chevrolet Renault 4-6-8 strokka Saab Chrysler Scania Vabis Citroen Scout Datsun benzín Simca og díesel Sunbeam Dodge — Plymouth Tékkneskar IFiat Lada — Moskvitch Landrover benzin og diesel Mazda Mercedes Benz benzin og díesel bifreiðar Toyota Vauxhall Volga Volkswagen Volvo benzin og diesei Þ JÓNSSON&CO Skeilan 17 s 84515 —84516 HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum viö val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. F;T*N Lokuó vökvakerfi = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞJÓNUSTA Lítídbarn hefur lítiö sjónsvid Nauðungaruppboð Eftir kröfu skattheimtu ríkissjóös í Kópavogi, Jóhannesar Jóhannessen, hrl., Bæjarsjóös Kópa- vogs, Landsbanka íslands og Hafþórs Guö- mundssonar dr. juris, veröa eftirtaldar bifréiöir seldar á nauðungaruppboöi, sem haldiö veröur viö Bæjarfógetaskrifstofuna í Kópavogi, aö Auöbrekku 57, fimmtudaginn 22. febrúar 1979 kl. 16.00. Y-4510, Y-6100, Y-7660, X-4538, R-46581, G-5380 og Peugeot árgerö 1968. Uppboösskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboöshaldara. Greiösla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Utsala D0MUDEILD: Flónel kr. 350 - m. Köflótt denimefni kr. 350.- m. Rósótt bómullarefni kr. 600.- m. Smáröndótt bómullarefni kr. 1.000,- m. Krimplin br. 11/z einlitt og rósótt kr. 1.000- m. Ullarefni, röndótt, köflótt, br. 11/2 kr. 1.200 - m. Ullarefni einlit br. IV2 kr. 1.000 - m. Buxnaefni br. ú/2 kr. 800 m. Terelynebómull kr. 1.500.- m. Dala ullargarn Fasan 100 gr. kr. 575,- Borödúkar kr. 1.500- HERRADEILD: Skyrtur kr. 2.500- Peysur frá kr. 4.500- Sokkar kr. 500,- Stuttar nærbuxur kr. 1.000- Bolir kr. 1.000- Síðar buxur kr. 1.500- Hálferma bolir kr. 1.000- Telpnanáttföt stæröir 6 og 8 kr. 1.000- Notið tæki- færið, kaupið góða vöru fyrir lítið verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.