Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1979 21 Guðmundur Örn Ragnarsson og Gunnar Böðvarsson, báöir stjórnar- menn söngsveitarinnar Fílharmóníu. fellssveit tvisvar í viku, en þetta leggja menn á sig m.a. til að kynnast þessum tónverkum, því það er mun fróðlegra að kynnast þeim svona innan frá. í stjórn söngsveitarinnar Fíl- harmóníu sitja m.a. Guðmundur Örn Ragnarsson, sem er formaður, og Gunnar Böðvarsson varamaður og skipa þeir svokallaða fjölmiðla- nefnd ásamt Kristjáni Inga Einarssyni. Guðmundur hefur starfað með kórnum í 6 ár og syngur tenór og Gunnar verið 4 ár í bassa. Þeir voru fyrst spurðir hvernig fram færi verkefnaval kórsins: — Stjórnandi kórsins leggur sínar tillögur eða hugmyndir fyrir verkefnavalsnefnd Sinfóníuhljóm- sveit íslands, en kórinn starfar í nánum tengslum við S.í. Marteinn Hunger Friðriksson gerði tillögu um að Sköpunin yrði tekin til flutnings og var það samþykkt og jafnframt bað verkefnavalsnefnd- in um að 9. sinfónía Beethovens yrði tekin til meðferðar og eru þeir tónleikar ráðgerðir í júní í sumar, og endar starfsár okkar á því. Venjulega hefst starfið í septem- ber-október og lýkur í apríl eða maí þannig að við erum óvenju- lengi að í ár, en við fylgjum nokkurn veginn skólaárinu. — Söngsveitina skipa nú um 100 manns og höfum við alltaf haft fyrirtaks aðstöðu í Melaskóla. Nú eftir að þessu verkefni lýkur þarf að fjölga í kórnum og þyrfti hann að hafa um 150 félögum á að skipa til flutnings 9. sinfóníunnar og erum við einmitt að auglýsa eftir fólki um þessar mundir. Þeir voru spurðir hvort mikið væri um fólk í kórnum er hefði einhverja tónlistarmenntun: — Það er bæði og, allir sem í krónum eru starfa af áhuga og allir eru ólaunaðir. Kórfélagar eru bæði mikið og lítið menntaðir í tónlistargreinum, þ.e. bæði mennt- að tónlistarfólk og aðrir sem rétt lesa nótur, en aðalatriðið finnst okkur vera að fólkið hafi áhugann og „eyrað“. Þeir sem hafa áhuga á þessu læra síðan smám saman að lesa nótur og Gunnar bætti því við, að hann hefði sem krakki lært að lesa nótur, en verið búinn að týna þeirri þekkingu, sem síðan rifjaðist upp fyrir honum þegar hann tók til við sönginn í Fílharmóníunni. — Æfingum er þannig háttað að reglulegar æfingar eru tvisvar í ,viku og oftar þegar nær dregur hljómleikum og nú síðustu daga fara fram æfingar með hljóm- sveitinni og einsöngvurum og verður allt verkið sungið í gegn á miðvikudag. Síðasta æfing er síð- an á fimmtudag og þá á allt að bera tilbúið til hljómleikanna um kvöldið. Að lokum sögðust þeir félagar hafa gælt við þá hugmynd að söngsveitin færi í ferð út á land, en slíkt væri víst of mikið fyrirtæki og kostnaðarsamt auk þess sem ekki væri víst að neitt hljómleika- hús gæti tekið við svo stórum kór. I samantekt sem kórinn hefur gefið út um verkið segir svo: Haydn samdi Sköpunina á árun- um 1795—1798 eftir að hafa kynn- st tónverkum Hándels á Lundúna- árum sínum. Sköpunin er í hefð- bundnum óratóríustíl samin fyrir fjögurra radda kór, þrjá einsöng- vara og hljómsveit. Þar skiptast á yndislegar aríur, resitativ og kórar og lýsir Haydn á skemmtilegan og listrænan hátt fjölbreytni og dýrð sköpunarverksins. Verkið verður sungið á þýzku og tekur um 105 mínútur í flutningi. Einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Halldór Vilhelmsson og Sigurður Björnsson. Logi Guðbrandsson. rekstrarkostnað Landspítala eru fengnar með viðmiðun við fjárveit- ingu í fjárlögum. En hvenær hefur fjárveiting nægt Landspítala? Hver verður hinn raunverulegi rekstrarkostnaður? Eða hvenær hafa daggjöld verið bending um rekstrarkostnað? Daggjöld Borgarspítala og Landakotsspítala eru í engum tengslum við raun- verulegan rekstrarkostnað. Svo að ekki sé nú talað um þá aðferð að reikna út frá daggjaldi, „að við- lögðu jöfnunardaggjaldi" eins og gert er í greinargerðinni, en jöfnunardaggjald er greiðsla á halla liðins tíma og er í engum tengslum við rekstrardaggjald. Þetta gjald nam kr. 1.900 til Landakots á þessum tíma og er umtalsverð tala í þessu sambandi. Enginn dómur skal hér lagður á þann málstað sem Læknaráð Landspítala telur sig vera að berjast fyrir með útgáfu greinar- gerðarinnar. Hins vegar verður ekki séð, að sá samanburður sem fram kemur í greinargerðinni og hér hefur verið um fjallað, þjóni þeim málstað að neinu leyti. Við á Landakoti höfum reyndar ekkert á móti samanburði og það enda þótt hann kynni að verða okkur óhagstæður. Það er hins vegar lágmarks- krafa að tölur sem notaðar eru fari einhvers staðar nærri hinu rétta. SKIPAUTGCRB RÍKISINS m/s Esja fer frá Reykjavi'k föstudaginn 23. þ.m. vestur um land til Akureyrar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörö, (Tálknafjörð og Bíldudal um Patreksfjörð), ísafjörð, (Flateyri, Súgandafjörð og Bolungarvík um ísafjörð), Siglufjörð, Akureyri og Noröur- fjörð. Móttaka alla virka daga nema laugardag til 22. þ.m. HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. AÓstoÓum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. PARKER @ HANNIFIN Char-Lynn Öryggisiokar Stjórnlokar Vökvatjakkar = héðinn = VÉLAVER2LUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA voss ELDAVÉLAR - OFNAR - HELLUR ELDHÚSVIFTUR Eldavélar: 4 hraðhellur, klukka, hita- skúffa, stór sjálfhreinsandi ofn með Ijósi og fullkomnum grillbúnaði. Hvítar, gulbrúnar, grænar, brúnar. Innbyggingarofnar: Sjálfhreínsandi með Ijósi, fullkomnum grillbúnaði og viftu. sem m.a. hindrar ofhitun inn- réttingarinnar. Helluborð: Ryðfrítt stál, 2 eða 4 hellur, alls 3 gerðir, auk skurðar- brettis og pottaplötu, sem raða má saman að vild. Eldhúsviftur: Útblástur eð hringrás, geysileg soggeta, stiglaus hraðastill- ing, Ijós, varanleg fitusía. 4 lltir. Afbragðs dönsk framleiðsla: Yfir- gnæfandi markaðshlutur í Danmörku og staðfest vörulýsing (varefakta) gefa vísbendingu um gæðin. /FQniX HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 óskar eftir blaðburðarfólki Stjórnunarfélag íslands Ék* Efnahagsmál Dagana 19., 20. og 21. febrúar efnir Stjórnunarfélag íslands til námskeiðs um efnahagsmál. Námskeiðið verður haldið að Hótel Esju og stendur frá kl. 15—19 dag hvern. Á námskeiöinu verður gefiö yfirlit yfir helstu þjóöhagsstærðir. Fjallaö veröur um samhengi hinna ýmsu stæröa, áhrif opinberra aögeröa og einnig veröa skilgreind helstu þjóöhagfræöi- hugtök. Meðal máms- gagna er bókin „Efna- hagsmál" sem nýlega kom út hjá A.B. Leíðbeinendur verða Ásmundur Stefánsson hagfræðingur og dr. Þráinn Eggertsson hagfræðingur, en eins og kunnugt er önnuðust peir gerð sjónvarpspátta um efnahagsmál sem sýndir voru á liðnum vetri. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags íslands, Skipholti 37, sími 82930. Nauðungaruppboð Samkvæmt kröfu skattheimtu ríkissjóös í Kópa- vogi, Sveins H. Valdimarssonar, hrl., skattheimtu ríkissjóös í Hafnarfiröi, Hafsteins Sigurössonar, hrl., Kristins Björnssonar, hdl., Axels Kristjáns- sonar, hrl,, og Bæjarsjóös Kópavogs, veröa eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauöungarupp- boöi, sem sett verður á skrifstofu minni aö Auöbrekku 57, fimmtudaginn 22. febrúar 1979 kl. 14.00. Verður uppboöi síöan framhaldiö á öörum stööum, þar sem munir eru: 1. Húsgögn og heimilistæki: Innskotsborö, kommóöa, sófasett, sófaborö, frystikista, 2 ísskápar, saumavéi, stól meö skemli, þvottavél. 2. Dráttarvél, 3 Wafíos réttingarvélar, Schatter suðuvélasamstæöa, Edwards vélsax, Rober Withney beygjuvél og Lockformer lásavél. 3. Leikmunir. 4. Olíublöndunarstöö. 5. Óskilahestur ca. 6 vetra. 6. Salernisskál, gallaö baöker og ýmiskonar efnisafgangar af innréttingarverkstæöi. Uppboösskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboöshaldara. Greiösla fari fram viö hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.