Morgunblaðið - 15.02.1979, Page 25

Morgunblaðið - 15.02.1979, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 25 væri um 40 milljónir króna. Að- spurður um það hvort þessi tala væri rétt svaraði Kristján því tii að því miður væri talan miklu hærri. „Tjónið liggur ekki fyrir ennþá en það er miklu meira en þessi,taia.“ Framleiðsla verksmiðjunnar mun hefjast að einhverju leyti í næstu viku, að sögn Kristjáns, og þá verður unnið að annarri framleiðslu en gaffalbitaframleiðslu. Niðursuðuverksmiðjan K. Jónsson og Co á Akureyri: Tug- ef ekki hundraða milljóna tjón — vegna skemmda á hráefni og galla í framleiðslu til Sovétríkjanna „ÞAÐ ER LJÓST að verksmiðjan hefur orðið fyrir gífurlegu tjóni, sem hún verður sjálf að bera að mestu leyti,“ sagði Kristján Jóns- son framkvæmdastjóri niðursuðu- verksmiðjunnar K. Jónsson og Co. é Akureyri. Verksmiðjan seldi niður- soðna síld, gaffaibita fyrir 1000 milljónir til Sovétríkjanna á s.l ári og reyndist hluti framleiðslunnar vera gölluð vara. Gerðu Sovétmenn bótakröfur, sem samið hefur verið um og er þar um háar fjárhæðir að ræða. Ennfremur þykir líkiegt að a.m.k. hluti þess hráefnis, sem notað var til framleiðslu gaffalbit- anna sé ónýtur en verksmiðjan á 4000 tunnur af þeirri síld, sem metin er á 160 milljónir króna. Nokkur óvissa er með frekari framleiðslu fyrirtækisins fyrir markað í Sovétríkjunum og er engin framleiðsla í verksmiðjunni sem stendur. Það kom fram í samtali Mbl. við Kristján Jónsson í gær, að verksmiðja hans greiddi í fyrra 2 milljónir króna til þeirra aðila, sem hafa eiga eftirlit með framleiðslunni en hann telur að sú þjónusta, sem Framleiðslueftirlit sjávarafurða og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hafi veitt, séu í engu hlutfalli við þessa fjárhæð og telur hann að þessir aðilar eigi a.m.k. að hluta sök á því að svo mikið af gallaðri vöru var sent til Sovétríkjanna. „Það er engin framleiðsla hjá okkur eins og er,“ sagði Kristján í samtali við Mbl. í gær. „Við urðum að fella niður vinnu í sl. viku og senda heim 94 starfsmenn af 120 sem í verksmiðjunni vinna. Nú sem stendur vinna aðeins 25 manns hjá okkur við ýmis störf." „Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst tvær“, sagði Kristján. „I fyrsta lagi höfum við ekki vinnslu- hæft hráefni sem stendur. Við keypt- um á s.l. hausti 6300 tunnur af 1. flokks kryddsíld, sem ekki er orðin vinnsluhæf ennþá. Einnig eigum við 4000 tunnur af sild frá haustinu 1977 en óvíst er hve mikið við getum notað af þeirri síld, allavega er ljóst að hana verður ekki hægt að nota nema að litlu leyti til framleiðslu fyrir Rússlandsmarkaðinn. Önnur ástæða er sú, að samningar hafa ekki tekizt við Sovétmenn og er ómögulegt að vita hvernig það mál fer. Þeir hafa verið ófáanlegir að kaupa síldina á því verði sem við þurfum að fá og virðist vera ríkjandi hjá þeim eitthvert áhugaleysi." Aðspurður sagði Kristján að kom- ið hefðu fram gallar í tveimur síðustu sendingum ársins 1978 til Sovétríkjanna. Hann sagði að það lægi ekki á borðinu hve mikið þetta magn væri nákvæmlega, Rússarnir væru ekki klárir á því sjálfir. „Það er aftur á móti ljóst að þetta er töluvert mikið og tjón verksmiðjunnar er mikið.“ Komið hefur fram opinber- lega að tjón verksmiðjunnar vegna skemmdu gaffalbitanna og hugsan- legra skemmda á síldinni frá 1977 Að síðustu spurði Mbl. Kristján hvernig háttað væri eftirliti með útflutningi lagmetis og hvernig það mætti verða að svo mikið magn skemmdra gaffalbitadósa væri sent á markað í Sovétríkjur.um án þess vart yrði við gallana. Svaraði Krist- ján því til að tvær stofnanir sæju um eftirlitið með framleiðslunni, Fram- leiðslueftirlit sjávarafurða og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og gæfi síðarnefnda stofnunin út útflutn- ingsleyfi. „Samkvæmt reglum ber verksmiðjunni að borga þessum aðii- um 0,2% af útflutningsverðmætinu (fob-verði) en það voru réttar tvær milljónir á síðasta ári. Mér þykir verksmiðjan hafa fengið lítið í stað- inn og að þessir aðilar hafi átt að geta komið í veg fyrir að a.m.k. allt þetta magn af skemmdri vöru færi til Sovétríkjanna,“ sagði Kristján. Hann sagði ennfremur, að Fram- leiðslueftirlitinu bæri að fylgjast reglulega með framleiðslunni, en hefði aðeins komið einu sinni, síðan það var stofnað 1976. Norðmenn styrktu iðnað sinn um 336,4 milliarða á 3 árum LOKIf) er fundi í efnahags- og félagsmálanefnd EFTA í Genf í Sviss. Verkefni þessa fundar var að ganga frá skýrslu um rannsókn nefndar þeirrar, sem sett var til að kanna opinberar styrktar- og stuðningsaðgerðir aðildarrfkjanna en rannsóknin var hafin að frumkvæði íslands og hefur staðið yfir samfleytt si'ðan í marzbyrjun 1978. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar hefur verið um verulegar styrktar- og stuðningsaðgerðir að rseða bæði í Noregi og Svíþjóð, að því er Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður Félags ísl. iðnrekenda sem fundinn sat, tjáði Morgunblaðinu. Árið 1977 námu þessar aðgerðir alls 126,9 milljörðum króna, árið 1978 hins vegar 120,5 milljörðum króna og í ár eru þær áætlaðar að fjárhæð um 89 milljarðar króna. Að sögn Davíðs var í niðurstöðum nefndarinnar sleppt öllum styrktar- aðgerðum vegna byggðastefnu, einn- ig öllum styrktaraðgerðum til sveiflujöfnunar í hagkerfinu, svo og öllum almennum stuðningsaðgerðum við iðnað auk þess sem aðeins komu fram í skýrslunni þær stuðningsað- gerðir, sem ríkin sjálf létu í té af fúsum og frjálsum vilja. Engu að síður leiddi þetta í ljós, að opinberar styrktar- og stuðningsað- gerðir til einstakra greina iðnaðar- ins eða fyrirtækjahópa í Noregi hefur verið með eftirfarandi hætti: Á hinn bóginn kom fram í skýrslu sænsku nefndarinnar, að skipaiðnað- urinn þar hefði á fjárlögum á árun- um 1976—80 fengið alls 326 millj- arða króna í styrki og hlutafé, stáliðnaðurinn hefði fengið alls 57 milljarða króna í hlutafé auk 65 milljarða króna í formi lána með sérstökum kjörum og vefjar- og fataiðnaðurinn heföi fengið 1,6 millj- arða króna í styrki. Aðrar styrktar- og stuðningsað- gerðir í Svíþjóð eru ekki nefndar í skýrslu sænsku nefndarinnar, enda þótt fyrir nefndinni hafi að auki legið viðbótarupplýsingar um aðrar stuðningsaðgerðir við ýmsar greinar iðnaðarins þar í landi heldur en fram koma í skýrslunni, eða samtals að fjárhæð um 88 milljarðar króna. Þessar upplýsingar fengust þó ekki teknar inn í skýrslu EFTA— nefndarinnar vegna mótmæla sænsku fulltrúanna, að sögn Davíðs. Kvað hann greinilegt, að fulltrúar þeirra ríkja, þar sem mest væri um styrktar- og stuðningsaðgerðir við iðnaðinn, legðu sig fram um að dylja eða gera sem minnst úr þeim aðgerð- um, sem viðgengjust í löndum þeirra. Niðurstaða nefndarinnar var síðan sú, að hvers konar sértækar stuðn- ingsaðgerðir kæmu því aðeins til greina og þá aðeins í skamman tíma, að um það væri að ræða að draga þyrfti saman óarðbæra starfsemi og flytja vinnuaflið yfir í arðbærari greinar. Nefndin væntir þess að ríkisstjórnir noti hvert tækifæri til að fylgja þeirri stefnu og hætti sérstökum stuðningsaðgerðum eins skjótt og hugsast getur. Að sögn Davíðs er skýrsla EFTA-nefndarinnar rúmlega 17 bls. og þar af eru 8 línur um Island. „Erum málkunnug um 700 unglingum íReykjavík” „Flestir borgarráðsmenn sem starfsfólk Útideildarinnar hefur haft samband við hafa lýst yfir því að þeir telji þessa starfsemi þarfa en samþykkja samt að hún verði iögð niður. En hvers vegna ...?“ sögðu þau Stefanía Sörheller og Þór Þórarinsson starfsmenn Útideildarinnar er blaðamaður Mbl. ræddi við þau í gær. „Aðdragandi að stofnun Úti- deildarinnar var sá að árið 1976 voru flestir þeir sem með málefni unglinga hafa að gera hér á höfuðborgarsvæðinu boðaðir til fundar í einu borgarhverfanna, m.a. vegna ólæta í því tiltekna hverfi. Nefnd skipuð 5 fulltrúum frá féiagsmálaráði, fræðsluráði og æskulýðsráði var fengin til þess að gera tillögur um það hvað gera mætti til þess að ráða bót á þessum ólátúm. Ein þeirra til- lagna sem nefndin kom með var stofnun Útideildarinnar. Vorið 1976 var Útideildin rekin sem tilraunastarfsemi en gaf það góða raun að hún fór inn á fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og ákveðið var að hún skyldi halda áfram störfum. Æskulýðsráð og félagsmálaráð Reykjavíkur tóku að sér rekstur deildarinnar. Markmið Útideildarinnar er starf með og fyrir börn og ungl- inga 12—18 ára í því umhverfi sem þau dveljast hverju sinni með það fyrir augum að skapa gagn- kvæmt traust sem hægt sé að beita til að efla sjálfsvitund, drykkju eða slagsmála og keyrum þau heim er algjör nauðsyn kref- ur. Jafnframt starfinu um helgar höfum við lagt mikla áherslu á hópstarf. Sumir hópanna sem á vegi Útideildarinnar verða ein- kennast af áhugaleysi og/eða eirð- arleysi og ræðum við við þá í 12—20 manna hópum um það hvað er á döfinni hjá þeim og erfiðleika. Við notum þessa tíma líka til fræðslu eins og við verður komið. Við höfum reynt að komast að því í hvað þá langar mest til að eyða frístundum sínum og síðan beint þeim inn í frjáls félagasamtök, starfsemi æskulýðsráðs einnig deildin vinnur í Breiðholtshverf- unum og Árbæjarhverfi en hin í öðrum hverfum borgarinnar þar sem við vitum að unglingar safn- ast saman. Hver starfsmaður vinnur u.þ.b. 40 tíma á mánuði en ráðunautarnir í 10 tíma. Við blöndum okkur í hópa sem krakkarnir mynda, ræðum við þau og reynum að kynnast þeim og kynna okkur. Við teljum það mikinn kost að fara út til þeirra og reyna að koma á gagnkvæmu trausti þannig að þau viti af okkur og geti þa leitað til okkar ef þau hafa þörf fyrir. Við ræðum líka við þau um áhuga- Ljósm. Kniilia. sjálfstæði og félagslegan þroska þeirra, draga úr hættu á því að þau leiðist út í aðgerðarleysi, óreglu og afbrot og stuðla að því að óskum þeirra og þörfum verði betur fullnægt." Hvernig og hvenær starfið þið? „Aðalvinnutími okkar er að- faranætur laugardaga og sunnu- daga. Starfsemi deildarinnar eru 10 auk tveggja ráðunauta og skipt- um við okkur í 2 deildir. Önnur mál þeirra og erfiðleika ef þeir eru einhverjir. í þeim tilfellum að við getum ekki greitt úr erfiðleikum krakkanna um helgar þá höfum við samband við þau eftir helgina. Þeir málaflokkar sem upp hafa komið og við hjálpað krökkunum með eru t.d. í sambandi við at- vinnuleit, afbrot, kynferðismál, fjölskylduaðstæður og erfiðleika í skóla. Við reynum einnig að veita þeim aðhlynningu, t.d. vegna Rætt við Stefaníu Sörheller og Þór Þórarinsson starfsmenn Útideildarinnar höfum við vísað hópum í Ungl- ingaathvarfið við Hagamel. Við höfum hitt þessa hópa í Fellahelli, Bústöðum og að Frí- kirkjuvegi 11 á virkum dögum. Auk þess hafa margir krakkanna haft samband við okkur utan okkar vinnutíma. Við erum mál- kunnug um 700 unglingum í Reykjavík og þau heilsa okkur úti á götu og mörg þeirra hafa síma- númer einhverra okkar og hafa samband við okkur ef þau vilja og finna þörf fyrir. Við höfum orðið vör við að krakkarnir hafa áhuga á að starfa í þessum hópum og það hefur gengið vel að fá þau til þess að taka þátt í starfinu." Hvað um niðurfellingu deildar- innar eins og til tals hefur kom- ið? „Deildin er tiltölulega ódýr í rekstri miðað við það ti! hversu margra hún nær og hversu margir unglingar hafa og eiga eftir að notfæra sér starfsemi hennar. Við stórefumst um að spurningin sé um þessar 18 milljónir sem á vantar til þess að útideildin geti starfað út árið. Það er hins vegar spurning hvers konar þjónustu eigi að koma með í stað Útideildarinnar ef hún verður lögð niður," sögðu þau Stefanía og Þór að lokum. Stefanía Sörheller og Þór Þórarínsson starfsmenn Utideildarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.