Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 31 illilega við málflutning Kristjáns Benediktssonar. Efnislega hefði mátt skilja hann svo, að til þess að fá þá fyrirgreiðslu, sem þyrfti til kaupa Stálvíkurtogara þá yrði að kaupa togara frá Portúgal. Magnús sagði, að af máli Kristjáns mætti ráða, að hér væru mjög harðir kostir og í raun úrslitakostir. Þessir kostir bæru svo sannarlega ekki vitni um stuðning stjórnvalda við ísl. skipasmíði. Alger forsenda fyrir kaupum á portúgalska togaranum væri, að örugg væri fyrirgreiðsla sams konar fyrir Stálvíkurtogaran- um. Persónulega hefði hann samt heldur viljað, ef menn teldu sig hafa efni á tveimur togurum, að báðir togararnir hefðu verið innlendir. Magnús L. Sveinsson sagðist vilja leggja áherzlu á, að stuðlað yrði að uppbyggingu ísl. skipasmíði og kvaðst hann ekki efast um, að menn vildu það almennt enda væri hér um mjög þýðingarmikið mál að ræða frá atvinnulegu sjónarmiði séð. Krishán Benediktsson (F) tók næst til máls og ræddi dálítið um viðskipti íslands og Portúgals. Síð- an sagðist hann ekki hafa sett sig mjög ítarlega inn í málið enda treysti hann útgerðarráðsmeðlim- um til að kanna togaramálin enda væri það fullkomlega eðlilegt. Hins vegar sagðist hann hafa grun um, sem hann hyggði að væri réttur, að ríkisstjórnin hefði haft áhuga á því, að BÚR tæki annan portúgalska togarann. Kristján kvaðst ekki vita hvort það væri vegna þess, að aðrir kaupendur hefðu ekki boðist, það kvaðst borgarfulltrúinn ekki þekkja. Ef til vill treysti ríkis- stjórnin BÚR betur en öðrum fyrir- tækjum að reka þennan togara. Síðan sagði Kristján orðrétt: „En nokkuð er það víst, ég held að það liggi alveg ljóst fyrir, að sú óvenju- lega fyrirgreiðsla, ég held ég megi orða svo sterkt, lánafyrirgreiðsla, sem að tveir ráðherrar hafa gefið fyrirheit um, að Bæjarútgerðin muni fá, ef hún kaupi togara frá Stálvík, að hún sé kannski fyrst og fremst vegna þess, að Bæjarútgerð- in eða fyrst og fremst vegna þess Bæjarútgerðin ætlar að kaupa þennan portúgalska togara. EG skal ekkert fullyrða um þetta, en það sem að ég meinti áðan og ég held að sé, að sú lánafyrirgreiðsla og þau kjör, sem við eigum kost á, ef við kaupum þennan togara hjá Stálvík það lægi a.m.k. ekki eins létt fyrir ef við ekki tækjum þennan portú- galska togara. En um þetta vil ég nú ekki fullyrða neitt, þetta er nú svona mín tilfinning um þetta." Albert Guðmundsson (S) tók næst til máls og sagðist ekki sjá ástæðu nú til að gera athugasemdir við togarakaupin, en áskilja sér rétt til að taka málið upp aftur ef svo færi, að einungis erlendi togarinn yrði keyptur en ekki sá innlendi Albert sagðist ekki sjá ástæðu til að láta pressa Reykjavíkurborg til að skipta fyrst og fremst við erlendar skipasmíðastöðvar bara til þess að rétta viðskiptahallann. Meginmark- miðið ætti auðvitað að vera að skipt yrði við ísl. iðnað ef þess væri kostur. Markús örn Antonsson sagðist ætla að sitja hjá við afgreiðslu málsins. Togarakaupin voru síðan samþykkt með þrettán atkvæðum. Þá flutti Birgir Isleifur Gunnars- son eftirfarandi bókun frá borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins: „Það er álit okkar, að kaup á togara frá Stálvík hafi átt að sitja fyrir öðrum togarakaupum BÚR. Hér er um ísl. skipasmíðastöð að ræða, þar sem margir Reykvikingar stunda atvinnu, verð er sambærilegt við erlenda togara og með því bezta sem þekkist. Það er því eindregin skoðun okkar, að um leið og gengið er til samninga um kaup á togara frá Portúgal þá verði jafnframt samið um kaup á skipi frá Stálvík með sömu kjörum og viðskiptaráðu- neytið hefur lofað varðandi Portú- galstogarann. Hefur formaður út- gerðarráðs lýst því hér á fundinum, að viðkomandi ráðherra sé því samþykkur, að BÚR fái hliðstæð skammtímalán vegna Stálvíkurtog- arans og boðið er með Portúgalstog- aranum. Teljum við það algjöra nauðsyn og forsendu undirskriftar, að áður en samningar verða undir- ritaðir þá liggi fyrir skrifleg yfir- lýsing ríkisstjórnarinnar um það mál.“ K jarvalsstaðir: Umsögn listamanna var fullkomlega virt — sögðu Sjöfn og Davíð Eins og kunnugt er af fréttum urðu nokkrar um- ræður í borgarstjórn vegna ráðningar listráðunauts Kjarvalsstaða fyrir skömmu. Verða umræðurn- ar raktar nú. Fyrst tók til máls Guðrún Helga- dóttir borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins. Hún sagði, að mikið hefði verið rætt um Kjarvalsstaði á þessu kjörtímabili og hefði sú umræða ekki einkennst af ást á staðnum. Minning Jóhannesar Kjarvals hefði verið dregin niður í svaðið eins og aðrir þeir listamenn, sem við hefði verið rætt sl. sjö mánuði. Guðrún sagði það hafa verið mikla raun að sitja í mannlausa húsinu og hlusta á smásmugulegt raus um reglugerð- aákvæði að því lútandi hvort lista- menn ættu að verða þess heiðurs aðnjótandi að sitja sem fullgildir stjórnarmenn við hlið háttvirtra borgarfulltrúa. Það hefði ekki verið fyrr en ljóst var, að listamenn myndu alls ekki leggja neina list til hússins að meirihluti stjórnarinnar neyddist til að samþykkja aðild þeirra að stjórninni. Samningar hafi ekki tekist fyrr en komið var að jólum og hafi þá átt sér stað þær ómerkilegustu viðræður sem hún minntist að hafi orðið að hlusta á í pólitísku starfi fyrr og síðar og væri þá langt til að jafna. Eftir linnulausar móðganir við listamenn hafi tekist sættir. Þá skyldi tekið til við að reisa Kjar- valsstaði úr þeim rústum sem blas- að hafi við. Einkum hafi verið lögð áherzla á, að listamenn skyldu hafa veruleg áhrif á ráðningu listráðu- nauts þar sem allir hafi verið sammála um, að náin samvinna þurfi að vera milli hans og lista- manna. Guðrún sagði, að listamenn hafi verið lengi mjög andvígir því að hafa ekki atkvæðisrétt um ráðn- inguna heldur einungis umsagnar- aðild, en hvað eftir annað hafi það verið ítrekað, að auðvitað yrði tekið tillit til fulltrúa þeirra sem mál- frelsi og tillögurétt hafa í stjórninni einnig um þetta atriði. Guðrún sagði, að báðir fulltrúar listamannasamtakanna hafi mælt mjög með Ólafi Kvaran, en það væru Þorgerður Ingólfsdóttir og Jón Reykdal. Þar fyrir utan hafi formenn samtakanna einnig óskað eftir ráðningu Ólafs Kvaran. Þvert gegn þeirra vilja hafi svo verið mælt með Þóru Kristjánsdóttur. Guðrún sagðist hafa greitt atkvæði með Ólafi Kvaran í samræmi við eindreginn vilja síns flokks, að listamenn skulu hafa veruleg áhrif á rekstur staðarins. Hún sagðist hafa lýst yfir, að ef lögð væru fyrir hana óyggjandi rök fyrir, að eðlilegt væri að ganga hér gegn vilja lista- mannasamtakanna skyldi hún fús- lega skipta um skoðun. Þau rök hafi aldrei komið fram og því hafi hún ekki gert það. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Davíð Oddsson hafi hins vegar kosið að halda uppteknum hætti og virða að vett- ugi óskir listamanna. Það sem hér skildi á milli væri ekki nefnd heldur málefni. Málefnið væri listin sjálf. Hún væri mörgu fólki hentug á hátíðarstundum og engum fyndist verra að fjárfesta í verkum Jóhann- esar Kjarvals. Guðrún sagði, að reykvísk alþýða ætti ekki verk Jóhannesar Kjarvals á veggjum sínum og hún ætti rétt á að njóta þeirra á Kjarvalsstöðum. Jóhannes Kjarval hafi málað þetta fólk, af því honum þótti vænt um landið, sem það bjó í, en ekki menningarpjatt- rófur sem staðurinn hefði verið rekinn fyrir. I röðum listamanna hefðu lengst af verið helztu tals- menn ísl. alþýðu og alþýðu allra landa. Það væri hin endanlega úrkynjun þjóðar þegar hún afneit- aði listamönnum sínum. Sósíalist- um sæmdi ekki að taka þátt í þeim gráa leik. Þóra Kristjánsdóttir hefði saklaus verið dregin inn í þessa ógeðfelldu umræðu. Við hana væri ekkert að sakast og kvaðst Guðrún vænta hins bezta af starfi hennar og samstarfi við hana, en Alþýðubandalagsmenn vildu vera við hlið listamannasamtakanna og sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Albert Guðmundsson (S) tók næst til máls og sagðist ekki vilja telja sig til þeirrar menningarpjatt- rófu, sem Guðrún Helgadóttir hefði talað um, en það væru líklega þeir álft Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (A) tók næst til máls og rakti hún nokkuð samningaviðræðurnar og minnti á, að listamenn hefðu átt að hafa umsagnarrétt um umsækjendur þar sem einvörðungu kæmi fram, hvort umsækjendur teldust hæfir til starfsins eða ekki. Askilið hafi verið, að ekki átti að raða umsækj- endum og þaðan af síður að mæla frekar með einum eða öðrum í umsögnum. Þóra Kristjánsdóttir hafi verið valin af tvennum ástæð- um. í fyrsta lagi vegna hæfnisvott- orðs frá samtökum listamanna og í öðru lagi vegna ágætrar starfs- reynslu Þóru við Norræna húsið, en Þóra hefði að undanförnu gengt sambærilegu starfi við þá stofnun Guðrún Helgadótt- Albert ir: Guómundsson: ■Kjarvalsstaðir hafa „Sumir listamenn verió reknir fyrir viðurkenna ekki menningarpjattróf- aðra listamenn. af menn því þeir hegða sór ekki alveK f takt við þá“ sem stóðu að ráðningu Þóru Krist- jánsdóttur. Albert kvaðst vilja ítreka það sem hann hefði sagt áður, að ef listamenn teldu sér ekki skylt eða mögulegt að nota Kjar- valsstaði til sýninga án þess að hafa íhlutun í stjórn mannvirkisins þá ættu þeir ekki skilið að samfélagið byggði yfir þá. Hann sagðist enga ástæðu sjá til þess að halda þeim umræðum sem hér hefðu verið ár eftir ár áfram, rifrildi um, að hve miklu leyti listamenn eigi að ráða yfir þessu borgarfyrirtæki, sem Kjarvalsstaðir væru. Það væri kom- inn tími til þess, að þeir réðu engu þar. Þeir fengju leigt þegar þeir vildu sýna í þeirri röð, sem þeir sæktu um sýningarsalinn, hvaða félagsskap sem þeir tilheyrðu. Það væru til listamenn, sem kölluðu aðra listamenn ekki lista- menn. Vegna þess, að þeir máluðu og hegðuðu sér öðru vísi en þeir sem væru í réttu samtökunum. Borgar- fulltrúar og aðrir opinberir aðilar ættu ekki að taka þátt í slíkum skollaleik. Ef listamenn vildu ekki nota Kjarvalsstaði til sýninga þá færu þeir bara annað. Albert sagði, að sér fyndist það engin hefnd þó margir af þessum listamönnum neituðu að sýna á Kjarvalsstöðum. Sér fyndist borginni greiði gerður miðað við margt af því sem hann hefði séð þar, þvílíkt rusl, sem það væri í hans huga. Margir af þessum aðilum ættu það alls ekki skilið og oftast nær væru þeir hávaðasöm- ustu og kröfuhörðustu, sem minnst gætu og minnst ættu skilið. Sjíifn Davíð SÍKurbjörnsdóttir: Oddsson: „RáðninKÍn fór „ÓvefenKjanleKt. að fram með heilind- tillit var tekið til um ok drenKskap“ umsaKnar lista- ... „e£ skora i Guð- manna“ rúnu að reka af sór slyðruorðið ok bera sannleikanum vitni, en heita mannleysa ok ódrenKur ella“ við mjög góðan orðstír og án þess að deilum hefði valdið. Sjöfn sagðist vilja leggja sérstaka áherzlu á þetta vegna ófriðar þess, sem löngum hefði verið um Kjarvalsstaði. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sagði, að óvand- aðir menn hefðu í fjölmiðlum sagt, að hún hefði verið aðili að einhverju baktjaldamakki um ráðningu list- ráðunauts að Kjarvalsstöðum og síðan svikið það. Kvaðst Sjöfn vilja ítreka þá yfirlýsingu, sem hún hefði áður gefið í fjölmiðlum, að hún hefði aldrei nokkurn tíma ljáð máls á því að taka þátt í neins konar ódrengilegu samningamakki um stöðu listráðunauts, þó ekki vantaði það, að eftir væri leitað. Sjöfn sagðist vísa skáldskap þessum til föðurhúsanna um leið og hún full- vissaði háttvirta borgarfulltrúa um það, að ráðning Þóru Kristjánsdótt- ur hafi farið fram með fullum heimildum og drengskap, nákvæm- lega eftir þeim reglum og samning- um, sem aðilar hafi orðið ásáttir um. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sagði, að Guðrún Helgadóttir væru fullkunn- ugt um, að hér væri í engu hallað réttu máli. Guðrún vissi vel, að hún (Sjöfn) hefði aldrei verið aðili að loforðum á bak við tjöldin um að veita Ólafi Kvaran stöðu listráðu- nauts. Sjöfn sagði það væri ef til vill til of mikils mæst, að Guðrún kæmi hér í ræðustól og bæri sannleikan- um vitni svona til tilbreytingar, þó ekki væri meira sagt. Sjöfn sagðist skora á Guðrúnu Helgadóttur að Frá borgar- stjórn koma hér í ræðustól, reka af sér slyðruorðið og bera sannleikanum vitni, en heita mannleysa og ódrengur elia. Að lokum skoraði Sjöfn á borgar- fulltrúa að samþykkja ráðninguna. Davíð Oddsson (S) tók næst til máls. Hann sagði að blaðaskrif um þetta mál og umræða Guðrúnar ættu það sameiginlegt, að þar væri lítið fylgt eftir þeim þeiðbeiningum sem sannleikurinn og samvizkan myndi öðru jöfnu gefa mönnum sem vildu fylgja þeim beztu eðliskostum sem góðir menn byggju yfir. Guð- rún hafi sagt, að listamenn hefðu lengi í samningaviðræðum verið andvígir því að fá ekki atkvæðisrétt um ráðningu listráðunauts. Þetta væri alls ekki rétt. Þeir hafi sætt sig allvel við þetta atriði. Þeir hafi sætt sig allvel við það að fá umsóknir sem berast kynnu til umsagnar og þá varðaði mestu, að þeir gætu kveðið á um það hvort að viðkomandi umsækjendur teldust hæfir til að gegna störfunum, til þess að óprúttnir stjórnmálamenn eins og borgarstjórn væri ef til vill álitin í augum sumra færu ekki í krafti pólitísks valds að velja iist- fræðinga eða listráðunaut, sem teldust af þeim, sem yfir fagþekk- ingunni réðu óhæfir ttl starfa. Ekki væri hægt að benda á eitt einasta skriflegt ákvæði, sem svikið hefði verið, því allir sem skoðuðu sæju, að nákvæmlega hafi verið farið eftir hinum skriflega samningi. Þá væri líka sagt, að munnleg loforð hefðu verið svikin. Þegar skoðað væri nákvæmlega hvað það væri sem þau eigi að hafa svikið þá væru það ummælin, að auðvitað yrði verulegt tillit tekið til umsagna listamanna. Slík ummæli hafa ekki verið brotin nema síður væri. Val- inn hafi verið annar af tveim umsækjendum, sem stjórnir lista- mannasamtakanna hafi talið hæfa. þannig að það væri ómögulegt að segja annað, en tekið hafi verið tillil til þessara umsagna. Enda hefði komið fram í umræðum síðar aí talsmenn listamanna teystu sér ekki til annars en veita þeim, serr, ráðinn var, mikið lof persónulega Ætíð hafi verið vitnað til þess, ac Kjarvalsstaðir ættu að hafa Norr æna húsið sem fordæmi og fyrir mynd, en einmitt þaðan kæmi list ráðunauturinn. Davíð sagði að svo margt hefð verið skrifað um þettta mál oy mörgu lofað, að það tæki verulegar tíma borgarstjórnar til þess at leiðrétta allt. Risið á málflutning Þjóðviljans hefði ekki verið hátt. Ti að fá upplýsingar um afstöðu Guð rúnar Helgadóttur hafi verið eðli lega leitað til hennar. En þegar át hafi að fá upplýsingar um afstöði Sjafnar og Davíðs hafi ekki verii leitað til þeirra. Nei, heldur til Jón: Reykdals, annars fulltrúa lista manna, og hann spurður um afstöði Sjafnar og Davíðs. Davíð sagði, að Guðrún héldi þv fram, að ekkert væri á Kjarvals stöðum sem minnti á Kjarval. Þett: væri furðulegt, því í heilum sa héngu málverk Kjarvals. Þega Guðrún Helgadóttir talaði um þ: sem ekki hefðu ást á staðnum og þ sem drægju minningu Kjarval niður í svaðið þá hitti hún sjálfa si; og þá sem hefðu sama hugsanagan, og hún. Menn sem þekkt haf Kjarval í lifandi- lífi hafi ætíi vitnað til þeirrar skoðunar hans, a sem mest frelsi og frjálshugu skyldi vera í myndlistarsölum. Ei það liti ekki út fyrir að sumir vildt það. Það væri kannski ekki a< ófyrirsynju, að meistari Kjarva hafi kvatt hóp myndlistarmanna samfélagi sínu, Fél. ísl. myndlistai manna, með þeim orðum, að n ætlaði hann að gera það sem and skotinn hefði aldrei gert, hant ætlaði að yfirgefa þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.