Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1979 Skólamót íblaki SKÓLAMÓTIÐ í blaki er að komast á fulla ferð og keppni í einum riðii af mörsum er nú Jokið. bað eru alls um 32 iið scm taka þátt í mótinu. bað var í Krunnskólaflokki pilta sem keppt var í hér fyrir sunn- an, en annar slíkur er fyrir norðan. í suðurriðlinum kepptu lið frá Vogaskóla, Áiftamýraskóla ög bing- hólaskóla. Keppt er upp á tvær unnar hrinur, ekki 3 eins og í deildakeppninni, en úrslit leikja urðu þessi: Vogaskóli — binghóla- skóii 2-1 (15-8,12-15 og 15-10). Álftamýrarskóli — bing- hólaskóli 2-1 (13-15, 15-4 og 15—5)., Vogaskóli — Álftamýrar- skóli 2-1 (11-15,15-7 og 15-8). Vogaskóli bar því sigur úr hýtum i í riðlinum og leikur til úrslita gegn sigurliðinu í norður-riðlinum, cn í honum keppa Húsavíkurskóli, Laugaskóli og Hafralækjar- skóii. — o — o — o — Grótta var Það bAÐ VAR auðvitað Grótta sem Týrarar unnu örugg- lega í 3. deild handboltans í Eyjum um helgina, ekki Aft- urelding eins og skýrt var frá f blaðinu. Eru menn beðnir velvirðingar á vit- ieysunni og vonandi höfum við engan styggt. — o — o — o — Var hann trúður bAÐ ER erfitt líf að standa í botnbaráttu hvar sem er í heiminum, ekki sfst á ítalfu. Verona er botnliðið á Ítalíu um þessar mundir og er líklegt til að vera það til loka keppnistfmabilsins. Framkvæmdastjóri liðsins virðist gera sér fyllilega grein fyrir því, enda er skapið farið að leika hann grátt. Hann slapp þó frá öllu saman fyrir skömmu, þegar knattspyrnusamband Italíu dæmdi hann í 18 mán- aða keppnisbann. Kappinn vann það til að kalla dómara nokkurn þjóf, glæpamann, trúð og óvita, þegar dómar- inn dæmdi íiði hans f óhag... að honum fannst. — o — o — o — Englendingar flytja vestur TVEIR kunnir knattspyrnu- menn hafa nýlega verið seld- ir til nýrra heimkynna. Fyrst má nefna Keith Weller, miðvallarspilarann góðkunna hjá Leicester. bað er bandaríska félagið New England Tea Men, sem borg- aði Leieester 40.000 sterl- ingspund fyrir hinn 33 ára gamla Weller. Hinn fótboltamaðurinn sem til umræðu er, er ungur og efnilegur miðvallarspil- ari hjá Chelsea, Ray Lewing- ton. cn Vancouver White- caps hefur borgað Chelsea 40.000 sterlingspund fyrir kappann, sem síðan verður lánaður til Wimbledon f Englandi yfir vetrarmánuð- ina. • Leikgleðin skín út úr andliti þessa unga manns þar sem hann var að æfa fsknattleik á Melavellinum í fyrrakvöld. • bað var mikil ferð á fsknattleiksmönnunum á æfingunni á Melavellinum. beir létu ekki slæma æfingaaðstöðu aftra sér frá íþróttinni. Danska meistara- mótió i badminton bað var mikið um óvænt úrslit og skemmtilega og jafna leiki í Danmerkurmeistaramótinu í badminton sem fór fram 3—6. febrúar. í einliðaleik karla mættust Svend Pri og Flemming Delfs í undanúrslitum og bar Delfs sigur í býtum eftir nær eins og hálfs tíma viðureign. Hann vann fyrstu iotuna 15 — 13 en tapaði svo annarri lotunni með 13—18 eftir að hafa verið yfir 9—0 og 12—3 og vann svo þriðju lotuna með 15—7. í úrslitum mættust svo Morten Frost Hansen og Delfs og vann Frost nokkra auðvelda bolta og vann lotuna 15—10. bað var aðeins f upphafi annarrar lotu að Morten Frost fékk mót- stöðu og vann hana einnig með tölunum 15 — 5 og sýndi þar með að hann er orðinn einn af bestu badmintonspilurum f heiminum. Hvorugt af liðunum sem var raðað á enda komst í úrslit í tvíliðakeik karla. Svend Pri og Jesper Helledie töpuðu fyrir Kenn H. Nielsen og Lars Primdal sem ekki ekki var raðað en þeir töpuðu svo í undanúrslitum fyrir Mogens Neergaard og Kennert Larsen frá Lena Köppen, einn snjallasti badmintonleikari Dana. Álaborg. Morten Frost Hansen og Steen Fladberg lögðu að velli þá Flemming Delfs og Steen Skovgaard í undanúrslitum með 15—6 og 15—11 og voru álitnir nær öruggir sigurvegarar á móti þeim Neergaard og Larsen. Morten Frost og Fladberg unni líka fyrstu lotuna 15—9 en töpuðu svo annarri og þriðju lotu með 15-8. Lena Köppen var í sérflokki hjá konunum eins og vant er og varð þrefaldur meistari. í einliðaleik vann hún Lonny Bostofte í úrslit- um með 11—1 og 11—3 og í tvenndarleik vann hún ásamt Steen Skóvgaard þau Piu Nielsen og Steen Faldberg með 15—1 og 15—4.1 tvíliðaleik vann hún ásamt Susanne Berg þær Piu Nielsen og Inge Borgström með 17—14 og 18—15 og var það eini leikurinn hjá henni sem var einhver barátta í. Lena köppen tapaði Það kom að því að Lena Köppen tapaði og þá að sjálfsögðu fyrir Gilian Gilks frá Englandi sem virðist hafa sérstakt lag á henni. Þetta gerðist í opna hollenska badmintonmeistaramótinu og vann Gilks með 12—10 og 12—9. Hún var mjög sigursæl þarna því hún vann einnig í tvíliðaleik ásamt Marjan Ridder, Hollandi, og í tvenndarleik með Derek Talbot, Englandi. I einliðaleik karla léku til úrslita þeir Morten Frost Hans- en og Flemming Delfs, Danmörku, og kom Delfs fram hefndum frá því á Danmerkurmeistaramótinu og vann 15—6, 3—15 og 17—15. í tvíliðaleik vöktu athygli þeir Morten Frost Hansen og Steen Fladberg með því að vinna sterk- asta liðiö frá Englandi, þá Ray Stevens og Elliot Stuart, í undan- úrslitum en tapa svo fyrir næst sterkustu Englendingum með 8-15 og 17-18. Rammi óskast SVO SEM frá var skýrt í blaðinu á þriðjudaginn fóru reykvískir ísknattleiksmenn norður til Akureyrar og léku þar við Akureyringa. Er hér um árvissan atburð að ræða. Leikurinn fyrir norðan var vígsluleikur á nýjum velli sem félagið á Akureyri hefur tekið í notkun. I því sambandi er ekki fjarri lagi að benda á þá fornaldaraðstöðu sem ísknattleikur í Reykjavík býr við. í fyrsta lagi á félagið engan ramma til að leika og æfa í. Einn slíkur var til, en eyðilagðist fyrir nokkrum árum. bá hefur félagið einungis aðstöðu til æfinga á Melavellinum á kvöldin. bar eru þeir beðnir að eigin sögn að koma ekki fyrr en klukkan 20.00 en á flóðljósunum er slökkt klukkan 21.00. Til samanburðar má geta þess, að norðanmenn eiga bæði ramma og einkavöli til æfinga og keppni. bess vegna kemur nokkuð á óvart að sunnanmenn unnu öruggan sigur á norðanmönnum, 7-1, en ekki 6-1 eins og ranghermt var í biaðinu á þriðjudaginn. Sveinn Kristdórsson og Helgi Helgason skoruðu þrjú mörk hvor fyrir sigurliðið og Smári Baldursson eitt mark. í liði Reykvíkinga eru þrír bræður, Atli, Helgi og Óðinn Helgasynir, þeir dvöldust í tvö ár í Kanada og lærðu þar grundvallaratriði ísknattleiks. beir eru íslendingar en ekki Kanadamenn eins og einhvers staðar kom fram. bá eru í liðinu feðgar, Sigurjón Sigurðsson og sonur hans Hannes Sigurjónsson. Sigurjón er 47 ára og hefur keppt í skautaíþróttum í 30 ár. Vonandi er ísknattleikur í sókn á íslandi, en þessi íþrótt er geysivinsæl víða um heim, ekki síst í nágrannalöndum okkar. Ekki vantar ísinn, það vantar aðeins aðstöðu og ramma. Væru öll skilyrði fyrir hendi ásamt aðstöðu, myndi áhugi vafalaust aukast á þessari skemmtilegu íþrótt. _ • Johan Neeskens í búningi Barcelona. Klæðist hann næst Cosmos- peysu og brókum? Fer Neeskens til Cosmos? HOLLENZKI knattspyrnusnillingurinn hjá Barcelona, Johan Neesk- ens, mun hafa ákveðið að yfirgefa félagið 30. maí næstkomandi, en þá rennur samningur hans við spænska félagið út. Ef að líkum lætur munu fleiri en eitt af stórliðum Evrópu bítast um bitann, en ekki þykir ólíklegt að Neeskens kjósi heldur að halda á vit dollaranna í Bandaríkjunum, en öruggt er að bæði New York Cosmos og Los Angeles Aztecs munu gera honum æsandi tilboð. Fregnir herma meira að segja, að þau hafi þegar gert það og Neeskens lýst sig ekki óliklegan til að þekkjast annað þeirra. Þróttur — KR í Höllinni í kvöld EINN HÖRKULEIKUR fer fram í 2. deild íslandsmótsins í handbolta. I Höllinni mætast bróttur og KR og verður vafalaust um jafnan og spcnnandi leik að ræða. KR-ingar töpuðu óvænt síðasta leik sínum í mótinu, en bróttarar hafa hins vegar verið í sókn og nú er svo komið, að flest lið deildarinnar eiga möguleika á einu af tveimur efstu sætunum í 2. deild. Hefst lcikur liðanna klukkan 21.00, en á undan honum leika bróttur og ÍBK í 2. deild kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.