Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 Svcinn Skorri Höskuldsson: Þetta var síðasti fundur stjórn- arinnar á því fjögurra ára tíma- bili, er ákveðið var í öndverðu sem tilraunatímabil til að sjá hversu þessi starfsemi gæfist. Nú er það hins vegar á valdi norrænna stjórnmálamanna að ákveða, hvort áfram skuli haldið og að hvaða leyti gagnlegt gæti virst að breyta starfsemi sjóðsins. Að loknu þessu tilraunatímabili þykir mér hlýða að gera lesendum þessa blaðs nokkuð rækilega grein fyrir því starfi, sem fram hefur farið í stjórn Norræna þýðingar- sjóðsins, þ.e.a.s. þeim þáttum þess, er snúa einkum að Islendingum. Segja má að tvennt snerti fram- ar öðru íslendinga: Hvaða verk íslenskra höfunda hafa verið Um norræna þýðingars j óðinn Greinargerð og fáeinar hugleiðingar — Fyrri hluti Sveinn Skorri Höskuldsson Óp bjöllunnar. Nú í skammdeginu hafa orðið nokkrar umræður í blöðum og víðar um Norræna þýðingarsjóð- inn, eins og hann er kallaður hérlendis, einkum þó um einstakar styrkveitingar úr sjóðnum, ,en minna um starfsemi hans í heild. Þótt sitthvað hafi verið missagt í þeim fræðum, er það samt vonum seinna að augu íslensks fjölmiðla- fólks opnuðust fyrir því, sem þarna fer fram, því að þessi starfsemi á rætur sínar á íslandi í tillögu um norræna þýðingarmið- stöð, er þeir fluttu á rithöfunda- þingi 1969 Indriði G. Þorsteinsson og Matthías Johannessen og þar var samþykkt. Starfsemi Norræna þýðingar- sjóðsins er fólgin í því að Norður- lönd sameiginlega veita árlega fé til að styrkja þýðingar (og í einstökum tilvikum útgáfu) bók- mennta á milli þeirra mála, sem töluð eru og rituð á Norðurlönd- um. Er þar um níu málsvæði að ræða. Skiptist heildarfjárhæð sú, sem til úthlutunar er á hverju ári, þannig á milli málsvæða: til að þýða á dönsku, norsku og sænsku ganga 17% til hvers þessa mál- svæðis, til að þýða á finnsku og finnlands-sænsku fara 19%, til að þýða á færeysku og íslensku 9% til hvors málsvæðis og til grænlensku og samisku 6% til hvors. í reglugerð sjóðsins segir að vandaðar fagurbókmenntir skuli hafa forgang, en síðan fræðibækur og barnabækur. Úthlutun úr sjóðnum annast níu manna nefnd, einn fulltrúi frá hverju málsvæði, og hafa sömu menn setið í henni þau fjögur ár, sem hann hefur nú starfað. For- maður nefndarinnar hefur öll þessi ár verið Norðmaðurinn Yngvar Ustvedt dr. philos. Aðrir nefndarmenn hafa verið: fyrir dönsku Bjorn Poulsen mag. art., fyrir grænlensku Christian Berthelsen skólastjóri, fyrir fær- eysku Karsten Hoydal rithöfund- ur, fyrir finnsku Kai Laitinen fil. dr., fyrir finnlands-sænsku Lars Huldén prófessor, fyrir íslensku undirritaður, fyrir samiskp Samuli Aikio fulltrúi og fyrir sænsku Bengt Holmqvist fil. dr. Sjóðstjórnin eða úthlutunar- nefndin heldur tvo fundi árlega, tvo daga í senn, og hafa þeir venjulega farið fram um mánaða- mótin maí/júní og okt./nóv. og ávallt í húsakynnum Norrænu menningarmálaskrifstofunnar í Kaupmannahöfn. Síðast liðið haust brá hins vegar svo við að þeim fundi, sem átti að vera í byrjun nóv., varð tvívegis að fresta, fyrst vegna forfalla for- mannsins og síðar vegna forfalla finnsku fulltrúanna tveggja. Varð þessi fundur ekki haldinn fyrr en nú 22.-23. jan. Þetta atvik beindi athygli nefndarmanna að því, að í framtíðinni er nauðsynlegt að hvert málsvæði skipi varamann í stjórn sjóðsins, sem geti tekið sæti, ef stjórnarmaður forfallast. styrkí til þýðinga á mál Norður- landabúa — og hvaða verk norræn hafa verið styrkt til þýðinga á íslénsku? Vík ég fyrst að fyrra atriðinu. í þeirri upptalningu, sem hér fer á eftir tel ég fyrst nafn höfundar, þá verks, síðan útgefanda og loks þá fjárhæð, er útgefanda hefur verið veitt til styrktar. Allar krónutölur í þessari grein eiga við danskar krónur. Ég nefni hin íslensku heiti verkanna, nema þegar um safnrit er að ræða, sem ekki eiga sér samsvarandi íslenska titla, þá nefni ég titla, sem greind- ir eru í fjölrituðum fundargerðum stjórnarinnar, en Menningarmála- skrifstofan í Kaupmannahöfn annast færslu þeirra. Á s.l. fjórum árum hafa verið veittir styrkir til þýðinga á eftir- töldum verkum íslenskra höfunda: 1975 a) á dönsku: Ármann Kr. Einarsson. Niður um strompinn. Birgitte Hevrings Biblioteksfor- lag. Kr. 2000,- Guðbergur Bergsson. Það sefur í djúpinu. Arena, Forfatternes Forlag. Kr. 7.500.- Islandske folkesagn og eventyr. Sphinx & Nihil. Kr. 6.000,- Ólafur Jóh. Sigurðsson. Bréf séra Böðvars. Birgitte Hovrings Biblioteksfor- lag. Kr. 2.500,- Ólafur Jóh. Sigurðsson. Um sumarkvöld. Birgitte Hovrings Biblioteksfor- lag. Kr. 3.000,- b) á finnsku: Ja tunturin takaa kuulet (sýnis- bók ísl. nútímaljóða). Weilin & Göös. Kr. 16.000,- c) á færeysku: Ármann Kr. Einarsson. Falinn fjársjóður. Bókadeild Feroya Lærarfelags. Kr. 1.250,- Ármann Kr. Einarsson. Tvö ævintýri. Bókadeild Feroya Lærarfelags. Kr. 1.250.- Gunnar Gunnarsson. Aðventa. Bókadeild Foroya Lærarfelags. Kr. 1.500.- Þórir S. Guðbergsson. Ásta og eldgosið í Eyjum. Bókadeild Foroya Lærarfelags. Kr. 500.- d) á norsku: Guðbergur Bergsson, Jakobína Sigurðardóttir, Svava Jakobsdótt- ir og Thor Vilhjálmsson. Moderne islandske noveller. Pax Forlag. Kr. 5.200,- Islandske dikt frá várt hundreár. Fonna Forlag. Kr. 6.000,- Svava Jakobsdóttir. Leigjandinn. Norges Boklag. Kr. 4.400.- Thor Vilhjálmsson. Fljótt fljótt, sagði fuglinn. Norges Boklag. Kr. 5.000,- Þórbergur Þórðarson. íslenskur aðall. Det Norske Samlaget. Kr. 5.800,- Þorsteinn frá Hamri. Himinbjargarsaga eða Skógar- draumur. Norges Boklag. Kr. 5.000,- e) á sænsku: 9 islándska författare (sýnisbók smásagna). Rabén & Sjögren. Kr. 4.500,- Thor Vilhiálmsson. Bo Cavefors Bokförlag. Kr. 10.000.- Þorgeir Þorgeirsson. Yfirvaldið. Norstedt & Söners Förlag. Kr. 4.400,- 1976 a) á dönsku: Ca 40 islandske digtere 1925—1975 (sýnisbók ljóða). Vintens Forlag Kr. 3.000,- Guðrún Helgadóttir Jón Oddur og Jón Bjarni. Sommer & Sorensen Forlag. Kr. 3.000.- Halldór Laxness. í túninu heima. Gyldendalske Boghandel Nordisk Forlag. Kr. 5.000,- Jón Björnsson. Vaitýr á grænni treyju. Chr. Erichsens Forlag. Kr. 2.000,- Ólafur Jóh. Sigurðsson. Hreiðrið. Birgitte Hovrings Biblioteksfor lag. Kr. 7.000.- Ólafur Jóh. Sigurðsson. Litbrigði jarðarinnar. Birgitte Hevrings Biblioteksfor- lag. Kr. 2.500.- Stefán Jónsson. Margt getur skemmtilegt skeð. Birgitte Hovrings Biblioteksfor- lag. Kr. 4.000.- Stefán Júlíusson. Kári litli í sveit. Birgitte Hovrings Biblioteksfor- lag. Kr. 2.000,- b) á finnlands-sænsku: Jón úr Vör. Bláa natten över havet (ljóðaur- val). Hoíger Schildts Förlagsaktie- bolag. Kr. 7.000,- c) á færeysku: Grettis saga. Eydun Winther. Kr. 8.000,- Kristmann Guðmundsson. Morgunn lífsins. Hans Thomsen. Kr. 7.500,- Sverris saga. Sóleyan. Kr. 10.000,- d) á norsku: Ármann Kr. Einarsson. Afastrákur. Fonna Forlag. Kr. 500.- Eventyr fra Island. Universitetsforlaget Bergen. Kr. 4.000.- Ingimar Erl. Sigurðsson. Islandsvísa. Fonna Forlag. Kr. 800.- Islandske gullalderdikt 1800-1930. Fonna Forlag. Kr. 11.000,- Ólafur Jóh. Sigurðsson. Hreiðrið. J.W. Cappelens Forlag. Kr. 7.000.- 21 islandske forfattere (sýnisbók með verkum yngstu höfunda). Dikt & Datt Forlag. Kr. 10.000.- e) á sænsku: Einar Bragi. Pilar af ljus (ljóðasafn). Bo Cavefors Bokförlag. Kr. 4.000.- Jakobína Sigurðardóttir. Lifandi vatnið. LTs Förlag. Kr. 5.000,- Vésteinn Lúðvíksson. Eftirþankar Jóhönnu. Bo Cavefors Bokförlag. Kr. 10.000,- 1977 a) á dönsku: Einar frá Hergilsey. Meðan jörðin grær. Birgitte Hovrings Biblioteksforlag. Kr. 6.000,- Guðbergur Bergsson. Það rís úr djúpinu. Arena, Forfatternes Forlag. Kr. 8.000,- Guðrún Jacobsen. Smáfólk. Birgitte Hovrings Bibloteksforlag. Kr. 1.500.- Tölvukynið? Nei LYSTRÆNINGINN (11. hefti desember 1978) er dæmigerður fyrir það efni sem að jafnaði birtist í blaðinu. Ásamt verkum eftir byrjendur í skáldskap eru prentuð ljóð, sögur og leikþættir eftir kunna höfunda. Sumt er eftir ónafngreinda eða skrifað undir dulnefni. Blaðið hefst á ljóði eftir Baldur Óskarsson, Tvíljóð nefnist það. Baldur hefur vakið athygli með bókum sínum og virðist sífellt vaxa ásmegin. Að þessu sinni yrkir Baldur um vélrænan auglýsinga- heim okkar tíma og spyr í upphafi: Hvað á að létta þrautina aem xuð hefur fenxið mðnnunum að þreyta six á? Töivukynið? - Vél með vit f brjðsti, mái og styrkleik. Bókmennllr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Þetta ljóð hlýtur að boða eitt- hvað nýtt í skáldskap Baldurs Óskarssonar. Það er skemmtileg tilbreytni frá hinum „abströktu" ljóðum hans. Thor Vilhjálmsson er sjálfum sér líkur í þættinum Bald, Júngling, oder nie. í honum er myndvísi og músík, tilvísanir í enda Giacometti og Mozart. Mönn- um hefur þótt Thor eintóna líkt og hann væri einatt að semja ný tilbrigði við sama stef, en þetta er hans stíll: „Það var ekki ég, segir unga stúlkan. Hann var búinn að gleyma henni: Ha, sagði hann og horfði hissa á hana, stanzaði: Hvar var ekki þú? segir hann, og horfði undrandi á hana og sér eftir mynd hugarins hverfa í laufsins forgengileik, í rautt, gult og brúnt: var hvað ekki þú? Þetta sem þú varst að segja. Nei, sagði hann; og mundi ekki hvað hann var að segja: nei það var ekki þú.“ Eftir Einar Ólafsson eru tvö ljóð í Lystræningjanum: Listin fyrir lystina! og Listahátíð í Reykjavík 1976. Það fyrsta sem ég las eftir Einar var í súrrealískum anda, en á undanförnum árum hefur hann verið upptekinn af pólitískri boðun í ljóði. Kannski er stefnuskrá hans orðuð í Listinni fyrir lystirta!: Baldur Óskarsson „Hvernig væri að taka jóla- pappírinn utan af listinn og senda músurnar í frystihús." í Lista- hátíðarljóðinu eru dregnar fram andstæður snobbsins í kringum menninguna og mannlegrar eymd- ar annars staðar á hnettinum. Ólafur Ormsson (öðru nafni Kristinn Reyr Fáfnir Hrafnsson) yrkir hressi- lega Orðsendingu til Ólafs Gunnarssonar höfundar skáldsög- unnar Milljón prósent menn og kemur þar fram nokkuð annað viðhorf til hans er greina hefur mátt í umsögnum vinstrisinna meðal gagnrýnenda. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.