Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728123
    45678910

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 Auk þessa er sviðssetning tæknilega flókin. Notaður er myndvarpi og sýndur mikill fjöldi skyggnimynda af verkum málarans, en þau eru ríkur þáttur í atburðarás leiksins og litasamspil nauð- synlegt. Þá er einnig flutt af segulböndum hinar ýmsu raddir og hljóð, sem Goya virðist heyra. Þess má geta, að á þessum árum málaði Goya hinar svokölluðu svörtu myndir, freskur, á veggina í húsi sínu, Quinta del sordo. Með nýrri tækni hefur tekist að flá þær af og eru þær nú geyndar í Prado-safninu í Madrid. Örnólfur Árnason þýddi leikritið úr frummálinu. Leik- stjóri er Sveinn Einarsson og í Quinta del Sordo, húsi hins heyrnarlausa. Goya heyrir ýmis hljóð, sem hafa truflandi áhrif á hann og enginn annar virðist heyra. Róhert Arnfinnsson í hlutverki málarans. Ljósm.: Emilía. FRUMSÝNING á leikritinu „Ef skynsemin blundar“, — E1 Sueno de la razon — eftir spænska nútímahöfundinn Antonio Buero Vallejo, hefst í Þjóðleikhúsinu í kvöld, fimmtudag, kl. 20.00, og er jafnframt í fyrsta sinn sem verk eftir hann er flutt hér á landi. Antonio Buero Vallejo er talinn í fremstu röð núlifandi leikritahöfunda Spánar, og hefur á síðustu árum vakið vaxandi athygli utan ættlands síns. Höfundi var lítið hampað í stjórartíð Francos. Vallejo var virkur í stjórnmálum, sem þótti beint gegn stjórnvöldum þeirra tíma og var dæmdur til dauða. Sat hann sjö ár í fangelsi. Buero Vallejo hafði sjálfur ætlað sér að verða listmálari, en kveikjan að þessu leikriti hans var mynd úr grafíkseríu eftir Goya, sem nefnist Ef skynsemin blundar, koma ófreskjurnar á kreik. Leikrit Bueros Vallejos voru til skamms tíma þyrnir í aug- um stjórnvalda og mörg þeirra rækilega ritskoðuð áður en sýningar þeim voru leyfðar eða bannaðar með öllu. Þó vill svo til, að þessu leikriti höfundar var skilað aftur óbreyttu eftir að hafa verið um langan tíma í höndum ritskoðara og þakka menn það að einhverju leyti breyttu stjórnmálaástandi. Leikurinn, sem fjallar um tímabil seint á ævi spænska málarans Goya, gerist í Madrid 1823, er Goya er 76 ára og hefur verið heyrnarlaus í áratugi og kemur það fram í verkinu. Notað er tákn- og fingramál, þegar Goya er inni á sviði en hinsvegar talast leikendur við, er hann er ekki viðstaddur. Þannig að nöfund- ur gerir vissar kröfur til áhorfandans. Vallejos notar sér heyrnarleysi Goya til að lýsa félagslegri og mannlegri einangrun í líkingu við lífs- hlaup höfundar sjálfs, og er bein skírskotun til okkar daga þótt söguleg sé. Höfundur reynir þannig að ná til áhorf- enda; að láta þá lifa einangrunina gegnum persón- una, og einnig pólitískan og sögulegan bakgrunn, sem örlagavaldur; að vera heyranr- laus svo langan tíma. Kemur það fram í viðbrögðunum og verður táknrænna fyrir spænsku þjóðina eftir því, sem á líður. Leikurinn er einnig sögulegur bakgrunnur hvað snertir framfarir og alþýðu- menntun á Spáni. Góðvinir hittast. Goya og Arrieta, læknir málarans, sem leikinn er af Rúrik Ilaraldssyni. Árni Ibsen aðstoðarleikstjóri. Hervör Guðjónsdóttir aðstoð- aði við tákn- og fingramál. Kristinn Daníelsson sér um lýsingu, sem er nokkuð sér- stæð eins og áður segir, og Baltasar um búninga- og leik- myndagerð. í helztu hlutverk- um eru Róbert Arnfinnsson, sem leikur Goya, Kristbjörg Kjeld í hlutverki Leocadiu, sambýliskonu hans, og Rúrik Haraldsson sem Arrieta lækn- ir málarans. Þá fer Helgi Skúlason með hlutverk föður Duaso, Arnar Jónsson með hlutverk Ferdinants VII Spánarkonungs og Gunnar Eyjólfsson sem Calomarde ráðgjafi hans. Helga Bachmann fer með hlutverk tengdadóttur Goya og aðrir leikarar eru Gísli Alfreðsson, Flosi Ólafsson, Hákon Waage, Bjarni Steingrímsson og Sig- mundur Örn Arngrímsson. Frumsýning er í kvöld eins og áður getur og hefst kl. 20.00 á stóra sviði Þjóðleikhússins. Leocadia, sambýliskona Goya, að tjá sig við málarann. Leocadia er leikin af Kristbjörgu Kjeld. Leikrit um Goya frumflutt í Þjóð- leikhúsinu í kvöld

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 38. tölublað (15.02.1979)
https://timarit.is/issue/117392

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

38. tölublað (15.02.1979)

Aðgerðir: