Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 3 Matthías Á. Mathiesen utan dagskrár í gær: Fnanvarp afíwnt utanþings en stjómarandstaðan sruðgengin MATTHÍAS Á. MATHIESEN, ív. fjármálaráðherra, gagnrýndi harðlega utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær, að frumvarp forsætisráðherra um framtiðarstefnu f efnahagsmálum hefði ekki verið sent stjórnarandstöðu til kynningar. eins og þingvenja væri. Sagði hann frumvarpið hafa verið til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarinnar, sem eðlilegt væri, en í gær hefði það verið afhent ýmsum aðilum utan þings, s.s. ASl, BSRB, BHM, FFSÍ og Stéttasambandi bænda. Það væri þó ekki ámælisvert, heldur hitt, að senda málið ekki samhliða til stjórnarandstöðunnar, ekki til umsagnar, heldur kynningar. Spurði Matthi'as, hvort ríkisstjórnin væri hér að taka upp nýja starfshætti á Alþingi, að sniðganga stjórnarandstöðu. Þessi málsmeðferð gengi þvert á þinghefðir og væri enn gagnrýnisverðari vegna stöðu mála í dag. Þá deildi þingmaðurinn á hlut- stjórnarandstöðunnar. I fréttum drægni ríkisfjölmiðla, hljóðvarps og sjónvarps, sem hefðu í frétta- frásögnum í gær skýrt frá gangi mála í einhliða viðtölum við ráð- herra, sem að vísu hefðu verið á öndverðum meiði eins og venja þeirra væri, en án þess að leita samhliða umsagnar fulltrúa gærdagsins af þeim pólitísku hræringum, sem þá vóru efst á baugi, fékk almenningur hlutlaus- ari frásögn í „hinum pólitísku fréttamiðlum en í ríkisfjölmiðlun- um“, sagði þingmaðurinn. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, svaraði því til, að hann Ríkisfjölmiðlar hlutdrægir í fréttafrásögnum vildi ástunda gott samstarf við stjórnarandstöðuna. Hann þyrfti þó samþykki meðráðherra til þess að senda stjórnarandstöðunni frumvarpsdrögin. Og í samstarfs- stjórnum þyrfti samþykki allra til þess arna. I stjórnarsáttmála væri kveðið á um samráð við tiltekna aðila í þjóðfélaginu í sambandi við þessi mál. Afhending frumvarps- draganna væri í samræmi við ákvæði stjórnarsáttmálans um tiltekna samráðsaðila. Hvort sem samráðherrar féllust á, eða ekki, að senda stjórnarandstöðu frum- varpsdrögin, yrði frumvarpið í endanlegum búningi sent stjórn- arandstöðu með eðlilegum fyrir- vara, áður en það yrði formlega lagt fram. Ólafur sagði Alþýðuflokkinn hafa látið í té umsögn, sem fæli í sér Samþykki við flutningi frum- varpsdraganna sem stjórnar- frumVarps. Alþýðubandalagið hefði enn sem komið væri ekki ljáð samþykki sitt til hins sama. En alkunna væri að deilt væri á köflum, jafnvel í þeim hjónabönd- um hvar kærleikurinn væri mest- ur, en „þeim mun heitari verða faðmlögin þegar sættir hafa tek- izt,“ sagði ráðherrann. Ráðherra vék að þeim vanda, sem þjóðinni væri á höndum, vegna hækkunar olíuverðs, sem væri jafnvel enn stærri en sá, er frumvarpið fjall- aði um. Sá vandi hlyti að setja mörk á lífskjör þjóðarinnar. Þörf þjóðarsamstöðu væri og enn brýnni fyrir vikið. Hefur olluhækkunin áhrif á fiskverðið? „ÁSTÆÐA ÞESS að fundi verðlagsnefndar, sem vera átti í gær, var frestað, er sú að verið er að athuga á hvern hátt unnt er að leysa vanda fiskiskipanna sem þau verða fyrir vegna hinnar miklu olíuhækkunar,“ sagði Björgvin Guð- mundsson formaður verðlagsnefndar í samtali við Morgun- blaðið í gær. Að sögn Björgvins átti að taka ákvörðun um bensín- og olíuverð, auk nokkurra atriða annarra, og verður fundurinn haldinn einhvern næstu daga, öðru hvoru megin við helgina. Sagði Björgvin vandann meðal annars vera þann, að ef fiskiskipa- flotinn verður að taka á sig mikla hækkun á verði gasolíu, þá raskar það þeim forsendum sem voru til grundvallar fiskverðinu. Því væri málið nú í athugun hjá sjávarút- vegsráðuneytinu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins: Úthlutun lóða verði í samræmi við íbúðaþörf — og eldri borgarhverfi betur nýtt Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur haía lagt fram tillögu um að flýtt verði sem unnt er undirbúningi væntanlegra byggingarsvæða, og jafníramt leggja þeir til að úthlutun lóða verði í sem mestu samræmi við fbúðaþörf. I tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins er einnig lagt til að Reykjavíkurborg leggi fram ákveðna upphæð á ári hverju, sem notuð verði til að vinna að betri nýtingu eldri borgarhverfa sem vegið gæti á móti lítilli lóðaúthlutun á næstu árum. Sjálfstæðismenn leggja til að lóðaúthlutun verði sem jöfnust milli ára, og að sem flestar gerðir húsa verði í hverri úthlutun. Þá verði ekki hvikað frá þeirri stefnu að götur verði fullfrágengnar áður en byggingarframkvæmdir hefjast, byggingarsvæðum verði í ríkari mæli úthlutað til byggingaraðila í samvinnu við Herbergi 213 eftir Jökul sýnt í N. Y. Leikrit Jökuls Jakobssonar „Herbergi 213“ eða Mandólín kokteillinn, eins og það heitir í enskri sýningu, verður frumsýnt hjá The Open Space Teatre Experiment í Soho-hverfinu í New York í kvöld. Herbergi 213 er leikstýrt af Lad Brown en leikmynd og lýsingu annast Harry Baum og búningar eru eftir Jon Teta. Meðal leikenda eru Betsy Bell, George Dickerson, Jan Lowe, Cynthia Neer, Maja Niles og Maxine Taylor-Morris. Sviðsstjóri er Bob Sanders. Leik- ritið þýddi Stanley Rosenberg. heildarsamtök þeirra, og að hraðað verði staðfestingu aðal- skipulags Reykjavíkur frá 1977. Hvað snertir eldri borgarhverf- in leggja sjálfstæðismenn til að kosin verði samstarfsnefnd borg- arinnar og byggingariðnaðar- manna er móti stefnuna í upp- byggingu eldri hverfa, að hraðað verði könnun á því í hvaða borgar- hverfum sé helst hægt að ná fram betri nýtingu, að komið verði á fót námskeiði er gerði byggingarmenn hæfari til að sinna viðhaldi og endurnýjun eldri húsa, og að óskað verði eftir samvinnu við Hús- næðismálastofnun um veitingu fjármagns til endurnýjunar á eldra húsnæði. I greinargerð með tillögunum segir meðal annars, að höfuðvand- inn sem við sé að glíma í byggingariðnaði í höfuðborginni nú sé sá, hve mikill samdráttur hafi orðið í lóðaúthlutun. - ■ " ■" ... Utsýnarkvöld 1 Fröná/Spmsk húM Hótel Sögu Súlnasal sunnudaginn 18. febrúar Kl. 19.00. Hvsið opnað Hressandi drykkir og lystaaukar á bamum. Kl. 1945. Veizlan hefst stundvíslega með Gigot d'agneau a la Bretonne frönskum krœsingum undir stjóm franska matreiðslumeistarans Francois Fon‘s. Matarverð aðeins kr. 3.500- *Tízkusýning Modelsamtökin sýna dömu- og fermingafatnað frá Verölistanum meðan á boröhaldi stendur. ★ Feguröarsamkeppni: Ljósmyndafyrirsætur Útsýnar. Stúlkur 17—22 ára valdar úr hópi gesta. 10 Útsýnarferðir í vinning. Forkeppni. ★ Feröadagatal og bráðabirgðaáætlun og veröskrá lögð fram með ótrúlega fjölbreyttum og hag- kvæmum Útsýnarferðum 1979. ★ Skemmtiatriði: ★ Myndasýning: Forstjóri Útsýnar sýnir nýjar litmyndir frá sólarlöndum. ★ Danssýning: ★ Allar dömur fá gjafasýnishorn af frönskum ilmvötnum frá „Nina Ricci“ og „Nitchewo“ og fyrir herra Gainsborough. ★ Dans til kl. 01.00. Hin hressilega og bráðskemmtilega hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söng- konunni Þuríði Sigurðardóttur leika fjölbreytta tónlist viö allra hæfi. Nemendur Jazzballettskóla Báru, sigurvegarar á for- keppni diskódanskeppni Út- sýnar og Klúbbsins 11.2. sýna diskódans. ★ Bingó 3 Utsýnarferðir <2 Ailir velkomnir enginn aögangseyrir aöeins rúllugjald en tryggið borö tímanlega hjá yfirþjóni í síma 20221 frá kl. 15.00 á fimmtudag. ★ Missiö ekki af glæsilegri skemmtun og möguleik- um á ókeypis Utsýnarferö. Boröapantanir hjá yfirpjóni í síma 20221 frá kl. 3. e.h. ALLIR VELKOMNIR — GÓÐA SKEMMTUN Ath ■ Allir gestir sem koma fyrir kl. 20:00 fá ókeypis happdrættismiöa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.