Morgunblaðið - 16.03.1979, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979
Skúli Skúlason;
Loðdýramarkaður-
inn í febrúar 1979
Verðþróun loðskinna veturinn
1978—79 hefur veríð framleiðend-
um skinnanna afar hagstæð. Sér-
staklega á þetta við um loðskinn
með löng hár svo sem ref, og
miðlungs hárlengd, svo sem
minkaskinn.
Um orsakirnar fyrir þessari
verðþróun er erfitt að segja, en
oftast hefur tízkan mikið að segja
svo og kalt veðurlag. Miklir kuldar
auka ávallt eftirspurn eftir góðum
skjólfatnaði, Einnig fer framboð á
loðskinnum af viltum dýrum
minkandi ár frá ári og jafnframt
hafa sum loðskinnaframleiðslu-
lönd orðið að minnka framleiðsl-
una vegna minnkandi framboðs á
ódýrum matvælaafgangsefnum.
Ör byggðaþróun, nátturu- og dýra-
verndunarsjónarmið hafa einnig
dregið úr framboði loðskinna af
villtum dýrum.
Hér á eftir er yfirlit yfir nokkr-
ar dýrategundir sem hægt væri að
rækta hérlendis ásamt mink, sem
er í ræktun á nokkrum íslenzkum
loðdýrabúum ásamt þeim meðal-
verðum, sem fengist hafa hjá
Hudson s Bay & Annings Ltd í
London í febrúar 1979.
Minkaskinn: í febrúar 1979
voru seld um 15000 íslenzk minka-
skinn og var meðalverð yfir allt
landið £15.34 eða isl kr. 10.033,-
fyrir öll skinn heil og gölluð. Þetta
verð stenzt mjög vel samanburð
við önnur lönd og að þessu sinni
náðust hærri meðalverð fyrir
svört íslenzk skinn heldur en
fékkst fyrir samskonar lit frá
hinum Norðurlöndunum. Þar með
er mikilvægum árangri náð hjá
íslenzku minkabúunum og mikil-
vægt að þessu forskoti verði haldið
áfram.
Pólköttur: (á ensku: fitch) Hon-
um svipar mjög til minks í útliti,
hreyfingum og hárlagi og var nú
seldur í fyrsta sinn eftir sama
flokkunarkerfi og minkaskinnin,
þann 5. febrúar voru boðin upp
2814 skinn frá Argyll Mink Farm
Ltd á Skotlandi, 70% seldust á
&32.40 eða íkr. 21.222,- stykkið.
Pólköttur er hafður í búrum eins
og minkur en hægt að hafa marga
saman í búri þar eð áflog eru
sjaldgæf milli dýranna. Hægt er
að taka pólkött upp hanzkalaus
þar eð þeir býta ekki. Fóðurkostn-
aður er minni heldur en hjá mink,
því minna styrktarfóður þarf. Að
öðru leyti er hægt að fóðra dýrið
þá því sama og mink. Hins vegar
er búrakostnaður mun minni. Vel
væri hugsanlegt fyrir þau loðdýra-
bú sem fyrir eru að reka deild með
pólköttum, sem hliðarbúgrein og
full ástæða fyrir íslenzkan land-
búnað að fylgjast með þróun verð-
lags á pólköttum. Pólkettir gætu
hentað mjög vel sem hliðarbúgrein
með fjárbúi eða kúabúi, sem er í
nágrenni við sjávarpláss, þar sem
nægur fiskúrgangur er. Læðurnar
gjóta 2—3 á ári og meðalársfram-
leiðsla um 7 kettlingar.
Blárefur: Framboð skinna af
bláref er nú talið um 1.500.000
skinna á mörkuðum Vesturlanda.
Þar af eru Finnar með um 600.000
og Pólverjar um 350.000. Meðal-
verð í byrjun febrúar á Skandinav-
ískum skinnum var 53.50 eða ísl.
kr. 35.042,-.
Blárefarækt var með blóma á
Islandi á millistríðsárunum en
lagðist nær niður á stríðsárunum,
þegar markaðir lokuðust. Talið er
að blárefatæva og 7 hvolpar með
V* karldýri þurfi að meðaltali 757
kg fóðurs yfir árið sem af stærst-
um hluta er fiskafskurður og
sláturúrgangur. Blárefaeldi er
víða rekið á Norðurlöndunum, sem
hliðarbúgrein með kúa- eða fjár-
búum, svo og minkabúum og hent-
ar vel í nágrenni við fiskvinnslu-
stöðvar.
Silfurrefur: Framboð skinna af
silfurref er tiltölulega lítið miðað
við bláref. Meðalverð á skandi-
naviskum silfurrefaskinnum var í
byrjun febrúar s.l. £169.63 eða isl.
Minkur
kr. 111.108,- pr stk. Meðaltals
skinnafjöldi eftir tævuna á ári er
talin 4—5 stk. Silfurrefarækt gæti
hentað sem hliðarbúgrein nærri
fiskverkunarstöðum.
Chinchiila: Þetta er smávaxið
nagdýr, sem líkist kanínu í vexti
og upprunnið í Peru þar sem
feldurinn var notaður í skjólfatnað
og kjötið til manneldis. Chinchillu
er hægt að fóðra á heyi og getur
því hentað sem hliðarbúgrein hvar
sem er á landinu.
Meðalverð um ísl. kr. 8.500,- pr.
skinn. Kvendýrið eignaðst 2—4
unga árlega.
Lambskinn: Nokkur undanfarin
ár hefur verið gerð tilraun hjá
Hudsons Bay & Annings Ltd með
uppboð á gráleitum, krulluðum,
loðsútuðum lambskinnum. Hár
skinnanna hefur verið klipt niður í
þumlungs lengd og síðan hamrað
með leðurólum. Sútunaraðferðin
sem nú er mest notuð er kölluð á
ensku „Natural collour process".
Svo nefndur „Super process" er
talin hafa mikla vankanta í för
með sér.
Þann 8. febr. s.l. voru boðin upp
13.328 slík skinn undir vöruheitinu
„Scandinavian Lamb“ og seldist
99% á meðalverð £17.50 eða ísl kr.
lí.463,- Full ástæða er fyrir
bændasamtökin og útflutnings-
aðila landbúnaðarvara að fylgjast
vel með þróun þessara mála, því að
sérfræðingar Hudsons Bay &
Annings Ltd., telja að visst úrtak
af íslenzkum gærum sé hægt að
vinna á þennan hátt og hafa lýst
sig fúsa til að leiðbeina íslenzkum
sútunaraðilum við val á réttum
gærum til þessarar vinnslu.
Á norðurhveli jarðar er víða
stundaður loðdýrabúskapur með
fleirri dýrategundum heldur en
taldar eru upp hér að ofan. Má þar
helzt telja: platínuref, rauðref,
savala, marðhund, vissar kanínu-
tegundir ofl.
Mætti vel hugsa sér að ríkið
ræki tilraunaloðdýrabú að bænda-
skólanum á Hvanneyri, sem jafn-
framt væri þá kennslustofnun
fyrir skólasveina og halda mætti
þar skammtíma leiðbeiningar-
námskeið í loðdýrarækt, fyrir
bændur og aðra sem vildu fara út í
loðdýrarækt, sem hliðarbúgrein
eða sem fullt starf.
Tilraunaloðdýrabúið gæti flutt
inn og selt kynbótadýr eftir því
sem ástæða þætti til.
Skúli Skúlason,
Kópavogi.
Blárefur Chinchilla Pólköttur (fitch)
Brynhildur K. Andersen:
Gistihúsið
Heimili
Fátt er það, sem ekki getur orðið
að bitbeini í nútíma þjóðfélagi. Því
er það, að ég heimavinnandi hús-
móðir í Reykjavík, hripa þessar
línur, að margt er ritað og rætt í
fjölmiðlum um stöðu barna og
kvenna þessa dagana.
Alls kyns ráð og nefndir hafa
verið sett á laggirnar vegna þess-
ara þjóðfélagshópa, og kennir þar
margra grasa. Allt er þetta gott og
blessað, ef vel er á málum haldið,
og þeir, sem um málin fjalla, gera
það af heiðarleik og raunsæi. En
því miður sýnist mér, að svo sé
ekki alltaf.
Mestar kröfurnar eru til hins
opinbera um uppbyggingu barna-
heimila og annarra viststofnana
svo og hvatningarorð til kvenna
um að fara í burt frá börnum og
búi, þeirra hlutverk skal ekki vera
heimilisstörf og uppeldi barna.
Húsmóðurstaðan er einskis virt
og börnin ekki heldur. Ábyrgð
foreldra á uppeldi og aðhlynningu
barna er færð yfir á opinberar
stofnanir og skóla. Heimilið skipar
ekki lengur þann sess, sem það
gerði. Heimilið er gistihús.
Að degi til er enginn lengur til
staðar á heimilinu, hvorki ungir né
aldnir, þeir eru hafðir á stofnun-
um. Konan er of menntuð til að
vera heima, eða hún lætur ekki
„kúga“ sig til þess að „vera yfir“
börnum og skylduliði, því þá býður
hún tjón á sálu sinni!
Nú er það svo, að í öllum
þjóðfélögum er til fólk, sem þarf á
opinberri þjónustu að halda í
þessum málum, og vil ég þar til
nefna einstæðar mæður, efnalítið
og veikt fólk, einstaklinga, sem
þurfa á aðstoð að halda í lengri
eða skemmri tíma af ýmsum or-
sökum.
En ganga ekki tekjuháar
fjölskyldur á aðstöðumöguleika
þessa fólks? Væri ekki hægt að
bæta stöðu þessara einstaklinga
með því að draga úr vistunarkröf-
um hátekju- og menntastétta?
Hvað með okkur heimavinnandi
húsmæður, hvaða ívilnanir höfum
við?
Brynhildur K. Andersen
Hér í Reykjavík er starfandi
félag húsmæðra. Ég veit ekki hve
margar húsmæður eru í því félagi,
en hvatningarorð til kvenna um að
sinna því starfi, sem heiti félags-
ins bendir til, hefi ég ekki heyrt né
séð.
Húsmóðurstaðan er mikið starf,
og engin kona er of menntuð til að
sinna því. Og vissulega hafa marg-
ar konur fundið til þess, að þekk-
ingu hefur skort, þegar aðstoð
hefur vantað, t.d. við heimanám
hjá stúlku eða pilti.
í hendur húsmóðurinnar, sem
rekur heimilið, fer meirihluti verð-
mæta fjölskyldunnar, og verður
hún að finna leiðir til nýtni og
sparnaðar, svo að afkoman verði
sem hagstæðust. Ef veikindi koma
upp, falla henni hjúkrunarstörf í
hendur, og svona mætti lengi telja.
En hver er viðurkenning slíkrar
starfsreynslu og þekkingar?
Þegar þessar konur hafa komið
börnum sínum upp, og hafa hug á,
eða þurfa að fara út á vinnumark-
aðinn, þá er þekking þeirra og
fyrra starf einskis metið.
Konur, sem vinna heima og ala
upp börn sín sjálfar, veita þjóðfél-
aginu ómetanlega aðstoð. Þær
þiggja ekki greiðslur með börnum
sínum á dagheimilum, og þær
njóta ekki „fimmtíu prósent skatt-
fríðinda“ eins og þær konur, sem
eru á hinum almenna vinnir-
markaði. — Þar brestur jafnrétt-
ið!
Og það brestur víðar. Það er
aðstöðumunur hjá barni að alast
upp á heimili í umönnun móður,
njóta þess sjálfsagða réttar að
vera á heimili sínu uppvaxtarárin,
kynnast æsku og elli á eðlilegan
hátt og njóta þeirra áhyggjulausu
daga, sem uppvaxtarárin eiga að
vera.
Ég efa ekki hæfni sérmenntaðs
fólks í uppeldismálum, en ég óttast
stórar „uppeldisstöðvar", þar sem
ægir saman hinum mismunandi
barnshugum, nauðugum, viljugum,
börnum, sem ekki hafa tillögurétt.
Og hvað erum við þá að fjalla
um barnaár á íslandi? Hvað vilj-
um við gera betur fyrir okkar
börn? — Taka þau heim.