Morgunblaðið - 16.03.1979, Side 14

Morgunblaðið - 16.03.1979, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 Lúðrasveitin Svanur heldur tónleika fyrir styrktarfélaga LÚÐRASVEITIN Svanur heldur tónleika fyrir styrktarfélaga í Háskólabiói á morgun, laugar- daginn 17. mars, kl. 14. Þetta er 49. starfsár Svansins. Unglingasveit var stofnuð hjá Svaninum fyrir tveimur árum og tók hún s.l. sumar þátt í alþjóð- legu móti í' Kaupmannahöfn. Þetta mót var haldiö á vegum samtakanna People to people og er haldið annað hvort ár en þetta var i fyrsta skipti sem íslensk DÖMUR féll nýlega f máli sem Reynir Þórðarson, fyrrverandi forstöðumaður Áhaldahúss Reykjavikurborgar höfðaði gegn borgarsjoði fyrir ólög- mæta uppsögn. Voru Reyni dæmdar 3,5 milljónir króna í skaðabætur. Árið 1974 fór fram rannsókn á starfsemi Áhaldahússins vegna athugasemda, sem endurskoð- unardeild borgarinnar hafði gert vegna starfsemi hússins. Sakadómur Reykjavíkur annað- ist rannsóknina en að henni lokinni taldi ríkissaksóknari lúðrasveit tók þátt í því. 24 hópar frá 21 landi komu fram á mótinu sem var fyrir hljómsveitir, kóra og þjóðdansa. Svanurinn lék á ýmsum stöðum í Kaupmannahöfn tvisvar til þrisvar á dag. I konsertsalnum í Tívolí fór fram aðalkeppni hljóm- sveitanna. Lenti Svanurinn í 4.-6. sæti í keppni milli 14 hljómsveita en íslensku þátttakendurnir voru meðal þeirra yngstu á mótinu. Á síðast liðnu hausti var ekki ástæðu til að höfða opin- bert mál á hendur Reyni. í febraar 1975 tók borgarráð þá ákvörðun að segja Reyni upp störfum. Hann taldi uppsögnina ekki réttmæta og höfðaði mál gegn borgarsjóði fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur og krafðist rúmlega 50 milljóna í bætur. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt að uppsögninni staðið og dæmdi Reyni 3,5 milljónir í skaðabætur. Guðmundur Jóns- son borgardómari kvað upp dóminn. unglingadeildin sameinuð eldri deildinni. Foreldrafélag var stofnað til styrktar unglingahljómsveitinni og starfar það enn þótt unglinga- deildin hafi verið sameinuð eldri deildinni. Það eru einnig nýmæli að hafinn var rekstur tónskóla Svansins í upphafi þessa starfsárs. I tónskólanum er hljóðfæraleik- urum sveitarinnar boðið upp á framhaldsnám í hljóðfæraleik og tónfræði og eru flest allir félag- arnir í skólanum sem ekki eru í öðrum tónskólum. Ýmsir starfandi atvinnuhljómlistarmenn hafa byrjað tónlistarferil sinn í Svanin- um og eru nú starfandi í Sinfóníu- hljómsveit íslands, þar á meðal stjórnandi sveitarinnar, Sæbjörn Jónsson. Nú eru 56 hljóðfæraleikarar í Svaninum en innan hans starfa einnig 18 manna Big-band og 8 manna Dixieland-hljómsveitir. I stjórn Svansins eru nú Jón Freyr Þórarinsson formaður, Daði Þór Einarsson varaformaður, Gísli Sigurbjörnsson gjaldkeri, Sverrir Guðmundson ritari og Böðvar Pálsson meðstjórnandi. Á tónleikum á morgun kemur öll hljómsveitin fram og einnig Big-bandið. Kynnir á hljómleikun- um verður Guðrún Ásmundsdóttir. Miðar verða seldir við innganginn. Borgarsjóður dæmdur ftireittár ætium \ið... Hvaö er langt síóan fjölskyldan aetlaði sér aö kaupa uppþvottavél, nýtt sófasett, litasjónvarp, jafnvel ferö til útlanda eöa . .. ? Sparilánakerfi Landsbankans er svar viö þörfum heimilisins, óskum fjölskyldunnar eða óvæntum út- gjöldum. Með reglubundnum greiðslum inn á sparilánareikning í Lands- bankanum getur fjölskyldan safnað álitlegri upphæö í um- saminn tíma. Aó þeim tíma loknum getur hún fengiö sparilán strax eða síðar. Sparilán, sem getur verið allt að 100% hærra en sparnaðar- in og endurgreiðist á allt árum. ar sparnaöarupphæðin og rilánlð eru lögð saman eru pln eða útgjöldin auðveldari Landsbankann um llnglnn um sparilánakerfið. Sparifjársöfhun tengd rétti til lártíöku Sparnaöur þinn eftir Mánaöarleg innborgun hámarks upphasö Sparnaöur í lok tímabils Landsbankinn lánar þér Ráöstöfunarfé þitt 1) Mánaöarleg endurgroiösla Þú endurgreiöir Landsbankanum 12 mánuöi 18 mánuöi 24 mánuöi 25.000 25.000 25000 300.000 450 000 600 000 300 000 675000 1.200.000 627 876 1 188 871 1.912.618 28368 32.598 39.122 á12 mánuöum á 27 mánuöum á 48 mánuöum 1) í tölum þessurffer reiknað meö 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miðað viö hvenaer sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. LANDSBANKENN Sparilán-tíi’gging í framtíð Atriði úr sýningu Leikfélags Blönduóss á „Ég vil fá minn mann „Ég vil fá minn mann ”áBlönduósi LEIKFÉLAG Blönduóss frum- sýndi, laugardaginn 10. mars í Félagsheimilinu á Blönduósi gamanleikinn „Ég vil fá minn mann“ eftir Philip King í þýð- ingu Sigurðar Kristjánssonar. Með aðalhlutverk fara Sigmar Jónsson, Iris Blandon, Þórhallur Jósepsson og Sigurbjörg Eiríks- dóttir en leikendur eru alls níu. Leikstjóri er Erlingur E. Hall- dórsson. Fyrirhugaðar eru fleiri sýningar á Blönduósi og í nær- sveitum en næsta sýning á „Ég vil fá minn mann“ verður á Hofsósi nú um helgina. Akranes: Opin vika Fjöl- brautaskólans Akranesi, 15. marz. SÚ NÝBREYTNI hefur verið tekin upp hjá Fjölbrautaskólan- um á Akranesi að verja einni viku vorannar til fjölbreyttra verk- efna, sem eru utan stundaskrár. Annars vegar er nemendum gefið ta'kifa ri til að fara í skoðunar- ferðir til ýmissa stofnana á Vest- urlandi og í Reykjavík, hlýða á fyrirlestra og taka þátt í hópum- ræðum og ýmsum verkefnum, en hins vegar verður skólinn opnað- ur almenningi og honum boðinn þátttaka 1 dagskrárliðum. Opna vikan hófst mánudaginn 12. marz. Meðal efnis sem boðið er upp á er myndlistarsýning frá Listasafni alþýðu, kvikmyndir frá Éjalakettinum, tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar, Hamrahlíðar- kórsins og kórs Fjölbrautarskól- ans. Þá sýnir leikfélag FA tvo einþáttunga og haldin verður íþróttahátíð. Fyrirlestrar verða, svo og kynning á námsbrautum FA og námsgreinum Háskóla íslands. Undirbúningur og fram- kvæmd þessarar dagskrár er í höndum kennara og nemenda skól- ans, og er það von aðstandenda að „opna vikan" verði upphafið að nýrri hefð í starfsemi FA, og geti orðið til að auka tengsl milli skólans og almennings og gert nemendum kleift að sinna al- mennu menningarlífi utan beinna kennslustunda. Skólameistari Fjölbrautaskól- ans á Akranesi er Ólafur Ásgeirs- son. - Á Kvennasamband Ak- ureyrar afhendir fæð- ingardeild F.S.A. KVENNASAMBAND Akureyrar afhenti nýlega Fæðingardeild F.S.A. „Fetal Monitor" en það er tæki til að auðvelda eftirlit og auka á öryggi fyrir konur i fæð- ingu. Verðmæti þessa tækis er rúmlega 3 milljónir króna án innflutningsgjalda og söluskatts. Stjórn Kvennasambandsins skipa: Júdit Sveinsdóttir, Sigrun Lárus- dóttir, Margrét Kröyer, Svanhild- ur Þorsteinsdóttir og Marta Jóns- dóttir. Myndin var tekin er stjórn Kvennasambands Akureyrar afhenti faeðingardeild F.S.A. tækið. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.