Morgunblaðið - 16.03.1979, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.03.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 31 • Víkingurinn Skarphéðinn Óskarsson tekinn óblíðum tökum. Páll Björgvinsson til vinstri við öllu búinn. Ljósmynd Mbl. Emilía. Víkingar afgreiddu Fylki með 11 mörkum VÍKINGAR voru ekki í vandræð- um með að afgreiða Fylki með 11 marka sigri í 1. deildinni í hand- knattleik í gærkvöldi í Laugar- dalshöllinni. Fylkismenn leyfðu sér að leika á sama hraða og Víkingsliðið gerði og það varð til þess að þeir gerðu ótal skyssur og áttu enga möguleika á að halda í við lið Víkings sem hefur gott vald á hraðanum sem þeir keyra upp í leikjum sínum. Strax í byrjun leiksins var mikill hraði í honum og Vikingar náðu góðu forskoti. Eftir 20 mfnútna leik var staðan 9—3. Heldur réttu Fylkismenn úr kútnum eftir að hafa bara skorað þrjú mörk í heilar 20 mínútur og staðan f hálfleik var 13—7. í síðari hálfleiknum gekk hvorki né rak hjá Víkingum fyrstu 10 mínútur hálfleiksins og tókst þeim þá aðeins að skora eitt mark. Fylkismenn tóku hressilega á í varnarleiknum og gerðu Víkingum erfitt fyrir. Sóknarleikur Fylkis var hins vegar hið mesta hnoð. Um miðjan síðari hálfleik var sex marka munur á liðunum 19—13. Eh þá tóku Víkingarnir virkilega góðan endasprett og skoruðu fimm síðustu mörk leiksins án þess að Fylkir svaraði. í heildina var leikurinn ekki neitt sérlega vel leikinn. Allmikill hraði var í honum og boltinn gekk vel á milli manna hjá Víkingum. Hraðaupphlaupin eru beitt vopn hjá þeim, og er undircituðum til efs að nokkurt íslenskt handknatt- leikslið hafi svo gott vald á hraða- upphiaupum sem Víkingar. Fylkismenn gerðu alltof mikið af því að reyna að hnoða inn í vörn andstæðinganna sem var þétt fyr- ir. Skynsamlegra hefði verið að leika lengra út á vellinum og leika yfirvegað og reyna meira línuspil. Hjá Fylki var Jón Gunnarsson markvörður bestur, varði skínandi vel þrátt fyrir að varnarleikur Fylkis væri oft ekki sannfærandi. Þá átti Magnús Sigurðsson ágætan leik og voru nokkur marka hans hreinasta gull. Þrumuskot af löngu færi í samskeytin. Sigurður Simonarson barðist vel í vörninni og gafst aldrei upp. Hjá Víkingum var Ólafur Jóns- Oómsorð vegna kæru HK SUNNUDAGINN 11. marz 1979 kom dómstóll H.S.Í. saman á skrifstofu H.S.Í. Fyrir var tekið málið nr. 2/1979. II.K. gegn Val. H.K. hefur með símskeytum, dags. 8.2. 1979, til mótanefndar H.S.Í. og Dómstóls H.S.I. kært þá ákvörðun mótanefndar að telja Val sigurvegara í leik Vals og H.K. í 1. deild karla í íslandsmóti, innanhúss. En leikur þessi, sem frestað hafði verið, en skyldi skv. upphaflegri mótaskrá hafa verið leikinn 21.12. 1978, var af mótanefnd á fundi hennar 30. jan. og 1. febr. 1979 settur á 6. febr. 1979 kl. 21.00 og báðum liðum tilkynnt sú ákvörðun hinn 4. og 5. febr. s.l. Dómstóllinn fellst á það, að tilkynningafresturinn, varðandi boðun leiksins, hafi verið skammur, en með tilliti til venju, varðandi tilkynningar um frestaða leiki í íslandsmótinu, verður ekki á það fallist, að H.K. hafi verið heimilt að mæta ekki til leiks. DÓMSORÐ Úrskurður mótanefndar varðandi úrslit leiks Vals og HK stendur óhaggaður. Ingvar Björnsson, (sign) Sigurður Jónsson, (sign) Haukur Bjarnason, (sign) Vegna framangreinds kærumáls beinir dómstóllinn því til móta- nefndar, að hún reyni framvegis að setja frestaða leiki á með góðum fyrirvara og tilkynna viðkomandi aðilum strax með sannanlegum hætti ákvörðun sína. Jafnframt beinir dómstóllinn því til stjórnar II.S.Í., að athugað verði, hkort ekki sé heppilegt að setja ákveðnar reglur um frestun leikja og um tilkynningar vegna slíks sem og önnur atriði er skipta máli í þvf sambandi. KR-ingar ekki dauðir úr öllum æðum KR-INGAR sýndu það í gær- kvöldi í leik sínum við stúdenta f Úrvalsdeildinni í körfubolta, að þeim eru svo sannarlega ekki ailar bjargir bannaðar, þó það vanti svo sem eins og einn John Hudson í lið þeirra. Skemmst er frá að segja. að leikur þeirra f gærkvöldi var einn sá albesti hjá þeim í vetur. Leiknum lauk með sigri KR, 85—79, en í hálfleik var staðan 45—40, þeim í hag. Því fór þó fjarri að sigurinn ynnist átakalaust. Stúdentar mættu baráttuglaðir til þessa leiks, ákveðnir í að selja sig dýrt. KR-ingar höfðu forystuna allan fyrri hálfleikinn, en forskot þeirra varð þó aldrei meira en 8 stig. I síðari hálfleiknum var sama baráttan og fjörið uppi á teningn- um og áhorfendur, sem voru fjöl- margir að vanda, fengu að sjá margt af því besta, sem körfubolti son bestur, skoraði hann 8 mörk í leiknum úr horninu og eins úr hröðum upphlaupum. Steinar Birgisson var og góður og hefur engum íslenskum handknattleiks- manni farið jafnmikið fram í vetur og honum. Hann er jafn leikmaður sem stendur vel fyrir sínu bæði í vörn og sókn. Viggó Sigurðsson var afaróheppinn í skotum sínum. Átti alls 10 skot í leiknum en skoraði 1 mark. Árni batt vörnina vel saman og var öruggur í vítaköstunum. Kristján varði og vel í leiknum. I STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild Laugardalshöll 15. marz. Víkingur — Fylkir 24—13(13—7) fyiÖRK VÍKINGS: Ólafur Jónsson 8, Árni Indriöason 7 (5v), Steinar Birgis- son 3, Erlendur Hermannsson 2, Páll Björgvinsson 2, Viggó Sigurðsson 1, Skarphéöinn Óskarsson 1. MÖRK FYLKIS: Guöni Hauksson 3 (1 v), Gunnar Baldursson 3, Magnús Sigurðsson 4 (1v), Halldór Sigurös- son 1, Sigurður Símonarson 1, Örn Hafsteinsson 1. BROTTVÍSANIR AF LEIKVELLI: Einar Ágústsson og Kristinn Sigurösson Fylki báöir í 2 mín., Viggó Sigurðsson Víkingi í 2 mín. MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST: Viggó skaut yfir á 4. mín., Kristján Sig- mundsson Víkingi varði hjá Guöna Haukssyni á 13. mín., Jón Gunnars- son Fylki varöi hjá Einari Magnússyni á 23. mínútu, og Magnús Sigurösson Fylki skaut í stöng á 24. mín. — þr. Góöur leikur Vals og Víkings VALUR sigraði Víking 15—13 í 1. deild kvenna í Laugardalshöll- inni í gærkvöldi. Var leikur lið- anna mjög vel leikinn af hálfu beggja aðila. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að Val tækist að ná eins marks forystu rétt fyrir leikhlé 8—6. Byrjun síðari hálf- leiksins var síðan snörp hjá Vals- stúlkunum og gerðu þær þá út um leikinn með því að ná 3 marka forystu. Víkingsstúlkurnar voru síður en svo á þeim buxunum að gefast upp og minnkuðu muninn tvívegis niður í eitt mark, en þær vantaði herslumuninn. Best í liði Víkings var mark- vörðurinn Hlín, sem varði mjög vel. Þá var Ingunn góð. Hjá Val var Oddný best. Mork VíkinKs: Ingunn 3, Sólveig 3, Sigurrós 2. Erika 2, Sigrón 2 og Guðrún 1. Mörk Vals: Oddný 5. Elfn 4. Björg 4. Erna 1, Harpa 1. Sigrún 1. — þr. • Þær eru margar myndirnar sem teknar hafa verið a/ Jóni Sigurðssyni á flegiferð. enda varla hægt að ná mynd af mann- inum öðruvísi! Jón átti mjög góðan leik á móti Stúdentum í gærkvöldi. hefur upp á að bjóða. Varnarleikur beggja liða var allan tímann mjög góður, mikið um vel útfærð hraða- upphlaup og svo mætti lengi telja. Um miðjan síðari hálfleikinn náðu KR-ingar í fyrsta skipti í leiknum meira en 10 stiga forskoti og héldu því allt fram á lokamínútur leiks- ins, en þá söxuðu stúdentar nokk- uð á forystu þeirra, en engu að síður var öruggur KR-sigur í höfn. Þau orð hafa verið látin falla um KR-liðið í vetur, að leikur þeirra snerist alltof mikið um tvo leik- menn, þá Jón Sigurðsson og John Hudson. Það sýndi sig í gærkvöldi, að það eru svo sannarlega fleiri leikmenn í liðinu, sem geta leikið skínandi körfubolta ef svo ber undir. Birgir Guðbjörnsson, sem átt hefur nokkuð misjafna leiki í vetur, lék mjög vel í gærkvöldi, var harður í vörninni og skoraði lag- legar körfur úr langskotum. Einar Bollason var einnig góður og hitti sérlega vel í seinni hálfleik, eina körfuna T síðari hálfleik skoraði hann með sveifluskoti, eins og honum einum er lagið. Árni Guð- mundsson átti einnig mjög góðan leik. Bestur allra var þó Jón Sigurðsson. Snilli þessa leikmanns eru lítil sem engin takmörk sett. Þá var Garðar Jóhannsson einnig góður. Stúdentar léku leikinn í gær- kvöldi vel, hittu einfaldlega á KR-inga í banastuði. Trent Smock var góður að venju, var að vísu í strangri gæslu og það sama má raunar segja um hina stóru menn- ina, þá Bjarna Gunnar og Jón Héðinsson. Við það losnaði nokkuð um aðra leikmenn og notfærði Gísli Gíslason sér þetta frelsi vel í fyrri hálfleiknum, en var nokkuð daufur í þeim síðari. Jón Héðins- son er sérlega sterkur og ósérhlíf- inn leikmaður, en hann mætti gjarnan vera eilítið eigingjarnari, þótt slíkt hljómi ekki vel. Bjarni Gunnar fékk lítinn frið til afhafna undir körfu KR-inga, en var harður undir sinni eigin körfu. Stigin fyrir ÍS: Trent Smock 29, Jón Héðinsson 15, Gtsli Gislason 11. Bjarni Gunnar Sveinsson og Steinn Sveinsson 9 hvor, Ingi Stefánsson 4 og Albert Guð- mundsson 2. Stigin fyrir KR: Jón Sigurðsson 28, Einar Bollason 18, Garöar Jóhannsson 15, Árni Guðmundsson 12, Birgir Guðbjörnsson 8 og Þröstur Guðmundsson 4. Dómarar voru þeir Kristbjörn Albertsson og Erlendur Eysteinsson og dæmdu jteir leikinn ágætlega. - GI. IS: Albert Guðmundsson 1, Bjarni Gunnar Sveinsson 3, Glsli Gfslason 3, Gunnar Halldórsson 1, Ingi Stefánsson 2. Jón Héðinsson 3, Jón Oddsson 1, Steinn Sveins- son 2. KR: Árni Guðmundsson 3, Ásgeir Hall- grímsson 1, Einar Bollason 3. Birgir Guð- björnsson 3. Eiríkur Jóhannesson 1, Garðar Jóhannsson 3, Gunnar Jóakimsson 2. Jón Sigurðsson 4, Þröstur Guðmundsson 2. Eins marks siaur KA i hörkuleik STEMMNINGIN í Skemmunni á Akureyri í gærkvöldi var hreint með ólíkindum er KA sigraði bór í 2. deildinni í handknattleik 20—19. í miklu hörkuuppgjöri þessara liða eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi, 9 mörk gegn 9. Þegar aðeins sex mínútur voru. til leiksloka voru KA menn með fimm marka forystu, 20—15, en Þórsarar eygðu enn möguleika og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins, staðan allt í einu orðin 20 mörk gegn 19 og allt á suðupunkti í troðfullu húsinu. KA missti síðan boltann þegar 30 sekúndur voru til leiksloka, en allt kom fyrir ekki, sigurinn varð þeirra. Sigur KA í leiknum var fyllilega sanngjarn og undirritaður er sannfærður um að þeir eru með sterkasta liðið í 2. deild nú. Beztu mcnn KA-liðsins voru Gauti Gautason markvörður og Þorleifur. Hjá Þór voru þeir Tryggvi Gunnarsson markvörður og Arnar Guðlaugsson beztir. Markhæstir KA: Þorleifur 7, Jón Árni 5. Markhæstir Þórsara: Arnar 5, Sigtryggur og Sigurður 4 hvor. Nánar í blaðinu á morgun. Sigurbjörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.