Morgunblaðið - 10.04.1979, Side 1

Morgunblaðið - 10.04.1979, Side 1
48 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 84. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bretland: Kosningabaráttan hafin og enn eykst fylgi Ihaldsflokks Vopnaðir menn úr byltingarsveitunum við lík Hoveida fyrrverandi forsætisráð- herra írans. Myndin var tekin örstuttu eftir að hann var líflátinn á sunnudag. Líflát Hoveida vekur hrylling utan írans — og sex til viðbótar skotnir í gær London, 9. apríl. AP. JAMES CallaKhan forsætisráð- herra Breta hót kosningabaráttu sína í dag með því að gefa þá yfirlýsingu að hann hygðist ekki Finnland: Holkeri reynir stjórnarmyndun Helsinki, 9. apríl. AP. KEKKONEN Finnlandsforseti fól í dag Barri Holkeri, for- manni Ihaldsflokksins þar í landi, að gera tilraun til að mynda starfhæfa meirihluta- stjórn. Flokkur Holkeris vann mikinn sigur í kosningunum í sl. mánuði. Holkeri féllst á að verða við tilmælum Kekkonens en lét hafa það eftir sér, að verkefnið væri mjög erfitt og ekki ljóst hvort það væri ger- legt við núverandi aðstæður að mynda meirihlutastjórn í land- inu. Kekkonen ræddi fyrst við Ahti Pekkala, talsmann finnska þingsins, og síðan við fulltrúa allra þeirra átta flokka sem eiga fulltrúa á þinginu. Slysið á Florida: Fyrst eftir að slysið varð sögðu embættismenn að útlitið hefði verið hið alvarlegasta og eiturgufurnar nálguðust bæinn óðfluga. Um hríð var búizt við að rýma þyrfti enn stærra svæði. Vindáttin blés þá eiturgufunum í áttina að bænum. Talsmaður umhverfisyfirvalda í láta skoðanakannanir og niðurstöð- ur þeirra koma sér úr jafnvægi. Um það leyti sem Callaghan gaf þessa glaðbeittu yfirlýsingu lágu fyrir niðurstöður úr nýjustu skoðana- könnunum þess efnis að fhalds- flokkurinn hefði nú allt að 21% meira fylgi en Verkamannaflokkur- inn, en í annarri skoðanakönnun var meirihluti íhaldsflokksins 13%. Engu að síður kemur fram í þessum skoðanakönnunum að töluvert skortir á að Margaret Thatcher forvfgismaður íhaldsflokksins njóti ámóta trausts meðal kjósenda og James Callaghan. Thatcher mun hefja kosningba- baráttu sína á miðvikudag og birta þá helztu baráttumál íhaldsflokks- ins og efnir síðan til blaðamanna- fundar. Verkamannaflokkurinn hefur þeg- ar lagt fram fyrirheit og er þar lögð áherzla á að draga úr verðbólgu og atvinnuleysi, minnka skatta á lág- launafólki, auka framlög til félags- mála og leggja á sérstakan hátekju- mannaskatt. Callaghan sagði á blaðamanna- fundi í dag að Verkamannaflokkur- inn myndi sem fyrr leggja allt kapp á að bæta hag þeirra sem við bágust kjör byggju í þjóðfélaginu, og einnig væri eðlilegt að hlúa að ungu fólki sem væri að koma undir sig fótunum í námi ellegar íbúðakaupum. Atlanta, George Moein, segir að þetta sé með meiri slysum sem geti orðið af þessu tagi. Um 28 vagnar fóru af sporinu við á á fenjasvæði sem erfitt er að komast að. Einn vagninn, hlaðinn banvænu eitri, hangir á brú. Teheran, 9. aprfl. AP. AFTAKA Hoveida fyrrv. forsætisráðherra írans um helgina hefur vakið hrylling manna víðs vegar og verið ákaft fordæmd utan landsins og þykir mönnum sýnt að meira cn lítið sé bogið við störf hinna svokölluðu byltingardómstóla Khomeinis. Þeir héldu enn áfram uppteknum hætti í dag og voru sex menn til viðbótar skotnir í dag þar á meðal Raabi, fyrrv. yfirmaður flughers landsins. sem hafði þó gengið í lið með byltingarsveitun- um fyrir tveimur mánuðum. Óstaðfestar fregnir sögðu að fjór- ar aftökur til viðbótar hefðu einnig farið fram í morgun. Líflát Hoveida kom mjög á óvart og nokkru eftir að það var kunn- gert birti stjórn Bazargans til- kynningu þar sem sagði að henni hefði verið ókunnugt um það. Síðdegis lét Entezem aðstoðarfor- sætisráðherra frá sér fara aðra orðsendingu þar sem sjá mátti að enn hafði ríkisstjórnin verið kúguð til hlýðni við byltingarsveitirnar, og var þar farið reiðilegum orðum um gagnrýni erlendis frá. Orð- rómur er nú á kreiki í Teheran um að Bazargan sé staðráðinn í að segja af sér og dómsmálaráðherr- ann hafi reynt það um helgina en ekki verið tekið mark á beiðni hans. í frétt AP í kvöld sagði að samkvæmt hinum nýju lögum ráði dómari í hverju einstöku máli hvort hann leyfir að réttarhöld sé opin eður ei. Fréttastofan segir að ýmsir íranir úr millistéttum sem talað hafi verið við hafi tjáð þungar áhyggjur sínar vegna þess hve mikil leynd væri yfir öllum réttarhöldum og flest benti til þess að sakborningar fengju takmark- aða eða enga vörn fyrir réttinum. Sjá bls. 46 „Hendur mínar cru ekki ataðar blóði“ og bls. 47 „Efasemdir um réttiæti írönsku byltingarinnar“. Egyptaland: Þj óðar atk væði um samninginn Eiturgufurnar gufuðu upp Crestview, Florida, 9. aprfl. AP. EITURGAS barst f dag með vindi í nánd við bæinn Crestview í Florida frá járnbrautarlest. hlaðinni eiturefnum, sem fór út af sporinu. Yfirvöld ákváðu að stækka svæði sem fólk var flutt af. En í kvöld breytti um vindátt og um 4500 manns sem fyrr f dag höfðu verið fluttir frá heimilum sfnum í gær vegna slyssins sem var um 6 km frá bænum, var ieyft að halda til sfns heima á ný. Ss Skírlífi presta gjöf guði til dgrðar En 1% gefst árlega upp á einlífinu og hættir prestskap PiiaKaröi, 9. aprfl. AP. JÓHANNES Páll páfi II sagði í dag í bréfi er hann sendi biskupum og prestum, að skír- lífi presta væri „dásamleg gjöf guði til dýrðar“ og sagði að ekki kæmi til mála að prestar yrðu leystir frá heiti sínu. Hann vék að þeim óróa sem víða gætti meðal presta vegna þessa og sagði að fráleitt væri að slaka á hvað þessu viðkæmi enda væri það engin lausn og færði ekki störf kaþólsku kirkjunnar til nútímalegra horfs. Þvert á móti myndi það veikja stöðu hennar stórlega. Hvatti páfi biskupa til að vera vel á verði og reyna eftir megni að sjá til þess að prestar gerðust ekki brotlegir hvað þetta snertir. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að skortur á kaþólskum prestum væri meiri nú, en það mætti aldrei sýna undanslátt í þessu efni, enda enginn maður þvingaður til að gerast prestur og undir- gangast heitið. Þeir sem héldu því fram hefðu annað tveggja misskilið köllun sína eða hefðu vonda trú. Skírlífiskvöð presta er talin vera meginástæðan fyrir því að æ færri vilja takast starfið á hendur og æ fleiri gefast upp og segja því lausu vegna þess álags sem skírlífisheitinu fylgir. Árið 1965 hættu eitt þúsund prestar í starfi, flestir af þessum orsökum að sögn AP, en síðustu ár hafa árlega um fjögur þúsund kaþólskra presta látið af starfi, það er um 1 prósent kaþólskra presta. í Bandaríkjunum einum hafa um átta þúsund horfið frá á þessum þrettán árum. Kairó, 9. aprfl. Reuter. AP. FRIÐARSAMNINGURINN við ísraela verður lagður undir dóm egypsku þjóðarinnar f þjóðarat- kvæði væntanlega mjög fljótlega og er búizt við að mikill meirihluti gjaldi jáyrði sitt við honum. Svo segir í fréttastofufregnum frá Kaíró í dag og blaðið A1 Ahram hefur þetta fyrir satt, en af opin- berri hálfu hefur ekki verið staðfest að þessi verði niðurstaða. Hins vegar hóf egypska þingið að ræða samninginn í dag, sextíu þing- menn höfðu beðið um orðið þegar síðast fréttist og ákvað forseti þings- ins að takmarka ræðutíma hvers og eins við tíu mínútur. Verði úr að samningurinn verði borinn undir þjóðaratkvæði er‘ mjög trúlegt að Sadat tilkynni það á morgun eða miðvikudag og sumir spá því að atkvæðagreiðsian yrði þá haldin um helgina. Sérfræðingum ber ásamt um að Sadat myndi enn styrkja stöðu sína gegn óvildarmönnum í öðrum Arabaríkjum með því að sýna fram á að meirihluti Egypta stæði einhuga að baki honum varðandi þessa samningsgerð. Af 360 fulltrú- um á egypska þinginu eru 312 úr I flokki Sadats, Lýðræðislega þjóðar- | flokknum. Pakistanar neita áreitni London, Islamahad, 9. aprfl. ÚTVARPIÐ í Kabul í Afganistan sagði um helgina að afganískir hermenn hefðu verið felldir í bardaga við hermenn frá Pakistan sem hefðu farið yfir landamæri ríkjanna og gert hríð að fjórum stöðvum á afganísku landi. Var sagt að síðan hefði tekist að reka Pakistana aftur yfir landamær- in og hefðu þeir mátt þola mikið mannfall. Var send við- vörun til stjórnvalda í Pakistan um að það myndi verst fyrir þau ef slíkri árásarstefnu yrði fram haldið. í fréttum frá Pakistan í kvöld, mánudag, sagði að þessi frétt v.æri uppspuni frá rótum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.