Morgunblaðið - 10.04.1979, Page 5

Morgunblaðið - 10.04.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 5 Bókaklúbbur AB: „Rauða herbergið” — skáldsaga Strind- bergs er komin út Síðasta sýning á Syni skógarans SÍÐASTA sýning á verki Jökuls Jakobssonar „Sonur skóarans og dóttir bakarans“ verður í Þjóð- leikhúsinu annað kvöld kl. 20.00. Leikritið hefur verið sýnt í allan vetur og verður það 55. sýning á Kórsöngur á Flúðum Syðra-Langholti, 9. apríl. KARLAKÓRINN Heimir í Skaga- firði hélt söngskemmtun á Flúðum sl. laugardagskvöld, en kórinn var í söngför á Suðurlandi nú um helgina. Stjórnandi er Ingimar Pálsson, einsöngvari Þórunn Ólafs- dóttir og undirleikari Einar Schw- aigcr. Aðsókn var ágæt og þökkum við Skagfirðingunum fyrir komuna og skemmtilegan söng. Á miðvikudagskvöldið ætla Flúða- kórinn og Árneskórinn að halda söngskemmtun á Flúðum kl. 21. Þetta eru blandaðir kórar, um 80 manns alls. Stjórnendur eru Sigurð- ur Ágústsson í Birtingaholti og Loftur S. Loftsson í Breiðanesi. Syngja kórarnir nokkur lög, þá verður bingó og eru utanlandsferðir í aðalvinninga. Að lokum verður dansað. Fyrirhugað er að þessir kórar fari í söngför til Norður-Nor- egs í júlí til að endurgjalda heim- sókn norskra kóra sem komu sl. sumar, samkoma þessi er m.a. hald- in til styrktar þessari söngferð í sumar. Sig.Sigm. verkinu annað kvöld. Leikstjóri er Helgi Skúlason. Myndin er af Róbért Arnfinns- syni og Bryndísi Pétursdóttur í hlutverkum oddvitans og oddvita- frúarinnar í „Sonur skóarans og dóttir bakarans." BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka- félagsins hefur gefið út skáldsög- una „Rauða herbergið“ eftir sænska rithöfundinn August Strindberg. Hjörtur Pálsson sneri bókinni á íslensku. Um þessar mundir eru hundrað ár liðin frá því Strindberg gaf skáld- söguna út. I tilkynningu frá Almenna bókafé- laginu segir svo um útgáfu bókarinn- ar: Svíar kalla Rauða herbergið „fyrstu sænsku nútímaskáldsöguna". „Sú skilgreining ér rétt, svo langt sem hún nær,“ segir þýðandinn Hjörtur Pálsson í grein um bókina í Fréttabréfi AB, „en engu að síður er sagan jafnframt miskunnarlaus upp- skurður samfélags, þar sem engri stefnu þess eða stofnun er hlíft, en gengið á röðina í kafla eftir kafla og hnífnum beitt...“ Sögusvið Rauða herbergisins er höfuðborgin Stokkhólmur. Svíar hafa gert sjónvarpsmyndaflokk eftir bókinni, og hefur hann verið sýndur ÍSLAND 110 LMJUl ÍSLAND 190 IiA.NAuN NiiNinNnNiNnÍiiiNuNnN Póst- og símamálastjórnin hef- ur tilkynnt um útkomu nýrra frímerkja hinn 30. apríl n.k. Er þar um að ræða tvö frímerki með verðgildi 110 kr. og 190 kr„ en merkin eru Evrópumerki teiknuð af Þresti Magnússyni. Á 110 kr. merkinu er mynd af gömlu talsímatæki og á 190 kr. merkinu mynd af póstlúðri og tösku, en 50 merki eru í örk og eru þau prentuð hjá Courvoisier í Sviss, með svonefndri sólprentun. Með útkomu þessara merkja er minnst þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Evrópusamráð pósts og síma, CEPT, var stofnað, en þá var ákveðið að aðildarlöndin skyldu árlega gefa út Evrópufrímerki með sameiginlegu myndefni. Að þessu sinni verða gefin út í hverju aðildarlandi fyrir sig merki úr sögu póst- og símaþjónustu. Leiðrétting perming i Bíldudalskirkju í MINNINGARGREIN um Mar- gréti Hrefnu Guðmundsdóttur sem birtist hér í Mbl. á laugar- daginn áttu sér stað misritanir varðandi börn hennar. Með fyrri eiginmanni sínum Davíð Péturssyni er lézt árið 1973, eignaðist Margrét heitin tvo syni þá Guðmund Árna og Sigurð Guðjón. Helga dóttir Margrétar er Magnúsdóttir, og eignaðist hún hana áður en hún giftist. Með síðari eiginmanni sínum, Cecil Viðari Jensen, eign- aðist Margrét son, sem Ingi Steinar heitir. FERMING í Bíldudalskirkju annan páskadag kl. 2 síðd. Prest- ur séra Erlendur Sigmundsson. — Þessi börn verða fermd: Bylgja Agnarsdóttir, Tjarnarbraut 7. Kristín Pétursdóttir, Dalbraut 18. Sigríður Berglind Snæbjörnsdótt- ir, Dalbraut 24. Eiríkur Þórðarson, Dalbraut 25. Guðni Jónsson, Arnarbakka 1. Matthías Fossberg Matthíasson, Fóssi. Ragnar Gísli Bjarnason, Hvesstu. Viðar Örn Ástvaldsson, Brekkustíg 1. Þórir Hauksson, Lönguhlíð 36. Ferming á Raufarhöfn Leiðrétting MEINLEG prentvilla slæddist inn í vísukorn eftir Tryggva Vilmund- arson í Hlaðvarpa Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag. Fyrsta orð vísunnar á að vera byltist, en ekki fyllist. Rétt er vísan þannig: „Byltist um hafið bárufans, böivaðar lægðirnar stíga dans. Létt verða f vasa launin manns, ef loðnan er farin til andskot- ans.“ FERMING á Raufarhöfn annan í páskum. Prestur: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Fermd verða eftirtalin börn: Árni Heiðar Gylfason, Aðalbraut 60. Auður Jónsdóttir, Ásgötu 14. Erla Guðmundsdóttir, Miðási 1. Björn Friðriksson, Vogsholti 5. Halldór Þorsteinn Þórólfsson, Ásgötu 16. Halldóra Margrét Árnadóttir, Vogsholti 9. Héðinn Ólafsson, Geysi. Jón Hermann Hermannsson, Ásgötu 19. Kristján Guðmundsson, Vogshoti 3. Kristján Guðmundsson, Sæbliki. Linda Viðarsdóttir, Vogsholti 10. Margrét Magnúsdóttir, Ásgötu 15. Páll Steingrímsson, Bæjarási 2. Sigþrúður Árnadóttir, Glaumbæ. Logi Rafn Arnþórsson, Grænási 3. Þóra Guðrún Árnadóttir, Vogsholti 9. hér og er ýmsum sjálfsagt minnis- stæður. Rauða herbergisins er höfuðborgin Stokkhólmur. Svíar hafa gert sjón- varpsmyndaflokk eftir bókinni, og hefur hann verið sýndur hér og er ýmsum sjálfsagt minnisstæður. Rauða herbergið er 339 bls. að stærð. Bókin er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin í Örk- August Strindberg Sólarlandaferdir fyrir eldri borgara TVÆR sólarlandaferðir til Mall- orka fyrir eldri borgara á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavík- ur í samvinnu við Ferðaskrifstoí- una Úrval eru fyrirhugaðar 20. apríl og 11. maí. Undanfarin ár hefur verið gist á Hotel Columbus í St. Ponsa og svo verður einnig nú. Öll herbergi eru með baði, svölum og síma. I hótel- inu sjálfu eru rúmgóðar vistarver- ur svo sem eins og spilaherbergi, sjónvarpsherbergi, setustofa o.fl. Á kvöldin er spilað á spil, bingó, tískusýningar o.fl. Sérstakir fararstjórar eru með í ferðum frá Félagsmálastofnun auk fararstjóra Örvals og eru skipulagðar skoðunarferðir fyrir farþegana. Nokkur undanfarin ár hefur Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar efnt til sams konar ferða og hafa ferðir þessar ávallt tekist mjög vel og færri komist með en óskað hafa. Við hótelið eru tvær stórar og góðar sundlaugar auk innisund- laugar. Bærinn St. Ponsa er vina- legur bær við fallega sandvík 17 km fyrir vestan borgina Palma. (Fré ttatilky nning frá Urval). Ný frímerki 30. apríl Gísli Gestsson lát- inn - tíræður að aldrí í GÆRMORGUN lézt á elli- og iHg > - TWSNRá hjúkrunarheimilinu Grund Gísli Gestsson Irá Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ, en hann var á 101. aldursári, varð 100 ára 6. septem- ber síðastl. Gamli maðurinn hafði verið við allgóða heilsu og frískur vel fram yfir áramótin. Hann var fluttur í sjúkradeild heimilisins fyrir nokkru. Kona Gísla heitins, Guð- rún Magnúsdóttir úr Þykkvabæ, lézt 16. janúar síðastliðinn, 92ja ára að aldri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.