Morgunblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 Landbúnaðarráðherra: Mjólkurframleiðsla minnki um 15 milljónir lítra og lambakjötsfram- leiðsla um 2500 tonn á fímm árum Landbúnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um „stefnumörkun 1 landbúnaði“, og jafnframt hefur hann kynnt ályktunartillögu sína á sér- stökum blaðamannafundi. Ráherra sagði á fundinum, að honum hefði verið leyft að flytja máliö sem landbúnaðarráðherra, af samráðherrum sínum, og væri að mestu eining um málið með stjórnarflokkunum, en ýmsar breytingar gætu þó komið fram við umræður um málið á Alþingi. Á blaðamannafundinum var svohljóðandi réttatilkynning gefin út: Landbúnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun í landbúnaði. Með flutningi þessarar tillögu er að því stefnt að Alþingi ákveði meginmarkmið langtímastefnu í landbúnaðarmálum. Gerð verði áætlun til 5 ára í senn um þróun landbúnaðarins og framkvæmd hennar tryggð með beinum samningum milli ríkis og bænda um verðlags- og kjaramál. Búvöruframleiðslan verði sem mest miðuð við neyzluþarfir þjóðarinnar jafnframt því sem ullar- og skinnaiðnaðinum verði tryggt nægilegt hráefni. Stefnt er markvisst að sam- drætti í framleiðslu nautgripa- og sauðfjárafurða þannig að verulega dragi úr þörf fyrir útlfutnings- bætur. Gert er ráð fyrir að á næstu 5 árum verði mjólkurframleiðslan dregin saman svo hún verði í lok tímabilsins 5—6% umfram inn- lendar þarfir eða um 105 milljónir lítra á ári. Er það samdráttur um 15 milljónir lítra frá því sem var á s.l. ári. Þá er gert ráð fyrir að sauðfjár- framleiðslan verði á sama tímabili dregin saman um 18—20%. Er þetta svipað magn nautgripa- og sauðfjárafurða og var á árunum 1974-1976. Jafnframt er gert ráð fyrir að gerðar verði búrekstrar- og fram- kvæmdaáætlanir fyrir land- búnaðinn sem taki mið af land- kostum og markaðsskilyrðum á einstökum svæðum. Með því væri horfið frá því sjálfvirka lána- og styrkjakerfi sem hér hefur ríkt, þar sem hver einstakur bóndi hefur vegið og metið framkvæmdamöguleika sína án tillits til stöðu framleiðslu- og markaðsmála stéttarinnar allrar. Lögð er áherzla á að samdráttur í nautgripa- og sauðfjárfram- leiðslunni Verði ekki alltof hraður og valdi sem minnstri rösku í landbúnaðinum og raski ekki byggðarjafnvæginu. í þingsályktunartillögunni er lögð áherzla á aukna fjölbreytni í búvöruframleiðslunni, bætta nýtingu hlunninda og að teknar verði upp nýjar búgreinar, s.s. loðdýrarækt til að skapa bændum verkefni og mæta tekjutapi þeirra þegar dregur úr framleiðslu í hinum hefðbundnu búgreinum. Jafnframt verði kappkostað að bæta afkomuna og tryggja sem lægst verð á matvælum með því að auka hagræði hverskonar í búvöruframleiðslunni, hagfræði- aðstoð, fræðslu og leiðbeiningar fyrir bændur. Landbúnaðarráðherra hefur lagt fram tillögu í ríkisstjórninni um ráðstafanir til að draga úr þeirri tekjuskerðingu sem fyrir- sjáanleg er hjá bændastéttinni á þessu og næsta ári vegna offram- leiðslu nautgripa- og sauðfjár- afurða. Unnið verði að félagslegum umbótum sem m.a. tryggi að 1 m A ÍWm. m f 'rwnm' ® m Á myndinni eru forsvarsmenn Ferðamálaráðs á blaðamannafundinum talið frá vinstri: Steinn Lárusson formaður Félags ferðaskrifstofumanna, Böðvar Valgeirsson Ferðaskrifstofunni Atlantic, Ludvig Hjálmtýsson ferðamálastjóri og Kjartan Lárusson Ferðaskrifstofu ríkisins. Feróamálaráð: ísland hefur stöðugt styrkt sess sinn sem ferðamannaland Nú nýverið boðaði Ferðamála- ráð til blaðamannafundar. Efni fundarins var annars vegar að gera fjölmiðlum grein fyrir 13. Alþjóðlegu ferðamálasýningunni, en í þeirri sýningu tóku’ þátt fslenzkir aðilar, að tilhlutan Ferðamálaráðs, og hins vegar fyrir stöðu íslenzkra ferðamála. 13. Alþjóða ferðamálasýningin var haldin í Berlín 3.-11. marz s.l. og tóku þátt í henni íslenzkir aðilar að tilhlutan Ferðamálaráðs. íslenzka deildin á sýningunni var staðsett á Norrænu torgi, en Norðurlöndin hafa með sér sam- vinnusamband — N.T.T.K., —, er stóð að frágangi sameiginlegs svæðis. Á torginu var byggð eftir- líking af íslenzkum sveitabæ og þar var íslenzka deildin staðsett. Á sýningunni sóttu m.a. 1.029 atvinnublaðamenn frá fagtímarit- um í 50 Iöndum. íslenzki sv itabærinn, er settur var upp á Alþjóða ferðamálasýning- Ludvig Hjálmtýsson ferðamála- unniíBeriín. stjóri sagði, að íslendingarnir Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra og Hákon Sigur- grfmsson ráðunautur hans á fundi með blaðamönnum f ráðuneytinu. LJfem: Emllla. bændur geti notið reglulegs frítíma, orlofs og aðstoðar í veikinda- og slysatilfellum, líkt og aðrir þjóðfélagshópar, einnig bættri þjónustu hins opinbera á sviði heilbrigðismála, menntunar og samgangna í dreifbýli. sveitum. Loks er lýst umbótum sem verða þurfa á sviði hagræðingar og markaðsmála landbúnaðarins. 43466 — 43805 í greinargerð með þings- ályktunartillögunni er ítarlega rakin þróun landbúnaðarmála siðustu áratugina, lýst stöðunni í markaðsmálum landbúnaðarins og þróun síðustu ára, þróun iðnaðar úr ull og skinnum og sagt frá viðhorfum bænda sjálfra til þess- ara mála. Þá er í greinargerðinni ítarleg útfærsla á þeim stefnumiðum sem í þingsályktunartillögunni felast, lýst áhrifum samdráttar í naut- gripa- og sauðfjárrækt, fjallað um leiðir til úrbóta til að auka fjöl- breytni búvöruframleiðslunnar, fjölga atvinnutækifærum í hefðu verið ánægðir með útkomu sýningarinnar, þó að erfitt væri að nefna tölur í því sambandi. Kostn- aður Ferðamálaráðs af upp- setningu sýningarinnar hefði verið u.þ.b. 5 millj., kr., en það væri ekki há upphæð miðað við að heildar- gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hérlendis á s.l. ári voru yfir 10,3 milljarðar kr. á meðan gjaldeyristkjur af loðnu úr sjó voru 8—9 milljarðar á s.l. vertíð. Ludvig sagði, að ákveðið væri að taka aftur þátt í sýningunni að ári og yrði hun þá haldin í Rússlandi. Það kom fram á fundinum, að ísland hefur stöðugt styrkt sess sinn sem ferðamannaland. Á árinu 1978 komu samtals 86.167 erlendir ferðamenn til landsins, en það er 5,3% aukning frá árinu áður. Flestir kom frá Nprðurlöndum, eða 25,4%. Ferðum íslendinga til útlanda hefur einnig stöðugt farið fjölgandi og til að mynda voru farnar 70 þús. ferðir á s.l. ári. Fjölbreytni í ferðum hefur aukist til muna og væri nú t.d. aukning í ferðum til Austantjaldslanda sem áður fyrr voru lokuð lönd. Ludvig sagði að lokum, að „túr- ismi“ væri yngsta atvinnugrein landsmanna, en gæfi samt sem áður af sér góðan arð. Þessa atvinnugrein yrði að styrkja, ef við ættum að verða samkeppnishæfir við erlenda aðila. ísland væri ekki lengur einangrað eyríki. „Við erum nýkomin í alfaraleið og það verð- um við að nýta okkur,“ voru lokaorð hans. OPIÐ VIRKA DAGA TIL KL. 19 OG LAUGARDAGA KL. 10—16. Úrval eigna á söluskrá. ES" Fasteignasalan Immi EIGNABORG sf. 26600-------------------------- Austurborg Höfum mjög góöan kaupanda aö 4ra—5 herb. sér hæð eða góöri blokkaríbúö í Hlíöum, Háaleiti eöa Heimum. Bílskúr eöa bílskúrsréttur skilyröi. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Valdi) simi 26600 Ragnar Tómasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.