Morgunblaðið - 10.04.1979, Síða 11

Morgunblaðið - 10.04.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 11 Ljósm. Kristján. október 1977. Framleiðandanum, Stefáni Jónssyni á Lýsuhóli í Staðarsveit, hefur verið veitt leyfi að nýju til að selja ölkelduvatn, að uppfylltum vissum skilyrðum. Fyrstu birgðunum af ölkelduvatni var dreift í verzlanir í Reykjavík fyrir helgina og á myndinni má sjá Stefán (t.h.) og umboðsmanninn í Reykjavík, for- stjóra Elmaro hf, halda á flöskum með ölkelduvatni. • • Olkelduvatn í verzlanir á ný BANNI ví framleiðslu og sölu ölkelduvatns hefur verið aflétt eins og fram hefur komið hér í Mbl., en bannið var sett á í Ætla ad finna nýj- an stað fyrir hús- ið Hverfisgata 40 UMHVERFISMÁLARÁÐ borgar- innar fjallaði nýlega um framtíð- arstað fyrir húsið Hverfisgata 40, en hús þetta skagar út í götuna og er til trafala fyrir umferð og þarf það því að víkja. í fundargerð ráðsins segir að húsið sé enn mjög heillegt og lítið breytt frá fyrstu tíð. Þar sem ekki hafi reynst unnt að færa húsið innar á lóðina var samþykkt að fela borgarminjaverði í samráði við skipulagsnefnd, Þróunarstofn- un og borgarverkfræðing að huga að lóð fyrir húsi innan marka gamla bæjarins og sérstaklega í Grjótaþorpinu. Búizt við að Loftleiðaflug- menn fái einnig þaklyftingu ENGIR samningafundir hafa verið haldnir milli Flugleiða og Félags Loft- leiðaflugmanna, en kjara- samningur þeirra gildir til 1. febrúar 1980. Hins vegar er launaliður samninganna laus. Talið er fullvíst að í kjölfar þaklyftingar hjá flugmönnum innan Félags íslenzkra atvinnuflug- manna, verði þaki einnig lyft að launum loftleiðaflugmanna. Loftleiðamenn hafa hærri laun en flugmenn innan FÍA og mun að meðaltali muna röskum 6% í launum. Samkvæmt samkomulagi við FÍ A þá varð niðurstaðan sú, að þessi mismunur yrði settur í gerðardóm, sem yfirborgardómarinn í Reykjavík skipaði, en FÍA-menn kröfðust jafn- launastefnu við Loftleiða- flugmenn. Leiðrétting í MINNINGARGREIN er birtist hér í blaöinu 27. marz sl. um hjónin Þórey Elíasdóttur og Kristján Guðbjartsson misritaðist dánardægur Kristjáns, en hann lézt 22. febrúar 1979, ekki 1978. Þetta leiðréttist hér með. „Búizt við fjölmermi á Húsavík” — segir Einar Olgeirsson hótelstjóri á Húsavík „ÞAÐ er mjög góður skíða- snjór hérna og ég byst við fjölmenni á Húsavík um pásk- ana,“ sagði Einar Olgeirsson hótelstjóri þegar blm. sló á þráðinn til hans í gær. Hér hafa um páska dvalið á vegum Útsýnar fjölskylduhópar og verður sami háttur á í ár. Valdimar Örnólfsson mun að venju vera með skíðakennslu og einnig verður haldin Útsýnar- kvöldvaka og barnaskemmtanir og eru Húsvíkingar, Þingeying- ar og að sjálfsögðu allir gest- komandi velkomnir á þær samkomur. Vanalega eru á hótelinu í kringum 30 fjölskyldur, hótelið tekur u.þ.b. 60 rnanns." Á hótel Húsavík hefur verið mikil umferð upp á síðkastið, hafa þar verið haldnar nokkrar ráðstefnur, bæði smáar og stórar. Búið er að panta mikið af svokölluðum tilboðsferðum á vegum hótelsins og Flugleiða í vor og mikið af fólki kemur frá nágrannabæjunum til Húsa- víkur um helgar og kemur það til af því, að þar er verið að sýna „Fiðlarann á þakinu“ og fólk gerir sér gjarnan helgarferð úr leikhúsferðinni. Það er meira og minna pantað hjá okkur allar helgar í þessum mánuði. „Veðrið er ágætt hjá okkur, smávegis logndrífa. Hafísinn syndir hér út og inn, en mér sýnist þetta vera orðið mest krap,“ sagði Einar að lokum. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚN 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.