Morgunblaðið - 10.04.1979, Síða 41

Morgunblaðið - 10.04.1979, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 41 félk í fréttum + ÞESSI mynd er tekin í þing- sal danska þjóðþingsins fyrir nokkru er þingforsetinn, K.B. Andersen, býður frú Grethe Hækkerup, ekkju danska stjórnmálamannsins og fyrrum ráðherra Per Hækkerups, sem lézt fyrir nokkru — aftur velkomna til starfa í þinginu. Hún á sæti á þjóðþinginu. Hefur hún sagt að hún muni starfa út kjörtímabilið. — Daginn sem útför eiginmanns hennar fór fram varð hún fyrir þeirri sorg að sonur þeirra hjóna lenti í mjög alvarlegu bflslysi á götu í Kaupmannahöfn. + DOKTORSRITGERÐ. — í Gautaborg varði þessi maður, Philip Tagg, doktorsritgerð sína fyrir skömmu. Fjallaði hún um óvenjulegt efni. — Efniviðinn hafði hann sótt í sjónvarpsþáttinn Kojak, sem hiklaust er talinn sjónvarpshetja. Það er hinn stórskorni leikari Telly Savalas, sem leiikur hetjuna sem kunnugt er. — En doktorsritgerðin fjallar þó ekki um persónuna, Kojak heldur lagstúfinn sem hljómar í upphafi hvers þáttar og stendur yfir í 50 sekúndur. Ber doktorsritgerðin heitið: „Kojak — 50 seconds of television music.“ Segir í ritgerðinni að einmitt þetta stutta stef geri útslagið. — ekki útlit hetjunnar sjálfrar. Beri lagstúfurinn með sér karlmennsku og dirfsku og eigi það sameiginlegt með kynningarlagi í öðrum leynilögregluþætti í sjónvarpinu, nefnilega í „Dýrlingnum“ með Roger Moore og að ógleymdu laginu í kvikmynd- inni Stjörnustríð. Myndin hér í hægra horni er af hetjunni Kojak. + Margrét Danadrottn- ing hefur nú lagt orð í belg í umræðunum um jafnréttismál kynjanna. Hefur danski rithöfundurinn Thorkil Hansen átt samtal við drottninguna í einu Kaupmannahafnar- blaðanna, um málið. Þar lætur drottningin þau orð falla að það sé sfn skoðun, að meðferðin sem karlmenn hafi hlotið í þessum umræðum sé fyr- ir neðan allar hellur. Umræðan einkennist af augljósum gamaldags hefndarþorsta. Mér fellur hún ekki í geð og hún prýðir ekki kven- þjóðina. — Og drottning- in segir það skoðun sína í samtalinu við Torkil Hansen, að karlmaður hæfi betur í stöðu þjóðar- leiðtoga, en kona. Auðvitað brugðust ýmsar danskar framá- konur f röðum danskra kvenna hart við ummæl- um drottningarinnar. Fóru þær heldur óvægum orðum um skoðanir drottningarinnar í þessu samtali hennar, sem birt- ist um fyrstu helgina í aprfl. T-Bleian er frá Mölnlycke h/Ieð T-bleiunni notist T-buxur, þar sem bleiurn- ar eru með plastundirlagi. T-buxur eru taubuxur, sem veita lofti í gegnum sig, sem plastbuxur gera ekki. Vellíðan barnsins eykst. wmmmm^^^^^^m^m—mmmmm^^mm Góö bílakaup helmingur út og rest á 6-8 mánuðum Við tökum notaða bíla upp í nýja og margir hafa þann hátt, að skipta árlega og eru því ævinlega á nýjum bílum. Þarna verða því oft mjög góð bílakaup á nýlegum bílum, sem við seljum með vildarkjörum. Komiö og skoðið bílana og sannreynið þá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.