Morgunblaðið - 24.04.1979, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979
21
ARNOR hefur staðið sig alveg frábærlega vel í knattspyrnunni í Beigíu í vetur, af svo ungum manni að
vera. Hann hefur verið fastur maður í liði sínu frá því að hann hóf að leika og verið einn hættulegasti
sóknarmaður liðsins.
Lokaren vHI
gera þriggja
ára samning
við Arnór
LIÐ Arnórs Guðjohnsens, Lokar-
en, vann stórsigur á La Louviere
um helgina. 7 — 0. Þorsteinn
Bjarnason heíur því haft nóg að
gera. Lið Lokaren er mjög gott
um þessar mundir og eru þeir
Arnór og Luhanski aðalmennirn-
ir í liðinu. Arnór Guðjohnsen
sagði í viðtali við Mbl. í gær, að
þeir hefðu haft mikla yfirburði í
leiknum eins og markatalan ségði
til um. — Fyrstu tvö mörkin voru
skoruð eftir hornspyrnur frá
mér, en þeir Sommer og Lubanski
bættu svo þremur mörkum við.
Staðan í hálfleik var því 5—0.
Fljótlega í upphafi siðari hálf-
Ieiksins skoraði ég 6. markið og
átti skömmu síðar hörkuskot í
þvcrslána, Luhanski fylgdi vel á
eftir og tókst að skora.
— Næsta laugardag leikum við á
útivelli við Winterslag, og nú
stefnum við að því að komast í
UEFA-keppnina með því að
tryggja okkur þriðja sætið í 1.
deildinni.
Keppnistímabilinu lýkur 27. maí
og þá leikum við síðasta leikinn í
deildinni. Samningur minn rennur
út þegar keppnistímabilinu lýkur
og nú standa yfir viðræður milli
mín og Lokaren. Þeir vilja að ég
skrifi undir þriggja ára samning
við liðið en ég vil helst ekki skrifa
undir nema til eins árs í einu.
Línurnar í samningaviðræðunum
munu skýrast á næstunni, sagði
Arnór.
- þr.
Fjölskylda Arnórs hefur dvalið í Beigíu í vetur. Þessi mynd er tekinn af þeim á heimili þeirra í Lokeren.
Frá vinstri Eiður, Sigríður 13 ára, Ragnheiður 15 ára, Þóra Kristín 11 ára, Arnór og unnusta hans ólöf, og
móðir Arnórs, Arnrún.
Naumur sigur
ÍS í blakinu
ÍÞRÓTTAFÉLAG stúdenta bar
sigur úr býtum í bikarkeppni
Blaksambands íslands f ár.
Stúdentarnir unnu Eyfirðinga
naumlega 3:2 í jöfnum og spenn-
andi leik. Eyfirðingarnir komu
mjög á óvart með góðri baráttu
því fyrirfram var búist við léttum
sigri ÍS. Eyfirðingar höfðu engan
skiptimann og kom það þeim um
koll í lokin því úthaldið brást
grcinilega hjá þeim í úrslitalot-
unni.
Fyrsta lotan var alger einstefna,
stúdentarnir unnu 15:0 og héldu
menn nú að það yrði aðeins forms-
atriði að ljúka leiknum. En Eyfirð-
ingarnir efldust mjög í annarri
lotunni og tókst að sigra 15:13. I
þriðju lotunni voru stúdentarnir
aftur á móti miklu betri og unnu
15:6. Þegar fjórða lotan hófst
héldu menn að stúdentarnir
myndu reka smiðshöggið á sigur
sinn í keppninni en bað var öðru
nær. Eyfirðingarnir neituðu að
gefast upp og þeim tókst að vinna
nauman sigur í lotunni 15:13 og
vafalaust hafa þeir komið sjálfum
sér, stúdentum og áhorfendum
ekki síst á óv'art með þessum sigri.
Nú var komið að fimmtu lot-
unni, úrslitalotunni. Eyfirðingarn-
ir voru ekkert bangnir í þeirri lotu.
Þeir komust í 7:1 og virtist stefna í
óvæntan sigur UMSE í bikar-
keppninni. En nú fór þreytan
virkilega að segja til sín hjá þeim
sex leikmönnum UMSE, sem höfðu
verið inná vellinum allan tímann.
Þeir urðu að gefa eftir og stúdent-
um tókst því að jafna metin 7:7 og
siðan að vinna naumar sigur 15:12.
Stúdentarnir léku að þessu sinni
langt undir getu, hvað sem því
hefur valdið. Segja má að þeir
Indriði Arnórsson og Frakkinn
Jean Pierre hafi unnið leikinn
fyrir þá með smössum sínum, sem
Eyfirðingunum gekk illa að ráða
við. Án þeirra hefði ÍS tapað.
Eyfirðingarnir komu ákaflega á
óvart í þessum leik óg þeir unnu
hylli áhorfenda með sinni miklu
baráttu. Ef þeir hefðu haft 2—3
skiptimenn hefðu þeir líklega unn-
ið þennan leik.
- SS.
• Lið ÍS með bikarinn, sem Smjörlíki hf gaí og er einn glæsilegasti farandgripur sem í umferð er. Það
vakti athygli þegar stúdínur fengu sín verðlaun, að því miður hefði enginn bikar verið gefinn til þeirrar
keppni ennþá. Er það líklega eina bikarkeppnin í heiminum, þar sem ekki er keppt um bikar!
Knattspyrnuúrslit
Stjarnan sigraði 12—1
Breiðablik vann góðan sigur á
Haukum í Litlu Bikarkeppninni í
knattspyrnu um helgina. Leikið
var í Kópavogi og vann UBK
3—1. Hákon Gunnarsson skoraði
tvívegis og nýi maðurinn úr
Stjörnunni, Ingólfur Ingólfsson
eitt mark. Ilaukarnir eru ný-
komnir heim úr vel heppnaðri
æfingaferð til Maidenhead í
Englandi, en mættu samt ofjörl-
um sínum i liki 2. deildar liðs
UBK.
- O -
ÍA og ÍBK skildu jöfn í
Meistarakeppni KSÍ á laugardag-
inn, en leikurinn fór fram á
Skaganum. Kristinn Björnsson
náði forystunni fyrir ÍA í fyrri
háifieik, skallaði þá knöttinn
laglega í netið. í síðari hálfleik
tókst IBK að jafna og voru
Skagamenn allt annað en sann-
færandi.
- O -
UBK lék einnig gegn IBV um
hclgina í bæjarkeppni félaganna.
UBK virðist sterkt um þessar
mundir og vann þarna sinn
annan sigur á 1. deildar liði á 2
dögum. Það þurfti þó sjálfsmark
Friðfinns Finnbogasonar til að
vinna leikinn fyrir UBK. Heima-
mönnum í Eyjum og gcstum
þeirra ber ekki saman um hvort
Friðfinnur skoraði af 25 eða 30
mctra færi, en hann ætlaði að
senda knöttinn aftur til mark-
varðar síns, en lyfti kncttinum
snyrtilega yfir hann og í netið.
— O —
_ Þá vann Fylkir sigur 1—0, á
Ármanni í Reykjavíkurmótinu í
fótbolta á Melavellinum á laugar-
daginn. Leikurinn var slakur og
skoraði Hilmar Sighvatsson
sigurmark Fylkis.
- O -
Úrslitin í leik Þórs frá Þorláks-
höfn og Stjörnunnar úr Garðabæ
í Stóru Bikarkeppninni voru væg-
ast sagt óvenjuleg og furðulcg
þegar ýmsir þa'ttir málsins eru
kannaðir. Snemma í leiknum var
cinn Stjörnumanna rckinn af
leikvelli og lék Garðabæjarliðið
með 10 leikmönnum allt til leiks-
loka. En liðið fór rækilega í gang
þegar leikmcnn liðsins voru orðn-
ir einum færri og lauk leiknum
með rosasigri Stjörnunnar 12—1!
Hvernig væri við Stjörnurnar að
eiga ef tveim eða fleirum væri
vísað af leikvelli?
v.#'
Þýskur
sigur
TSC BERLIN vann
Ferencvaros frá Ungverja-
landi í fyrri leik liðanna í
úrslitum Evrópukcppni bik-
arhafa í kvennahandbolta,
en leikið var í Vestur-Þýska-
landi um hclgina. TSC vann
20 — 15, eftir að staðan í
hálflcik hafði verið 7 — 6
fyrir Ferencvaros. Síðari
leikur liðanna fer fram í
Búdapest 29. apríl næstkom-
andi.
• ÍS varð bikarmeistari í blaki kvenna þetta árið, vann Völsung og sá þar með um það
að Húsavíkurliðið vann ekki tvöfalt. Myndin er af sigurliði ÍS.
Ljósm. Guðjón Birgisson.
Dómgæslan fleytti KR
Eftir jafntefli Fram og KR í
Reykjavíkurmótinu í knatt-
spyrnu á sunnudaginn. ættu
KR-ingar að sjá sóma sinn í því
að gera Magnús V. Pétursson
dómara að heiðursfélaga í KR.
Framarar höfðu nefnilega 2
marka forystu þegar 15 mínútur
voru til leiksloka, en þá hreinlega
gaf Magnús KR-ingum tvö mörk.
MÓTANEFND HSÍ og hennar
vinnubrögð hafa verið mikið til
umræðu bæði meðal almennings
ekki síður en í f jölmiðlum í vetur.
Og yfirleitt ekki að ástæðulausu.
Hér er þó ekki ætlunin að fara að
rifja neitt upp, cnda sumt betur
gleymt. En næstu dagana fara
síðustu leikirnir í íslandsmótinu
og bikarkeppninni fram og niður-
röðun leikja á þessum lokaspretti
vekur vægast sagt furðu.
Nú kom upp sú staða í 2. deild
kvenna, að lið ÍBK og UMFG urðu
efst og jöfn. Efsta liðið í deildinni
á ð fara beint upp og þarf því
aukaleiki um efsta sætið. En næst-
efsta liðið á þess einnig kost að
leika við Víking, sem varð í næsU
neðsta sæti 1. deildar um sætið. í
báðum tilvikum eru leiknir tveir
leikir, heima og heiman. Nú er
búið að ákveða leikdaga og sér
margumrædd mótanefnd um þá
hlið málsins. Niðurröðunin er
þessi:
Þriðjudagur 24. apríl
kl. 20.00 ÍBK-UMFG
Fimmtudagur 26. apríl
kl. 20.00 UMFG-ÍBK
Föstudagur 27. apríl
kl. 21.15 Víkingur —
UMFG
eða ÍBK
Laugardagur 28. apríl
kl. 13.00 UMFG eða
ÍBK—Víkingur
... eða samtals 4 leikir á 5 dögum
fyrir það lið sem býður lægri hlut í
viðureign ÍBK og UMFG. Hætt er
við að Víkingsstúlkurnar kvarti
ekki yfir því að leika leikina
það síðara þegar aðeins 2 mínút-
ur voru til leiksloka.
Á 75. mínútu leiksins tók Hauk-
ur Ottesen aukaspyrnu úti á miðj-
um vellinum. Hann spyrnti háum
bolta inn í vítateiginn og Guð-
mundur Baldursson markvörður
Fram stökk upp og greip knöttinn.
En í sömu mund kom Jón Oddsson
aðvífandi og hljóp Guðmund um
stórmikilvægu við örþreytt lið.
Það er meira að segja rétt á
mörkunum að það 2. deildarliðið
sem maraþonið hreppir fái
almennilega næturhvíld milli
leikjanna við Víking. Þetta verður
vægast sagt að teljast ósanngjarnt
og allt að því forkastanlegt að
bjóða liði upp á slíkt þegar svo
mikið er í húfi. Þarna er félögum
mismunað.
— gg.
Rotaði
Best
Það dró heldur betur til tíðinda
í leik Fort Lauderdale Strikers og
New York Cosmos í bandarísku
knattspyrnudeildinni um helg-
ina. Staðan var 2—2 og skammt
til leiksloka, þegar tveim kunn-
um köppum lenti saman. Þð voru
þeir Wim Rijsbergen, hollcnski
landsliðsmaðurinn og George
Best sem þá lentu í slagsmálum
með þeim afleiðingum að Rijs-
bergen sendi Bcst ha'gri handar
sveiflu á kjálkann. Vissi Best
varla hvar hann var eða hvað
hann hét næstu tíu mínúturnar.
en Rijsbergen var rekinn af leik-
velli. Cosmos vann síðan leikinn
3—2 með þrennu Marihno.
koll með þeim afleiðingum, að
hann missti knöttinn í netið.
Öllum til mikillar furðu dæmdi
Magnús markið gilt. Maður veit
varla hvort eigi að skrifa markið á
Hauk, Jón eða jafnvel Magnús.
Þetta var ekki það versta. 2 mínút-
um fyrir leikslok fékk Elías Guð-
mundsson boltann skyndilega í
dauðafæri við mark Fram. Hann
hitti hins vegar knöttinn illa,
Guðmundur sló hann frá, en náði
fijótlega jafnvæginu á ný og góm-
aði knöttinn örugglega. En sjá,
Magnús dæmdi þá vítaspyrnu í
rólegheitum! En á hvað? Því getur
hann varla svarað sjálfur, önnur
eins della hefur varla sést. En úr
vítinu skoraði Sverrir Herbertsson
af miklu öryggi. Þessi tvö atvik
voru hápunkturínn á slakri dóm-
gæslu í leiknum og eitt er víst, að
ef þetta er forsmekkurinn af þeirri
dómgæslu sem koma skal, er
óhætt að aflýsa öllu saman fyrir-
fram.
Leikurinn var slakur, mest hnoð
og kýlingar. Grófur var hann og
höfðu KR-ingar þar frumkvæðið.
Framarar hefðu átt sigurinn skil-
inn, það litla sem sást af knatt-
spyrnu í leiknum kom frá þeim og
þeir skutu meira á markið. Pétur
Ormslev skoraði glæsilegt mark í
fyrri hálfleik, en hafði áður brennt
af úr víti. Marteinn Geirsson
skoraði annað markið upp úr
miðjum síðari hálfleik með góðu
skoti eftir langt innkast.
— KK.
Watson
ríkari
TOM WATSON sigraði í meiri
háttar golfmóti sem fram fór í
Rancho La Costa í Kaliforníu um
helgina. Keppnin stóð yfir í 4 daga
og var heildarskor Watsons 275
(69-66, 70-70). Fékk Watson í sinn
hlut 54.000 bandaríkjadali. Bruce
Lietzke varð annar, en 6 höggum
áeftir Watson. Höggafjöldi Lietzke
var 281, sama og hjá Gerry Pate.
Suður-Afríkumaðurinn Gary
Player varð fjórði á 282 höggum.
Annað frægt nafn á móti þessu var
Lee Trevino, sem að þessu sinni
varð í 6. sæti með höggafjöldann
284.
4 leikir
á 5 dögum
Fylkir—Valurj
EINN LEIKUR fer í kvöld
fram í Reykjavíkurmótinu í
knattspyrnu. Að venju fer
leikurinn fram á Melaveliin-
um. Fylkir og Valur eigast
við að þessu sinni og hefst
leikurinn klukkan 20.00.
Bikar HSÍ:
KR—Haukar
SÍÐARI leikurinn í undan-
úrslitum bikarkeppni
kvenna í handbolta fer fram
í Laugardalshöllinni f kvöld.
KR og Haukar leiða saman
hesta sína og hefst lcikurinn
klukkan 21.30.
Óvænt
úrslit
SUMARDAGINN fyrsta var
hið árlega sumardagsmót
T.B.R. haldið, en það hefur
lengi verið árlegur
viðburður.
Keppt var í einliðaleik í
öllum flokkum unglinga.
Mótið var jafnframt síðasta
unglingamótið á keppnis-
tímabilinu. Mikil barátta
var því milli krakkanna og
þá sérstakiega í tveimur
yngstu flokkunum. í
hnokkaflokki kom mest á
óvart Ingólfur Helgason
Í.A., sem sigraði félaga sinn,
Árna Þór Hallgrímsson Í.A.,
í úrslitum, en Árni hefur
verið nær einvaldur í
hnokkaflokki í meira en ár.
Úrslit urðu annars sem
hér segir:
Piltar:
Guðmundur Adolfsson T.B.R.
sigraði Helga Magnússon ÍA.
15:7 og 15:8
Stúlkur:
Sif Friðleifsdóttir K.R.
sigraði Ragnheiði Jónas-
dóttur Í.A. 6:11, 12:9 og 11:5.
Drengir:
Þorsteinn P. Hængsson
T.B.R. sigraði Gunnar
Björnsson T.B.R. 11:3 og 11:6.
Telpur:
Laufey Sigurðardóttir Í.A.
sigraði Bryndísi Hilmars-
dóttur T.B.R. 8:11, 11:4 og
11:7.
Sveinar:
Indriði Björnsson T.B.R.
sigraði Fritz Berndsen T.B.R.
11:4, 9:12 og 11:6.
Meyjar:
Þórdís Edwald T.B.R. sigraði
Ingu Kjartansdóttur TBR.
12:10, 11:12 og 11:2.
Hnokkar:
Ingólfur'’ Helgason Í.A.
sigraði Árna Þ. Hallgríms-
son Í.A. 11:12,11:7 og 11:0.
Tátur:
Guðrún Júlíusdóttir T.B.R.
sigraði Ástu Sigurðardóttur
Í.A. 7:11,11:2 og 11:0.
Skráðir keppendur voru 58
frá fimm félögum, þar af 32
frá Tennis- og badminton-
félagi Reykjavíkur.
Haukar
AÐALFUNDUR knatt-
spyrnufélagsins Hauka. fer
fram fimmtudaginn 24. apr-
íl og hefst kl. 20.00 í félags-
heimilinu. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Mætið stundvís-
loga.
Stjórnin.
IHoriumblnbit*
GMH3
Jfm