Morgunblaðið - 24.04.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1979
23
Borgaryfirvöld
á Norðurlöndum
þinga í Finnlandi
Fundur stjórnenda höfuðborga
Norðurlandanna hefst á morgun í
Helsinki í Finnlandi, og sækja
fundinn borgarstjórnarmenn frá
höfuðborgum allra Norðurland-
anna, Reykjavfk, Kaupmanna-
höfn, Ósló, Stokkhólmi og Hels-
inki.
Landshöfðingi
Færeyinga með
fyrirlestur
í Lögbergi
Landshöfðingi Færeyja, Leif
Groth, er staddur hér á landi og á
morgun mun hann flytja fyrir-
lestur í boði lagadeildar Háskóla
íslands, í Lögbergi, klukkan
17.15.
Landshöfðinginn mun fjalla um
heimastjórn í Færeyjum og um
hugsanlegar breytingar á henni.
Fundurinn hefst sem fyrr segir
klukkan kortér yfir fimm á morg-
un og hann er öllum opinn.
Frá Reykjavík sækja fundinn
þeir Sigurjón Pétursson, Egill
Skúli Ingibergsson, Björgvin Guð-
mundsson, Kristján Benediktsson,
Birgir Isleifur Gunnarsson, Ólafur
B. Thors og Jón Tómasson.
A fundinum verður einkum rætt
um þrjú mál, í fyrsta lagi um áhrif
breytinga á fólksfjölda og áhrif
hans á borgarrekstur og borgarlíf,
og breytt viðhorf vegna hægari
fólksfjölda eða jafnvel fólksfækk-
un.
I öðru lagi verður rætt um það
sem Danir nefna „nær-demokrati“,
eða aukin tengsl borgaryfirvalda
og borgarbúa, og aukin hlutdeild
borgarbúa í ákvarðanatöku, eink-
um hvað snertir skipulagsmál.
I þriðja lagi verður svo rætt um
viðhald og endurnýjun gamalla
bygginga, samkvæmt upplýsingum
er Morgunblaðið fékk hjá Eggert
Jónssyni borgarhagfræðingi í gær.
Helgi hrað-
skákmeistari
HRAÐSKÁKMÓT íslands fór
fram í skákheimilinu við
Grensásveg s.l. sunnudagskvöld og
voru þátttakendur 68 talsins.
Helgi Ólafsson alþjóðlegur
meistari bar sigur úr býtum, hlaut
14 vinninga af 18 mögulegum.
Lyngási afhentar
6 milljónir króna
SEX MILLJÓNIR króna hafa safnast í „Gleymd börn ’79“ og var
þessi upphæð afhent dvaiarheimilinu Lyngási í gær. Eins og
kunnugt er hófst söfnunin er Mickie Gee plötusnúður hóf
maraþonplötusnúning sinn á óðali í Reykjavík. Söfnuninni er enn
ekki lokið þar sem nú stendur yfir sala happdrættismiða og verður
dregið 17. júní. Einnig er maraþonmegrun í gangi í Hafnarfirði og
er samhliða henni safnað til Lyngáss.
Þórdís Bachmann, fram- maður Styrktarfélags vangef-
kvæmdastjóri söfnunarinnar,
afhenti Ragnheiði Jónsdóttur
formanni heimilisstjórnar
Lyngáss peningana. Ragnheiður
þakkaði gjöfina og sagðist vita
hana koma að góðum notum.
Viðstaddir athöfnina voru séra
Ólafur Skúlason dómprófastur
sem var verndari söfnunarinn-
ar, Magnús Kristinsson, for-
inna, og Hrefna Haraldsdóttir,
forstöðukona á Lyngási. Magnús
flutti þeim, sem að söfnuninni
stóðu, þakkir fyrir hönd vist-
manna á Lyngási, og tveir
þeirra gáfu þeim Ólafi Skúla-
syni og Þórdísi Bachmann gjafir
sem þeir höfðu sjálfir búið til.
Magnús sagði einnig að haf-
inn væri undirbúningur að
byggingu skólahúss við hlið
hússins að Lyngási og einnig
væri nú ráðgert að byggja í
Stjörnugróf annað dagheimili
fyrir vangefna en það yrði fyrir
eldra fólkið.
Hrefna Haraldsdóttir sagði
að byrjað yrði að ráðstafa söfn-
unarfénu í húsgögn og aðra
innanstokksmuni til að gera
umhverfi barnanna vistlegra en
einnig væri kvikmyndasýninga-
vél ofarlega á óskalistanum.
Þess má að lokum geta að um
leið og peningaafhendingin fór
fram var komið með málverk til
heimilisins frá Veturliða Gunn-
arssyni listmálara.
Alþingi
Þórdís Bachmann afhendir Ragnheiði Jónsdóttur peningana sem safnast hafa í „Gleymd börn ’79“. A
myndinni eru einnig séra Ólafur Skúlason, Magnús Kristinsson, formaður Styrktarfélags vangefinna,
Ilrefna Haraldsdóttir, forstöðukona á Lyngási, og nokkur barnanna á dagheimilinu. Ljósm. RAX.
„Gleymd börn ’79”:
Silungapollur:
Borgin ræddi
ekki við Rauða
krossinn
Sumardvalarheimili fyrir
Reykjavíkurbörn á vegum
Rauða kross íslands verður
ekki starfrækt á sumri kom-
anda að sögn Ragnheiðar Guð-
mundsdóttur læknis sem jafn-
framt er formaður Rcykjavík-
urdeildar R.K.Í.
Reykjavíkurdeildin hefur
haft Silungapoll, sem er í eigu
Reykjavíkurborgar, til umráða
í 6—7 ár. Eins og kunnugt er
hefur S.Á.Á. nú fengið staðinn
til umráða og sagði Ragnheiður
að ekki hefði verið rætt við
deildina áður en Silungapolli
var ráðstafað til annarra
deilda. Sagði hún deildina
verða að leggja niður sumar-
dvalarheimilið að minnsta
kosti í ár þar sem ekki væri í
annað hús að venda. Um 150
börn hafa dvalið á Silungapolli
á ári hverju yfir sumartímann.
mun
starfar á ný
ALÞINGI íslendinga, 100. lög-
gjafarþing, kom saman í gær að
loknu páskaleyfi þingmanna.
Klukkan 14 var fundur í
sameinuðu þingi, en að loknum
þeim fundi hófust fundir í
deildum.
Gengislækkunin þarf að
meiri en 6 %
vera
— segir hagfræðingur LÍÚ
EINS og fram kom í Mbl. s.l.
sunnudag er talið að fiskverð
þurfi að hækka um 12% ef út-
gerðin á að taka á sig þá miklu
olíuhækkun sem framundan er og
er nálægt 50%. Einnig hefur það
komið fram hjá þeim aðilum, sem
um þessi mál f jalla að gengi þurfi
að lækka um 6% í kjölfarið, til
þess að fiskvinnslan geti borið
fiskverðshækkunina. I samtali
sem Mbl. átti í gær við Ágúst
Stéttarfélag félagsráðgjafa:
Fordæmir aðgerðir stjórnar BSRB og
efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar
FÉLAGSRÁÐGJAFAR eru
andvígir þeirri samþykkt
stjórnar BSRB að felld
verðir niður 3% grunn-
kaupshækkunin hinn 1.
aprfl síðastliðinn, án
samráðs við hinn almenna
félagsmann, og fordæmdi
aðalfundur Stéttarfélags
íslenskra félagsráðgjafa
forystu BSRB harðlega fyrir
að ganga lengra en hún
hefur umboð til, en
aðalfundurinn var haldinn
hinn 8. aprfl.
Aðalfundurinn ítrekaði
einnig fyrri afstöðu sína, um
að rétturinn til að semja um
kaup og kjör eigi ekki að
ganga kaupum og sölum.
Stjórn Stéttarfélags
íslenskra félagsráðgjafa
hefur einnig nýverið sam-
þykkt ályktun, þar sem
harðlega er mótmælt
lögunum um efnahagsmál,
sem stjórnarflokkarnir sam-
þykktu nýlega á Alþingi.
Segir í ályktuninni að með *
samþykkt þessara laga hafi
ríkisstjórnin, með dyggilegri
aðstoð verkalýðsforystunnar,
gengið harkalega inn á hinn
frjálsa samningsrétt launa-
fólks, og hafi nú berlega
komið í ljós að núverandi
ríkisstjórn sé engu betri en
„ríkisstjórn Geirs og
Alberts" eins og það er orðað.
Einarsson hagfræðing LÍÚ
kemur fram að hann telur að
gengislækkunin þurfi að verða
allmiklu meiri, að öðrum kosti
muni önnur gengisfelling fylgja í
kjölfarið, eins og reyndin hafi
orðið undanfarin ár, þegar áhrif
gengisfellingarinnar á afkomu
útgerðar og fiskvinnslu hafi ekki
verið tekin með í reikninginn.
— Það er rétt, sagði Ágúst, að
auka þarf tekjur útgerðarinnar
um 12—13% til þess að vega upp a
móti væntanlegri olíuverðs-
hækkun sé reiknað með því að
sjómenn eigi að njóta góðs af
þessari hækkun. Ef hins vegar
tekjur útgerðarinnar verða auknar
framhjá hlutaskiptum eins og var
gert 1. marz s.l. þarf hækkunin að
nema 8,5—9%.
í Morgunblaðinu s.l. sunnudag
er sagt að til þess að gera fisk-
vinnslunni fært að greiða 12%
hærra fiskverð þurfi 6% gengis-
lækkun. Þarna er miðað við að
hráefni sé 50% af útgjöldum
vinnslunnar. En málið er ekki svo
einfalt. Ef leysa á þennan vanda
með gengislækkun þá er nauðsyn-
legt að líta nánar á áhrif hennar á
afkomu útgerðar og fiskvinnslu.
Segja má að allir stærstu
útgjaldaliðir útgerðarinnar
hreyfist með gengi, t.d. olía,
veiðarfæri, viðhald og ennfremur
eru skuldir útgerðarinnar meira
og minna bundnar í erlendum
gjaldeyri. Við gengisbreytinguna
myndu allir þessir liðir hækka í
hlutfalli við hana og þá þarf
viðbótartekjur umfram þau 12%
sem uni var rætt til að greiða þann
útgjaldaauka. Ennfremur hækka
þegar til lengri tíma er litið allir
innlendir kostnaðarliðir um sama
hlutfall og gengisbreytingin og eru
þá ónefnd áhrif hennar t.d. á
kaupgjaldsvísitölu sem er mjög
viðkvæm gagnvart erlendu gengi.
Sömu sögu má segja um fisk-
vinnsluna. Erlendir kostnaðarliðir
hennar hækka á sama hátt og
einnig launin sem eru bundin
vísitölu. Staðreyndin er sú að til
þess að koma á nýju jafnvægi í
sjávarútvegi þarf mun meiri
gengislækkun en 6%. Það þarf
einnig gengislækkun til þess að
borga þann útgjaldaauka sem 6%
gengislækkun hefur í för með sér.
Segja má því að gengislækkanir
éti sjálfar sig að hluta. Það er því
eðlilegt miðað við framansagt að
athugaðir verði aðrir möguleikar
við lausn þessa vandamáls, t.d.
niðurgreiðsla að hluta, sagði
Ágúst Einarsson að lokum.