Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1979
5
samninga við mjólkurfræðinga og
er Vinnumálasambandinu ekki
kunnugt um, að fyrirætlanir séu
uppi hjá stjórnum mjólkursam-
laga innan Vinnumálasambands-
ins í þá átt. Frétt þessi er því með
öllu úr lausu lofti gripin.
Kaupliðir í samningum við flest
stéttafélög í landinu eru nú lausir
og þótt ekki yrði fallist á nema
hluta af kröfum þeirra stéttafé-
laga, sem nú hafa tekið frumkvæði
um kröfugerð í þjóðfélaginu
myndi það óhjákvæmilega leiða til
samninga við önnur stéttafélög í
landinu og þar með almennra og
verulegra kauphækkana.
Afleiðing þessa yrði sú, að hin
mikla verðbólga, sem nú ríkir
myndi stórlega aukast og tvísýnt
yrði um atvinnuöryggi. Hagur
launþega eftir slíka holskeflu
myndi síst batna, en verðbólgu-
vandinn í þjóðfélaginu hefði veru-
lega aukist.
Framangreind viðhorf hljóta að
móta afstöðu Vinnumálasam-
bandsins í þeim kjaradeilum, sem
uppi eru um þessar mundir.
Vinnumálasamband
samvinnufélaganna".
Athugasemd ritstj: Morgun-
blaðið vísar á bug staðhæfingum
um, að umrædd frétt sé „úr lausu
lofti gripin“.
10 skip hafa
stöðvast, unn-
ið að losun 11
DAGURINN í gær var 15. dagur
verkfalls yfirmanna á farskipum
og höfðu þá 10 skip stöðvast
vegna verkfallsins. að því er segir
í fréttatilkynningu FFSÍ. Unnið
var við losun á 11 skipum í
Reykjavík. Ilafnarfirði og Gufu-
nesi.
Átta skip höfðu undanþágu til
losunar á ströndinni eða til ferju-
siglinga og 8 skip voru á leið til
landsins. 20 skip eru enn erlendis,
þar af eru 5 í leigu fyrir erlenda
aðila og unnið er að viðgerð á
tveimur skipum.
SKIL borvélar með stiglausum hraðabreyti eru
gæddar þeim kosti, að þvi meir sem þú þrýstir á
gikkirm, þvi hraðar snýst borinn. Þannig færðu rétta
hraðann fyrir það verkefni sem þú ert að vinna,
hvort sem þú ert að bora iflísar, stein, tré eða annað.
SKIL borvélar eru fallega hannaðar, kraftmiklar, og
auðvelt er að tengja við þær marga fylgihluti. Auk
borvéla framleiðir SKIL afsömu alúð og vandvirkni,
stingsagir, stórviðarsagir, hefla, slipivélar og fræs-
ara auk hinna heimsfrægu hjólsaga.
SKIL rafmagnshandverkfæri svara fyllstu kröfum
nútimans og henta jafnt leikmönnum sem atvinnu-
mönnum.
Póstsendum myndlista ef óskað er.
ÞEIR SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI.VELJA SMfL
Einkaumboð á íslandi fyrir SKIL rafmagnshandverkfæri:
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Það er okkur mikil ánæg/a að geta nú boðið hin margreyndu
og viðfrægu SKIL rafmagnshandverkfæri.
SKIL verksmiðjurnar voru stofnaðar i Chicago i Bandarikjunum árið 1924 til framleiðslu
á nýrri einkaleyfisuppfinningu, rafknúinni hjólsög, hinni heimsfrægu SKIL-sög,
sem viðbrugðið var fyrir gæði. Siðan hafa verið framleidd mörg verkfæri og gerðar margar
nýjar uppgötvanir á rannsóknarstofu SKIL verksmiðjanna, sem hafa gert
SKIL handverkfærin heimsfræg og eftirsótt.
íkveikja á
Skagaströnd?
AÐFARARNÓTT sunnu-
dags kom upp eldur í
vinnubúðum við Sfldar-
verksmiðjur ríkisins á
Skagaströnd, og urðu
skemmdir mjög miklar.
Óljóst er hver voru upptök
eldsins, en ekki er talið
útilokað að um íkveikju
Athugasemd
frá Vinnumála-
sambandi
sam vinnuf élaga
MORGUNBLAÐINU barst í gær
svohljóðandi fréttatilkynning frá
Vinnumálasambandi samvinnufé-
laganna:
„I frétt, sem birtist í Morgun-
blaðinu í dag er því haldið fram,
að stjórnir mjólkursamlaga um
landið vilji ganga til samninga við
mjólkurfræðinga, sem lagt hafa
fram ákveðnar kröfur og boðað
verkfall þann 14. maí n.k. og að
Vinnumálasamband samvinnufé-
laganna styðji óformlega slíkur
kröfur um samninga við mjólkur-
fræðinga.
í tilefni af frétt þessari vill
Vinnumálasamband samvinnufé-
laganna taka fram, að því hafa
ekki borist neinar óskir um sér-
hafi verið að ra'ða. eða
mjöjí óvarlega meðferð
elds við KÍoðskap í
búðunum.
Vinnuskúrar þeir sem brunnu,
höfðu verið keyptir frá Kröflu,
nítján talsins, og bjuggu í þeim
menn er vinna að uppsetningu
olíutanks við Síldarverksmiðjuna.
Að sögn Guðmundar Gíslasonar
lögregluþjóns á Blönduósi er talið
að sex til átta skúrar séu gjör-
ónýtir, og allir eitthvað skemmdir
af eldi, reyk og vatni. Er því ljóst
að tjónið nemur milljónum króna.
Guðmundur sagði að ekki lægi
Ijóst fyrir hver upptök eldsins
hefðu verið, en hann útilokaði ekki
íkveikju. Eldurinn kom upp um
klukkan kortér yfir tvö, aðfarar-
nótt sunnudags.
JJstahátíð í lettum dúr’
„BRENNI hvað? Viltu gjeri svo
vel að tala hærra. ég heyri svo
illa í tér."
Þannig var textinn með þess-
ari mynd af Túrhilla Júhannsson
úr útvarpsþættinum „Úllen dúll-
en doff“, sem Mbl. barst í gær.
Túrhilla (Edda Björgvinsdóttir)
mun koma fram á „Listahátíð í
léttum dúr“, sem fram fer í
Háskþlabíói annað kvöld og
laugardagskvöld ásamt mörgum
öðrum listamönnum. Allur ágóði
rennur í „Slysasjóð."
Aðgöngumiðar verða seldir á
Lækjartorgi klukkan 1—6 á
morgun, föstudag og klukkan 3
munu félagar úr Sinfóníuhljóm-
sveitinni leika þar létt lög, ef
veður levfir.
Leita skal
upplýsinga
allra aðila
PÉTUR Pétursson útvarpsþulur
heíur heðið Morgunhlaðið að
koma á framfa'ri orðalagi 7.
greinar ..reglna um fréttaflutn-
ing Ríkisútvarpsins" sem gefnar
eru út af Andrési Björnssyni
útvarpsstjóra hinn 1. marz 1976.
Þar segir: „Við birtingu frétta af
deilum. svo sem vinnudeilum eða
víðtækum ágreiningsmálum.
skal leita upplýsinga frá háðum
aðilum eða öllum aðilum og
kynna sjónarmið þeirra sem
jafnast."
Pétur kvaðst leggja til að
fréttamönnum sjónvarps vrði
gefinn kostur á að sækja endur-
hæfingarnámskeið í þessum regl-
um. „Ætti BSRB ekki að verða
skotaskuld úr því að lána svo sem
eins og eitt hús í Munaðarnesi
undir námskeiðið," sagði Pétur.
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI