Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 48
Fundakostn- aður BSRB rúmlega 1,7 milljónir kr. KOSTNAÐUR BSRB veKna fundahalda tif aA kynna sam- komulaK handalagsins ok ríkis- stjórnarinnar, sem síðan var fellt í allsherjaratkvæðagreiðslu á döKunum, var á bilinu 1700—1800 þúsund krónur. Kostnaður vegna ferðalaga var 6—700 þúsund og kostnaður vegna auglýsinga í Ríkisútvarpi og á veggspjöldum var 1.118.000,- Þetta kemur fram í svari BSRB vegna skrifa um fundi á vegum bandalagsins, sem birtist á bls. 23 í blaðinu í dag. Tómata- kílóið á 2100 kr. ÍSLENZKIR tómatar munu scnn koma á markaðinn. að því er Níels Marteinsson hjá Sölufélagi garðyrkju- manna tjáði Morgunblaðinu í gær. Sagði hann vcrðið á tómötunum enn ekki vera alveg ákveðið, en það yrði hærra fyrst en það kæmi til með að verða síðar í sumar. Ileildsöluverð á hverju kflógrammi yrði þó lflt- lega um 1500 krónur, og þá um 2100 krónur út úr búð. Níels sagði að af íslensku grænmeti væru nú fáanlegar agúrkur, paprika, steinselja og salat og fleira, og gulrætur kæmu síðan um mánaðamótin. Verð á gúrkum er 750 krónur kílógrammið í •’eildsölu, búntið af steinselju 150 krónur og hvert kíló af papriku kostar 1500 krónur. Hvert stykki af salati kostar 200 krónur, eða 3000 krónur 15 stykkja kassi. Mikill sinubruni varð við Hvaleyrarvatn í íyrradag. Eyðilagðist þar gróður Skógræktaríélags Hafnar- fjarðar á 15—20 ha svæði. Myndin hér fyrir ofan sýnir svæðið se inum að bráð. sagt frá 25. Boðar LÍÚ samúðarverk- bann með skipafélögunum? SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, íhugar nú stjórn Landssambands íslenzkra útvegsmanna mjög alvarlega að boða til samúðarverk- falls með útgerðum farskipanna á fiskiskipaflotanum. Morgunblaðið bar þessa frétt undir Kristján Ragnars- son, formann LÍÚ, í gær og vildi hann hvorki játa henni né neita. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa útvegs- menn frestaö því að taka ákvörðun um verkbannið vegna óvissu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Svo virðist sem samnings- aðilar í kjaradeilu farmanna bíði nú eftir aðgerðum ríkis- stjórnarinnar í málinu, að hún höggvi á hnútinn. Hins vegar mun deila mjólkur- fræðinganna og mjólkurbú- anna einnig vera að komast í eindaga, þar sem verkfall er boðað 14. maí og skömmu síðar munu því bændur verða að fara að hella niður mjólk. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar verða því að koma fyrir mánudag, en talið er að þær mundi hafa áhrif á alla kjara- Míkill grálúdu- og karfaaffitogaranna samningsgerð í landinu. Til þess að milda aðgerðina er um það rætt að 3% komi yfir alla línuna með sama hætti og opinberir starfsmenn fá 3% áfangahækkun. Næsti samningafundur í deilu mjólkurfræðinga er boð- aður á föstudag kl. 16, en einhver afskipti mun land- búnaðarráðherra hafa ætlað að hafa af deilunni í dag. Stöðvast frysti- hús í næstu viku? FRYSTIHÚS víða um land eru komin í vandræði með frysti- geymslur, en sfðan verkfall yfir- manna á farskipum hófst fyrir rúmlega hálfum mánuði. hefur ekkert verið grynnkað á birgðum frystihúsanna. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar í gær hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild Sambands- ins að síðari hluta næstu viku kæmi jafnvel til stöðvunar ein- hverra frystihúsa ef verkfallið leystist ekki. Framleiðsla í frystihúsum hefur verið mjög mikil undanfarnar vikur og þó svo að mikið væri flutt á Bandaríkjamarkað áður en verk- fallið hófst þá eru þegar orðnir erfiðleikar hjá þeim húsum, sem knappastar hafa frystigeymslur. Skipin, sem fluttu fisk á Banda- ríkjamarkað fyrir verkfall eru nú á leið til landsins og tínast inn hvert af öðru þessa dagana. Illa gengur að selja grálúðuna TOGARARNIR hafa und- anfarið vcrið að fá mjög góðan grálúðu- og karfa- afla um 70 mflur vestur af Látrabjargi. Á Hnífsdal hefur ekki hafst undan við að vinna afiann, en undan- farið hefur gengið frekar erfiðlega að selja grálúðu til Vestur-Evrópu. Ilins vegar hefur flökuð grá- lúða verið auðseljanlegri til Rússlands. Sem dæmi um góðan afla má nefna að Vigri kom til Reykjavík- ur á mánudag með 314 tonn eftir 10 daga útiveru. Af þessum afla voru 223 tonn grálúða, en 70 tonn af karfa. í síðustu viku kom Ingólfur Arnarson með liðlega 300 tonn, mest karfa, til Reykjavíkur. Bjarni Benediktsson kom með 193 tonn og Snorri Sturluson 223 tonn. Til Isafjarðar komu í gær og fyrradag Guðbjartur, Páll Pálsson og Guðbjörg með 150—170 tonn af grálúðu og karfa eftir 4 sólar- hringa útiveru. í þessari hrotu hjá togurunum var karfi ríkjandi framan af, en síðan grálúðan. Morgunblaðið fékk þær upp- lýsingar hjá Jóni Páli Halldórs- syni framkvæmdastjóra á ísafirði, í gær, að reynt væri að flaka eins mikið og hægt væri af grálúðunni svo að hún væri auðseljanlegri til Sovétríkjanna. Aður hefði grálúð- an verið seld heilfryst. Sú stærri á V-Þýzkaland, Belgíu og Bretland, en markaðir þar virtust ekki taka við meira magni. Sagði Jón að hjá hans fyrirtæki lægi enn grálúða frá þvi í fyrrasumar, en nýlega hefði þó verið gengið frá sölu á henni. Hver er launastefnan? BSRB og BHM f á 3% - aðrir verða að semja GEIR Hallgrfmsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri fyrirspurn til forsætis- ráðherra utan dagskrár á Al- þingi í gær, hver launastefna ríkisstjórnarinnar væri. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði, að félagsmenn BSRB og BHM mundu fá 3% grunnkaupshækkun greidda frá 1. apríl sl. Þetta næði hins vegar ekki til annarra starfshópa, sem samið hefðu um 3% grunnkaups- hækkun 1. apríl sl., þeir hópar yrðu að semja upp á nýtt við vinnuveitendur sína. Hins vegar lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að rétt og eðlilegt væri að slíkir samningar tækjust. Sjá: Geir HallKrímH8on: Leitað launa- Htefnu rfkÍHHtjórnarinnar bÍH. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.