Morgunblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979
25
og plantað þarna miklu af sitka-
greni, bergfuru og stafafuru.
Margt af þessum trjám var orðið
fjögurra til fimm metra hátt.
15—20 ha lands urðu eldinum að
bráð.
Ólafur Vilhjálmsson formaður
Skógræktarfélagsins og
Valdimar Elíasson ritari voru
staddir á brunasvæðinu i gær.
Þeir sögðu að mikil! hluti
trjánna væri brenndur og gjör-
ónýtur, og ekki væri útséð um,
hvort þau sem virtust hafa
sloppið, myndu lifa. Mikill hiti
og jafnvel eldur hefði komist að
berkinum neðst á trjánum og
aðeins tíminn m.vndi leiða í ljós
afdrif þeirra.
Aðspurðir sögðust þeir ekki
geta nefnt neinar tölur um fjár-
hagslegt tjón, en 20 ára starf
væri þarna aö mestu eyðilagt.
Ólafur sagðist telja mikla
mildi að ekki urðu slys á fólki,
því að eldurinn hefði farið mjög
fljótt yfir, vestangola og skrauf-
þurrt grasið gerðu aðstæður við
slökkvistarf erfiðar. Sagðist
hann hafa gengið fram á nokkur
sprungin egg þannig að varp-
fuglar hefðu misst allt sitt í
þessum bruna.
Þeir Ólafur og Valdimar báðu
í lokin fyrir beztu kveðjur og
þakklæti til þeirra aðila er
aðstoðuðu við slökkvistarfið.
Aðalfundur Skógræktarfélags
Hafnarfjarðar var haldinn í
gærkvöldi. Var þar samþykkt
ályktun í tilefni af atburðinum.
Upphaf ályktunarinnar fjallar
um tildrög sl.vssins en í lok
hennar segir:
„Fundurinn heitir á alla heil-
vita menn að gæta þess, að
óvitar valdi ekki slysum af þessu
tagi framvegis og væntir þess að
fjölmiðlar áminni almenning um
að fara varlega með eid í hrauni
og skóglendi.“
Að undanförnu hafa verið yfir
30 útköll vegna sinubruna hjá
Slökkviliði Reykjavíkur. Ekki
verður ofbrýnt fyrir mönnum að
líta eftir að börn leiki ekki
þennan hættulega leik.
Skemmdir á verðmætum geta
orðið miklar í slíkum eldsvoðum
og eins er slysahættan mikil.
Börn hafa oft ekki vit á að forða
sér og merki brunasára getur oft
re.vnst erfitt að afmá.
Ólafur Vilhjálmssoii formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar stendur hér við tré, sem eldurinn gjöreyðilagði. Ljósm. Mbi. Kristján.
Enn einn sinubruninn:
Óvitaverk, sem orsak-
að geta óbætanleg slys
IIELMINGUR aí gróöri
Skógræktarfólags Ilafn-
firðinga við Ilvalcyrar-
vatn brann í fyrradag.
Orsökin var sú, að níu
ára telpur voru að leik
með eldspýtur innan
girðingar Skógræktar-
innar. Ætluðu þær að
sögn að kveikja „lítið
bál“, en úr varð bál, sem
u.þ.b. 200 manns börðust
við í nær tvær
klukkustundir.
Það var um kl. 16 í fyrradag að
lögreglumenn, á ferð um Reykja-
nesbraut, urðu varir við mikið
reykkóf yfir Hvaleyrarvatns-
svæðinu. Þar fundu þeir fyrir
litlar telpur, er börðust við að
slökkva eld í sinu innan girð-
ingarinnar, en eldurinn magn-
aðist með hverri mínútunni án
þess að neitt yrði við ráðið.
Slökkviliðið í Hafnarfirði og
Hjálparsveit skáta þar, ásamt
aðstoð frá Reykjavíkurslökkvi-
iiði, starfsliði Skógræktarfélags
Reykjavíkur og fjölmörgum
sjálfboðaliðum komu á staðinn
og eftir tveggja klukkustunda
baráttu tókst að slökkva eldinn.
Skógræktarfélag Hafnar-
fjarðar hefur unnið að upp-
græðslu innan þessarar girð-
ingar, sem er fagurt landssvæði
32 ha að stærð, um 20 ára skeið
Snorri Sigurðsson frá Skógræktarfélagi íslands kannar hér stofn trésins, því þrátt fyrir að greinar
trésins hafi sloppið þá er hætta á að hitinn og eldurinn við stofn og rætur trésins hafi grandað því.
Mörg trjánna voru útleikin á sama hátt og þetta grenitré.