Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAI1979 23 kerfinu. Tveir fulltrúar gamla kerfisins, Ólafur Jóhannesson og Lúðvík Jósepsson, hefðu ráðið sköpulagi stjórnarinnar. Okkar samningamenn stóðu þessum kerfisköllum ekki á sporði. Fyrir það líður allt þjóðfélagið í dag. Þess vegna varð þessi ríkisstjórn ekki upphaf nýs tíma, heldur síðasta stjórn gömlu haftakarl- anna. VG sagði slagorðið „Samningar í gildi“ hafa verið óraunhæft frá upphafi. Stefnumið sú, sem Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra viðri í Þjóðviljanum (3% grunnlaunahækkun, vísitöluþak, uppskurð á tilteknum samning- um) sé sú sama og Geir Hallgrímsson hafi reynt að fylgja fram í febrúar-maílögum 1978. Þangað hafi SvG teymt kosninga- loforð Alþýðubandalagsins og þannig hafi GH fengið skoðana- bróður úr óvæntri átt. Þessi leið hafi hins vegar reynzt ófær 1978 og svo muni enn verða. Átta punktar Lúð- víks Jósepssonar Geir Hallgrímsson (S) svaraði ýmsum atriðum, sem fram höfðu komið í umræðunni. Hann minnti á, að niðurgreiðslur á nauðsynj- um, sem draga eigi verulega úr í ár og næsta ár, skv. fjárlögum og yfirlýsingum, hafi verið fjár- magnaðar með aukinni skatt- heimtu á almenning. Fólk hafi verið látið greiða niður vísitölu, og þar með eigið kaup, í hærri skött- um. .Niðurgreiðslurnar hafi vegið þungt í vísitölu, en skattarnir ekkert. Ríkisstjórnin hafi nú sjálf ákveðið að tína af sér þessa niðurgreiðslu-skrautfjöður. Þá minnti GH á 8 punkta LJó í Kjartan: Kauphækkunarkapp- hlaup hættulegt. Þjóðviljanum í dag, sem sýndi klögumálin og samstöðuna á stjórnarheimilinu. í fyrsta punkti væri þaklyftingin færð í reikning fjármálaráðherra. I öðrum pk. er sagt að þaklyfting launa hafi þegar verið í drögum forsætisráð- herra að efnahagsfrumvarpi. Þessum drögum hafi Alþýðu- flokkurinn viljað fylgja eftir óbreyttum (3 p.). Fjármálaráð- herra hafi básúnað „í krafti þessa dæmalausa kjaradóms", að lyfta ætti þakinu af öllum opinberum starfsmönnum, eins og LJó, orði það (6. p). Forsætis- og dómsmála- ráðherra Framsóknarfl. hafi ekki séð ástæðu til að vísa þessum dæmalausa úrskurði undir æðri dómstól (7. p.). Þaklyfting í borgarstjórn hafi hins vegar verið gerð áður en efnahagslögin voru sett, svo sú gerð hafi ekki brotið gegn neinum lögum (9. p.)! GH vék að því, að forsætisráð- herra sagði, að stefnan í launa- málum væri óbreytt. Skv. upphaf- legri stefnu hafi þó ekki átt að krukka í grunnlaun, eins og falist hefði í samkomulagi við BSRB, sem nú hafi verið fellt. Þá megi og minna á, að umsamin grunnlaun bankamanna o.fl. hafi verið tekin af í löggjöf, og fáist ekki aftur, að Fundahöldum ber að fagna sögn ráðherra, nema með nýjum samningum. Öll stefna ríkis- stjórnarinnar frá því kaup var hækkað í september sl. hafi við það miðast, að ná því aftur niður, með margvíslegum hætti, sbr. vísitölusjónspilið. Ég legg ekki dóm á, hvort þessar aðgerðir hafi í öllum tilfellum verið rangar, sýni aðeins fram á tvískinnunginn og hræsnina, þegar borið er saman við þau loforð, sem gefin voru fyrir kosningar, og þær stað- hæfingar þá, að launaþróun hefði ekki áhrif á verðlagsþróun í land- inu. GH rakti fjölmörg önnur dæmi, bæði um tvískinnung stjórnar- flokkanna í launamálum og inn- byrðis átök þeirra, sem og sameiginlegan árangur, sem bezt hafi verið lýst í ræðu stjórnar- þingmannsins Vilmundar Gylfa- sonar. Sagði hann það tónskáld enn ófundið, sem gæti samið það tónverk, þann göngumars, er fengi stjórnarflokkana til að ganga í takt í nauðsynlegum aðgerðum í þjóðfélaginu. Öskurþingmennska Svavar Gestssonviðskiptaráð- herra sagði GH mega vera vissan um, að til hans yrði ekki leitað um að sveifla tónsprota fyrir stjórnarliðið. Til þess hefði hljóm- sveitarstjórn hans verið of neikvæð í tíð fyrri stjórnar. Hann sagðist og ósammála í öllum meginatriðum staðhæfingum Vilmundar Gylfasonar um orsakir þess, hvers vegna BSRB-sam- komulagið var fellt. Nefna mætti þær orsakir: 1) Stríð það, sem staðið hafi milli stjórnarflokk- anna, og m.a. hafi komið fram í öskurþingmennsku, hafi ekki orð- ið til að styrkja ríkisstjórnina út á við, 2) flugmannasamninga, sem spillt hafi samstöðu um launa- stefnu, 3) stórir hópar BSRB-manna hafi ekki trú á því að verkfallsréttur styrki samningsaðstöðu þeirra, 4) Sjálf- stæðisflokkurinn hafi beitt áhrif- um sínum innan BSRB, flokkspóli- tískt, þó ekki vilji hann eyrna- marka of marga BSRB-menn undir þann flokk. Orsökin sé ekki sú, eins og VG gefi í skyn, að samráðið við launamenn hafi ibrugðizt, heldur, að það hafi ekki verið nógu náið. SvG sagði VG reyna að fleyta kerlingar á lítilli þekkingu í flókn- um málum, sem leiddi til þess, að hann setti sig í skipsrúm með Geir Hallgrímssyni á ráðstöfunarskútu febrúar-maí-ráðstafana 1978. Þetta væri alrangt, byggt á rang- túlkun eða misskilningi. VG minnti sig, í málflutningi og afstöðu til ýmissa áhrifahópa í landinu, á Margaret Thatcher, hina brezku. Fundi var frestað síðdegis en reiknað með kvöldfundi. MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi svar frá BSRB til birtingar í blaðinu: Fram hefur komið í blöðum hjá Pétri Péturssyni fordæming á fundahöldum BSRB úti á landi. í tilefni af þessu er rétt að upplýsa eftirfarandi. Þann 8. mars eða tveim vikum áður en samkomulagið við fjár- málaráðherra, er gert samþykki stjórnar BSRB að efnt yrði til almennra kynninga- og umræðu- funda víðsvegar um land fyrir félagsmenn í samtökunum. Hafa slíkir fundir verið haldnir talsvert reglulega allt frá árinu 1970. Um þetta segir í ákvörðun bandalagsstjórnar frá 8. mars: „A þessum fundum verði m.a. kynnt samningsréttarmálið, umsögn stjórnar BSRB um efnahagsfrum- varpið, kjaramálin, svo sem 3% hækkun 1. apríl, uppsögn samn- inga og viðhorf til kröfugerðar. — Leitað verði samstarfs við aðildar- félög bandalagsins um fundahöld á þeirra vegum af sama tilefni." Var öllum bandalagsfélögum skrifað strax daginn eftir um fundahöldin og frá þeim er skýrt í Ásgarði, blaði BSRB, sem fór í prentun 26. mars s.l. Eftir gerð samkomulagsins 23. mars varð það vitanlega brýnasta fundaefnið á kynningafundunum. Ræðumenn á fundum voru eins og jafnan áður úr stjórn BSRB og samninganefnd. Var samninga- nefndarmönnum, sem voru and- stæðir samkomulagi við fjármála- ráðuneytið eða sátu hjá við af- greiðslu málsins, gefinn kostur á að taka þátt í kynningu málsins úti á landi sem framsögumenn. Samtökin Andóf ‘79 munu ekki hafa verið stofnuð fyrr en 14. apríl, og frá þeim var ekki skýrt í blöðum fyrr en eftir að fyrstu fundir BSRB voru búnir og allir aðrir tilkynntir opinberlega með ræðumönnum. — Engin tilmæli komu til BSRB frá neinum aðilum um viðbótarframsögumenn á fundunum, en þeir voru opnir öllum félagsmönnum í BSRB með fullu málfrelsi og m.a. kom Pétur Pétursson á nokkra fundi, sem boðað var til af BSRB eða banda- lagsfélögum. Sleggjudómar um, að framsögu- menn hafi sýnt „einhliða kynn- ingu“, „skoruðu á félagsmenn að samþykkja þetta, kæfðu allar and- ófsraddir sem heyrðust" eru alger- lega ósannir og geta þeir best um það svarað, sem hlýddu á mál- flutninginn á fundunum. Á fjöl- mörgum fundum lýstu nefnilega þeir, sem annars voru andstæðir samkomulaginu því yfir í lok fundanna, að kynningin af hálfu BSRB hafi verið mjög málefnaleg. Fundahöldum um málefni samtakanna ber að fagna og sam- tök eins og BSRB mega ekki draga úr slíku starfi í framtíðinni. Á undanförnum árum hefur oft verið deilt á stéttarfélög fyrir að hafa of lítið samband við félags- menn. Nú er deilt á BSRB fyrir að Svar frá BSRB vegna skrifa um fundi á vegum BSRB halda fundi. í því sambandi er þá rétt að fram komi, að á fundum á undanförnum árum víðsvegar um land hefur komið fram almenn ánægja með þessi fundahöld. Auðvitað kosta fundahöld mikla sjálfboðavinnu forustumanna BSRB, bæði stjórnarmanna og samninganefndarmanna og einnig kosta þau peninga, en þar er um að ræða greiðslur fyrir auglýsing- ar og ferðakostnað. Ekki þýðir að boða til funda án þess að auglýsa þá. Ferðir vegna funda til að kynna samkomulagið hafa kostað 6—700 þúsund krónur. Þessi fundahöld voru eingöngu auglýst í Ríkisútvarpinu og með veggspjöldum á vinnustöðum. Kostnaðurinn vegna auglýsing- anna er 1.118.000 krónur. Allir félagsmenn BSRB, sem til þekkja, vita, að einmitt hinir almennu fundir og félagsmála- námskeið á undanförnum árum, hafa gert samtökin að lifandi og virkum stéttasamtökum. Önundur Ásgeirsson: Orkubúskapur á íslandi I erindi, sem birt var í Morgun- blaðinu 24. marz s.l., var fjallað nokkuð um ofangreint efni. Upplýsingar, sem þar voru gefnar um notkun innlendrar orku hér á landi, voru teknar eftir hagtölum útgefnum af BP. Komið hefir í ljós, að þessar upplýsingar voru ekki réttar, og með því að jafnan ber að hafa það er sannara reynist, eru neðangreindar leiðréttingar gerð- ar: Jafnframt hefir Orkustofnun nú breytt reiknisaðferðum sínum við útreikning á orkunotkun í hita- veitum, þannig að orka er nú aðeins reiknuö í nettó-magni, eins og hún kemur fram i endanlegri notkun. Er tekið tillit til þessara breyttu aðferða einnig í tölum þeim, sem gefnar eru hér að neðan. Samanburðurinn er í gigawatts- stundum (GWH) á ári og jafngildi þeirra í þúsundum olíutonna jafn- gilda tólf gigawattsstundum (GWH)áári. ORKUBOSKAPUR 1977 GWH Jafngildi olíutonna JL Raf magnsno tkun 2.602 217.000 22.3 Hitaveitunotkun ca. 2.000 166.000 17.0 Alls: Innlend orka 4.602 383.000 39.3 Olíunotkun 7.104 S92.000 60.7 11.706 975.000 100.0 ORKUBOSKAPUR 1978 Rafmagnsnotkun 2.673 223.000 22.1 Hitaveitunotkun ca. 2.200 183.000 18.1 Alls: Innlend orka 4.873 406.000 40.2 Olíunotkun 7.236 603.000 59.8 12.109 1009.000 100.0 Til samanburðar er birt hér að neðan tafla, er sýnir olíunotkun á íbúa í nokkrum löndum og olíunotkun sem hlutfall af heildarorku- notkun: Orkunotkun alls I mil.lónum tonna Olíunotkun Milj. olíu- tonn 1977 1000 íbúar tonn Olíu- tonn 1977 Tonn p.a./ íbúa Tonn/ íbúa Olía/ helld % ísland 1977 220 0.592 2.69 0.975 4.43 ■ 60.7 Island 1978 220 0.603 2.74 1.009 4.59 59-8 Danmörk 5.088 16.6 3.26 20.5 4.02 81.1 Noregur 4.042 8.8 2.17 28.7 7.10 30.5 Svíþjóð 8.255 28.2 3.41 51.1 6.19 55.0 Holland 13.853 37.6 2.71 74.4 5.37 50.4 Bretland 55.852 92.3 1.65 212.2 3.79 43.5 V-Þýzkaland 61.396 137.1 2.23 260.4 4.24 52.6 Bandaríkin 216.817 867.3 4.00 1853.3 8.54 46.8 Portúgal 9.753 7.1 0.72 10.2 1.04 69.2 Sovétríkin 258.932 395.0 1.52 1070.0 4.13 36.8 Áætlað er, að miðað við íbúafjölda á íslandi hafi neðangreindur hluti þjóðarinnar notið hitaveitu: Árið 1977: 61% — 1978:65% Má frá þessum tölum og raunverulegri notkun til húsakyndingar á þessum árum reikna olíusparnað hitaveitunnar í landinu þannig: Til húsakyndingar Hitaveitur Tll hitunar raunvantleK nptlcun .lafnglldl oliu Alls Tonn j Tonn t Tonn % 1977 106.100 39 166.000 6l 272.100 100 1978 97-000 35 180.100 65 277.100 100 Nú má reikna olíusparnað hitaveitnanna eftir því einingarverði pr. tonn, sem menn kunna að óska sér. Barn á siúkrahúsi Hjúkrunarskóli íslands gengst fyrir ráðstefnu n.k. laugardag um „Barn á sjúkra- húsi“. Fjallað verður um við- íangsefnið: „Hvernig má auka vellíðan og flýta fyrir bata barns á sjúkrahúsi“. I fréttatil- kynningu frá Hjúkrunarskóla íslands segir svo um ráðstefn- una: „Þetta viðfangsefni hefur ver- ið í brennidepli víða um lönd að undanförnu, en lítið verið um það fjallað hér á landi. Undirbúningsnefnd ráðstefn- unnar taldi það mjög knýjandi að hefja umræðu um þetta mál- efni og þannig vekja athygli fólks á, að huga ber raunhæft að andlegri velferð barnsins á sjúkrahúsinu. Ráðstefnan er haldin í Hjúkrunarskóla íslands og hefst kl. 9.00 f.h. með því að Hertha W. Jónsdóttir hjúkrun- arkennari, formaður undirbún- ingsnefndar, setur ráðstefnuna. María Finnsdóttir hjúkrunar- fræðingur heldur fyrirlestur um „Barn á sjúkrahúsi". Hörður Bergsteinsson barnalæknir talar um „Samband foreldra og barna- læknis“ — Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður heldur fyrir- lestur um „Gildi skapandi starfs fyrir sjúka barnið" (Creative therapy), og síðan mun Grétar Marínósson sálfræðingur tala um „Áhrif sjúkrahúsvistar á hegðun og námsárangur barna“. Eftir hádegi munu foreldrar segja frá eigin reynslu af sjúkra- húsvist barna sinna. Starfað verður í starfshópum og verða niðurstöður lagðar fram og ræddar í lok ráðstefnunnar. Fundarstjóri verður Aldís Friðriksdóttir hjúkrunarkenn- ari. 12. maí er alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga og hafa al- þjóðleg samtök hjúkrunarfræð- inga (I.C.N.) beint þeim tilmæl- um til hjúkrunarfræðinga um heim allan að þeir vinni opinber- lega að verkefni tengdu barnaár- inu og er þessi ráðstefna fram- lag Hjúkrunarskóla íslands til þess.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.