Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979
Guðni Gunnarsson:
Á þessum vetri eru liðin átta-
tíu ár frá stofnun KristileKs
félags ungra manna og Kristi-
legs félags unj;ra kvenna í
Reykjavík.
Byrjunin var að vísu ekki alls
kostar KlæsileK, því á stofnfundi
varð frumkvöðull félaiíanna, sr.
Friðrik Friðriksson, oftar en
einu sinni að stilla til friðar
meðal fundargesta 0(? að lokum
tók hann einn af hinum ungu
stofnendum félagsins, sem látið
hafði ýmsum skrípalátum á aft-
asta bekk, stillti honum upp við
vetít; og þuldi yfir honum þvílík-
an reiðilestur að aðrir viðstaddir
svitnuðu ok titruðu.
Félagsstarfið hefur eðlilega
tekið mörgum breytingum á
þessum áttatíu árum. Nýjar
starfsstöðva hafa risið,
starfsgreinum fjölgað og félaga-
talan margfaldast. Þó er grund-
völlur þessara kristilegu félaga
enn hinn sami og var fyrir
áttatíu árum. Markmið félag-
anna er að kalla ungt fólk til
fylgdar við Jesúm Krist.
Starf K.F.U.M. og K.F.U.K.
hefur frá upphafi mótast af
þeirri vissu að börn hafi, ekki
síður en hinir fullorðnu, sína
ákveðnu trúarþörf og að þau eigi
sjálfstæðan rétt á því að þeirri
þörf sé mætt með skilningi og í
kærleika. Félögin telja að
trúarþörfinni jafnt og öðrum
þörfum barnsins verði fyrst og
fremst mætt innan vébanda fjöl-
skyldunnar og að engin stofnun
eða félög geti annast kristið
uppeldi fyrir heimilin. En hér
vilja K.F.U.K. og K.F.U.M. samt
koma til móts við foreldra.
Kristilegt barna- og unglinga-
starf félaganna er á vissan hátt
tilboð til foreldra um aðstoð við
trúarlegt uppeldi. Félögin eru
ekki ein um að bjóða slíkt
kristilegt æskulýðsstarf. Þau
eiga samleið með öllum þeim í
kirkju Krists, sem trúað er fyrir
boðun fagnaðarerindisins meðal
barna og unglinga, en K.F.U.M.
og K.F.U.K. hafa frá upphafi
verið frjálst barna- og unglinga-
starf innan þjóðkirkjunnar.
Sérstaða félaganna er sú að
þau setja mikilvægi trúarinnar á
Jesúm Krist sem frelsara og
Drottin ofar öllu öðru, en eru þó
um leið vettvangur alhliða fé-
lagsstarfs. Þau setja sér það
mark að vísa veginn til alhliða
þroska. Börnin og unglingarnir,
sem taka þátt í félagsstarfi
K.F.U.M. og K.F.U.K. eru ekki
aðeins þiggjendur, þau eru einn-
ig gefendur því starfið er ekki
hvað síst þeirra starf. Það er því
einnig á þessu sviði sem hið
frjálsa æskulýðsstarf hefur ótví-
rætt gildi fram yfir tómstunda-
tilboð skemmtanaiðnaðarins,
sem oftast skortir hin persónu-
legu tengsl.
Um þessar mundir er vetrar-
starfi félaganna að ljúka, en
helstu þættir þess eru fundir
yngri deilda fyrir 9—12 ára,
unglingastarf fyrir 13 ára og allt
að 17 ára og aðaldeildir fyrir 17
ára og eldri. Auk þessa hafa
félögin sunnudagaskóla og reka
leikskóla fyrir börn tveggja til
sex ára. Vetrarstarfið byggist
upp á vikulegum fundum fyrir
hvern aldursflokk. Fundarefni
er fjölþætt, sögur, leikir, söngur
o.fl. Nokkuð er um ferðalög,
bæði stuttar ferðir um nágrenn-
Sönghópur á Æskulýðsviku KFUM og K.
Skáli sumarskóla KFUM í Lindarrjóðri í Vatnaskógi.
Unglingafundur f húsi KFUM og K við Amtmannsstíg.
Hvers má
ég vænta?
Ar barnsins
1979
UMSJÓN:
Alfreð Harðarson kennari.
Guðmundur Ingi Leifsson sól-
fræðingur.
Halldór Árnason viðskipta-
fræðingur.
Karl Helgason lögfræðingur.
Sigurgeír Þorgrímsson sagn-
fræðinemi.
K.F.U.K,
og
K.F.U.M
K.F.U.M. og K.F.U.K. hafa í
vetur starfað á sjö stöðum í
Reykjavík en auk þess er fé-
lagsstarf á þrem stöðum á Akur-
eyri, í Kópavogi, Garðabæ,
Hafnarfirði, Keflavík, Seltjarn-
arnesi, Akranesi og Vestmanna-
eyjum og vísir að starfi er í
Sandgerði. Nánari upplýsingar
um félagsstarfið má fá á aðal-
skrifstofu félaganna í Reykjavík,
í síma 17536.
ið og helgarferðir í sumarbúðir
og skála félaganna.
I yngri deildunum eru skipu-
lagðar íþróttakeppnir, svo sem
knattspyrnumót yngri deilda,
borðtennismót unglingadeilda,
reiðhjólarall o.fl. I unglinga-
starfinu eru og haldnar sérstak-
ar vikur og fundir þar sem
félagar úr öllum deildum á
stór-Reykjavíkursvæðinu koma
saman og stuðlar það að því að
tengja saman deildastarfið á
hinum ýmsu stöðum.
A11 margir sönghópar starfa
innan félaganna og koma þeir
fram á fundum og samkomum.
Stærstur þeirra er Æskulýðs-
kórinn sem telur um fimmtíu
manns.
í haust voru félögin kynnt í
unglingaskólum með því að
dreifa þar prentuðu kynningar-
riti í dagblaðabroti. Deildastarf-
ið er allt unnið í sjálfboðavinnu
ög um áramót voru um 200
manns við slík störf á vegum
félaganna í Reykjavík og ná-
grenni. Félögin gangast árlega
fyrir fræðslunámskeiðum fyrir
starfsfólk og gefa út mánaðar-
legt leiðbeiningarit fyrir leið-
toga í yngri deildum.
Á sumrin falla fundarhöld
niður í yngri deildunum en við
tekur starf i sumarbúðum félag-
anna sem eru í Vatnaskógi,
Vindáshlíð, Kaldárseli, Ölveri og
að Hólavatni í Eyjafirði. Á
þessum stöðum dvelja hópar
barna og unglinga að jafnaði
viku í senn. I sumarbúðunum
hefst hver dagur með fánahyll-
ingu og biblíulestri, en síðan
líður dagurinn við alls konar
útilíf, íþróttir, náttúruskoðun og
margt annað sem of langt yrði
upp að telja.
Auk hins eiginlega sumar-
búðastarfs fer fram margvísleg
önnur starfsemi í sumarbúðun-
um, sem sameinast félagsstarf-
inu og styrkir það. Haldin eru
fræðslunámskeið, almenn kristi-
leg mót, sérstök unglingamót,
vinnunámskeið og margt annað.
Þess má geta að í sumar eru
liðin fimmtíu ár síðan hafist var
handa um byggingu skála í
Vatnaskógi og í tilefni þess
verður þar „opið hús“ um versl-
unarmannahelgina. Þess er
vænst að fjölskyldur þeirra
barna sem dvalið hafa í sumar-
búðunum komi í heimsókn um
þá helgi, svo og þeir mörgu sem
dvalið hafa í Vatnaskógi á liðn-
um árum og áratugum. Fjölþætt
dagskrá verður fyrir alla' fjöl-
skylduna og næg tjaldstæði.
Verður þá einnig vígt nýtt,
glæsilegt íþróttahús.
Þá verður einnig sérstakur
fjölskylduflokkur í sumarbúðun-
um í Vindáshlíð. Nánari upplýs-
ingar um sumarbúðirnar má fá á
aðalskrifstofunni.
Á sumrin er íþróttasvæði fé-
laganna við Holtaveg í Reykja-
vík notað til íþrótta- og leikja-
kvölda fyrir unglinga. Þá verður
í sumar farin hópferð á norrænt
unglingamót í Noregi, en félögin
á Norðurlöndum skiptast á um
að halda slík mót.
Eftir áttatíu ára starf meðal
barna og unglinga standa félögin
nú á vegamótum. Þau eiga sér
gildan sjóð minninga um blóm-
legt og blessunarríkt starf á
liðnum árum. Félagsstarfið hef-
ur borið þess vitni að rúm hefur
verið fyrir eldmóð og áræði
æskunnar, þótt sá dáða hugur
hafi eflaust valdið hinum eldri
nokkrum áhyggjum á stundum
og jafnvel kvíða er þeir hug-
leiddu hvert þetta eða hitt upp-
átækið kynni að leiða félögin. En
þegar litið er yfir farinn veg má
sjá að það var einmitt fram-
takssemi hinna ungu, sem gert
hefur K.F.U.K. og K.F.U.M. að
þeim félögum sem þau eru í dag.
Saga félaganna hefur enn ekki
verið rituð, en hitt er víst að þau
hafa skráð sögu sína á hjörtu
margra ungra pilta og stúlkna
sem tekið hafa þátt i félagsstarf-
inu.
Sumir hafa sagt að í félögum
sem árum saman hafi starfað
meðal barna og unglinga ætti
það að vera óþarft að halda
sérstakt barnaár. Svo er þó ekki,
og í raun og veru ættu slík félög
að vera fyrst til þess að sjá þörf
þess að rödd barnanna fái að
heyrast. Samfélagið leggur oft
áherslu á það sem börnin verði,
er þau vaxa upp, ljúka náníi og
ganga inn í heim hinna full-
orðnu. Æskulýðsstarf K.F.U.M.
og K.F.U.K. eins og reyndar
margra annarra félaga leggur
áherslu á mikilvægi þess tíma
sem barnið er barn. Félögin
vænta þess að barnaárið verði til
þess að bæta stöðu hinna ungu
bæði hér heima og úti í hinum
stóra heimi og þau vilja vinna að
því verkefni á þann hátt sem þau
vita bestan, sem er að starfa í
sameiningu að útbreiðslu ríkis
Guðs á meðal æskunnar.
Jón Halldór Hannesson.
í grein sem birtist í Morgun-
blaðinu 18. janúar 1978 fjallaði ég
um áhrif iðkunar innhverfrar
íhugunar (Transcendental Medi-
tation Technique) á samfélagið.
Þar benti ég m.a. á að komið hefði
í ljós að þegar 1% íbúa svæðis
iðkar innhverfa íhugun breytast
straumar tímans, því iðkunin hef-
ur ekki aðeins þau áhrif að hækka
vitundarstig einstaklinganna
heldur dreifast samstillandi áhrif
til umhverfisins. Einstaklingsvit-
und er grunneining samvitundar
og hefur áhrif á hana. Batnandi
samvitund hefur svo aftur áhrif á
vitund einstaklinga því áhrif eru
alltaf gagnkvæm.
1% í Reykjavík
Fyrir síðustu áramót náðist
þetta 1% mark hér á Reykjavík-
ursvæðinu og nú vantar ekki
mikið á að 1% landsmanna iðki
innhverfa íhugun. I ofannefndri
grein sagði að með tilliti til
vaxandi fjölda iðkenda innhverfr-
ar íhugunar hérlendis og með
tilliti til þess að vísindarannsókn-
ir gerðar í um 20 löndum víðsveg-
ar um heim hefðu þegar staðfest
jákvæðan áhrifamátt innhverfrar
íhugunar væru „sterkar vísinda-
legar líkur og rök fyrir því að á
árinu sem nú er nýbyrjað (1978)
vaxi einstaklingar þjóðarinnar í
ósigranleika gagnvart slysum,
veikindum, glæpum og öðru óláni.
Þjóðin verður heilsteypt, skipuleg
og samstillt í innri byggingu sinni
og þar með ósigranleg út á við.“
Hér á síðunni birtist listi af
tilvitnunum úr blöðum sem ég tel
að sýni þá jákvæðu átt sem
straumar tímans stefna nú í hér á
landi.
Hvernig má vera að einföld
huglæg aðferð, sem iðkuð er í 20
mín. tvisvar á dag, geti haft jafn
samstillandi áhrif á umhverfið og
raun ber vitni? — I stuttu máli
sagt stafa áhrifin af því að iðkandi
innhverfrar íhugunar lífgar upp
grunnsvið sitt, vitundina. Iðkunin
felst í því að skynja minna örvuð
starfsstig hugarins þar til fengin
er reynsla af sviði minnstrar
örvunar, óbundinni tærri vitund.
Þessu grunnsviði hugarins hefur
verið jafnað saman við grunnsvið
efnisins skv. skammtafræði eðlis-
fræðinnar (sjá mynd). Þar er líka
talað um óbundið, óhöndlanlegt
grunnsvið, sem er uppruni nátt-
úrulögmálanna, því segja megi að
náttúran byrji að starfa frá því
sviði. Við það að athyglin fer til
þessa grunnsviðs hugar, efnis og
orku lífgast það og þá skapast
samstillandi áhrif frá þessu
grunnsviði til alls umhverfisins.
Til að varpa Ijósi á þetta mætti
taka dæmi af blómsafa í jurt.
Blómsafinn liggur alls staðar að
baki en sést þó ekki. Ef lífga
mætti upp svið blómsafans hefði
það jákvæð áhrif á alla þætti
jurtarinnar, því öll jurtin er ekk-
ert annað en umsköpun blómsaf-
ans. Á sama hátt hefur það
jákvæð áhrif á alla þætti mann-
lífsins þegar vitundin er upplífg-
uð.
Árið 1975 lýsti Maharishi Mah-
esh Yogi yfir dögun tímaskeiðs
uppljómunar. Hann taldi að á
grundvelli vísindarannsókna, sem
sýnt hefðu að Innhverf íhugun
væri áhrifamikil en einföld leið til