Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1979 Norðmenn vilja ekki ögra fclendingum varðandi efnahags- lögsöguna við Jan Mayen Nýlega birtust í norska blaðinu Aftenposten þrjár greinar þar sem fjallað er um helztu vandamál, sem Norðmenn eiga við að etja um þessar mundir á sviði hafréttarmála, þ.e. efnahagslögsöguna við Jan Mayen, svæðið í kringum Svalbarða og skiptalínu í Barentshafi. Höfundar greinanna eru Hans Petter Nielsen og Morten Fyhn, en báðir hafa á undanförnum árum ritað mikið um þessi mál í Aftenposten. Norðmenn eiga ekki aðeins í höggi við Sovétmenn um skipan mála á norðurslóðum, um vænt- anlega 200 mflna löglögu um- hverfis Jan Mayen stendur tog- streitan milli fslendinga og Norðmanna. sem hvorir tveggja eiga aðild að NATO. Þótt Jan Mayen-málinu verði til lykta ráðið með öðrum hætti en þeim að miðlfnureglan verði lögð til grundvallar telja áreiðanlegir heimildarmenn í Ósló ekki að þar með fái Sovétmenn í hendur mikilvægar röksemdir varðandi það að hve miklu leyti tillit skuli tekið til miðlínu, póllínu eða annarra kosta varðandi skipt- ingu Barentshafs. Hugsanleg deila um hvar línan skuli dregin milli Jan Mayen og íslands er ekkert aðalatriði. Spurningin er fyrst og fremst sú, hvort íslendingar fallist yfirleitt á rétt Norðmanna til einkalög- sögu við Jan Mayen. Islenzki utanríkisráðherrann, Benedikt Gröndal, hefur í vetur orðið fyrir aðkasti á Alþingi fyrir að hafa tjáð norskum blaða- manni, að samkvæmt heimild í núgildandi þjóðarrétti eigi Norð- menn rétt á einkalögsögu við Jan Mayen. Eftir að frétt um þessi ummæli barst til íslands var það haft á orði þar að sakleysingjar væru ekki lengur bláeygðir heldur gröndalskir. Leiðtogi Alþýðubandalagsins, Lúðvík Jósepsson, taldi áform Norðmanna um efnahagslögsögu út í hött. íslenzka ríkisstjórnin, sem á við alvarleg vandamál að stríða vegna glundroða í efna- hagsmálum er greinilega klofin í afstöðunni til Jan Mayen. Innan norsku stjórnarinnar eru menn ekki þeirrar skoðunar aí sakleysi ráði skoðunum Benedikts Gröndals í þessu máli, — fremur sé það raunsæi, sem sé í fullu samræmi við þann texta, sem sameinuðu þjóðirnar hafa til með- ferðar um þessar mundir. Af drögum að nýjum hafréttar- sáttmála að dæma getur ekkert ríki hindrað það, að efnahagslög- sögu verði komið á fót við Jan Mayen. Knut Frydenlund utanrík- isráðherra hefur bent á þetta, en vill bíða með að ákveða hvenær útfærsla fari fram þar sem norska stjórnin vilji hafa fullt samráð um hana við íslendinga. Frydenlund getur vísað til þriðju greinar í 121. kafla í sáttmáladrögunum. Þar segir að kiettar, þar sem ekki er forsenda fyrir búsetu manna eða sjálf- stæðu atvinnulífi, skuli ekki hafa eigin efnahagslögsögu eða land- grunn. Jens Evensen sendiherra telur ekki horfur á að þessum texta verði breytt í drögunum. Norðmenn gætu vart fallizt á að eyja á stærð við Mjösa verði skilgreind sem klettur. Norsk stjórnvöld vilja auk þess halda því fram að ekkert sé því til fyrir- stöðu að fólk geti setzt að á eynni, og að í framtíðinni verði vel hægt að hafa þar sjálfstætt atvinnulíf, til dæmis í sambandi við sjávar- útveg eða olíuvinnslu. Það, sem hingað til hefur farið fram á hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna er hins vegar ekki jafneindregið í samræmi við hagsmuni Norðmanna, þegar um það er að ræða hvar draga skuli mörkin milli efnahagslögsögu ís- lendinga og vætnanlegrar lögsögu umhverfis Jan Mayen. Lögsögumörkin munu ganga á víxl á svæði, sem er um 25 þúsund ferkílómetrar að stærð, það er að segja nokkurs konar „grátt svæði". Hvar mörkin skuli dregin yrði útkljáð með viðræðum, en á hafréttarráðstefnunni hefur verið tilhneiging til að draga úr mikil- vægi miðlínureglunnar, sem Norðmenn hafa að verulegu leyti stuðzt við í viðræðum við Sovét- ríkin um Barentshaf. í staðinn er lögð áherzla á að sanngirnissjón- armið skuli ráða og mál útkljáð með samningaviðræðum. Sann- girnissjónarmið er viðmiðun, sem komið gæti Norðmönnum í klípu gagnvart íslendingum. Norska stjórnin þarf að íhuga hvort skiptir meira máli: Krafa norskra sjómanna um að færa út efnahagslögsöguna sem fyrst, eða krafa áhrifamikilla afla innan NATO-ríkisins íslands um að ekki verði fært út í 200 mílur við Jan Mayen. Afstöðu íslendinga verður mætt með skilningi og enda þótt aðeins um 15% íslenzku þjóðar- innar starfi innan atvinnugreina, sem tengjast sjávarútvegi, eru tekjur af sjávarafurðum milli 16 og 17% af brúttóþjóðarfram- leiðslu, og útflutningur sjávaraf- urða nemur um 75% af útflutn- ingsverðmætum þjóðarinnar. ís- lendingar eiga að heita má ekki aðrar náttúruauðlindir en fisk. Án efa hafa öryggishagsmunir ráðið mestu um þá ákvörðun norsku stjórnarinnar að bíða með útfærsluna við Jan Mayen. Þá er þess að gæta að fiskveiðigæzlan hefur ekki tök á að fylgjast með svo stóru hafsvæði sem hér um ræðir, auk efnahagslögsögunnar við meginlandið og fiskveiðisvæð- isins við Svalbarða, en góð sam- skipti við íslendinga, sem eru mikilvæg samstarfsþjóð á sviði öryggismála, eru allt annars eðlis. Johan Jörgen Holst aðstoðar- varnarmálaráðherra hefur vakið athygli á þessari staðreynd. í þorskastríðunum svonefndu hót- uðu íslendingar því að leggja niður varnarstöðina í Keflavík og að taka til endurskoðunar aðild- ina að NATO. í þessu sambandi er vert að íhuga afstöðu Knut Frydenlunds til Islendinga. Fyrsta landið, sem Frydenlund óskaði að heimsækja eftir að hann tók við embætti utanríkisráðherra 1973, var ís- land. í þriðja þorskastríðinu milli Breta og Islendinga tók hann að sér að hafa milligöngu um við- ræður og tókst óvænt vorið 1976 að koma á sáttum í deilu þessara tveggja NATO-ríkja. Það kunna Islendingar enn að meta. Það er ólíklegt að Frydenlund tæki þátt í því að Norðmenn hættu sér út í eins konar þorskastríð við íslend- inga. Auk þess telja Norðmenn óæskilegt að ögra íslendingum í sambandi við landgrunnsmál. Á íslandi halda sumir því fram að Jan Mayen hafi ekki eigið land- grunn, heldur sé eyjan á hinu íslenzka landgrunni. Þessi skoðun minnir býsna mikið á það, sem Norðmenn halda fram varðandi Svalbarð: Að eyjaklasinn sé á norska landgrunninu. Mikill og óvæntur loðnuafli við Jan Mayen í fyrrahaust varð til þess að auka mjög áhugann á efnahagslögsögu við eyna. Ýmis- legt bendir þó til þess að þessi mikli loðnuafli hafi verið einangr- að fyrirbæri, og að sérstök lofts- lagsskilyrði hafi orðið til þess að loðnan fór að þessu sinni norðar en venjulega. Þórður Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri í íslenzka sjávarútvegsráðu- neytinu, segir að í haust hafi hafís rekið óvenjulangt til norðurs. Þetta hafi síðan orsakað að sjáv- arhiti við Jan Mayen hafi orðið hærri en ella, og að loðnustofninn, sem annars hefði haldið sig við ísland, hafi farið norður. Þórður Ásgeirsson telur það styðja þessa kenningu, að um sama leyti og norski hringnótabáturinn Melöy- vær fékk óvænt 13 þúsund hektó- lítra af loðnu vestur og norð- vestur af Jan Mayen hafi íslenzkir loðnubátar ekki orðið varir við loðnu á sömu slóðum og vant er á þessum tíma. Það er nú sameiginlegt verkefni norskra og íslenzkra fiskifræð- inga að komast að því hvers konar loðna það var, sem Melöyvær fékk. Ekki er vitað hvort hún er af áður óþekktum Jan Mayen-stofni eða hvort það var íslandsloðnan, sem „villzt" hafði norður. Hver svo sem niðurstaðan verður mun hún án efa hafa áhrif á umræður um efnahagslögsöguna. Þar til „nýja loðnan" uppgötv- aðist í haust — sem ekki vakti síður athygli íslenzkra sjómanna en norskra — voru miðin við Jan Mayen nokkurs konar þokublettir á auðlindakortum haffræðinga. Norsk skip hafa fengið nokkuð af rækju við eyna, en miðin þar hafa annars ekki verið sérlega mikil- væg. Nauðsyn þess að vernda auð- lindir hefur verið mikilvægasta röksemdin fyrir því að komið skuli á efnahagslögsögu, og sú er meðal annars skoðun norska stjórnvalda á sviði fiskveiða. Hallstein Rasmussen fiskimála- stjóri sagði í desember í fyrra að með tilliti til fiskveiða í framtíð- inni væri æskilegt að lögsögunni yrði komið á hið fyrsta. Þó er ástæða til að gefa því gaum að auðlindir einskorða sig ekki við fisk. Horfur á því að gas og olía finnist við Jan Mayen eru góðar. Sviðsmynd úr Saumastofunni í uppsetningu Leikklúbbs Laxdæla Saumastofa í heimsókn Leikklúbbur Laxdæla Búð- ardal: SAUMASTOFAN eftir Kjartan Ragnarason. Leikstjóri Jakob S. Jónsson Sunnudaginn 6. maí sýndi Leikklúbbur Laxdæla Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson í Félagsheimili Seltjarnarness. Klúbburinn var stofnaöur 1971 og hefur staöið fyrir mörgum leiksýn- ingum og bókmenntakynn- ingum. Saumastofan er verk sem ekki er vandalaust aö flytja þótt efni þess sé einfalt og sama sviösmynd allan tím- ann. Leikritið gerist á saumastofu. í tilefni sjötugs- afmælis einnar starfskon- unnar er vinna lögö niöur og haldiö eftirminnilega upp á daginn. Konurnar gerast flestar ölvaöar og taka aö rifja upp ævi sína og láta allt fjúka. Viö kynnumst þeim hverri og einni í frásögnum þeirra og söng því aö Saumastofan er öörum þræöi söngleikur. Söngvarn- ir sækja næringu í Brecht og er ekkert viö það aö athuga. Lögin eru lagleg og sumir textarnir hitta í mark. Saumastofan hefur eins og kunnugt er hlotiö vinsældir og kemur þaö ekki á óvart. Þetta er verk sem í senn er gáskafullt og alvörugefið, flytur félagslegan boöskaþ um stöðu kvenna og launa- fólks almennt. Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Söngatriöin krefjast nokk- urs af leikendum. Mér þóttu leikendur komast sæmilega frá flutningnum. Aö vísu skorti hraöa í sýninguna, hún var nokkuð þunglama- leg þótt úr því rættist þegar á leiö. Aftur á móti komst allt prýöilega til skila og er þaö góður árangur þegar áhuga- fólk á í hlut. Ekki er ástæöa til aö gera upp á milli leik- enda, en meöal þeirra sem vöktu athygli fyrir leik sinn voru Auður Tryggvadóttir í hlutverki Gunnu og Þórey Jónatansdóttir í hlutverki Siggu. Aðrir leikendur voru Böövar B. Magnússon, Elísabet Magnúsdóttir, Guðrún Konný Pálmadóttir, Inda Sigrún Gunnarsdóttir, Sigrún Ósk Thorlacíus, Svanbjörn Stefánsson og Þórir Thorlacíus. Saumastofan er fyrsta leikstjórnarverkefni Jakobs S. Jónssongr og verður ekki annaö sagt en honum hafi tekist vel aö nýta þá krafta sem í þessu áhugasama fólki búa. Brottviknirigin úr Reykjanesskóla BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá skólanefnd Héraðsskól- ans í Rcykjanesi. Á fundi skólanefndar Héraðs- skólans í Reykjanesi 4. maí s.l. var gerð eftirfarandi samþykkt vegna skrifa Rögnu Aðalsteinsdóttur í Morgunblaðinu 5. mars s.l. um Reykjanesskóla: „Á fundi skólanefndar Héraðs- skólans í Reykjanesi s.l. haust gerðu skólastjóri og kennarar grein fyrir tildrögum þess að vísa varð syni Rögnu úr skólanum. Einnig hafði Ragna þá nokkru fyrr borið fram umkvörtun til einstakra skólanefndarmanna, sem þeir gerðu grein fyrir. Á nefndum fundi þótti ekki ástæða til að gera sérstaka bókun um úrskurð í málinu, en eigi að síður var það álit okkar allra, að ekki væri hægt, eftir málsatvikum, að taka undir kröfu frá móður drengsins um áframhaldandi dvöl hans í skólanum. Á fundi skólanefndar Héraðs- skólans 4. maí s.l. var gerð eftir- farandi bókun: „Skólanefnd lýsir vanþóknun á skrifum Rögnu Áðalsteinsdóttur í Morgunblaðinu 5. mars s.l., en skrif þau eru meira eða minna villandi, óbilgjörn og ósönn um skóiahald í Reykjanesi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.