Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 34
34
MORGIJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAI 1979
Magnús L. Sveinsson:
Dapurlegt að kynnast
atvinnuleysisvofunni
BORGARFULLTRÚAR Sjálf-
staAisflokksins háru nýlojía fram
fyrirspurn um artj{orðir varðandi
vanda som K»“ti orðið vcgna at-
vinnuorfiðloika skólafólks.
Guðmundur 1>. Jónsson (Abl)
svaraði og saj{ði. að 2. maí hcfðu
455 stúlkur og 309 piltar oldri cn
10 ára vcrið búin að láta skrá sijj
hjá RáðninKarstofu Roykjavfkur-
borKar. Auk þoss væru skráð 93
unKmcnni. 56 stúlkur ok 37 pilt-
ar. som næðu 16 ára aldri fyrir 1.
júlí 1979. Samtals væru þctta 857
cinstaklingar, en samsvarandi
tala fyrir 1978 hefði vorið 894.
Majjnús L. Sveinsson (S) sagði
blasa við erfiðleika í atvinnumál-
um skólafólks. Nauðsynlejjt væri
því, að borgarstjórn gerði átak í
að jjreiða jíötu þessa fólks. Sumar-
leyfi úr skóla væru ekki einungis
til tekjuöflunar heldur einnig og
ekki síður til uppbyKjíjandi
þroska. Það væri miður að þurfa
kynnast atvinnuleysisvofunni.
Gera mætti ráð fyrir, að nú þyrfti
Mál skóla-
fólks
áhyggjuefni
að grípa til aukafjárveitingar eins
og á liðnum árum til lausnar
vandanum. Guðmundur Þ. Jóns-
son sagði rétt, að verulegur sam-
dráttur væri en vænta mætti
lausnar á málinu bráðum. Páll
Gíslason (S) sagði hollt fyrir ungt
fólk að kynnast atvinnulífinu og
þess vegna væri atvinnuleysi ógn-
vekjandi. Kristján Benediktsson
(F) sagði mjög brýnt að taka þessi
mál föstum tökum, nú mætti
búast við að gera þyrfti meira en
áður. Ólafur B. Thors (S) sagði, að
áhyggjur manna vegna þessa
væru nú meiri en áður. — Eg óska
eindregið eftir, að borgarráð og
atvinnumálanefnd fjalli um málið
á næstu fundum til að leysa það.
Þetta væri alls ekki flokkspólitískt
mál, þetta væri áhyggjuefni og öll
borgarstjórn yrði að leggja hönd á
plóginn. Magnús L. Sveinsson
sagði, að til væru hjá Skógræktar-
félaginu 50 þús. plöntur og myndi
vinna við gróðursetningu þeirra
auk plantnanna sjálfra kosta um
35 milljónir króna.
Ragnar Júlíusson:
Þjónkun meirihlutans
við ríMsvaldið furðuleg
EINS OG kunnugt er af fyrri frétt-
um hér í Mbl. eru fyrirsjáanlegar
allnokkrar sviptingar á skipulagi
framhaldsskóla í Reykjavík næsta
skólaár. Kristján Benodiktsson (F)
gerði þessi mál að umtalsefni á
síðasta fundi borgarstjórnar. 1. Ekki
er gert ráð fyrir, að framhaldsdeild-
Lr starfi við Laugalækjarskóla. A
borgarstjórnarfundinum flutti
Ragnar Júlíusson (S) breytingartil-
lögu, sem hann ásamt Elínu Pálma-
dóttur og Davið Oddss.vni fulltrúum
Sjálfstæðisflokksins höfðu áður flutt
í fræðsluráði, en þar segir að við
Laugalækjarskóla skuli áfram
starfa verzlunardeildir ásamt 7.-9.
bekk grunnskóla. Þetta felldi borg-
arstjórnarmeirihlutinn. 2. Ármúla-
skólinn hætti að starfa á grunn-
skólastigi en verði fjölbrautaskóli í
tengslum við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti. Þetta samþ.vkkti borgar-
stjórn samhljóða. 3. Kvennaskólinn
taki aðeins inn tvær bekkjardeildir
nemenda á fyrsta námsári uppeldis-
brautar og starfi í tengslum við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Sjálfstæðismenn fluttu tillögu um,
að skólinn verði áfram undir sjálf-
stæðri stjórn þó útskrift verði fyrst
um sinn í tengslum við FBr. Þetta
felldi borgarstjórnarmeirihlutinn. 4.
Samstarf Iðnskólans og Vörðuskól-
ans haldi áfram, en athugaðir verði
möguleikar á, að kennsla Vörðuskól-
ans takmarkist ekki eingöngu við
fornám. Framlengd verði óbreytt
heimild til rekstrar sjóvinnudeildar
við Hagaskóla. Þarna vildu sjálfstm.
láta vera: Samstarf við Iðnskólann
verði með svipuðum hætti og verið
hefur, þó verði sú breyting á, að
þessi starfsemi flytjist úr Vörðu-
skóla í Austurbæjarskóla. Athugaðir
verði möguleikar á, að þessi kennsla
takmarkist ekki eingöngu við for-
nám. Fósturskóla Islands verði
leigður Vörðuskóli þar til séð verður
hvort Fjölbrautaskóli Austurbæjar
verður stofnaður. Afgangurinn er
eins. Borgarstjórnarmeirihlutinn
felldi þetta.
Auk þessa voru fimm aðrir liðið
þarna í nokkuð almennir. Sjálfstm.
gerðu breytingartillögur við þrjá
þeirra, einn var samþykktur en hinir
felldir.
Ragnar Júlíusson varaði við því,
sem og hafði líka komið fram í
bókun hans og tveggja annarra
sjálfstæðismanna í borgarráði, að
fræðsluráð léti af hendi til ríkisins
skólahúsnæði borgarinnar þrátt fyr-
ir fækkun í ýmsum hverfum, því hér
gæti verið um tímabundið ástand að
ræða. Til lausnar vanda Myndlista-
og handíðaskólans mætti benda á
Víðishúsið, sem menntamálaráðu-
neytið hefur nú til umráða.
Ragnar Júlíusson sagði margt
furðu gegna í hugmyndum meiri-
hlutans. Hann benti á, að t.d. Ar-
múlaskóli væri sérhannaður fyrir
verknám og þar hefði Iðnskólinn
haft aðstöðu. Eðlilegast væri, að ef
einhverjar breytingar yrðu fengi
Iönskólinn pláss þar. Ragnar Júlíus-
son spurðist fyrir um hvort selja
ætti húsið við Laugalækjarskóla.
Þar væru sérhannaðar kennslustof-
ur sem alls væri óljóst með nýtingu
á. Ragnar Júlíusson varpaði fram
þeirri spurningu hvort frekar mætti
nú ætla, að Kristján Benediktsson
hefði verið fulltrúi borgarinnar eða
ríkisvaldsins í viðræðunefnd, sem
fjallað hefði um málið. Alla vega
væri þjónkun borgarstjórnarmeiri-
hlutans við ríkisvaldið í þessum
málum furðulegt þó ekki væri meira
sagt. Kristján Benediktsson taldi
afstöðu sína ekkert óeðlilega.
Var úrskurður forseta
borgarstjórnar rangur?
Við afgreiðslu á tillögu sjálf-
stæðismanna um opnunartíma
veitingahúsa áttu þeir Sigurjón
Pétursson forseti borgarstjórnar
og Birgir Isleifur Gunnarsson
hvöss orðaskipti. Umræðum um
málið var lokið og þar með
mælendaskrá lokað. Breytingar-
tillögur sem Adda Bára Sigfús-
dóttir og Sjöfn Sigurbjörnsdótt-
ir lögðu fram voru felldar. Komu
þa-r þá fram með nýja tillögu,
sem sjálfstæðismenn mótmæltu
harðlega, en forseti borgar-
stjórnar úrskurðaði, að væri
réttmæt. Var þessi tillaga á þá
leið, að borgarstjórn beindi því
til ráðuneytis, að heimild til
opnunartíma hins lengri yrði
háð skilyrði um vínlaust kvöld
einu sinni í mánuði á föstudegi
eða laugardegi. Birgir Isleifur
Gunnarsson lét bóka mótmæli
sín og kom þar fram, að hann
teldi úrskurð forseta borgar-
stjórnar, Sigurjóns Péturssonar,
rangan. Kvaðst Birgir ísleifur
áskilja sér rétt til frekari úr-
skurðar um málið. Sigurjón Pét-
ursson lét bóka, að ein orðalags-
breyting hefði fram komið og
ekkert væri óeðlilegt við þetta.
Tillagan var síðan samþykkt
með átta atkvæðum. Tillagan
var efnislega á þá leið, að borg-
arstjórn beinir því til dómsmála-
ráðuneytisins, að heimildir til að
hafa opið til 03 verði bundnar
skilyrði því sem áður er greint
frá.
Punktakerfi lóðaúthlutunar:
Gattað og getur leitt
til ósanngjamrar
niðurstöðu
—segja sjálf-
stæðismenn
Borgarstjórnarmeirihluti vinstri
manna hefur nú ákveðið, að
umsækjendur um byggingalóðir í
Reykjavík í vor skuli „punktaöir".
Nú á að taka upp punktakerfi þar
sem viðkomandi aðilar fá punkta
fyrir stiginlífsspor svo sem búsetu í
Reykjavík, atvinnu, val maka úr
Reykavík eða annars staðar auk
þess sem umsækjendur geta fengið
„punkta” með maka sínum. Margt
fleira ath.vglisvert er í hinum nýju
drögum að reglum fyrir lóðaúthlut-
un,
Einn af oddvitum meirihlutans,
Sigurjón Pétursson (Abl). gerði
grein fyrir málinu við afgreiðslu
þess í horgarstjórn.
Sigurjón Pétursson sagði, að t.d.
við lóðaúthlutun á Stóragerðis-
svæðinu 1972 hefði það haft veru-
lega þýðingu að þekkja menn á
réttum stöðum. Sá sem engan póli-
tískan aðila hafi haft á bak við sig
hafi verið útilokaður. Margar tillög-
ur hefðu á liðnum árum komið fram
um bót á lóðaúthlutun, en þær verið
felldar. Hinar nýju reglur væru í
þremur köflum. Skipti þar máli
hvort menn væru fjárráða, ísl.
ríkisborgarar og skuldlausir við
borgarsjóð.
Sigurjón Pétursson sagði, að sett
hefði verið upp punktakerfi til
flokkunar. Skipti þar máli samfelld
búseta, vinna, heilsuspillandi
húsnæði. Fá menn vissa punkta
fyrir þetta, ennfremur búsetu eftir
20 ára aldur. Hæst geta menn
komist í 80 punkta. Menn fá puhkta
með maka sínum. Sigurjón sagði, að
hver einasti umsækjandi ætti nú að
geta reiknað út stigin sín sjálfur.
Sigurjón Pétursson sagði ákaf-
lega ósennilegt, að menn hefðu nú
hitt í f.vrstu lotu á hið fullkomna
réttlæti en þau væru sannfærð um,
að hér hefði verið stigið spor í rétta
átt.
Birgir íslcifur Gunnarsson (S)
sagði, að eitt af vandasamari verk-
um borgarráðs hefði á liðnum árum
verið lóðaúthlutun. Sú mynd og
frásögn, sem Sigurjón Pétursson
hefði greint frá væri hins vegar ýkt
og röng. Ágreiningur um lóðaút-
hlutanir væri í raun mjög sjaldgæf-
ur. Hingað til hefðu borgarráðs-
menn ávallt getaö útskýrt úthlut-
anir á hlutdrægan hátt. Annars
konar fullyrðingum mótmælti hann
harðlega.
Birgir Ísleifúr Gunnarsson sagði,
að nú skæru punktar úr og væri það
öðru vísi en áður. Samkvæmt þessu
kæmu menn ekki til álita nema þeir
gætu sýnt fram á fjármögnunar-
möguleika. Fyrsta atriðið væri
flokkun i ríka og fátæka, en það
væri gert að höfuðatriði. Athyglis-
vert væri, að einmitt vinstri menn
sta‘ðu að slíku. Allir vissu, að fjöldi
manns byrjaði á íbúðakaupum og
húsabyggingum án þess að geta
sýnt fram á getu til þess og jafnvel
ekki sannfært sjálfa sig um það.
Þetta næðist þó oftast með mikilli
vinnu, aðstoð ættingja og vina eða
annarra þegar á hólminn væri
komið.
Sannleikurinn væri sá, að jafnvel
ha>stu tekjur d.vgðu ekki einu sinni
til að reisa eibýlishús þegar slíkt
væri lagt á borðið. Nú ætti að
greina menn að í fátæka og ríka.
Þegar borgarstjórnarmeirihlut-
inn væri búinn að skipta mönnurh í
ríka og fátæka þá yrði fóikið sett
inn í punktakerfi. Ef til vill kunni
punktakerfi að hafa margt til síns
ágætis, en lífið væri flóknara en
svo, að hægt væri að flokka alla
einstaklinga í punktakerfi eftir
stigin lífsspor. Athyglisverðasta
dæmið um ranglætið væri, að 21 árs
gamall maður sem flyttist til
borgarinnar væri eins settur og
jafnaldri hans sem alla sína tíð
hefði búið í borginni. Þá væri
ekkert tillit tekið til fjölskyldu-
stærðar. Ekki væri möguleiki á að
laða fyrri íbúa borgarinnar til baka
með lóðaúthlutunum. Höfuðgagn-
rýnin væri þó á peningamálin.
Tillagan byggði á, að allt mannlíf
yrði fellt í kerfi, en skoðun sín væri,
að slikt yæri í raun alls ekki hægt.
Birgir ísleifur Gunnarsson las
síðan bókun sjálfstæðismanna, en
þar segir m.a.: „Undanfarin ár hafa
lóðaúthlutanir farið eftir reglum,
sem borgarráð hefur sett..og
ennfremur". .. Hinar margþættu
aðstæður lóðarumsækjanda hljóta
alltaf að koma til huglægs mats
borgaryfirvalda og svo er ráð fyrir
gert enn skv. hinum nýju reglum,
sbr. fjárhagsgetu...“ „Þó að tilraun
þessi sé góðra gjalda verð teljum
við að á slíku kerfi séu gallar, sem
gætu leitt til mjög ósanngjarnrar
og óeðlilegrar niðurstöðu.“ „Við
sitjum því hjá.“
Kristján Benediktsson (F) sagði
að ekki væri hægt að setja reglur í
fyrsta skipti sem fullnægðu réttlæt-
inu, en endurskoða mætti reglurnar
árlega. Augljóst væri, að fjármagn
hefði og yrði lagt til grundvallar.
Það væri að sjálfsögðu innlegg í
málið ef umsækjandi gæti bent á
yæntanlegan stuðning ýmissa aðila.
Á heildina litið fælist ekki í þessu
stórbreyting.
Sigurjón Pétursson sagðist
harma, að annmarkar punkta-
kerfisins hefðu enn ekki komið
fram. Hann kvaðst vilja benda á, að
ákvæðið um fjármögnun hefði
ávallt verið haft í huga. Því héti
hann, að þcir sem á einhvern hátt
gætu sýnt fram á getu sína til
húsbygginga skyldu ekki hindraðir.
Páll Gfslason (S) sagði að með
þessu skertist hlutur unga fólksins.
Hann lagði til að aldurstakmarkið
yrði 16 ár en ekki 20 ár.
Alhert Guðmundsson (S) sagðist
hafa tekið eftir, að Sigurjón hefði
ekki getað setið á sér að kasta
slagorðum, ef hann teldi sig vinna
drengilega ætti hann að viður-
kenna, að sjálfstæðismenn gerðu
það líka.
Sjiifn Sigurhjörnsdóttir (A) sagð
sjálfsagt að reyna þetta nú. Tillaga
Páls Gíslasonar var felld, en
borgarstjórnarmeirihlutinn sam-
þykkti síðan punktakerfið.