Morgunblaðið - 10.05.1979, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1379
Þorsteinn
Sveinsson
lögmaður:
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að óperuflutningur í Þjóð-
leikhúsinu hefur undanfarið mátt
vera meiri en raun hefur orðið á
og hefur fjárskortur hamlað að-
gerðum. Lengi var það von allra
listunnenda, að þegar lögin um
Þjóðleikhús litu dagsins ljós
myndu allar vonir rætast í þessu
efni. Lög þessi hlutu samþykki á
Alþingi 3. maí 1978 og stendur þar
í 3. gr. þeirra, að Þjóðleikhúsið
skuli árlega flytja óperu og söng-
leiki. Þrátt fyrir góðan vilja hæst-
virtrar ríkisstjórnar, þjóðleikhús-
stjóra og þjóðleikhúsráðs hafa
engu að síður fjárreiður Þjóðleik-
hússins verið skornar svo niður,
að ekki hefur verið unnt að fram-,
fyglja lögunum að þessu leiti. Við
svo búið má eigi lengur standa.
Þess vegna samþykkti
aðalfundur þjóðleikhúskórsins,
sem haldinn var í Kristalssal
Þjóðleikhússins 19. febrúar 1979,
áskorun á Alþingi og rfkisstjórn,
að sjá svo um að Þjóðleikhúsinu
verði veitt nægilegt fé til
flutnings óperu nú á þessu ári og
að ákvæði 3. greinar laga um
Þjóðleikhús frá 3. maí 1978 verði
virt varðandi flutning óperu og
söngleikja árlega, með sér fram-
lagi í þessu skyni á fjárlögum
ríkisins.
Ópera, óperetta og söngleikir
Til að kynna almenningi hvað
lögin um þjóðleikhús eiga raun-
verulega við, fer best á því að geta
með örfáum orðum skilgreiningar
á orðinu „ópera", „óperetta“ og
„söngleikur". Orðið „ópera“ er
latneskt orð, fleirtala af opus og
þýðir verk. Fæðingarland hennar
er með réttu talið Ítalía. Nafnið
ópera er fyrst notað í upphafi
hafi 17. aldar á Ítalíu. Nokkru
síðar í Frakklandi og í Þýskalandi
fyrst á 18. öld. Áður en nafnið
ópera var notað komu fram orð
eins og „Tragedia per musica",
„Dramma per musica" o.s.frv. Hér
er með þessu verið að gera^
tilraunir með að endurlífga hið
gamla draga með söng og tónlist.
Svo er það sem hin raunverulega
Montiverdibylting á sér stað með
Orfeus eftir Claudio Montiverdi á
öndverðri 17. öld, söngurinn
verður meira afgerandi og hljóm-
sveitin verður þýðingarmeiri og
áhrifaríkari. Nú er svo komið að
óperan hefur unnið sér veglegan
sess allsstaðar í Evrópu, Ameríku
og víðar. Óperan er nú á tímum
feikilega vinsæl, enda sameinar
hún allt í senn, hin dramatísku
áhrif flutt af einsöngvurum,
hljómsveit, kór og oft dansflokki
(ballett). Óperan er það tjáningar-
form söng- og tónlistar sem fer
sigurför um heiminn, enda gefur
hún söngvurum og tónlistarmönn-
um eftirsóknarvert markmið að
keppa að um leið og menningar-
legt gildi hennar er óumdeilan-
legt
„Operetta“ þýðir lítil ópera.
París getum við nefnt sem upp-
sprettu nútímaóperettu, með J. „
Offenbach í forystu. Óperettan
byggir líkt og singspil á musik
(tónlistar-) atriðum með töluðum
texta, díalog inn á milli. Hér er
efnið alltaf skemmtiefni, stundum
í einhverju ádeiluformi. Hápunkt-
ur tónlistarinnar í óperettunni er
gjarnan dansform t.d. Can-can hjá
þar kvöld eftir kvöld og sungin frá
40 til rúmlega 80 sinnum þegar
best lét. Segja má, að tímarnir
hafi breyst frá því fyrsta óperan
var sett upp og allur tilkostnaður
aukist að miklum mun. En sá
stórhugur og víðsýni, sem hrintu í
framkvæmd óperum og óperettum
með kór, hljómsveit og dönsurum
bar vissulega vott um fyrirheit
fagurrar draumsýnar í musteri
listanna, Þjóðleikhúsinu. Og sá
veruleiki, að þetta tókst, þrátt
fyrir úrtöluraddir skammsýnis—
svartnættismanna og lítil fjárráð,
ætti að vera öllum nútíma listunn-
endum, ríkisstjórn og Alþingi,
nægileg hvatning til þess að láta
nú óperustarfsemina njóta sín til
fullnustu á sviði Þjóðleikhússins.
Hvaða vit væri í því að hætta nú
eða draga stórlega úr óperustarf-
semi við Þjóðleikhúsið, þegar
óperan er stöðugt að vinna á alls
staðar í heiminum og á öruggan og
traustan hóp aðdáenda einnig hér
á landi. Tónlistin, sem óperan
flytur, er þess eðlis að hana má
ekki vanta eigi að tala um
menningarlíf á Islandi. Formaður
íslenskra einsöngvara gat þess í
blaðagrein, að óperan hefði ekki
lifað í 400 ár kostalaus og tek ég
hiklaust undir það. Að gamni
mínu hef ég tekið saman þann hóp
íslenskra einsöngvara, er komið
hafa fram í Þjóðleikhúsinu frá því
að það var tekið í notkun. Það eitt
ásamt fleiru, sem ég mun síðar
geta um, hefur fært mér heim
sanninn um það hvar við stæðum
á þessu sviði, hefðu þeir ekki
fengið þessi þó fáu tækifæri. Víst
hefði verið gaman að heyra t.d.
Pétur Jónsson óperusöngvara
Sérframlag til óperu-
flutnings í Þjóóleikhús-
inu er bráðnauðsynlegt
syngja í Þjóðleikhúsinu Lohengrin
eða Don Jose í Carmen, en honum
auðnaðist það ekki og svo var um
fleiri af okkar ágætu söngvurum
fyrri tíma. Samt ber að þakka
hversu margar óperuraddir hafa
heyrst þar, sem numið hafa list
sína í mörg ár og sungið við
fremstu óperuhús víða um heim.
Sem betur fer er engin stöðnun á
þessu sviði og á hverju ári bætast
við nýir og nýir einsöngvarar sem'
þarf að hlúa að og nýliðar í
Þjóðleikhúskórinn. Að þessari
þróun ber að hyggja næst þegar
gengið verður frá fjárlögum ríkis-
ins í sambandi við óperuflutning í
Þjóðleikhúsinu.
Hvers vegna er Þjóðleikhúsið
ákjósanlegast til óperuupp-
færslu?
Til þessa liggja margar ástæður
og skulu þær nú tilgreindar:
1) Þriðja grein laga um þjóðleik-
hús ákveður óperuflutning ár-
lega ásamt söngleikjum meðal
Þorstcinn Svcinsson.
ópcran Tosca í ÞjMlcikhúsinu 1958: Stefán fslandi og Gudrún Á
Símonar.
Offenbach, valsar, polka og
marsukka hjá Strauss eða
sardas sbr. Kalman. öperettan
getur verið bæði skemmtileg og
eftirsótt, og í hana þarf einnig
góða einsöngvara, kór, ballett og
hljómsveit.
„Söngleikur“, er hið svokallaða
singspiel og er skylt opera buffa
eða opera comique. Singspiel
þróast upp úr því að vera einskonar
sjónleikur með tónlistarívafi upp í
það að vera ákveðið óperufrom þar
sem tónlistin er aðalatriðið, en inn
á milli tónlistaratriða er dóalog
eða talað orð. Þegar rætt er um
singspiel eða söngleiki er skil-
greiningin hvað nauðsynlegust.
Menn geta t.d. velt því fyrir sér
hvað meina íslendingar þegar þeir
tala um söngleiki? Og sem
framhald af þessu, hvað meina
lögin um þjóðleikhús með orðinu
söngleikur? Þessar spurningar eru
ekki óeðlilegar heldur gagnlegar.
Barátta Þjóðleikhússins fyrir
óperum og söngleikjum.
Eins og áður hefur verið minnst
á, hafa óperur verið fluttar í
Þjóðleikhúsinu frá stofnun þess.
Byrjað var með óperunni Brúð-
kaupi Figarós 1950, eftir Mozart,
(en óperan var gestaleikur sænsku
óperunnar). Síðan fór Þjóðleik-
húsið sjálft að færa upp óperur, og
varð fyrst fyrir valinu óperan
Rigólettó, eftir Verdi, árið 1951 og
frá þeim tíma hafa óperur verið
fluttar eins oft og fjárhagsaðstæð-
ur hafa leyft, en þar sem ég hef
áður getið um þær í blaðagrein,
vísa ég til þess hér.
í flestum óperum og óperettum
hefur Þjóðleikhúskórinn, sem nú
er orðinn lögfestur sem óperukór
Þjóðleikhússins skv. 12. gr. laga
um þjóðleikhús, verið styrk stoð.
Eins og að líkum lætur hafa
íslenskir einsöngvarar farið með
veigamikil hlutverk í óperum og
óperettum, þó þáttur þeirra í
þessum listræna flutningi hafi
vissulega mátt vera meiri. í þessu
sambandi ber þó að hafa í huga, að
Þjóðleikhúsið var að hrinda af
stað nýbreytni í hlutverkavali í
samræmi við reglugerðarákvæði
þess og lang oftast við mikla
fjárhagsörðugleika og lítinn
skilning valdhafanna.
Samt er það staðreynd, sem ekki
verður á móti mælt, að óperu- og
óperettusýningar Þjóðleikhússins
svo og söngleikir hafa verið sóttar
Ópcran Tiifraflautan í
Sigurvcigu Iljaltcstcd.
Þjódlcikhúsinu 1957: María Markan ásamt Svövu Þorbjarnardóttur og