Morgunblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1979
Á fundi bankaráðs Seðlabankans, sem
haldinn var nú í morgun, voru reikningar
bankans fyrir árið 1978 staðfestir af
viðskiptaráðherra. Þá lagði bankastjórn-
in fram á fundinum ársskýrslu bankans
fyrir liðið ár, sem birt verður í dag. Auk
reikninga bankans hefur skýrslan að
geyma margvíslegar upplýsingar um
þróun enfahagsmála og starfsemi Seðla-
bankans á síðastliðnu ári. Koma þar
fram nýjustu upplýsingar, sem fyrir
liggja um þróun þjóðarbúskaparins á
árinu 1978, en þar er þó, svo sem eðlilegt
er, öðru fremur fjallað um þá þætti
efnahagsmála, er tengjast starfssviði
bankans, svo sem peninga- og lánsfjár-
mál, greiðslujöfnuð og gjaldeyrismál. Eg
mun nú fyrir hönd bankastjórnarinnar
gera nokkra grein fyrir efnahagsþróun-
inni á síðastliðnu ári, en fjalla síðan um
nokkur þeirra vandamála, sem viö er að
fást í stjórn efnahagsrriála, eins og nú
horfir. Varðandi starfsemi bankans að
öðru leyti vil ég vísa til þess sem þar um
segir í skýrslu bankans og fram hefur
komið í ávarpi formanns bankaráðs hér
á undan.
Blómleg efnahags-
starfsemi 1978 og
illkynjuð verðbólga
Mjög skipti í tvö horn í þjóðarbúskap
íslendinga á árinu 1978. Annars vegar
má sjá blómlega efnahagsstarfsemi, sem
lýsti sér í viðunandi hagvexti og nægum
gjaldeyristekjum til þess að skila
umtalsverðum afgangi í viðskiptum
MORGUNBLAÐIÐ foirtir
hér ræðu dr. Jóhannesar
Nordals, seölabanka-
stjóra, formanns banka-
stjórnar Seðlabankans,
er hann flutti í gær í
tilefni ársfundar bank-
ans. í bessu blaði birtist
fyrri hluti ræðunnar.
Þess skal getið, að milli-
fyrirsagnir eru settar inn
af Morgunblaðínu.
hagstæðrar þróunar viðskiptakjara. Þótt
árið 1978 skilaði þannig minni aukningu
ráðstöfunartekna þjóðarbúsins en árið á
undan, var það þó í þessu efni nálægt
meðaltali þessa áratugs.
Framleiðsluaukningu síðasta árs má
að mjög stórum hluta rekja til hag-
stæðra framleiðsluskilyrða í sjávarút-
vegi, en verðmætisaukning sjávarvöru-
framleiðslunnar varð um 5% á árinu
miðað við fast verðlag. Ennþá meiri
aukning varð þó í heildarfiskafla lands-
manna í tonnum talið, en heildarfiskafl-
inn náði 1560 þús. tonnum, sem var um
14% meiri afli en á fyrra ári. Þann
skugga ber þó óneitanlega á þetta metár
í aflabrögðum, að fiskifræðingar eru
þeirrar skoðunar, að fulllangt hafi verið
gengið í sókn bæði í þorsk- og loðnu-
lækkun fjármunamyndunar hefur á
þessu tímabili lagt mikið af mörkum til
þess stórfellda bata, sem orðið hefur í
viðskiptajöfnuði, en hún hefur einnig, og
þá sérstaklega á síðastliðnu ári, skapað
svigrúm til þess að auka rauntekjur
launþega og einkaneyzlu án þess að það
kæmi niður á viðskiptajöfnuðinum við
útlönd.
Á árinu 1978 jókst einkaneyzla þannig
um 6% eða um 2% meira en þjóðar-
tekjur. Reiknað sem hlutfall af verð-
mætaráðstöfun þjóðarbúsins í heild nam
einkaneyzlan á síðastliðnu ári 63,6%.
Hefur það hlutfall ekki verið jafnhátt
síðan á árinu 1972, en eftir það lækkaði
hlutdeild einkaneyzlu verulega og var
aðeins um 59% af verðmætaráðstöfun á
árunum 1974 og 1975. Á árinu 1978 jókst
BLÓMLEG EFNA-
HAGSSTARFSEMI
EN
HjLKYNJUÐ verðbólg a
þjóðarbúsins við útlönd í fyrsta skipti
síðan árið 1970. Hins vegar blasir við
illkynjuð verðbólguþróun, sem líklega
hefur aldrei komizt á hærra stig hér á
landi, án þess að orsakirnar mætti rekja
að verulegum hluta til utanaðkomandi
truflana, svo sem erlendra verðsveiflna
eða breyttra afkomuskilyrða íslenzkra
atvinnuvega. Það er ástæða til þess að
hafa þessar andstæður í huga, þegar
fjallað er um þróun síðastliðins árs, ef
vera kynni að unnt sé að varpa nokkru
ljósi á það, hvað miður hafi farið og hvað
betur í stjórn efnahagsmála að undan-
förnu.
Þessar andstæður í efnahagsþróuninni
hér á landi eru ekki síður athyglisverðar,
ef höfð er í huga framvinda efnahags-
mála í umheiminum. Eins og margar
aðrar þjóðir áttu íslendingar við alvar-
legan greiðslujafnaðar- og
verðbólguvanda að etja á árunum 1974
og 1975, en hina miklu efnahags-
erfiðleika þessara ára mátti jöfnum
höndum rekja til ofþenslu áranna á
undan og stórfelldrar hækkunar
olíuverðlags. Afturbati efnahagsctarf-
seminnar í heiminum eftir þessi áföll
hefur reynzt hægari og skrykkjóttari en
vonir stóðu til. Við þrálátt misvægi hefur
verið að etja í greiðsluviðskiptum milli
landa og þar af leiðandi sveiflur í gengi
helztu viðskiptamynta heimsins. Fáum
þjóðum hefur á þessu tímabili tekizt að
ná samtímis þeim markmiðum, sem þær
hafa keppt að, þ.e.a.s. viðunandi hagvexti
og atvinnustigi samfara minnkandi
verðbólgu og jafnvægi í utanríkis-
viðskiptum. Sum lönd, en þar eru Banda-
ríkin lang mikilvægust, hafa búið við
sæmilegan hagvöxt og minnkandi
atvinnuleysi síðustu árin, en sá árangur
hefur verið samfara miklum viðskipta-
halla, sem veikt hefur gengi dollarans,
jafnframt því sem minna hefur dregið úr
verðbólgu en æskilegt hefði verið. I
öðrum löndum hefur náðst umtalsverður
árangur í báráttunni við verðbólgu og
viðskiptahalla, eins og til dæmis í
Bretlandi og sumum Norðurlandanna, en
sá árangur hefur þá m.a. náðst með
eftirspurnaraðhaldi, sem valdið hefur
stöðvun hagvaxtar og auknu
atvinnuleysi, a.m.k. um tíma.
Þenslumerki eftir
samningana 1977
Hér á landi náði verðbólga og
viðskiptahalli við útiönd hvort tveggja
hámarki á árinu 1975, þegar verðbólgan
fór yfir 50%) og viðskiptahallinn við
útlönd varð um 11,5% af þjóðarfram-
leiðslu. Þessari þróun tókst þó að snúa
við með áhrifamiklum hætti þegar á
árinu 1976, og um tíma virtist efnahags-
þróunin hafa tekið þá heillavænlegu
stefnu, að saman færi batnandi greiðslu-
jöfnuður við útlönd, minnkandi verð-
bólga og gott atvinnuástand. Því miður
stóð það ekki lengi. Þenslumerki fóru að j
koma fram, einkum vegna aukinna
útflutningstekna, þegar síðla árs 1976, en
eftir launasamningana um mitt ár 1977,
þegar samið var bæði um stórfellda
grunnkaupshækkun og mun afdráttar-
lausari verðbótaákvæði í kjarasamning-
um en áður höfðu tíðkazt, tók verðbólgs-
þróunin nýja og óheillavænlegri stefnu.
Má með nokkrum sanni segja, að stjórn
efanhagsmála hafi æ síðan einkennzt af
þrotlausu stríði við afleiðingar þeirrar
stórfelldu verðlags- og tekjuröskunar,
sem launabreytingarnar 1977 höfðu í för
með sér. Á hinn bóginn hafa ytri skilyrði
þjóðarbúskaparins verið hin ákjósanleg-
ustu á þessu tímabili, markaðsaðstæður
erlendis yfirleitt verið hagstæðar og
viðskiptakjör óvenjulega stöðug, þangað
til fór að gæta hinna nýju hækkana
olíuverðlags nú allra síðustu mánuðina.
Er það vafalaust að verulegu leyti
þessum stöðugleika ytri skilyrða að
þakka, að tekizt hefur að viðhalda
blómlegri atvinnustarfsemi og hagstæð-
um viðskiptajöfnuði, þrátt fyrir þær
truflanir, óróa og óvissu, sem hinni
illvígu verðbólguþróun síðastliðins árs
hlaut að verða samferða. En áður en ég
kem að því að ræða frekar einstaka þætti
í stjórn efnahagsmála á síðastliðnu ári,
mun ég rekja stuttlega nýjustu upp-
lýsingar, sem fyrir liggja um breytingar
helztu þjóðhagsstærða á árinu.
Metár í aflabrögðum
Samkvæmt áætlunum Þjóðhags-
stofnunar jókst þjóðarframleiðslan á
árinu 1978 um 4,8%. Viðskiptakjör
þjóðarbúsins við útlönd héldust svo til
óbreytt miðað við fyrra ár, þegar á
heildina er litið, og varð því aukning
þjóðartekna hin sama og þjóðarfam-
leiðslu, þ.e.a.s. 4,1%, en árið áður höfðu
þjóðartekjur aukizt allmiklu meira en
þjóðarframleiðsla, eða um 7,9% vegna
stofninn. Verði því að beita strangri
aflatakmörkunum en ella bæði í ár og á
næstu árum, ef forða á loðnustofninum
frá ofveiði og byggja þorskstofninn upp
að nýju í eðlilega stærð.
Um framleiðsluþróun annarra at-
vinnuvega er það helzt að segja, að
síðasta ár var einnig óvenjulega hag-
stætt til búskapar, og mun framleiðsla
landbúnaðarafurða hafa aukizt um
a.m.k. 4%. á árinu. Neyzla landbúnaðar-
afurða hélzt hins vegar ekki í hendur við
aukna framleiðslu, svo að veruleg birgða-
söfnun átti sér stað. I almennum iðnaði
virðist framleiðsla aðeins hafa aukizt um
2% á síðastliðnu ári, sem er mun minni
vöxtur en á undanförnum árum. Virðist
hin öra hækkun framleiðslukostnaðar
hafa komið allhart niður á afkomu
iðnaðarins og hann því staðið verr að vígi
í harðnandi samkeppni við innfluttar
iðnaðarvörur. Loks dró á árinu nokkuð
úr byggingastarfsemi, en verulega dró úr
fjármunamyndun á árinu, eins og brátt
mun að vikið.
Aukning einka-
neyzlu 2% meiri
en þjóðartekjur
Ef við lítum hins vegar á þjóðarútgjöld
á síðasta ári, kemur í ljós, að þau jukust
aðeins um tæp 2%, þrátt fyrir hina
miklu verðbólgu, sem geisaði á árinu, og
eru þá birgðabreytingar frá taldar.
Vegna mikillar lækkunar útflutnings-
vörubirgða lét nærri, að verðmætaráð-
stöfun þjóðarbúsins í heild stæði í stað
frá fyrra ári. Leiddi þetta til þess, að öll
aukning þjóðarframleiðslu nýttist til
þess að bæta viðskiptajöfnuðinn við
útlönd.
Hina litlu aukningu þjóðarútgjalda má
algerlega þakka því, að fjármunamyndun
minnkaði á árinu um 7,5%, og er það
þriðja árið í röð, sem fjármunamyndunin
lækkar í hlutfalli við þjóðarframleiðslu.
Hlutfallslega naæði fjármunamyndunin
hámarki á árinu 1975, þegar hún nam
34%. af þjóðarframleiðslu, en síðan hefur
hún lækkað stig af stigi, þar til á síðasta
ári, þegar hún nam 26% af verðmæti
þjóðarframleiðslunnar. Hlutfallsleg
samneyzlan um 2%. eða helmingi hægar
en þjóðartekjur, en svipuð þróun hafði
einnig átt sér stað árið áður.
Aukningu þjóðarút-
gjalda haldið í
skefjum
Þær tölur, sem nú hafa verið raktar
um framleiðsluaukningu og helztu þætti
þjóðarútgjalda á árinu 1978, sýna, að
þrátt fyrir verðbólgu og efnahagslegan
óróa tókst að halda aukningu þjóðarút-
gjalda svo í skefjum, að verulegur bati
gat átt sér stað í viðskiptajöfnuði. I
hlutfalli við þjóðarframleiðslu reyndist
viðskiptajöfnuður á árinu hagstæður um
l, 5%, en árið áður hafði viðskiptahallinn
numið 2,6% af þjóðarframleiðslu. Þótt
verulegur hluti þessa bata hafi stafað að
lækkun útflutningsvörubirgða, er hér
vissulega um þakkarverðan árangur að
ræða eftir langvarandi tímabil viðskipta-
halla og versnandi stöðu þjóðarbúsins út
á við. Mun ég nú víkja nokkru nánar að
helztu þáttum í þróun greiðslujafnaðar á
árinu 1978.
Heildarverðmæti útflutnings nam 176
milljörðum króna á síðasta ári, en það
samsvaraði 21,5% verðmætisaukningu
miðað við árið 1977, ef reiknað er til
sama meðalgengis bæði árin. Mestu
munar hér um verðmætisaukningu út-
fluttra sjávarafurða, sem nam 26% á
árinu, og lagðist þar allt á eitt, 5%
aukning framleiöslumagns, 4% hækkun
erlends verðlags og mjög veruleg lækkun
útflutningsvörubirgða, en á árinu tókst
m. a. að selja miklar skreiðarbirgðir, sem
legið höfðu óseldar frá árunum 1976 og
1977. Útflutningur á áli jókst á árinu um
11%, einkum vegna hækkandi verðlags,
en verðmætisaukning annars iðnaðarút-
flutnings nam aðeins 6% frá fyrra ári.
Verðmæti vöruinnflutnings jókst mun
minna en útflutningur á árinu, eða
aðeins um 5,2%, reiknað á sama meðal-
gengi bæði árin. Innflutningur sérstakra
fjárfestingarvara, einkum skipa, dróst
verulega saman á árinu, en einnig varð
nokkur lækkun á olíuinnflutningi. Verð-
mæti annars innflutnings jókst hins
vegar um 13,7%, en sé tekið tillit til
hækkunar innflutningsverðlags í erlend-
um gjaldeyri, hefur magnaukning al-