Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1979 Minning: Hjalti Einarsson, málarameistari Fæddur 12. janúar 1904. Dáinn 2. maí 1979. Þegar við kveðjum gamla vini er þeir hverfa af sjónarsviði þessa lífs — setur okkur hljóð og aðeins minningarnar vaka. Þegar ég kveð mág minn, Hjalta Einarsson málarameistara, koma geymdar og hálfgleymdar myndir upp í hugann. Hjalti var fæddur 12. janúar 1904, sonur þeirra sæmdarhjóna Ingibjargar Gunnarsdóttur og Einars Jónssonar málara. Það, sem var aðalsmerki þess- ara hjóna, var fyrst og fremst góðar gáfur, kjarkur, og dugnaður. Þau voru bæði ættuð úr Mýrdaln- um og er þar stór hópur ættingja þeirra, sem ég er því miður ekki fær um að rekja frekar. Uppvaxtarár þeirra voru erfið, en. með dugnaði og þrotlausri vinnu höfðu þau komið sér upp góðu heimili og góðri vinnu á Akureyri, hann sem málari en hún rak vefnaðarvöruverslun. En þá kom reiðarslagið — þau misstu aleigu sína í stórbrunanum á Akureyri 1906. Því litla, sem bjargaðist var að mestu stolið jafnóðum og það var borið út. Einar var þá við vinnu á Sauð- árkróki en Ingibjörg var ekki til stórræða — komin að því að eiga yngsta barn þeirra. Með 3 börn sín, Ragnhildi, Hjalta og Gunnar nýfæddan í ávaxtakörfu, og tómar hendur komu þau til Reykjavíkur. En dugnaðurinn og kjarkurinn sagði til sín og fljótlega voru þau komin í eigið hús á Skólavörðustíg 27. Þau voru ekki rík af veraldar- auði en listagáfu áttu þau í ríkum mæli. Einar var málarameistari að atvinnu. Hann hafði lært málara- list í tvö ár fyrir aldamótin í listaakademíunni í Kaupmanna- höfn og var fyrstur Islendinga til að læra myndlist erlendis. í þá daga gat enginn lifað af því að vera listamaður svo brauðstrit- ið krafðist krafta hans við iðn hans, húsamálun, að aðalatvinnu. En um helgar og á kvöldin hjólaði hann út úr bænum með tjald, málaragrind og fleira og þannig urðu hans óteljandi myndir til — nú veit enginn hve margar þær voru. Einar lést 1922, aðeins 55 ára að aldri. Það hafði oft reynt á kjark Ingibjargar en aldrei eins og þá. Synir hennar voru að læra, það voru kreppuár og áreiðanlega hef- ur oft verið þröngt í búi en með sameiginlegu átaki tókst þeim að koma öllu heilu í höfn. Ingibjörg lifði til 89 ára aldurs, hún dó 1962. Síðustu árin var hún oft lasin en dúkana sína prjónaði hún alltaf þegar bráði af henni til síðustu daga. Það var hennar listgrein. Hún hafði bróderað mik- ið áður fyrr og þar var sama listahandbragðið en prjónuðu dúkarnir eru slíkt meistaraverk að undrum sætir. Einar þekkti ég sem barn þegar hann var leiktjaldamálari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og sam- starfsmaður foreldra minna, en Ingibjörgu og Ragnhildi þekkti ég ekki fyrr en ég kom til þeirra sem væntanleg tengdadóttir og mág- kona. Á uppvaxtarárum Hjalta var Reykjavík lítill bær og allir þekktu alla og allflest börn gengu í sama skóla. Það var samt ekki í barnaskól- anum, sem ég kynntist bræðrun- um Hjalta og Gunnari, heldur í dansskólanum hjá mömmu. Þetta voru ólíkir bræður. Gunnar róleg- ur og frekar feiminn og veitti hlutunum athygli á sinn hógværa hátt, en Hjalti alltaf á fartinni til að missa nú ekki af neinu skemmtilegu og logandi forvitinn. En stutt var í brosið hjá þeim báðum, þetta fallega bros, sem glampaði líka í augunum. Svo skildu leiðir um tíma og næst hitti ég Hjalta er við dönsuð- um saman sem álfar í Nýársnótt- inni, hann var afburða dansari og hafði þægilega söngrödd og við lékum bæði engla í Himnaför Hönnu litlu. Aftur skildu leiðir og við hitt- umst ekki nema á götu þar til haustið 1940. Við systurnar skiptum um íbúð í húsi okkar systkinanna. Það þurfti ýmsu að breyta og laga og meðal annars að mála. Þá var erfitt að fá handverksmenn en í gegnum sameiginlegan vin okkar fengum við Hjalta til að mála. Hann var þá fastur starfsmaður borgarinnar og gat aðeins unnið hjá okkur í frítímum og mest á kvöldin. Þetta var upphafið á órjúfandi vináttu og lífshamingju minni. Það var oft glatt á hjalla þegar Hjalti var að vinna hjá okkur. Hann var okkur svo hjálplegur á öllum sviðum, að það var alveg einstakt. Ef við systurnar vorum á æfingu eða að leika, las hann passíusálm fyrir „Systur" fóstru mömmu, sem var hjá okkur hér- umbil 90 ára, en það voru hennar kvöldbænir. Meira að segja hengdi hann upp með okkur gluggatjöldin að viðgerð lokinni. Honum varð þá oft tíðrætt um Gunnar bróður sinn. Hann fullyrti að Gunnar væri einmitt maður fyrir mig og ég ætti endilega að giftast honum. Að við Gunnar höfðum ekki sést í 20 ár, það var algjört aukaatriði. Að það atvik- aðist nú þannig, að við Gunnar giftumst ári seinna, er okkar saga og hún verður ekki rakin hér. En í brúðkaupinu dansaði ég aftur við Hjalta. En honum var fleira til lista lagt en að dansa. Hann byrjaði nám í vélsmíði í Hamri, en varð að hætta því vegna höfuðveiki, hann þoldi ekki hávaðann. Þá fór hann til sjós um tíma og þá kom það sér vel, sem hann hafði lært í Hamri. I „Halaveðrinu" þar sem tveir togarar fórust var togarinn, sem Hjalti var á, þar einnig. Þá stoppaði vélin og vélstjórarnir gáfust upp við að finna hvað væri að. Hjalti fór niður í vélarúmið, fann bilunina og gat gert við það svo þeir björguðust í land, en það mátti víst ekki tæpara standa. Hjalti var ekki stór þegar hann byrjaði að mála með pabba sínum og handbragð Einars hafði hann erft í ríkum mæli. Hvernig hann blandaði liti, hvernig hann munstraði ýmsar viðartegundir er aðeins listamaður fær um að gera. Og málun varð hans ævistarf. Þegar heilsan fór að gefa sig opnaði hann búð með málningar- vörum aðallega. Hann rak hana í 10 ár en hætti þegar hann missti húsnæðið. Síðustu árin hefur heilsan verið léleg en hugurinn var alltaf mikill og nú helgaði hann minningu foreldra sinna alla sína krafta. Fyrir 2 árum hélt hann myndar- lega málverkasýningu í Ásmund- arsal, salarkynnin takmörkuðu fjöldann af myndunum. Móður sinni gleymdi hann ekki í því tilfelli, prjónuðu dúkarnir hennar þöktu einn vegginn. Það var eiginlega raunalegt, að ekki fleiri sáu þessa sýningu, en raun varð á. Eg heyrði marga undra sig yfir þeirri fegurð, sem þar var að sjá, þeir höfðu svo lítið heyrt Einars getið. Og einn list- málari kom í annað sinn þegar ég var stödd þar og nú vopnaður stækkunargleri til að athuga með sjávarmyndirnar og trjálaufið, hann sagðist aldrei hafa séð það eins fagurlega gert. Og prjónuðu dúkarnir hennar tengdamömmu vöktu líka verðskuldaða athygli. Hjalti var sjálfur góður málari, en hann hugsaði aldrei um að halda fram sínum myndum — aðeins pabba síns. Og nú að leiðarlokum er efst í huga mér þakklæti fyrir það, sem mér hefur hlotnast í lífinu í beinu áframhaldi af endurviðkynningu okkar Hjalta. Eg er viss um að umskiptin verða gerð honum auðveld. Bless- aðar hendurnar hennar tengda- mömmu, sem þerrðu mín tár þegar ég var svo þurfandi fyrir það og hendur pabba hans og systkina eru áreiðanlega útréttar til að stýðja hann og styrkja. Ég trúi því einlægt að við, sem eftir erum, eigum ekki að syrgja, það geti heft för þess sem hefur kvatt, en, að við megum sakna og minnast. Ég bið guð að blessa Hjalta heimkomuna og ég þakka honum alla vináttu og tryggð. Þóra Borg-Einarsson. S(st vil éx tala um Hvefn viA þix. Þrryttum anda er þæxt að blunda UK þannÍK bfða s»lli funda. Það kemur ekki mál við mix. Flýt þér. vinur f fexri heim. Krjúptu að fótum friðarboAann <>K fljÚKðu á vænxjum murKunroðanH meira að Htarfa Guðn um K<‘im. J.H. Hjalti Einarsson var ættaður úr Mýrdalnum. Sonur sæmdarhjón- anna Ingibjargar Gunnarsdóttur, sem var fædd í Rofum í Mýrdal, og Einars Jónssonar listmálara frá Fossi í Mýrdal. Þau byggðu húsið Skólavörðu- stíg 27, og bjuggu þar til æviloka. Þetta litla gamla hús, sem var svo viðkunnanlegt. Það var ekki að undra, þó Hjalti nyti þess að búa á sínu æskuheim- ili, þar sem foreldrarnir voru bæði með listir sínar. Hann í myndlist og hún í prjónaskap og útsaumi. Það var einhvern tímann að Hjalti var að mála íbúð hjá kunningjafólki mínu. Er hann lauk við baðherbergið, var hann búinn að mála listaverk bak við hurðina. Þetta veitti mikla ánægju. Hann hafði svo gaman af að koma fólki á óvart. Það var á sólbjörtum degi, ekki alls fyrir löngu, að ég for í heimsókn á Skólavörðustíg 27. Ég gekk upp gamla stigann, sem ég hafði farið ótal sinnum. Ég opnaði litlu hurðina. Á móti mér kom frændi, snyrtilegur og uppábúinn. Léttur og með gamanyrði á vör tók hann á móti mér. Ég gekk inn til hans. Við röbbuðum um daginn og veginn, bækur og menn. Hann talaði um börn sín, er búa í sitt hvorri heimsálfunni. Hann gladdist mikið, þegar börn hans komu frá Ástralíu og Ameríku til að sjá föður sinn. Síðastliðinn vetur frá Ameríku og fyrir tveim árum frá Ástralíu. Þau hittu hann hressan og glaðan. Hann kvaddi fjölskyldu sína hljóður og eftir voru góðar minn- ingar þessarar skemmtilegu heim- sóknar. Hann var að segja mér frá þessu. Ég var að skoða blóma- mynd, sem hann var nýbúinn að mála, þó annað augað væri orðið blint. Ég fór að hugsa til heimferðar. Kyssti frænda á vangann og kvaddi. Þetta var síðasta heimsókn mín upp gamla stigann að litlu hurð- inni, því nú er Hjalti dáinn. Litla íbúðin hans er hljóð. Klukkan á borðinu er stoppuð. Blómamyndin hans sem hann var nýbúinn að mála hangir á veggnum. Er hann var yngri leitaði hann sér oft hvíldar á sumrin úr önn dagsins, við læk eða vötn, því veiðimaður var hann góður og naut fullkomlega blæbrigða nátt- úrunnar, því sannmælt var hann góður listmálari og orti líka ljóð og kvað djúpt. Hjalti giftist Sigríði Svein- bjarnardóttur, en þau slitu sam- vistum. Hann rak málningarvöruverzl- un nokkur ár á Laugaveginum. Að lokum þakka ég samveru- stundir og votta fjölskyldu hans mína samúð. Nú er knörrinn fleytir þér vegamóðum af langri göngu inn í kyrrlátan svefninn, óskum við þér Guðs blessunar. Frænka. t Faðir okkar, GUNNAR MAREL JÓNSSON skipasmiðameistari andaöist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 7. maí. Börnin. t Faöir okkar, GESTUR INGIBJARTUR GUÐNASON frá Þingeyri, Dýrafiröi er andaöist 2. þ.m. á Landspítalanum, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. maí, kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Systir mín UNNUR JÓHANNSDÓTTIR veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. maí kl. 10.30 f.h. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Öryrkjabandalag íslands. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Ragnar Jóhannsson. t Útför eiginmanns míns, fööur og tengdafööur, KRISTJÁNS JÓNSSONAR Njálsgötu 64, er andaöist 1. maí s.l. hefur fariö fram í kyrrþey. Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug. Sigríöur Helgadóttir, Herdís Kristjánsdótfir, Arnar Ingólfsson. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát HJÖRLEIFS HJÖRLEIFSSONAR, f. fjármálastjóra. Effa Georgsdóttir, Guölaugur Hjörleifsson, Halla Gunnlaugadóttir, Soffía Bryndís Guölaugsdóttir, Haukur M. Stefánsson, Hildur Guólaugsdóttir, Eyjólfur K. Kolbeins. t Aiúöar þakkir sendum við öllum sem vottuöu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar EYSTEINS HALLDÓRS EINARSSONAR, Alfaskeíöi 96, Hafnarfiröi. Guörún Bsaringsdóttir María Halldórsdóttir, Einar Halldórsson, Ólafur Halldórsson. t Þökkum innilega alla hjálp, hlýhug og samúö viö andlát og jaröarför mannsins míns og fööur okkar SIGURÐAR ÁRNASONAR, verkstjóra. Kristín Þorsteinsdóttir og börnin. t Alúöar þakkir sendum viö öllum þeim fjölmörgu er sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, bónda, Vorsabasjarhjáleigu, Gaulverjabnjarhreppi. Anný Guðjónsdóttir, Guöbjörg Guómundsdóttir, Ingimar Ottósson, Guórún Guömundsdóttir, Hilmar Guöjónsson, Guömundur Guömundsson, Guörún Þ. Jónsdóttir, Katrín Guðmundsdóttir, og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.