Morgunblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. ó mánuöi innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Skattaáhrif ríkis- stjómar í benzínverði ejíar núverandi stjórn- arflokkar, Alþýðuflokk- ur ofí Alþýðubandalají, sunjru hæst um verndun kaupmáttar launa í maí- mánuði í fyrra, kostaði benz- ínlítrinn 119 krónur. í dag, ári síðar, kostar hann 256 krónur; hefur hækkað um 115%. Og hver er svo hlutur stjórnarstefnunnar í þessu benzínverði? Sá verðþáttur, innkaups- verðið, sem ekki verður ráðið viö á heimavígstöðvum, er aðeins 77 krónur í núverandi verði pr. lítra, eða nokkuð undir þriðjungi þess. Þó dreifingarkostnaði innan- lands, sem er 35 krónur í núverandi verði, sé bætt við, skortir enn töluvert á, að helmingi söluverðs til al- mennings sé náð. Enn er sem sé ótalinn langstærsti verðþáttur benzíns, innlend- ir skattar, sem nema hvorki meira né minna en 144 krón- um í núverandi verði, eða allnokkru meira en helmingi þess. Ríkisstjórnin hefur haldið dauðahaldi í pró- sentuálagningu benzín- skatta, þrátt fyrir stökk- hækkun álagningarstofns- ins, og þannig aukið allveru- lega á þá rýrnun kaupmátt- ar almennra launa, sem sí- felldar benzínhækkanir hafa valdið. Nú er svo komið að verka- maður, sem tekur kaup skv. 4. taxta Dagsbrúnar, er 12 tíma að vinna fyrir benzíni á 50 lítra tank. — Samhliða hafa iðgjöld bifreiðatrygg- inga hækkað, með samþykki stjórnvalda, þann veg, að það tekur verkamann tæp- lega mánuð að vinna fyrir ársiðgjaldi af fullri ábyrgð- artrvggingu venjulegrar bif- reiðar í Reykjavík, vinni hann 40 stunda vinnuviku. Iðgjaldahækkunin styðst við verðþróun í landinu, þó mis- ræmis gæti eftir landshlut- um, en skattáhrif ríkis- stjórnarinnar í benzínverði eru óverjandi, miðað við ríkjandi aðstæður, bæði verðþróun benzíns erlendis og kaupgetu almennings innanlands. Skattaáhrif stjórnarinnar í benzínverði stefna í það að gera láglaunafólki, öryrkjum og ellilífeyrisþegum ókleift að reka bifreið; að gera bifreiðaeign sérréttindi betur megandi þjóðfélags- þegna. Oddur Olafsson, alþingis- maður, vakti athygli á því á Alþingi í fyrradag, að stjórnvöld hefðu á liðnum árum gert öryrkjum kleift að eignast bifreiðar, með eftirgjöfu'm á innflutnings- tollum og lánum hjá Trygg- ingastofnun. Þetta hafi auk- ið á getu þeirra til þátttöku í atvinnulífi og rofið einangr- un margra í þjóðfélaginu. Nú sé hins vegar stefnt í það, að öryrkjar, aldrað fólk og aðrir láglaunahópar verði að losa sig við þessi farar- tæki, þar eð núverandi ríkis- sköttun benzíns geri rekstr- arkostnað þeirra óviðráðan- legan. Svavar Gestsson, við- skiptaráðherra, svaraði því einu til, að ríkissjóður hagn- aðist ekki á tekjuauka í benzínverði, því ríkisstjórn- in hafi þegar ráðstafað hon- um! Bifreiðaeign í stóru og strjálbýlu landi er ekki lúx- us, heldur nauðsyn í mjög mörgum tilfellum. Vega- lengdir milli heimilis og vinnustaðar á höfuðborgar- svæði eru oftlega slíkar, að bíleign er óhjákvæmileg, einkum vegna okkar ís- lenzka tíðarfars, þrátt fyrir allgóða almenningsvagna- þjónustu. Það er því aö hverfa aftur til tíma hallær- isáranna, ef nú á að gera rekstur bifreiða að sérrétt- indum hinna betur megandi í þjóðfélaginu. Og það er kaldhæðni örlaganna að Al- þýðubandalagið, sem á tylli- dögum verkafólks þykist vinur í raun, ræður ferð í ráðuneytum viðskiptamála og samgöngumála í mótun slíkrar stjórnarstefnu. Auk þess að hefja samn- ingaviðræður við stærstu olíusala okkar, Sovétríkin, um aðra verðviðmiðun í inn- kaupum en Rotterdammark- að, hefði ríkisstjórnin átt að afsala sér tekjuauka í ben- zínverði vegna verðhækkana erlendis á þessu ári. Allt annað var hnefahögg í and- lit þeirra sem úr minnstu hafa að moða í þjóðfélaginu. Að fylgja verðhækkunum erlendis eftir með krónu- hækkun ríkisskatts í benzín- verði, þann veg, að meira en helmingur af benzínverði til almennings renni í ríkissjóð, er valdníðsla við ríkjandi aðstæður. Þegar þetta bæt- ist ofan á allt annað er mælirinn fullur. Morgun- blaðið er ekki vant því að nota stór orð, jafnvel ekki varðandi fjöldasvik núver- andi stjórnarflokka. En með afstöðu sinni til ríkisskatta í benzínverði hafa loforða- smiðirnir frá því í vor er leið dottið svo rækilega ofan í kjaftinn á sjálfum sér, ef svo má að oröi komast, að þeir eiga naumast uppgönguleið. „Vinna þrútnar unz hún fyllir út í tímann sem gefst til að inna hana af hendi” Lögmál Parkinsons enn í fullu gildi segir höfundurinn HINN þekkti próícssor. Cyril Northcote Parkinson, er nú staddur hér á landi í boði Stjórnunarfélags íslands oií mun hann m.a. fiytja erindi á hádegisverðarfundi félaiísins f dag, sem hann nefnir „The Art of Communication“ eða „List tjáskipta". Vegna komu Parkinsons boð- aði Stjórnunarfélagið til fundar með blaðamönnum þar sem hann sat fyrir svörum. Að- spurður sagði Parkinson fyrst, að hann vissi þess ekki dæmi, að lögmálum þeim, er hann hefur fram sett, hafi verið hrundið með rökum, þó svo að þau hafi jafnan verið mjög umdeild. Lög- mál Parkinsons hið fyrsta kom út 1957 í Bretlandi og var þýtt af Vilhjálmi Jónssyni og út gefið hér á landi 1959. í bókinni gerir Parkinson grein fyrir því skrif- ræði, sem hið svokallaða velferð- arþjóðfélag virðist þurfa að hlaða upp í kringum sig. Skrif- stofubáknið þenst út, þrátt fyrir að verkefnin aukist ekki eða jafnvel minnki. í bókinni kemur fram lögmálið sem hún er nefnd eftir, en það hljóðar svo: „Vinna þrútnar unz hún fyllir út í tímann sem gefst til að inna hana af hendi.“ í kjölfar bókarinnar um lög- mál Parkinsons hafa svo komið út fleiri bækur um stjórnunar- mál og nokkur skáldverk. Árið 1977 kom út bókin „Communicate" sem prófessor Parkinson og Nigel Rowe unnu saman að og hefur sú bók vakið mikla athygli víða um heim. Á þessu ári er væntanleg eftir hann ævisaga Jeeves, skáld- sagnapersónu úr ritum P.G. Wodehouse, og einnig mun „Lög- mál Parkinsons" koma út í nýrri og endurbættri útgáfu. Parkinson er fæddur árið 1909. Hann hlaut menntun sína í Jórvík, Cambridge og við Lund- únaháskóla, en þaðan lauk hann doktorsprófi í sagnfræði. Hann hefur síðan kennt sagnfræði við ýmsa háskóla í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Malasíu. Stjórnunarfélags íslands, en Parkinson er hér í boði félagsins. Matthías Bjarnason: Tengingin frá Djúpi í Þorskafjarðar- heiði ófullnægjandi EINS ok íram hefur komið í frcttum í Morgunhlaðinu hafa Vestfirðinjíar hafið undirskriftasöfnun til að legKja áherslu á að unnin verði hráður hugur á því að bæta vejjakerfi Vest- fjarða. í framhaldi af þess- um fréttum leitaði hlaðið til Matthíasar Bjarna- sonar alþinjíismanns ojí spurði hann álits á þessum óskum Vestfirðinjía. „Það er eðlilegt að það sé þrýstingur á þetta mál frá norður- hluta Vestfjarða og úr Djúpinu, og þá ekki síður úr Strandasýlsu,“ sagði Matthías. „Eins og nú standa sakir er tengingin frá Djúpi um Þorskafjarðarheiði alls ófullnægjandi. Vegurinn er niður- grafinn og nánast aðeins troðningar víða. Athuganir hafa farið fram um langan tíma, og helst hefur komið til tals að gera annan veg um Þorskafjarðarheiði eða um Kollafjarðarheiði, þar er úr Kollafirði í ísafjörð, sem er innsti fjörður í ísafjarðardjúpi. í þriðja lagi hefur verið rætt um veg um Steingrímsfjarðarheiði og Staðardal. Hér er um að ræða svo afger- andi undirskriftasöfnun og vilja íbúanna að ræða, að ég tel varla annað koma til greina en að við Matthías Bjarnason. þessu verði orðið, enda eru mörg rök sem mæla með vegarlagningu um Steingrímsfjarðarheiði þó vissulega þurfi að bæta tengingu úr Barðastrandasýslu og að Isa- fjarðardjúpi." — Áttu von á að þetta komist inn á vegaáætlun núna? „Ég vona það, að mörkuð verði stefna í þessu máli með afgreiðslu vegaáætlunar núna, sem er til fjögurra ára. Ég hef hins vegar enga von um að um neitt fram- kvæmdafé geti orðið að ræða á þessu ári því þegar er búið að ráðstafa því, það er raunverulega gert fyrirfram. Vegaáætlunin sem verið hefur í gildi nær yfir árið 1979, og það fjármagn sem þar kemur til viðbótar hefur blessuð verðbólgan alveg séð um að gleypa. En þetta er annað tveggja stórra verkefna sem ég tel að til greina komi að mörkuð séu, það er að segja Steingrímsfjarðarheiði og svo aftur vegur yfir Önundar- fjörð, en það er inni á vegaáætlun ársins í ár, að hluta.“ Ef allir fá 3% launahækkun: Sjö milljarða útgjaldaaukning Fái allir launþegar 3% verðbæt- ur greiddar á laun sín. eins og nú cr útlit íyrir, mun það þýða að launþegar í landinu fá um það bil 7 milljörðum meira í laun það sem eftir er þessa árs en ella hefði orðið. að því er Jón Sigurðsson þjóðhagsstjóri sagði í samtali við Morgunhlaðið í gær. Aukin útgjöld ríkissjóðs af þess- um sökum sagði Jón sennilega verða um það bil 1750 milljónir króna. Ekki er eins auðvelt að gera sér grein fyrir því hve mikil útgjöld sveitarstjórna verða, en líklegt er að sú upphæð sé nálægt hálfum milljarði. Upphæðin sjö milljarðar er kostnaðaraukinn á þessu ári, frá 1. maí, en 1750 milljón króna talan er hins vegar miðuð við 3% launa- hækkun frá 1. apríl. Miðað við heilt ár, yrðu þessir þrjú prósent á öll laun í landinu hins vegar um 10.5 milljarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.