Morgunblaðið - 10.05.1979, Side 47

Morgunblaðið - 10.05.1979, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979 47 Skagamenn töp- uðu fyrir Burma í vítaspyrnukeppni Hlutu 2. sætiö og boö á sama mót AKURNESINGAR urðu naum- le«a af sigri í knattspyrnumótinu í Medan í Indónesíu, þegar þeir töpuðu í vítaspyrnukeppni tíe«n iandsliði Burma, eftir að sjálfum úrslitaieiknum hafði lyktað með jafntefli 1 — 1 eftir framlenKÍngu. Voru ieikmenn ÍA að niðurlotum komnir eftir ieikinn vegna hit- ans, sem var 30 stig í forsælu, og af þeim sökum misnotuðu þeir tvær vítaspyrnur af fjórum, en Burma skoraði úr öllum sfnum spyrnum. Frammistaða Akurnesinga í þessari miklu keppni hefur verið hreint frábær og það er mikið afrek að komast í úrslitin og hvað þá að vera svo skammt frá sigri sem raun bar vitni. Akurnesingar voru hylltir ákaflega í leikslok, DANIR og Svíar gerðu jafntefli í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Lokastaðan var 2—2, staöan í hálfleik var 1 — 1 og áhorfendur voru 30.900. Leikurinn þótti býsna fjörugur þeir fengu fagran gullbikar að launum fyrir 2. sætið í keppninni, hálfa milljón króna í verðlaun og • Sveinbjörn Hákonarson, skoraði mark ÍA. og vel leikinn. í fyrri hálfleik skoraði Benny Nielsen fyrir Dani og Ingimar Erlandsson fyrir Svía, en í síðari hálfleik náðu Svíar forystu með marki Billy Ehlson. Sören Lerby jafnaði metin með ágætu marki. boð um að taka þátt í keppninni aftur næsta vor, þeim að kostnaðarlausu. Samkvæmt upplýsingum Gylfa Þórðarsonar formanns knatt- spyrnuráðs IA léku Akurnesingar mjög vel í fyrri hálfleiknum og skoraði Sveinbjörn Hákonarson þá tvö mörk, en annað þeirra var dæmt af, flestum til mikillar furðu. í seinni hálfleiknum fór þreytan að segja til sín og jöfnuðu Burma-menn þá metin. Mikil harka hljóp þá í leikinn og áttu leikmenn Burma upptökin að þvi og urðu tveir leikmanna IA, Arni Sveinsson og Kristinn Björnsson, að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Dómarinn var japanskur og réð ekki við hlutverk sitt. Eftir venjulegan leiktíma var jafnt, 1—1, og var leikurinn þá framlengdur. Tókst Skaga- mönnum þá að halda hreinu markinu þótt dauðþreyttir væru, en í vítaspyrnukeppninni hafði þreytan mest að segja og landslið Burma fór því með sigur af hólmi. Akurnesingarnir voru geysilega ánægðir með ferðina, segja hana hafa verið frábæra í alla staði. Þeir koma heim á morgun, föstudag. — SS. Jafntefli erkif jenda **•***♦ • Sigurvegarar Vfltings í 2. flokki kvenna í íslandsmótinu í handknattleik. Liðið vann Val í aukaleik í Laugardalshöllinni fyrr í vikunni, en liðin skildu jöfn í úrslitakeppninni á Akureyri. Lokatölur leiksins urðu 5—4 sigur fyrir Víking, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 4 — 1 Víkingum í hag. Sama kvöid léku til úrslita í bikarkeppni karla í 2. flokki lið FH og Víkings. Sigraði FH örugglega í leiknum. Lj6sm Mbl Emilía. Reiðarslag Rauóu stjörnunnar 90.000 júgósiavneskir áhorf- endur fyiítust hryliingi þegar verslings Ivan Jurstic, varnar- maður Rauðu stjörnunnar frá Beigrad, sendi knöttinn f eigið net í fyrri úrslitaleik Rauðu stjörnunnar og Borussia Mönchengladbach. Markið, sem kom á 60. mfnútu, reyndist vera jöfnunarmark BMG, 1 — 1, og á þvf þýska iiðið alla möguleika á að jafna um júgósiavana f sfðari leiknum sem fram fer í Dusseldorf eftir hálfan mánuð. Heimaliðið byrjaði leikinn af krafti, ákveðið í að kveða þá þýsku þegar í kútinn. Og vel byrjaði það, því að Sestic skoraði á 21. mínútu. En BMG lék af skynsemi eins og fyrri daginn og sótti þegar færi gáfust og eftir eina slíka sóknar- lotu kom sjálfsmarkið. Rauða stjarnan sótti mjög í lokin, en ekkert gekk. Þess má geta að gamla kempan Berti Vogts lék með BMG að nýju, en í byrjun vetrar leit út fyrir að ferill hans væri á enda, er vinstri fótur hans þríbrotnaði. • Keegan var Kölnarbúum erfiður. Keegan skaut öln í kaf HAMBURGER SV náði forystunni í þýsku deildarkeppninni í knattspyrnu með aigerum yfirburðasigri, 6 — 0, gegn Köln í fyrrakvöld. Hefur Hamburger nú einu stigi betur en Stuttgart sem er í öðru sæti. Kevin Keegan var á skotskónum í leiknum, skoraði sjálfur tvö mörk og átti allan heiðurinn af tveimur mörkum. Undir lokin var tveimur leikmönnum Kölnar vikið af leikvelli. Bayern tapaði nú sfnum fyrsta leik um nokkra hríð og það illa, 1—3, gegn einu af botnliðunum, Duisburg. Þá skildu Werder Bremen og Fortuna Diisseldorf jöfn, hvort lið skoraði eitt mark. Forest vann NOKKRIR leikir fóru fram í ensku knattspyrnunni í gær- kvöldi og urðu úrslit þeirra sem hér segir: 1. deild: Notthingham Forest — Man. City 3-1 2. deild: Blackburn — Fulham 2—1 3. deild: Lincoln — Bury 1-4 Tranmere — Colchester 1-5 4. deild: Halifax — Hereford 1-0 Rochdale — Torquay 1-0 Forest vann þarna góðan sigur og stefnir enn að öðru sætinu, en þess má geta, að þær sögur eru á kreiki, að Arsenal ætli að fara að bjóða stórpening í einn af fram- herjum liðsins, Tony Woodcook. Portugalir nú sterkir PROTÚGALIR unnu góðan sigur á Norðmönnum í landsleik f knattspyrnu. en leikurinn var liður f 5. riðli Evrópukeppni landsiiða og var leikið f Osió. Lokatölur urðu 1—0 og var markið skorað á 35. mínútu leiksins. Það skoraði Juao Albes með skalla. 10.000 heimamenn mættu á vöilinn og Ifkaði úrslitin að sjálfsögðu illa. Hagur Portúgala í riðlinum vænkaðist mikið við sigur þennan, en Austurríkismenn, Belgar og Skotar eiga enn sína möguleika. Norðmenn sóttu mjög á í síðari hálfleik leiksins og fengu þá 10 hornspyrnur gegn engri, þar af fimm á 2 mínútna kafla. 10 mínút- um fyrir leikslok sendi Tom Lund knöttinn í netið hjá Portúgölum, en dómari leiksins sagði hann hafa stjakað við markverðinum í sömu andrá og markið því ógilt. Staðan í riðlinum er nú þessi: PortÚKal Austurríki BoIkío Skotland NoreKur 4 3 1 0 5-2 7 5 2 2 1 7-5 fi 4 0 1 0 3-3 4 3 1 0 2 5-6 2 4 0 1 3 3-7 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.