Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1979 21 menns innflutnings numið nálægt 8%, sem er allmiklu meira en þróun þjóðar- útgjalda gaf tilefni til. Stafaði þetta vafalaust að nokkru leyti af hinni miklu óvissu, sem ríkti í efnahags- og gengis- málum mikinn hluta ársins og leiddi til aukinnar eftirspurnar eftir innfluttum vörum. Mikil aukning var á þjónustuviðskipt- um á síðastliðnu ári, bæði tekjum og útgjöldum, og jókst hvort tveggja um nálægt 20% miðað við fast meðalgengi. Þjónustutekjur námu á árinu 73,5 milljörðum króna, en þjónustugjöld 73,1 milljarði, svo að um hagstæðan jöfnuð að fjárhæð 400 millj. kr. var að ræða á árinu. Viðskipta jöfnuður hagstæður um 8 milljarða Séu þær tölur um viðskipti með vörur og þjónustu, sem ég hef nú rakið, dregnar saman í eitt, kemur fram, að viðskiptajöfnuðurinn hefur verið hag- stæður á síðastliðnu ári um 8 milljarða króna, en það jafngildir 1,5% af þjóðar- framleiðslu. Árið áður hafði hins vegar verið viðskiptahalli, er nam á verðlagi þess árs 9,7 milljörðum króna, sem var jafngildi 2,6% af þjóðarframleiðslu. Rétt er þó að benda á, að þessar tölur gefa ekki að öllu leyti réttan samanburð á raunverulegri afkomu þjóðarbúsins út á við á þessum tveimur árum. I fyrsta lagi er á það að benda, að miklar birgðir útflutningsafurða söfnuðust saman á árinu 1977, en mikil birgðalækkun átti sér aftur á móti stað á síðastliðnu ári, en þessi birgðasveifla skýrir um % hluta þess bata, sem átti sér stað í viðskipta- jöfnuði milli þessara tveggja ára. í öðru lagi var mikil lækkun á innflutningi sérstakra fjárfestingarvara, einkum skipa, árið 1978, og hefur það einnig veruleg áhrif á þennan samanburð. Vitaskuld verður aldrei leiðrétt fyrir sveiflum af þessu tagi, svo að óyggjandi sé, en óhætt er að fullyrða, að viðskipta- jöfnuðurinn hafi verið í mjög sæmilegu jafnvægi bæði þessi ár. Við hinn hagstæða viðskiptajöfnuð, sem ég hef nú gert grein fyrir, bættist einnig á síðasta ári verulegt innstreymi fjár vegna fjármagnshreyfinga frá út- löndum, en þar eru erlendar lántökur langmikilvægastar. Reyndist fjármagns- jöfnuðurinn í heild hagstæður á árinu um rúma 6 milljarða króna en þetta fjármagnsinnstreymi ásamt hagstæðum viðskiptajöfnuði leiddi til u.þ.b. 11 millj- arða króna bata í gjaldeyrisstöðu bank- anna, og er þá miðað við gengi í lok ársins 1978. Miðað við sama gengi nam nettógjaldeyriseign bankakerfisins 20,3 milljörðum króna í lok síðastliðins árs. Þrátt fyrir þennan mikilsverða bata vantar þó enn mikið á, að unnizt hafi upp sú mikla rýrnun gjaldeyrisstöðunnar, sem átti sér stað á árunum 1974 og 1975. G j aldeyr isf or ðinn um áramót 43,8 milljarðar í heild nam gjaldeyrisforði Seðlabank- ans í lok síðastliðins árs 43,8 milljörðum króna, en meira en helmingur hans var fjármagnaður með gjaldeyrislánum, sem tekin hafa verið af Seðlabankanum á undanförnum erfiðleikaárum til þess að tryggja stöðu þjóðarbúsins út á við. Meginhluti þessa lánsfjár var fenginn hjá Aiþjóðagjaldeyrissjóðnum og endur- lánaður ríkissjóði vegna skuldasöfnunar hans við Seðlabankann. Voru eftirstöðv- ar skuldanna við Alþjóðargjaldeyrissjóð- inn 19,6 milljarðar króna um síðustu áramót, og er gert ráð fyrir því, að þær verði að mestu greiddar á næstu þremur til fjórum árum. Erlendar skuldir þjóðarbúsins til langs tíma héldu áfram að vaxa á árinu 1978, og námu þær í árslok 230 milljörðum króna miðað við það gengi, sem þá var í gildi. Innkomið lánsfé á árinu nam um 35 milljörðum króna reiknað á meðalgengi Jóhannes Nordal ársins, en afibarganir ásamt endur- greiðslum skammtíma lána 23 milljörð- um króna. Nettóskuldaaukning á árinu nam því tæpum 12 milljörðum króna, en það er mun minni aukning en átt hefur sér stað undanfarin ár. Sé skuldabyrði íslendinga reiknuð sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, hefur hún lítið breytzt síðustu fjögur ár en legið öll árin mjög nálægt 35% af verðmæti árlegrar þjóðarframleiðslu. Svipuðu máli gegnir um greiðslubyrði vegna erlendra skulda, en hún hefur reynzt tiltölulega stöðug og legið á bilinu 13—14% af gjaldeyris- tekjum þjóðarbúsins undanfarin fjögur ár. Þótt af þessum tölum megi ráða, að tekizt hafi síðustu árin að koma í veg fyrir aukningu á erlendri skuldabyrði þjóðarbúsins miðað við framleiðslu og greiðslugetu, er augljóslega full þörf á áframhaldandi aðhaldi um erlendar lántökur. Skilyrði fyrir því, að það megi takast, felst ekki aðeins í aðhaldi á sviði opinberra framkvæmda og annarrar fjárfestingar, sem fjármögnuð hefur verið með innfluttu lánsfé, heldur ekki síður í því, að gerðar séu ráðstafanir til að auka framboð á innlendu fjármagni með bættum ávöxtunarskilyrðum. „Óstöðvandi víxl- gangur kaupgjalds og yerðlags,, Þær tölur um þjóðarframleiðslu, verð- mætaráðstöfun og greiðslujöfnuð, sem ég hef nú rakið, gætu út af fyrir sig bent til þess, að árið 1978 hafi verið venju fremur kyrrlátt ár, árferði hagstætt, framleiðslustarfsemi nálægt meðallagi og óvenjulega gott jafnvægi milli þjóðar- útgjalda og ráðstöfunarfjár þjóðarbús- ins, og þar af leiðandi í viðskiptajöfnuð- inum við útlönd. En þótt allt þetta megi til sanns vegar færa, vantar í þessa heildarmynd greinargerð fyrir þróun verðlágs og launa, en vandamálin, sem við var að etja á því sviði, settu öllu öðru fremur svip sinn á atburðarás ársins á sviði efnahagsmála og hagstjórnar. Sá höfuðvandi, sem við var að glíma í þessu efni, var óstöðvandi víxlgangur kaup- gjalds og verðlags, sem magnazt hafði um allan helming á síðari hluta ársins 1977 fyrir áhrif kjarasamninganna, sem þá voru gerðir, og m.a. höfðu inni að halda óvenjulega hörð ákvæði um verð- bætur á laun. Beindist viðleitni stjórn- valda á árinu bæði að því að reyna að hemja þessa verðbólguþróun og draga úr áhrifum hennar á afkomu atvinnuveg- anna og framleiðslustarfsemi í landinu. í þessu efni má skipta árinu í þrjú höfuðtímabil. Á fyrsta þriðjungi ársins beindist viðleitni stjórnvalda að því að takmarka víxlhækkanir launa og verðlags með beinum breytingum á vísitölukerfinu, jafnframt því sem reynt var að tryggja afkomu útflutningsatvinnuveganna með 13% gengisbreytingu, er gildi tók í febrúarmánuði. Aðgerðir þessar náðu þó ekki tilgangi sínum, nema að takmörk- uðu leyti, vegna harðrar andstöðu laun- þegasamtakanna, og hélt verðbólgan því enn áfram að vaxa, og var tólf mánaða hækkun verðlags komin upp í um 43% í byrjun maímánaðar. Næstu fjóra mánuði, þ.e.a.s. frá maí og fram í byrjun september má segja, að ríkt hafi nokkurs konar millibilsástand í efnahags- og hagstjórnarmálum vegna kosninga og langvarandi stjórnarmyndunarsamn- inga. Voru því ekki skilyrði til þess að taka neinar meiri háttar ákvarðanir í efnahagsmálum, jafnvel þótt verðbólgan færi sívaxandi og kæmist yfir 52% í ágústmánuði, og við rekstrarstöðvun lægi hjá stórum hluta útflutningsat- vinnuveganna vegna hækkandi rekstrar- kostnaðar. Hafði þetta ástand, svo sem við mátti búast, í för með sér verulega spákaupmannsku, sem einkum lýsti sér í auknum innflutningi og gjaldeyrisút- streymi. Með valdatöku nýrrar ríkis- stjórnar í byrjun september var bundinn endir á þetta óvissuástand. Voru þá annars vegar gerðar ráðstafanir til þess að lagfæra rekstrargrundvöll atvinnu- veganna með 15% gengislækkun, en jafnframt var reynt að draga úr víxl- hækkunum verðlags og launa, einkum með því að auka niðurgreiðslur og draga úr neyzlusköttum. Fyrir áhrif þessara aðgerða hægði nokkuð á verðbólguþróun- inni, og var hún komin niður í um 40% í lok ársins. Eftir gengislækkunina skapaðist eðlilegt ástand að nýju í gjaldeyris- og peningamálum, og batnaði gjalderyisstaðan ört síðustu mánuði ársins eftir hið öra útstreymi, sem átt hafði sér stað, einkum um sumarmánuð- ina. Erlendar lántökur fram úr settu marki Þau verðbólguvandamál, sem ég hef nú stuttlega lýst, og hinar miklu sveiflur í gjaldeyrisstöðu, afkomu atvinnuvega og almennri eftirspurn, sem henni voru samfara, endurspegluðust í framvindu fjármála og peningamála og settu svip sinn á þau viðfangsefni, sem þar var við að glíma. Ljóst var þegar á síðasta ársfjórðungi ársins 1977, að hætta væri á ört vaxandi verðbólgu á árinu 1978, nema beitt væri ýtrasta aðhaldi í fjármálum ríkisins, svo og í peninga- og lánsfjár- málum. Til þess að ná þessu markmiði var í fyrsta lagi stefnt að því að halda útlánaaukningu bankakerfisins og fjár- festingarlánasjóða verulega innan við áætlaða aukningu þjóðarframleiðslu að viðbættum verðlagshækkunum, sem þá var vonazt til, að ekki yrðu meiri en rúmlega 30%. á árinu. I öðru lagi var stefnt að þó nokkrum greiðsluafgangi hjá ríkissjóði, er nota skyldi til þess að lækka skuldir hans við Seðlabankann. Loks var stefnt að því að draga verulega úr erlendum lántökum, einkum með því að draga úr opinberum framkvæmdum og erlendum lántökum fjárfestingar- lánasjóða. Ekki er auðvelt að meta, jafnvel eftir á, að hve miklu leyti einstökum mark- miðum lánsfjáráætlunar síðasta árs hafi verið náð. Verðlags- og gengisbreytingar urðu í reynd miklu meiri en gert hafði verið ráð fyrir í áætluninni, en það hlaut að raska einstökum þáttum hennar í veigamiklum atriðum. Það gat því ekki hjá því farið, að bæði útlánaaukning innlendra lánastofnana og erlendar lán- tökur færu í krónutölu verulega fram úr settu marki. Þrátt fyrir þau miklu tölulegu frávik, sem urðu frá hinni upphaflegu áætlun, virðist full ástæða til þess að ætla, að sú stefnumörkun, sem fram kom í lánsfjáraætlun, hafi átt veigamikinn þátt í því að halda framboði lánsfjár í skefjum og stuðla þannig að aðhaldi í fjárfestingu og innlendri eftir- spurn. Þessu til stuðnings má t.d. nefna, að nettóframboð lánsfjár á árinu jókst um 30% miðað við árið á undan, enda þótt aukning þjóðarframleiðslu á verð- mæti hvers árs um sig, næmi hvorki meira né minna en 50%. Átti þessi hlutfallslega takmörkun á framboði lánsfjár vafalaust sinn þátt í því, að fjármunamyndun dróst saman um 7,5% á árinu, og þjóðarútgjöld jukust ekki meira en raun ber vitni. PeningaJkerfið stóðst betur áraun verðbólg- unnar en ætlað var Sú stefna, sem mörkuð var í peninga- málum innan lánsfjáráætlunar, beindist að því að halda útlánaaukningu innan hóflegra marka miðað við áætlaða verðlagsþróun á árinu og skapa um leið svigrúm til að bæta gjaldeyrisstöðu Seðlabankans verulega. Til þess að ná þessum markmiðum voru viðeigandi aðgerðir á þremur sviðum taldar skipta mestu máli. I fyrsta lagi, að sú áætlun fjárlaga stæðist, að ríkissjóður gæti hafið endurgreiðslu á skuldum sínum við Seðlabankann. I öðru lagi, að stöðýað yrði sjálfkrafa útstreymi fjár úr Seðla- bankanum vegna aukningar endurkaupa umfram innlánsbindingu. Og í þriðja lagi, að haldið yrði fram þeirri stefnu að endurskoða lánskjör í samræmi við verðlagsþróun. Allt fór þetta nokkuð á annan veg en að var stefnt og mun ég síðar víkja nánar að þessum þremur atriðum, og mikilvægi þeirra fyrir stjórn peningamála hér á landi nú og framveg- is. Þótt um ýmsa veikleika væri þannig að ræða í stjórn peningamála á árinu, verður varla annað sagt, en peningakerf- ið hafi staðið af sér áraun stóraukinnar verðbólgu og langvarandi óvissu í efna- hagsmálum betur en við hefði mátt búast. Heildarútlánaaukning bankanna á árinu reyndist að vísu 40% samanborið við 30%. markmið, sem sett var í láns- fjáráætlun og samið um við bankana í upphafi ársins. Þessi útlánaaukning var engu að síður verulega innan við aukningu þjóðarframleiðslu á árinu að verðlagsbreytingum meðtöldum, og er því ekki ástæða til þess að telja, að hún hafi haft efturspurnaraukandi áhrif umfram það, sem fólst í upphaflegum markmiðum lánsfjáráætlunar. Svipuðu máli gegnir um aukningu peningamagns, þ.e.a.s. samtölu veltiinnlána, seðia og myntar, en aukning þess á árinu nam 36,7%. Mun meiri aukning varð hins vegar á spariinnlánum, eða 51%, en þar munaði lang mest um aukningu vaxta- aukainnlána, sem síðar mun að vikið. Þessi hagstæða þróun spariinnlána gerði innlánsstofnunum kleift að bæta lausa- fjárstöðu sína gagnvart Seðlabankanum um 6 milljarða króna á árinu, en sá stöðubati þeirra átti síðan, ásamt inn- streymi fjár í gengismunarsjóð, drýgstan þátt í því að mynda peningalegt mótvægi þeirrar mikilvægu aukningar gjaldeyris- forðans, sem á árinu varð. Þær tölur, sem ég hef nú rakið, verða að nægja til þess að gefa nokkra mynd af stefnumörkun og framkvæmd í lánsfjár- málum á síðastliðnu ári. Miðað við það verðbólgu- og óvissuástand, sem ríkti á árinu, verður ekki annað sagt en tekizt hafi vonum framar að tryggja þolanlegt jafnvægi á lánsfjármarkaðnum og í stöðu þjóðarbúsins út á við. Nákvæmt mat í þessum efnum skiptir hins vegar ekki mestu máli nú, heldur hitt, hvaða lærdóma við getum dregið af reynslu undafarinna ára, er að gagni megi verða við stefnumótun í efnahags- og peninga- málum nú og í framtíðinni. Þau verkefni, sem við er að fást í stjórn efnahagsmála, ef koma á verðbólgunni aftur niður að viðunandi stig á næstu árum, eru vissu- lega viðameiri en svo, að þeim verði öllum gerð skil á þessum vettvangi. Flestum er þó ljóst orðið, að varanlegum árangri verður ekki náð, nema með samræmdum ráðstöfunum á öllum svið- um hagstjórnar. Viðurkenningu á þessu sjónarmiði er að finna í nýsettum lögum um stjórn efnahagsmála o.fl., sem m.a. hafa að geyma ýmis ákvæði, er varða stefnumörkun og stjórn peningamála. Mun margt í löggjöf þessari kalla á ákvarðanir eða tillögugerð af hálfu Seðlabankans á næstu mánuðum, og er því ástæða til þess að verja því, sem eftir er af máli mínu, til þess að fara nokkrum almennum orðum um nokkrar meginfor- sendur árangursríkrar stjórnar peninga- mála við núverandi aðstæður. Mun ég þá fjalla jöfnum höndum um vandamál og re.vnslu fortíðarinnar í þessum efnum, og þá stefnumörkun, sem líklegust virðist til þess að bera árangur í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.