Morgunblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAI 1979
7
Reykjavíkur-
borg lyfti
þakinu
Niðurstaða atkvæða-
greiðstu opinberra starfs-
manna um samkomulag
ríkisstjórnarinnar við
stjórn BSRB veröur ekki
túlkað ööru vísi en sem
geysilegt áfall fyrir ríkis-
stjórnina, enda er atefna
hennar t launamálum þar
meö hrunin til grunna.
Eins og að líkum Isstur
hafa ráðherrar skýringar
á reiöum höndum.
Þannig segir Tómas
Árnason fjármálaráð-
herra í Tímanum í gær:
„Ástæðurnar fyrir niður-
stöðu atkvæðagreiðsl-
unnareru áreiðanlega
margar. Ég held Þó aö
höfuöástæðan sé sú, að í
borgarstjórn Reykjavíkur
var það knúiö fram, að
lyfta þakinu á hærri laun,
sem sett var á með efna-
hagsráðstöfunum fyrr-
verandi ríkisstjórnar frá
Því í febrúar- og maí-
mánuði 1979. Vísitölu-
Þakið snerti sárafáa laun-
Þega innan ASÍ, hins
vegar náöi það til fjöl-
margra opinberra starfs-
manna og ýmissa há-
launahópa svo sem flug-
manna. Þegar Ijóst var
orðið, að vísitöluþakinu
yrði aflótt alveg hjá
starfsmönnum Reykja-
víkurborgar frá janúar
1979 höfðaði Bandalag
háskólamanna mál gegn
ríkinu og krafðist þess aö
vísitöluþakinu yrði einnig
aflétt af ríkisstarfsmönn-
um. Og eins og kunnugt
er þá varð niöurstaða
Kjaradóms sú, aö lyfta
launaþakinu af hjá
Bandaiagi háskólamanna
frá og með 1. janúar 1979.
Þegar svo var komiö var
ekki um annað að ræða
en að þeir starfsmenn
ríkisins innan BSRB sem
voru undir launaþakinu
fengju Því aflétt og sú
varð einnig raunin á með
bankastarfsmenn. Það
mætti orða það svo, að
síðasta sperran í vísitölu-
Þakinu hafi falliö í byrjun
apríi s.l. Þegar flugmenn
sömdu um afnám vísi-
töluþaksins og hæstu
flugstjórar fengu við það
upp í 270 pús. kr. launa-
hækkun á mánuði."
Öörum ekki of
gott aö vera
undir þakinu!!!
Lúðvík Jósepsson er
kunnur af Því að hafa
sínar skýringar á hlutun-
um, og svo er um ástand-
ið í launamálum. Vita-
skuld telur hann, að
Alþýöubandalagið beri
Þar enga ábyrgð og í
sambandi við „Þaklyft-
inguna" sérstaklega fer
hann létt með að kenna
öörum um, eins og þessi
ummælí í Þjóöviljanum í
gær bera með sér.
„Hinn dæmalausi úr-
skurður Kjaradóms kom
svo 4. mars sl. Þar ákvað
meirihluti dómsins, þrír
embættismenn, aö
Þakinu skyldi lyft af laun-
um félaga í Bandalagi
Háskólamanna. Þessi
meirihluti dómsins taldi
sig hafa vald til aö rifta
landslögum, með tilvísun
til Þess að meirihluti ráð-
herra í ríkisstjórninni —
framsóknarmenn og
alþýðubandalagsmenn —
höföu áður lýst stuöningi
við afnám Þaksins,
Reykjavíkurborg hafði frá
áramótum greitt fullar
vísitölubætur á öll laun,
og að óréttmætt hafði
verið aö iðnaðarmenn og
yfirmenn á farskipum
væru undir þaki vegna
álagsgreiðslna, sem þeir
nytu...“
Lúðvík Jósepsson
gagnrýnir síðan, aö fjár-
málaráðherra skyldi
„lyfta Þakinu af öllum
opinberum starfsmönn-
um og greiða full laun
aftur til 1. janúar". Og
bætir við: „Þetta ákvaö
ráöherrann algjörlega
upp á sitt eindæmi án
Þess að hafa um Það
samráð við ríkisstjórnina
í heild eða samstarfs-
flokkana."
Ekki fer milli mála, aö
Þingmanninum Þykir Það
hiö mesta reginhneyksli,
að eitt skuli yfir alla
ganga í sambandi viö
vísitöluþakið. En er Það
ekki einmitt Þetta, sem
gengið hefur fram af
Þjóðinni og opinberir
starfsmenn voru að for-
dæma á dögunum, aö
óréttlætið og mismunur-
inn fer hvarvetna vaxandi
í þjóðfélaginu undir
vinstri stjórn.
I síðasta hefti
Newsweek
Britain turns right
Hægri sveifla í Bretlandi
Europe’s new tilt
Breytingar í Evrópu
The first gasolene panic
Fyrsta benzínæðið.
í hverri viku birtir NEWSWEEK hlutlæga frásögn
af heimsfréttum og skoðanir ýmissa aðila í rökræðum án
þess að taka afstöðu til stjórnmála, félagsmála eða
byggðamála. *
Þannig mótar Newsweek á einstakan og raunhæfan^
hátt stefnu þeirra, sem þurfa að vita hvaða áhrif fréttirnar
hafa á heimsmálin, en ekki eingöngu innanlandsmál.
Sérhvert hefti NEWSWEEK er kafli í(
veraldarsögunni.
Þar er skráð saga okkar heims.
Newsweek
ALÞJÓÐLEGT FRÉTTARIT.
Saga líðandi stundar
'Jh
Úk.
Núpsskóli 1958—‘59
Nemendur Núpsskóla 1958—‘59 hittumst í
Þingholti (Hótel Holt) 26. maí n.k. kl. 7.
Vinsamlega hringiö og boöiö komu ykkar
Kata 91-20102, Erlingur 91-52782, Oli Þóröar
92-2785, Nanna Jóakims 94-3765.
Undírbúningsnefnd.
Vestmannaeyingar
Kvenfélagiö Heimaey heldur hina árlegu
kaffisölu sína aö Hótel Sögu sunnudaginn 13.
maí milli kl. 2—5.
Stjórnin.
Fallegu norsku veggsamstæöurnar eru
komnar Lengd 2,70 metrar. Hæö 1,73 metri.
Verö kr. 479 þús.
VERIÐ
VELKOMIN
LSkefin
^ SMm.TTJVT?ai
SMIÐJUVEGI 6 SIMI M>5U
GROHE ER ALLTAF
MEÐ EITTHVAÐ NÝTT
0
GROHE
GROHE = VATN + VELLÍÐAN
Aukin þægindi fyrir notandann, ásamt góðri endingu hefur veriö markmið framleiOanda
Grohe biöndunartækjanna.
Nú eru þeir komnir meO enn eina nýjungina. Einnarhandartæki meO svonefndu
„ÞÆGINDABILI“. En þaO virkar þannig aO mesti hluti hreifanleika handfangsins
(kranans) er á hitastiginu frá 30° tii 45° (sjá teikningu).
ÞaO er einmitt hitastigiO, sem aO jafnaOi er notaö.
Fylgist meO og notiO réttu blöndunartækin. Grohe er brautryðjandi og leiðandi fyrirtæki,
á sviði blöndunartækja.
Fullkomin varahlutaþjónusta og 1 árs ábyrgð, á öllum tækjum.
RR BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)