Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979 31 UfllHORF Umsjón: Anders Hansen. þátttaka Bandaríkjamanna í Víetnam, heyrir nú sögunni til. Þetta uppáhaldsviðfangsefni atvinnumótmælenda á Vestur- löndum, er orðið að efniviði í kvikmyndum. Það er athyglis- vert, að tvær kvikmyndir sem fjölluðu um Víetnamstríðið, fengu viðurkenningu, þegar hin margrómuðu Óskarsverð- laun voru afhent nú fyrir skömmu. Önnur þessara mynda, og sú er fleiri verðlaun fékk, var The Deer-Hunter. Við gerð hennar voru ekki farnar troðnar slóðir. Víetnam stríðið var skoðað í nýju ljósi. Hinum viðurkennda stóra-sannleik, um gæsku Víetnama og illsku Bandaríkjamanna er hafnað. Þess í stað reynir leikstjórinn, er sjálfur var hermaður í Víetnam, að gera því skil hvernig þetta hroðalega stríð, hafði áhrif atþröngt samfélag bandarískra þegna. Hinn sérlegi fulltrúi hræsninnar Eins og við er að búast af slíkri mynd, hefur staðið um hana styrr. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti hennar. Leik- konan, Jane Fonda, sérlegur fulltrúi hræsninnar í fari vinstri sinnaðra mótmælenda, hefur vitaskuld komið við sögu. Sjálf hlaut hún Óskarsðverð- laun fyrir leik í kvikmynd um Víetnamstríðið. Eftir að hafa veitt þeim móttöku slóst hún í hóp fólks sem safnast hafði saman til þess að láta í ljosi andscyggð sína á Deer-Hunter. Að vísu, sagði Jane Fonda, hef ég ekki séð myndina, en mér er sagt að þar sé ekki fallega sagt frá Þjóðfrelsisfylkingunni í Suður-Víetnam. Jane Fonda, hafði í þetta skipti á réttu að standa. Kommúnistum í Víetnam var sköpuð engilfögur ásjóna af stuðningsmönnum þeirra á Vesturlöndum. Goðsögnin um drengskap og hreinlyndi kommúnistanna var víða sögð. — í Deer-Hunter, er þessum goðum miskunnarlaust velt af stalli. Sá sem þessar línur ritar, getur vel tekið undir með kvikmyndagagnrýnenda, er ritaði nýlega í Financial Times og sagði að leikstjórn Deer- Hunter, tækist að skapa ótrú- lega áhrifaríka senu, þegar hann væri að lýsa meðferð kommúnistaherjanna á band- arískum stríðsföngum. En þá vaknar spurningin. Hversu sönn er þessi lýsing? Getur það verið að hin gamalgróna sögu- skýring um hina hjartahreinu kommúnista, sé ekki haldgóð? Bækur um pyntingarnar I Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum komið út bækur, sem hafa að geyma frásagnir manna sem voru stríðsfangar Norður-Víetnama á meðan á hinni svokölluðu yíetnamstyrjöld stóð. — Astæðan fyrir því að hér er einkum um að ræða frásagnir manna sem voru í haldi í Norður-Víetnam, er sú að „kommúnistarnir í suðurhluta landsins tóku hermenn mjög sjaldan til fanga“, að sögn breska fréttamannsins Rich- ard West, sem var við störf sín í Víetnam á meðan á stríðinu stóð.(!) Fyrir nokkru birtust greinar um tvær þessara bóka í banda- ríska ritinu, New York Review of Books.(2). Þær gefa til kynna, að bandarískir stríðs- fangar hlutu hina hroðaleg- ustu meðferð, er þeir voru í haldi. Gott dæmi um hvernig bandarískir hermenn voru píndir, gefur Konrad W Trautman, majór í bandaríska hernum. Óleyfilegt að öskra Trautman, segir að þeir menn sem hafi annast fanga- gæslu, hafi til að mynda, tekið hendur sínar og reyrt þær rækilega aftan við bak. Síðan hafi þeir hægt og rólega togað þær upp, samanbundnar, þar til að þær námu við hnakkann. En ekki nóg með það: „ímynd- aðu þér,“ segir Trautman, „hvernig manni leið, með báðar hendur bundnar saman, bæði við olnbogana og úlnliðina, fæti spyrnt á milli herðablað- anna til þess að halda jafnvægi og síðan togað í hendurnar á manni með öllu afli, þar til að þær fóru yfir höfuðið, sem síðan er þrýst niður á milli fótanna, sem komið hefur verið fyrir á milli járn-stanga.“ Trautman segist hafa veinað af sársauka. „En þá komst ég að raun um að óleyfilegt er að öskra, þegar maður er pyntað- ur ... Strax og ég veinaði, greip hann hlekk sem lá á gólfinu og keyrði hann upp í mig. Ef ég hefði ekki opnað munninn hefði hann brotið í mér tennurnar. ;.. .Sá líkam- legi sársauki, sem við liðum er ólýsanlegur. Þó heyrðist aldrei múkk frá neinum. Það heyrðist aðeins skellir í járnum og limir pressaðir og togaðir." Spengdir í málmstokka Og þetta er einungis eitt dæmi um hvernig menn voru pyntaðir á hinn hroðalegasta hátt í víetnömskum fangelsum. í myndinni um Deer-Hunter, eru bandarískir stríðsfangar geymdir oní þröngum trébúr- um, sem komið hefur verið fyrir úti í á. Rottur ásækja þá og óþverrinn, sem þar þrífst er urlegri, þegar athugaðar, eru hvatirnar sem lágu að baki pyntingunum. Svo virðist, sem böðlarnir er að hrottaskapnum stóðu, hafi ekki verið að sækj- ast eftir neinum sérstökum hernaðarleyndarmálum. „Andskoti góður flugmaður... “ William R. Stark, er bar foringjatign í bandaríska flot- anum, greinir einmitt frá lýs- andi dæmi í þessu sambandi. Hann var hlekkjaður um fæt- urnar og hengdur upp í loft. Einar K. Guðfinnsson: i. Einar K. Guðfinnsson Bannað að öskra við pyntingar: Um hrottaskap kommúnista í Vietnamstríðinu Síðan hófust barsmíðarnar. Og ástæðan? — Hann vildi ekki segja á hvaða skipi hann hefði verið. Þegar tyftunarherrun- um, tókst loks að toga það út úr honum vildu þeir vita meira. Þegar hann sagðist hafa verið á flugmóðuskipinu Enterprise, vildu þeir fá að vita meira. Stark upplýsti þá um að skip- herrann héti Lefty Schwartz. Að fengnum þessum upplýs- ingum sögðust þeir vilja fá eitthvað að vita um skipið og áhöfnina, sem Stark svaraði á þessa leið. „Lefty Schwartz, er andskoti góður flugmaður.“ Þar með lauk yfirheyrslunum. Böðlarnir virtust ánægðir, með upplýsingarnar, sem þeir höfðu vegar slíkt, að það hlýtur að hafa komið þeim á óvart. það kann einmitt að hafa valdið miklu, um hve þeir virtust litlu fegnir. En bandarísku fangarnir voru líka notaðir í áróðurs- skyni. Einn fangi segir frá því að félagi sinn hafi verið kval- inn lang tímum saman. Þegar tekist hafði að brjóta hann gjörsamlega niður, var hann síðan látinn skrifa bréf til friðarhreyfingar í heimalandi sínu, til þess að segja þeim að hann væri andvígur stríðinu. Hatur Önnur skýring á þessu fram- ferði Norður-Víetnama, er | : ; ■ ‘4 Atriði úr myndinni Hjartarhaninn (The Deer Ilunter) sem nú er sýnd víða um heim við mikla aðsókn. A myndinni eru þeir John Savage og Christopher Walken í hlutverkum sínum. ólysanlegur. Bækurnar sem ég minntist á, greina frá fleiri aðferðum. Menn voru til dæmis spengdir inn í málmstokka, þar sem þeir voru hafðir. Þar lágu þeir ( eigin saur svo dögum skipti. Af minnsta tilefni var mönnum líka haldið í einangr- unarklefum mánuðum saman. Ef upp komst um tilraunir til að ná sambandi við menn í næstu klefum, var viðkomandi refsað grimmilega. Þó þessar frásagnir banda- rísku stríðsfanganna séu nógu hroðalegar, verða þær enn dap- fengið að loknum pyntingun- um. Hvers vegna? Ein þeirra spurninga sem vakna, við lýsingar sem þessar er: hvers vegna gerðu þeir þetta? Hver er ástæða slíkrar mannvonsku? — Svörin liggja engan veginn á lausu. Vissulega, hafa Norður- Víetnamar viljað veiða gagn- legar hernaðarlegar upplýsing- ar upp úr stríðsföngum sínum. Viðnám fanganna var hins einfaldlega sú að þeir hafi hatast svo við bandaríkja- menn, að hefnd hafi verið þeim sæt. Thomas H. Kirk öfursti í bandaríska flughernum, gefur einmitt þá skýringu. Hann segir að þessa haturs hafi gætt meðal almennings í Víetnam. Börn, konur og gamalmenni gengu í skrokk á flugmönnun- um, sem hrapað höfðu til jarðar, og hermenn höfðu ekki enn tekið fasta... — „Við vorum það eina sem þeir gátu vonleysi sitt og hatur bitna á“, segir Kirk. Ekki stefnan! Að sjálfsögðu hafa viðbrögð við slíkum hryllingssögum ekki verið á eina lund. Málpípur kommúnistastjórnarinnar í Víetnam, eru ekki ánægðir. Jane Fonda, fyrrnefndur hræsnari, sagði til dæmis að hún gæti ekki neitað sögum sem þessum, en það hefði ekki verið stefna Norður-Víetnama, að pína fólk. Hún getur auðvitað trútt um talað. Henni var boðið til Víetnam, þar sem hún skoðaði fangelsi sem höfðu verið betr- umbætt svo ekki stingju þau í augu. Anthony Lewis, sem skrifar grein í New York Rev- iew Of Books, segir til dæmis. Eru pyntingar réttlátanlegar „Aðalatriðið er það, að þó að maður sé í öllum aðalatriðum sammála Jane Fonda um Víetnamstríðið, eins og eg er, þá þarf maður ekki að komast að þeirri niðurstöðu að þessar frásagnir beri að líta efagjörn- um, eða fyrirlitningaraugum. Sum mál hafa ekki tvær hliðar. Að kvelja, — þó ekki sé nema einn einstakling, er ótækt og sama gildir um tilraunir til að segja að slíkar pyntingar séu órauhverulegar." Eins og Anthony Lewis segir ennfremur, er engum stætt á því að skáka í því skjólinu, að Bandaríkjamenn hafi ekki ver- ið hætishót betri. Napalm- sprengjurnar, sprengjuregnið á borgir, bæi og akra, eru engin afsökun fyrir því að misþyrma fólki. Eða geta blóðhundar Pol Pot í Kambódíu, afsakað gjörð- ir sínar, með framferði Pinoch- ets í Chile. Og getur skálkurinn Castró, skýlt sér atbak við mannrettindabrot í Suður- Afríku? Ástandið í Indó-Kína Þrátt fyrir allt, munu menn vísast halda áfram að ræða frekar, þá spurningu hvort bandarískir stríðsfangar hafi hlotið illa meðferð í Víetnam. Ljóst er, að erfitt er að sanna svo óyggjandi séthvað er rétt í því máli. En hitt er víst að framvinda mála á Indó-Kín- askaganum, eftir valdatöku kommúnista styður frekar þá skoðun, að valdamenn þar skirrist ekki við að beita and- stæðinga sína harðræði. Dapurlegir atburðir í hinu forna menningarríki Kambód- íu, eru öllum kunnugir. Og því miður virðist margt benda til þess að ekki sé miklu skárra uppi á teningnum í Víetnam heldur (3). Að fyrirgefa Af þeim fjölmörgu frásögn- um, sem finna má um fangels- isdvöl bandarískra hermanna í Víetnam, held ég að varla sé nokkur eins áhrifamikil og sú er Anthony Lewis, segir frá á þessa lund: „Dæmið um Naughton, for- ingja í bandaríska hernum, verður mér minnisstætt. Hann var handleggsbrotinn, þegar honum var refsað fyrir að tala við samfanga sinn. Þegar ég hitti hann, spurði ég hvern hug hann bæri til Norður Víetn- ama. Hann sagði þá undr- averða og hann vildi gjarnan fara aftur til Norður Víetnam, við breyttar aðstæður. Hann bætti við: „Ég býst ekki við forsvarsmenn typtunar húsa, séu bestu synir neinnar þjóð- ar.“ Tilvísanir: 1. Spectator, 17. mars 1979, bls. 11. 2. 7. mars 1974. Allar beinar tilvitnanir hér eftir eru teknar úr því blaði, bls. 6-12. 3. SkilmerkileKa frásötfn af ógnar- stjórninni í Víetnám má finna í breska blaðinu Observer 16. okt. 1977 og 23. <?kt. sama ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.