Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 3
----------------------------------------- MORGUNBLAÐIÐÍ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979 3 Erling Blöndal einleikari med Sinf óníuhlj óm- s veitinni í k völd Tjónið í Y tri-HIíð umsex mifljónir kr. EKKERT lát er á sinubrunum í höfuðborginni og nágrenni og í gær var Slökkvilið Reykjavíkur kallað sjö sinnum út vegna sinubruna. Síðdegis í gær var slökkviliðið kallað upp í Víðidal en þar logaði í sinu á allstóru svæði. Myndin er tekin úr lofti yfir svæðinu og sér yfir Elliðavatn. L»Ó8m-Mbl- Kris‘ián. Ær láta lömbum í Vopnafirdi: 30 þús. manns hafa séð Superman GOÐ aðsókn hefur verið að hinni margumtöluðu kvik- mynd Superman, sem nú er sýnd í Háskólabíói. Frið- finnur Olafsson forstjóri tjáði Mbl. aö tæplega 30 þúsund manns hefðu komið á myndina og sagði Frið- finnur að hann byggist við því að myndin yrði sýnd lengi enn. Tregt hjá kolmunna- skipum við Færeyjar ÍSLENZKU skipin sem eru á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum höfðu lítið aflað í gærkvöldi. Bjarni ólafsson, Akranesi. Víkingur, Akranesi, Eldborgin, Hafnarfirði og Jón Kjartansson, Eskifirði, voru þá á miðunum, en Huginn frá Vest- mannaeyjum var inni í Færeyjum vegna bilunar. Að sögn Þorsteins Kristjáns- sonar skipstjóra á Jóni Kjartans- syni höfðu islenzku skipin lítið aflað, en hann hafði þó ekki fréttir af Bjarna Ólafssyni sem kynni að hafa fengið eitthvað í fyrradag. Hann sagði að á þessum slóðum, suðvestur af Færeyjum, skammt frá miðlínu, væru mörg skip að veiðum. Auk þeirra íslenzku skipa frá Færeyjum, Danmörku, Bretlandi og Noregi og hefðu norsku skipin, sem væru stærri og með stærri troll, fengið einhvern afla. íslenzku skipin munu væntan- lega landa afla sínum í Danmörku meðan kolmunninn er svo sunnar- lega og þá væntanlega í Hirtshals, Skagen eða Esbjerg. Misjafnt verð - misjöfn gæði ÞRJÚ fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær og fengu þau mjög misjafnt verð fyrir aflann, enda gæði fisksins mjög misjöfn. Jón Þórðarson seldi 74 tonn í Hull fyrir 15 milljónir króna, meðalverð um 200 krónur. Rán seldi 146 tonn í Hull fyrir 58 milljónir króna, meðalverð 395 krónur. Þórður Jónasson seldi 91 tonn í Fleetwood fyrir 39,2 milljónir króna, meðalverð 431 króna. Um eitt hundruð ær Vals bónda Guðmundssonar í Ytri-Hlíð í Vopnafirði hafa látið lömbum í ókennileg- um sjúkdómi nú í vor og síðla vetrar, og er tjónið metið að minnsta kosti á fimm til sex milljónir króna. Valur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, að farið hefði að bera á því að ærnar létu lömbum um mánaðamótin febrú- ar-mars og allt þar til nú. Valur sagðist ekki hafa orðið var við þetta fyrr en í lok sauðburðar í fyrravor, en þá létu nokkrar ær hans lömbum. Sauðburður er nú hafinn í Ytri-Hlíð, og sagði Valur vera farið að fæðast talsvert af lifandi lömbum, en af 305 ám hans sagði hann um 100 látið lömbum. Hann sagði menn standa ráð- þrota gagnvart sjúkdómi þessum, bæði Rannsóknastofnun landbún- aðarins að Keldum og héraðsdýra- læknirinn fyrir austan. Ekki væri vitað um upphaf eða orsakir sjúk- dómsins, en hann virtist vera einskorðaður við fóstrin ein, því ærnar eru ekki veikar svo merkj- anlegt væri. Flestallar þær ær sem hafa látið hafa verið tví- lembdar. Valur sagði menn telja að orsakir lambalátsins núna vera smiti um að kenna, en sem fyrr sagði væri upphafið óþekkt. Valur sagði að ekki hefði borið á sjúkdómnum í nágrenninu, en veikin hefði hins vegar stungið sér niður á öðrum bæ, talsvert langt í burtu. Hann sagði það alveg ókannað enn, hvort tjónið yrði að DANSK-íslenzki sellósnill- ingurinn Erling Blön- dal-Bengtsson verður ein- leikari á síðustu áskriftar- tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar (slands í Iláskóla- bíói í kvöld klukkan 20.30. Stjórnandi á tónleikunum verður Páll P. Pálsson aðalstjórnandi Sinfóníunnar. Á tónleikunum í kvöld mun Erling Blöndal-Bengtsson leika sellókonsert eftir Lutoslavski og verður þetta í 30. skipti, sem hann leikur þennan konsert. Auk sellókonsertsins eru á efn- isskránni Oberon-forleikurinn eftir Weber, Rokokotilbrigði Tchaikovskys og Sinfónía númer 7 eftir Gunnar Bucht. einhverju bætt, en það væri ekki undir fimm til sex milljónum króna. Valur er eingöngu með sauðfjárbúskap. Tíðarfarið í Vopnafirði sagði Valur hafa verið slæmt í vor, ruddatíðarfar og hörkufrost. Út- séð væri um það að fé yrði að vera á gjöf fram yfir mánaðamót, en bót væri þó í máli að bændur á þessum slóðum væru yfirleitt vel birgðir að heyjum. Erling Blöndal —Bengtsson. Sáratregur steinbíts- afli LÍNUBÁTAR frá Vest- fjörðum, sem undanfarið hafa verið á steinbíts- veiðum, hafa fengið sáralítinn afla. Hefur nánast verið um ördeyðu að ræða. Er þetta annað árið í röð, sem steinbíts- afli bregst aö langmestu leyti. Er mönnum það nokkur ráðgáta vestra hvað geti valdið því að steinbíturinn er nú hættur að ganga á miðin í líkingu við það, sem áöur var._____ “AUGLÝSING Netasalan h.f.: Verðlækkun á japönskum þorskanetum Netasalan h.f. kynnir nýja gerð girnisneta frá Hirata verksmiðjunum í Japan. Fellismöskvinn jafnframt styrktur vegna aukins slits við notkun blýteina. Nú á tímum sífelldra olíu- hækkana er ótrúlegt að hægt sé að bjóða verðlækkun á vöru, sem unnin er úr olí- unni. Hið ótrúlega hefur þó gerst. Netasalan hf hefur nýverið lokið samningum um verð á HIRATA þorska- netunum frá Japan fyrir næstu vertíð og verðin hafa ekki hækkað, eins og víðast mun vera, heldur lækkað Daníel Þórarinsson sölustjóri Netasölunnar. nokkuð. Auk eingirnisneta og neta úr snúnu girni (í daglegu tali nefnd krafta- verkanet) býður HIRATA nú í fyrsta sinn á íslandi girnis- net þar sem reynt er að ná fram kostum beggja áður- nefndra neta, þ.e. mýkt snúna girnisins og gegnsæi eingirnisnetanna. Netasalan hefur í vetur fylgst náið með reynslu af notkun NELSON blýtein- anna, sem fyrirtækið selur. Hafa margir skipstjórar bent á aukið slit niður við tein. Þetta er eðlilegt, þar sem netin liggja nú alveg í botni og nuddast því meira en áður. Til að ráða bót á þessu hefur Netasalan ákveðið að auka verulega styrkleika neðri fellimöskv- anna. Vonandi tekst þannig að auka endingu netanna og ná fram verulegum sparnaði í netakostnaði. Vedur fer hægt hlýnandi — segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur „ÉG ER að ala á svolítilli bjartsýni mcð að veður íari nú hægt hlýnandi." sagði Páll Berjíþórsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið í !?œrkvöldi. er hann var spurður um veðurútlit. „Ég byggi það ú því, að loftvog er hægt sígandi yfir Bretlandseyjum, og dálítið hallandi hér vesturundan," sagði Páll ennfremur, „og allt er það í rétta átt. Svo eru vindar í efri loftlögum að gera sig líklega til að verða suðlægari eftir spám að dæma.“ Páll sagði þó að þessi breyting væri hæg, og varla væri við því að búast að mikið færi að hlýna fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi, alla vega yrði varla um að ræða neina vorveðráttu að marki um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.