Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979 35 Albert Guðmundsson: Slæmt ef höfuðstöðv- ar borgarinnar eiga að sitia á hakanum RÁÐHÚS fyrir Rcykjavíkurborn hefur lönKum verið mönnum nokkurt áhuKamál og á fundi borffarstjórnar 3. maí flutti Al- bert Guðmundsson (S) svohljóð- andi tiilögu: „Borsarstjórn sam- þykkir að skipa byKKÍnKarnefnd til framkvæmda við byKKÍnKU á nýju ráðhúsi fyrir Reykjavíkur- borK- Verði störfum nefndarinn- ar ok framkvæmdum hraðað svo að ráðhús sem fuIlnæKÍ þörfum borKarinnar ok stofnunum henn- ar verði fullbyKKt á 200 ára afmæli ReykjavíkurborKar árið 1986. Kannaðv verði nú þeKar hvort fjármöKnun til byKKÍnKa á veKum byKKÍnKarnefndar aldr- aðra. (þ.e. ákveðin prósenta).“ Á borKarstjórnarfundinum sagði Björgvin Guðmundsson (A), að engir fjármunir væru til að ráðast í verkefnið og önnur verk- efni væru mun brýnni. Albert Guðmundsson sagði auðvitað rétt, að nóg væri af öðrum verkefnum, en slæmt væri ef borgin gæti ekkert látið af hendi rakna til sinna eigin höfuðstöðva. Kristján Benediktsson (F) sagði að mál- flutningur Alberts væri óábyrgur skrípaleikur. Borgarstjórnar- meirihlutinn flutti frávísunartil- lögu, sem samþykkt var með átta atkvæðum gegn tveimur. Æk Rættumráðn- Sy: ingu endur- hæfðra Guðrún Ilclgadóttir (Abl) flutti nýlega tillögu í borgarstjórn þar sem segir, að forstöðumönnum borgarstofnana verði gert skylt að geta þess í auglýsingum, að þeir sem notið hafi endurhæfingar hafi forgangsrétt að vinnu hjá borg- inni. Fór málið síðar fyrir borgar- ráð og síðan aftur í borgarstjórn þar sem það var tekið fyrir á fundi Ur bænum í Breiðholt og öfugt RAGNAR Júlíusson sagði á fundi borgarstjórnar 3. maí, að nýjustu fréttir hermdu að 10. bekkur úr eldri hverfum borgarinnar ætti að sækja nám í Breiðholti næsta vetur, en 9. bekkur í Breiðholti að sækja nám í gömlu hverfin. Á sama tíma væri verið að losa sig við hluta Laugalækjarskóla. Reykjavíkurborg: Úttekt gerð á fasteigna- skráningu BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum 3. maí að láta gera úttekt á stöðu fasteignaskráning- ar í borgarkerfinu og vinna að endurskipulagningu hennar. Enn- fremur á að kanna hvaða vinnuað- ferðir og skipulag mundi henta bezt fyrir borgina miðað við ríkj- andi aðstæður. 3. maí. Guðrún Helgadóttir minnti á, að Birgir ísleifur Gunnarsson hefði sem borgarstjóri skrifað forstöðumönnum borgarstofnana og minnt á, að þetta atriði væri í lögum, að forgangsréttur skuli vera. Björgvin Guðmundsson (A) sagði, að tillaga þessi hefði fengið mjög ítarlega umfjöllun í borgar- kerfinu hjá embættismönnum og síðar í borgarráði. Björgvin kvaðst hafa þá skoðun, að með því að samþykkja tillögu Guðrúnar yrðu vaktar falskar vonir sem ef til vill gætu svo ekki staðist. Hins vegar væri í verki mjög skynsamlegt, að taka fyllsta tillit til þessa. Albert Guðmundsson (S) sagði, að málið hefði fengið skynsamlega umfjöll- un og ekki væri rétt að setja þetta í auglýsingar en hins vegar rétt að taka tillit til þessa við ráðningar og í raun sjálfsagt. Kristján Benediktsson (F) sagði, að með því að samþykkja tillögu GH væri verið að gefa falskar vonir, þó svo reynt yrði að fylgja málinu eftir. Við nafnakall greiddu allir borgarfulltrúar Abl. tillögu GH atkvæði en aðrir voru á móti, nema Magnús L. Sveinsson og Páll Gíslason sem sátu hjá. Birgir ísleifur: Ríkir og fátækir BIRGIR ísleifur Gunnarsson sagði á síðasta fundi borgar- stjórnar, að nú stæðu vinstri menn að því að greina menn að í ríka og fátæka við lóðaum- sóknir hjá borginni. Að því loknu væru menn settir í punktakerfi eftir stöðu sinni, en lífið væri flóknara en svo, að hægt væri að setja það í punktakerfi. Staðreyndin væri sú, að mannlíf yrði aldrei sett í punktakerfi. Opnunartími veitingahúsa: Tillaga sjálfstæðis- manna var samþykkt SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn Rcykjavíkur fluttu í vetur tillögu um breytingu á 1. mgr. 79. gr. lögreglusamþykktar Rcykjavíkur og í tillögunni segir: „Veitingastaðir þar sem fram fer sala heitra máltfða, heitra sérrétta eða fjölbreyttra kaffiveitinga skal heimilt að hafa þá opna frá kl. 06 tií 03, enda sé slík sala meginhluti rekstrarins að dómi heilbrigðisnefndar. Allir gestir sem eigi hafa þar náttstað skulu hafa farið út eigi síðar en Vi stundu eftir að lokað er. Þó má selja ferðamönnum greiða á hvaða tíma sem er. ef þeir fá náttstað á veitingastaðnum eftir lokunartíma. Lögreglustjóri getur heimilað, að skemmtanir megi standa lengur en að frarnan greinir ef sérstakleKa stendur á. Ennfremur mega brúðkaup og önnur boð standa fram yfir hinn tiltekna tima.“ Síðari hluti tillögu sjálfstæð- ismanna hljóðar svo: „Borgar- stjórn beinir því til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, að 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um sölu og veitingar áfengis verði breytt með hliðsjón af ofangreindri breytingu á lögreglusamþykkt.“ Málið kom á ný fyrir 3. maí. óráð Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl) sagði óráð að lengja opnunar- tíma til kl. 3 án þess að skilyrði kæmu þar til. Lagði Adda Bára til efnislega ásamt Sjöfn Sigur- björnsdóttur, að lögreglustjóra væri heimilt að veita leyfi til kl. 03 gegn því skilyrði, að húsið hefði opið a.m.k. eitt föstudags- eða laugardagskvöld í mánuði a.m.k. til 23.30, án vínveitinga. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (Á) sagði, að með tillögu þeirra vildu þær stefna að því að gera lífið ögn fjölbreyttara fyrir alla borg- arbúa. Bætum borgarbrag Birgir íslcifur Gunnarsson (S) sagði, að sjálfstæðismenn myndu ekki fallast á þessa breytingartillögu og kvaðst hann telja að samþykkt á tillögu sjálfstæðismanna myndi bæta mjög borgarbrag. Birgir ísleifur kvaðst hafa rætt þessi mál við menn sem þekktu þau vel. Virt- ist allt benda til þess, að fólk myndi drekka minna og allt öðru vísi sem hefði í för með sér minni vandamál. Birgir Isleifur sagði, að með hugmyndinni í tillögu Sjafnar og Öddu Báru kæmi fram óraunhæf óskhyggja. Fyllorí Birgir Isleifur Gunnarsson minnti á, að hér í Reykjavík hefðu starfað veitingastaðir sem haft hefðu opið um helgar og ekki veitt áfengi. Sannleikur málsins væri hins vegar sá, að hvergi hefði í raun verið meira fyllerí. Birgir Isleifur kvaðst hafa heimildir fyrir því frá veitingamönnum, sem rækju danshús, að ástandið væri allra verst þegar skemmtanir án áfengis ættu að fara fram í húsunum. Þá væri fylleríið miklu meira en ella. Tíðkaðist þetta m.a. hjá skólum og það sem hreinsa þyrfti út úr húsun- um að loknum slíkum skemmt- unum væri hreint ótrúlegt. Þó tillaga Sjafnar og Öddu Báru liti vel út á pappírnum væri hann hins vegar sannfærður um, að hér væri óraunhæf óskhyggja á ferðinni af fenginni reynslu. Borgarráð hefði fengið umsagnir ýmissa aðila um málið og hefðu þær ekki verið neikvæðar nema frá bindindissamtökum og áfengisvarnarnefnd. Afstaða þessara aðila væri vel skiljanleg og eðlileg. Birgir ísleifur Gunn- arsson sagðist meta bindindis- samtökin og áfengisvarnarnefnd mikils af starfi þeirra, en hann teldi þó rétt í þessu sambandi að rýmka til svo sem tillaga sjálf- stæðismanna segði til um. Gerum tilraun ólafur B. Thors (S) sagðist telja rétt, að vegna hinnar miklu ómenningar sem ríkti á þessu sviði í borginni væri vert að rýmka um opnunartímann. Ef hins vegar í ljós kæmi, að slíkt myndi hafa neikvæð áhrif skyldi hann fyrstur manna styðja þrengingu á ný. Nú væri ástand- ið þannig, að rétt væri að láta reyna á hvort ekki mætti um ba>ta. Þurfum rýmkun Björgvin Guðmundsson (A) sagði nauðsynlegt að rýmka tímann, því nú væri ómenning- arbragur á ástandinu. Rétt væri að gera tilraun með þetta. Hug- mynd Öddu Báru og Sjafnar væri vissulega ath.vglisverð, en hætt væri við að erfiðlega gengi að framkvæma hana. Vonhrijíði Adda Bára Sigfúsdóttir sagði, að þessar umræður hefðu valdið sér vonbrigðum, þó hefði nú verið skynsamlegast það sem ÓBTh. hefði sagt. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sagði, að vera kynni að hér væri um óskhyggju að ræða, en hún kvaðst alls ekki telja drykkju minnka þó opnun- artíminn yrði rýmkaður. Tillaga sjálfstæðismanna var síðan samþykkt með átta at- kvæðum, en hvöss orðaskipti urðu við lokaafgreiðslu málsins, en annars staðar er greint frá því. Breytingartillögurnar voru felldar. Markús Örn Antonsson: Mjög athugandi að rýmka reglur um vínveitingar á ahnennum veitingastöðum VINVEITINGALEYFI fyrir léttum vínum til handa veitingahúsinu NESSY í Austurstræti varð tilefni athyglisverðra umræðna á borgarstjórnarfundi 3. maí. Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl) sagði, að ef borgarstjórn mælti ekki gegn vínveitingum þarna væri það gert þrátt fyrir, að umræddur staður hefði ekki í raun aðstæður til að veita áfengi samkvæmt gildandi reglum. Meðmæli borgarstjórnar hefðu því enga þýðingu. Markús Örn Antonsson (S) reglur um vínveitingar hvað þetta sagði, að hann minntist þess ekki að dómsmálaráðuneytið hefði sent borgarráði svona erindi áður ef ekki hefði verið full ástæða til. Markús Örn sagði tíma til kominn að íhuga vel það sjónarmið hvort ekki skyldi veitt a.m.k. létt vín á stöðum eins og t.d. Esjubergi. Hann kvaðst oft koma þar en aldrei hefði hann séð þar vín á nokkrum manni hvað þá heldur, að vandræði hefðu verið. Það væri því mjög athugandi að rýmka snerti. Markús Örn Antonsson sagðist telja, að verulegur áhugi væri á þessu hjá fólki almennt. Borgarstjórn ætti því að vera jákvæð ef málið bæri á góma. Björgvin Guðmundsson (A) kvaðst sammála Markúsi Erni. Björgvin sagðist álíta, að of þröng sjónarmið hefðu ráðið í þessum efnum. Adda Bára Sigfúsdóttir sagði, að menn ættu að kynna sér áfengismál þá kæmust þeir ef til vill að annarri niðurstöðu. Markús Örn Antonsson sagði, að sér væri vel kunnugt um ákvæði um vínveitingar. Þar kæmi ýmislegt ankannalegt í ljós. T.d. væru vínveitingahús lokuð á mið- vikudögum, en þá daga gætu hins vegar allir sem vildu keypt kynstrin öll af áfengi í áfengisút- sölum. Þá væri algengt, að menn væru dubbaðir upp í þjónsbúning til að ganga á milli borða þar sem fyrst og fremst færi fram sala á áfengi þó aðstæður væru til mat- sölu en í mesta lagi væri hægt að fá brauð. Það færi ekkert á milli mála, að ýmsir agnúar væru á þessum málum, sem laga þyrfti hið skjótasta. Borgarstjórn sam- þykkti síðan að mæla ekki gegn vínveitingaleyfi fyrir létt vín til handa veitingastaðnum NESSY.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.