Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979 Bjarni Ingimarsson skipstjóri — sjötugur Þessi fræfíi toKaraskipstjóri, sem fæddur er 22. maí 1909, í Hnífsdal á til mikilla sjósóknara að telja í báðar ættir. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Marnrét Halldórsdóttir ok InKÍmar Bjarnason ok bjuKlíu þau á býlinu Fremri-Hnífsdal, þótt Intíimar Koti ekki talizt til bænda, því að hann var skipstjóramennt- aður maður ok tundaði lenjíi sjó- inn. Búskapurinn mun því meira hafa komið í hlut konu hans og barna, þegar þau stálpuðust. Halldóra, móðir Bjarna, var dóttir Haildórs Söivasonar Þorsteins- sonar prests á Snæfjöllum við Djúp en hans sonur og langafa- bróðir Bjarna var hinn mikli sjósóknari og útvegsbóndi, Þors- teinn í Æðey, faðir þeirra frægu útgerðarmanna á sinni tíð, Péturs J. Thorsteinssonar á Bíldudal og Th. Thorsteinssonar. Afabróðir Bjarna var og Sveinn faðir Guðmundar Sveinssonar út- gerðarmanns og kaupmanns í Hnífsdal og litið lengra fram í ættina var Halldóra móðir Bjarna skyld Guðmundi útvegsbónda á Hafrafelli og þá um leið Pétri Oddssyni, formanni og síðar „kóngi“ í Bolungavík um áratuga- skeið og einn öflugasti útgerðar- maður landsins fram yfir 1930. Bróðir þeirra Guðmundar og Péturs var svo Oddur Oddsson, sem var formaður í Bolungavík í meira en 50 ár og dó loks um borð í báti sínum á leið til lands. Oddur hleypti aldrei frá vör og þótti það dæmi um mikla útsjónarsemi á veður. Það er og haft eftir Oddi á Hafrafelli, föður þessara bræðra, hin skeleggjuðu ummæli, þegar hann kom af sjó, og maðurinn sem sótti spilkrókinn til að hífa á bátinn féll við af þreytu á leið upp kambinn og Oddi formanni þótti seint ganga, að hann kallaði: „Skríddu maður, skríddu, þú ert fljótari þannig." Enn er að nefna það um móður- ætt Bjarna, að langamma hans var Elín Árnadóttir Magnússonar frá Breiðabóli í Skálavík en það er Hólsætt í Bolungavík og af henni margir hörðustu sjósóknarar í því sjávarplássi. Föðurætt Bjarna er einnig mikil sjómannaætt. Frá föðurafa Bjarna Ingimars- sonar, Bjarna Jónssyni sjómanni og bónda í Tannanesi, er komið margt sjómanna. Þrír sona hans voru þekktir skipstjórar, Guðmundur Kristján, síðast skip- stjóri á togaranum Otri, Jón Jóhannes, skipstjóri á Isafirði, og Ingimar faðir Bjarna, sem tók Hið meira fiskimannapróf (1904) og stundaði síðan um árabil sjómennsku á bátum vestra. Hin síðari ár ævinnar var hann framá- maður í félagsmálum í Hnífsdal, hreppsnefndar og oddviti, og gegndi ýmsum fleiri trúnaðar- störfum fyrir sveit sína. Ingimar var maður stór vexti og sagður rammur að afli. Hann var stærðfræðingur mikill Ingimar, svo sem þeir margir hans afkomendur. Kannski sækja þeir þá gáfu til Guðmundar „læknis" langafa Bjarna, en hann var því læknir kallaður að hann stundaði lækningar og hafði til þess leyfi þótt hann hefði ekki próf. Guðmundur var sérkennilegur gáfumaður og af honum mikil saga, svo sem lesa má í III. bindi Blöndu, þar rituð af Sighvati Borgfirðingi. Guðmundur átti tvö börn, þau Rósamundu, ömmu Bjarna, og Sigurð Amlin, föður völundarins Guðmundar vélsmiðs á Þingeyri, en hann fann upp og smíðaði „dráttarkarlinn", og var annálaður vélsmiður. Það sem ég segi hér um ættmenni Bjarna vestra hef ég að hluta eftir Vest- firðingi, því að mér eru sjálfum vestfirzkar ættir lítt kunnar, en ég vildi láta þetta koma fram, því að ég er þeirrar trúar að kynfylgja geti verið rík í mönnum og ráðið miklu um ævistarfið og hvernig þeim vegnar í lífinu. Bjarni ólst upp í Fremri-Hnífs- dal og átti þá æsku sem tíðust var í þann tíma í sjávarplássum vestra, hjálpaði til heima fyrir, ef foreldrarnir höfðu einhvern búskap, en fór síðan að róa, þegar hann fékk valdið árinni. Aðstaða var óhæg til sjósóknar frá Hnífs- dal eftir að vélbátar komu til sögunnar. Hnífsdælingar urðu að flýja með báta sína inn á ísafjörð, ef veður breyttist til hins verra, en þegar svo slotaði og það leit út fyrir sjóveður, urðu þeir að klofa snjóinn inn Eyrarhlíð að sækja á nóttum. Við þessar aðstæður héldu Hnífsdælingar þó uppi harðri sjósókn um áratug á vél- bátum sínum. Það hlaut samt að fara svo í Hnífsdal sem víðast í sjávarpláss- unum vestra að ungir og dugmikl- ir menn leituðu til annarra staða, sem meiri voru möguleikarnir til fjár og frama og þetta litla sjávar- pláss varð að sjá á bak mörgum efnismönnum. Þegar Bjarni Ingimarsson taldi sig færan til að hleypa heimdraganum, þá áttu ungir Hnífsdælingar orðið hauk í horni syðra, þar sem var Aðal- steinn Pálsson. Hann hafði farið suður til Reykjavíkur 1912 og varð fljótlega einn af fremstu togara- skipstjórum. Til Aðalsteins má því rekja orsök þess, hversu margir Hnífsdælingar lögðu fyrir sig togaramennsku fremur en sjómennsku á bátum. Úr engu einstöku sjávarplássi munu hafa komið jafnmargir togaraskip- stjórar og úr Hnífsdal. Árið 1933 lauk Bjarni Hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og það var einmitt, þegar hann var í stýrimannaskólanum, sem ég fékk augastað á honum. Ég segi frá, hvernig það bar til í grein, sem ég skrifaði um Bjarna fimmtugan. Þar segi ég svo frá, að ég hefi verið á gangi með Ólafi bróður mínum, þá togaraskip- stjóra, og við sáum tilsýndar ungan mann og hafði sá hraðan á. Ölafur segir þá: „Þarna gengur Bjarni Ingimarsson frá Hnífsdal. Hann hefur verið háseti hjá mér, en er nú í stýrimannaskólanum. Hann er víkingsefni. Sjáðu göngulagið.“ Ég held ég megi telja mér það til gildis, að ég hef oft um dagana séð fljótt, hvort töggur myndi vera í ungum mönnum. Það verð ég einnig að segja, að hjá mér sem skipstjóra var jafnan valinn maður í hverju rúmi. Þegar Bjarni hafði lokið prófi úr Stýrimannaskólanum fór hann stýrimaður til Halldórs bróður síns á Karlsefni, þessa mæta skipstjóra, en ég hafði ekki misst auga af honum, og til mín kom hann stýrimaður í ágúst 1935 á Júpiter. Það hef ég áður sagt víða, að það væri of vægt til orða tekið að segja að Bjarni Ingimarsson hafi verið ágætur stýrimaður. Hann var frábær. Það var ekki aðeins, að hann væri víkingsmaður til verka og stjórnsamur á dekkinu, heldur frábær návigatör og hann var svo úrræðagóður og fljótur að átta sig á hverju einu, að ég fór fljótt að treysta honum eins og sjálfum mér. Margan góðan stýrimanninn hafði ég haft, en það hafði þó jafnan verið venja mín bæði á Imperialist og Júpiter að toga sjálfur á vandasamri togslóð, svo sem við Hraunið á Selvogsbanka. Þar stóö ég ævin- lega uppi, ef verið var að toga í Hraunkantinum eða lænu uppi á Hrauninu sjálfu. Þetta var mikið vandaverk, þegar hjálpartækin voru ekki önnur en handlóðið til að mæla með dýpi eða gera sér grein fyrir botnlaginu. Það tók oft íangan tíma að bauja sig niður og finna togslóð, sem hægt væri að þræða án þess að hengilrífa. Það urðu ekki margir skipstjórar góðir „Hraunamenn". En Bjarni Ingimarsson hafði ekki verið lengi með mér, þegar ég fór að treysta honum til að lejsa mig af, einnig við Hraunið. Ég sparaði heldur ekki að skýra honum frá minni reynslu, sem var orðin löng og hafði verið erfið við Hraunið fyrstu árin. Fróðleikur um fiski- slóðir og annað sem að skipstjórn laut fór ekki inn um annað eyrað og út um hitt hjá honum Bjarna Ingimarssyni. Ég naut þess að fræða hann eftir getu minni, áhuginn var svo mikill og minnið svo trútt. Þegar ég fór alfarinn í land um mitt sumar 1940, var Bjarni far- inn að fara túr og túr með Júpiter. Ég hafði þá orðið svo staðgóða reynslu af stýrimanni mínum, að ég vissi skip mitt í góðum hönd- um. Það leið heldur ekki á löngu áður en Bjarni fór að vinna sér frægð sem afberandi aflamaður. Það var eitthvert sinn, nokkru eftir að Bjarni tók við skipstjórn- inni á Júpiter, að það spurði mig ritstjóri nokkur, hver væri skip- stjóri á Júpiter. Mér líkaði ekki spurningin. Mér hefur alla tíð fundizt, að þessi þjóð eigi að þekkja sína mestu aflamenn ekki síður en stjórnmálamenn eða embættismenn. Ég spurði því hvatskeytilega á móti: „Veiztu hver er forsætis- ráðherra?“ Já, það vissi þessi ágætismaður og ég sagði þá eitthvað á þá leið, að honum bæri ekki síður að þekkja skipstjórann á mesta afla- skipi flotans og bætti við, að það virtust æðimargir geta verið forsætisráðherra og jafningjar sumra þeirra væru ekki vand- fundnir, en jafningi skipstjórans á Júpiter væri ekki auðfundinn. Það fór strax allt saman hjá Bjarna, afburðafiskisæld, hagsýni í stjórn skipsins, það er áríðandi að fara ekki illa með tímann, hvorki á veiðunum né við land, veiðarfæraslit var lítið hjá honum og hann nýtti allt vel, sparaði hvaðeina sem kostur var á. Hann gætti alls sem að skipinu laut, eins og hann ætti það sjálfur. Samvizkusemin var svo einstök. Þótt Bjarni Ingimarsson hlyti mikla frægð sem skipstjóri á Júpiter eldri, þá vann hann sín mestu afrek og beztu á stærra skipi. Það var á aðfangadag 1947, að Neptúnus var fullsmíðaður og ferðbúinn frá Aberdeen. Það var mikið skip Neptúnus og það hef ég áður sagt, að þá fannst mér, þegar hann lagði úr smíðahöfninni á leið heim til íslands, að Bjarni væri búinn á fá skip sem bæri hann( Mér þótti vænt um að hafa ráðizt í að láta smíða slíkt skip undir þennan mann, sem allra manna helzt átti skilið að ráða fyrir miklu skipi. Það rak strax hver mettúrinn annan og þann 10. maí 1948 mátti lesa, svohljóðandi frásögn í dagblaðinu Vísi: „Neptúnus setti heimsmet segja brezk blöð. Samkvæmt skeyti til Vísis frá United Press telja Bretar Neptúnus hafa sett heimsmet, er togarinn landaði 356 smálestum af fiski í Grimsby í s.l. viku. Var aflinn seldur fyrir 19.069 sterlingspund (130 milljónir 622 þús. á gengi ’79. Höf) Brezka útvarpið og öll helztu blöð í Englandi og víðar í Evrópu hafa skýrt frá þessari glæsilegu sölu togarans, en hún er einsdæmi. Aldrei fyrr hefur komið jafnmikið magn úr togara og fengizt eins hátt verð fyrir." Þetta met stóð í 13 ár. Bjarni var með úrvalsmannskap, margir af mínum beztu mönnum höfðu fylgt honum, þegar ég fór í lánd og þeir kunnu að fara með fisk en það vantaði heldur ekki að skipstjór- inn fylgdist með því gaum- gæfilega, enda minnist ég ekki skemmds farms á skipi Bjarna. Ég hef fyrr nefnt, að hann hafi verið einstakur navigatör og ég er ekki einn um að telja hann hinn nákvæmasta mann sem um getur í staðarákvörðunum og síðan á siglingunni. Það skeikaði ekki um tilkynntan komutíma hjá Bjarna. Eins og að líkum lætur, gæti ég frá mörgu sagt af Bjarna Ingimarssyni eftir hálfrar aldar náin kynni og samstarf, og eins og jafnan er valið þeim mun erfiðara, sem úr meiru er að velja. Afmælisgreinum er skorinn stakkurinn og í þeim rúmast sjaldan nema brot þegar um er að ræða langan og merkan æviferil. Tvö afreksverk Bjarna eru þó svo afberandi, að það orkar ekki tvímælis að þeirra sé getið með sæmilega greinargóðum hætti. Bjarni vann það frábæra afreks- verk við erfiðar aðstæður að koma þorskflotvörpunni í gagnið. Þorsk- flotvarpan er íslenzk uppfinning, eins og kunnugt er, og kennd við Agnar Breiðfjörð, sem hafði glímt við hugmyndina, en var ekki sjómaður né hafði ráð á skipi og var honum þetta allt andstætt og enginn árangur orðinn, þegar Bjarni gekk í málið. Hann vann af þekkingu sinni á vörpum að endurbótum og fór svo út með vörpuna seint að vori 1951 til að prófa hana. Það var á Neptúnusi. Hann var of seint á ferð, fiskur var að ganga af Selvogsbanka og náðist ekki árangur í þeim tveim tilraunum sem hann gerði. Næsta vor (1952) fór hann fyrr út með vörpuna eða 28. marz og aftur suður á Selvogsbanka. Þar var fiskur þéttastur og líklegasta veiðisvæðið til að ná fiski upp í sjó. Þetta gekk ekki betur en svo fyrstu dagana að Bjarni var að gefast upp þennan túrinn, þegar honum datt skyndilega í hug að fá vélstjórann sinn til smíða fyrir sig hornamæli, þannig gerðan, að hann gæti mælt hornið, sem vírarnir mynduðu við skipssíðuna. Þegar hann þekkti það horn gæti hann reiknað út á hvaða dýpi varpan væri . Það voru engin rafeindatæki í þennan tíma til að fylgjast með ástandi veiðarfæris- ins. Þann 4. apríl var aflinn orðinn 187 tonn af saltfiski, sem svarar til 400 tonna af fiski upp úr sjó, Þá miðað við, að fiskurinn var nær allur óstaðinn, annars svarar þetta til um 450 tonna upp úr sjó af stöðnum saltfiski. Þetta er fyrsti þorskfarmurinn veiddur í flotvörpu í heiminum. Þann 11. apríl kom Bjarni á Neptúnusi aftur inn og þá með 268 tonn af saltfiski en það svarar til rúmlega 600 tonna af fiski upp úr sjó og sé miðað einungis við veiðitímann var aflinn rúm 100 tonn til jafnaðar á sólarhring. Málið var leyst og þorskflotvarpan komin í gagnið. þegar þetta var (1952) hafði þjóðin eytt stríðs- gróðanum og gjaldeyrir orðinn af skornum skammti. Hið nýja og afkastamikla veiðarfæri skilaði gífurlegum verðmætum í þjóðar- búið allt fram til ársins 1958, að það veiðisvæði, sem varpan var nýtanlegust á, var tekinn af togurunum. Það er sjálfsagt of djúpt tekið í árinni, að flotvarpan hafi bjargað þjóðarbúinu á þessum sex árum, sem hún fékkst notuð, en þeir sem muna þennan tíma vita að hún færði mikla björg og vel þegna í auralaust bú. Neptúnus var mikið skip og gott og um hann orti „Þorbjörn skips- ins“, en það skáldanafn gag hann sér, en hét fullu nafni Þorbjörn Friðriksson, oft kenndur við Gröf líkt og Benóný bróðir hans (Binni í Gröf). Þorbjörn er nú nýlát- inn. Hann var fjölda ára með okkur Bjarna. Vísan er svona: Undir mylur öldurót Ægis hirðir lítt um þus. Stoltur, traustur stígur mót stórsjóunum Neptúnus. Hitt afrekið, sem ekki má niður falla að minnst sé á í afmælisgrein um Bjarna Ingimarsson, var björgun skipshafnarinnar á Neptúnus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.