Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ1979 47 Kanada Trudeau Joe Clark Ed Broadbent inf;abaráttu og hamrað á nauðsyn þjóðareiningar sem hann telur sig geta tryntít vegna tengsla sinna við Quebec og hreyfingu frönsku- mælandi aðskilnaðarsinna þannig að hann geti haldið henni í skefj- um. Trudeau segir að einungis styrk alríkisstjórn undir forystu sinni geti átt fylgi að fagna í Quebec og haldið hreyfingu að- skilnaðarsinna í skefjum. Clark hefur einbeitt sér að efnahagsmálunum og gagnrýnt 8%. atvinnuleysi og 10% verðbólgu sem Kanadamenn búa við. Hann hefur sakað frjálslynda um eyðslusemi og gagnrýnt „kerfið“ sem hann telur þungt í vöfum. Trudeau hefur lofað sparnaðar- ráðstöfunum og telur sig hafa staðið sig vel með tilliti til ríkj- andi efnahagsástands í heiminum. Broadbent vill skipa nefnd til að koma í veg fyrir ósanngjarnar verðhækkanir. Clark vill efla atvinnufyrirtæki með skattaívilnunum og ný lög um skattafrádrátt handa íbúðareig- endum. Trudeau segir að það mundi kosta þjóðina 17,5 millj- arða dollara á ári og stingur upp á hóflegri skattalækkun. Broadbent vill skattafrádrátt handa láglaun- uðum. Trudeau hefur sagt að Clark sé „lítilfjörlegur" og „hafi enga stefnu", og að hann mundi beygja sig fyrir vilja forsætisráðherra aðskilnaðarsinna í Quebec, Rene Levescue, eða annarra ráðríkra fylkisleiðtoga. íhaldsmenn hvetja til þess að dregið verði úr miðstýr- ingu og að völd fylkjanna verði aukin, en Clark segir að Quebec— búar þurfi ekki að vera óánægðir með þessi áform. Levesque hefur heitið því að efna til þjóðarát- kvæðis í Quebec í haust eða næsta vor til að fá umboð til að semja um sjálfstæði fylkisins. Clark hefur lagt á það megin- áherzlu að undir stjórn Trudeaus á þessum áratug hafi Kanada siglt í strand í efnahagsmálum og Kanadamenn hafi snúizt gegn öðrum Kanadamönnum. Vígorð íhaldsmanna er: „Það er kominn tími til að breyta til.“ Stjórnmála- sérfræðingar telja að margir og kannski flestir Kanadamenn séu þessu sammála, en hiki við að fela völdin Clark, sem er atvinnu- stjórnmálamaður frá smábæ í Alberta og hefur vakið litla hrifn- ingu enda er hann bæði loðinn og hikandi í flóknum stórmálum og þetta hefur valdið kjósendum áhyggjum. Búizt er við að 75%. kjósenda sem eru 14,5 milljónir greiði at- kvæði í kosningunum. Frjálslynd- ir hafa unnið síðustu fimm kosn- ingar, þrjár þær síðustu undir forystu Trudeaus, og stjórnað landinu 36 af síðustu 43 árum. Parfs. KIkhII Rwanda. 21. maf AP — Rrutrr FRANSKA blaðið L’humanite hafði eftir vitni, að Bokassa keisari hefði sjálfur verið viðstaddur fjöldamorðin á börnum, sem fram áttu að hafa farið 18. aprfl. L'humanite gaf ekki upp nafn vitnisins, konu sem ekki vildi láta nafn sfns getið en var nýkomin frá Mið-Afrfku-keisaradæminu. Vitnið kvaðst ekki sjálft hafa verið viðstatt en hafði sögur sínar eftir ættingjum barnanna og þeirra sem komust lífs af. „Börnunum var staflað á vörubfla og síðan sett í litla fangelsisklefa á milli 50 og 60 í hvern. Mörg barnanna dóu í klefunum og ég hitti ungling, scm komst einn Iffs af en meö honum voru 25 börn. Bokassa keisari skipaði börnunum að leggjast á götuna og síðan skipaði hann bflstjóra að keyra yfir þau. Bflstjórinn féll saman og þá barði Bokassa hann. Sfðan skipaði hann vörðunum að grýta börnin. Lfk barnanna er dóu voru sfðan grafin skammt frá fangelsinu, ekki langt frá franska sendiráðinu“. „Engin börn voru myrt“, sagði Bokassa, keisari í Kigali en þar eru leiðtogar frönskumælandi þjóða í Afríku samankomnir á ráðstefnu. „Það voru stúdentar við háskólann í Jean-Bedel, sem mót- mæltu skólagjöldum og neituðu síðan að kiæðast skólabúningi. Ég sagði við þá: „Allt í lagi, ef þið viljið ekki vera í skólabúningi þá gleymum við þessu". En raunar klæðast þau núna skólabúningi", sagði Bokassa. Hann neitaði þó ekki ásökunum um, að stúdentar við háskólann hefðu verið líf- látnir. „í mínu landi kalla allir mig pabba", sagði Bokassa við blaðamenn. Forseti Frakklands, Valery Giscard d‘Estaing neitaði að eiga fund með Bokassa fyrr en hann hefði hrakið allar staðhæfingar um fjöldamorð. Þá var tilkynnt að tekið yrði fyrir efnahagsaðstoð Frakka við Mið-Afríkukeisara- dæmið þangað til skýringar hefðu komið frá Bokassa. Amnesty samtökin sögðu frá fjöldamorðum í Mið-Afríku- keisaradæminu í síðustu viku og í dag tilkynntu samtökin að frekari Flóttamenn íkúlnaregní Chantaburl. Thallandi. 21. mal. Reutrr. KAMBÓDÍSKIR flóttamenn flýðu aftur til Thailands í kúlnaregni í dag þegar thailenzkir landgönguliðar höfðu hrakið þá yfir landamær- in að því er skýrt var frá í dag. Landgönguliðarnir reyndu að framfylgja þeirri stefnu ríkis- stjórnarinnar að takmarka flótta- mannastrauminn og senda kambódíska borgara og hermenn hliðholla ríkisstjórn Pol Pots aftur yfir landamærin. En þegar flóttamennirnir voru reknir aftur yfir landamærin voru hermenn nýju stjórnarinnar undir forystu Víetnama aðeins um þrjá km frá landamærunum. Skothríð heyrðist og flóttamennirnir komu aftur. Thailenzk yfirvöld stóðu í dag fyrir brottflutningi fólks frá þremur þorpum og einangruðu- svæðið til þess að reyna að ráða við vandann sem er orðinn geysi- mikill, bæði í pólitísku og mann- legu tilliti. Yfirmenn hersins héldu fund í Bangkok um málið, en engin ákvörðun var tekin og fleiri fundir eru boðaðir. Thailendingar hafa ekki viðurkennt ríkisstjórn Hen Samrin sem Víetnamar styðja og segjast fylgja algeru hlutleysi gagnvart atburðum í Kambódíu. En stjórnin i Phnom Penh hefur sakað Thailendinga um að styðja Rauðu Khmerana og hefur hert á mótmælum sínum síðan 50.000 til 80.000 Kambódíumönnum var hleypt inn í Thailand í síðasta mánuði. Og leyft að fara til annars hluta Kambódíu. I síðasta hópnum eru um 40.000 flóttamenn, þar af nokkur þúsund Bokassa vitni að fj öldamorðunum? gögn um fjöldamorðin hefðu bor- ist. Samtökin sögðu að milli 50 og 100 börn hefðu verið myrt. Þetta gerðist 1968 — Reynt að víta stjórn De Gaulles á þingi — 10 milljónir Frakka í verkföllum. 1967 —Óeirðir gegn Bretum í Hong Kong. 1945 — Truman-kenningin um við- nám gegn kommúnisma tekur gildi: Bandaríkjaþing samþykkir 400 milljón dala fjárveitingu til Grikkja og Tyrkja. 1913 — Þriðja Alþjóðasamband kommúnista leyst upp. 1911 — Rahid Ali flýr frá írak. 1939 — Hitler og Mussolini undir- rita „stálsamninginn“ um bandalag Þjóðverja og ítala. 1929 — Konungur Afghanistans flýr úr landi. 1923 — Stanley Baldwin myndar stjórn íhaldsmanna í Bretlandi. 1918 — Þýzkar herflugvélar ráðast á París. 1917 — Tisza greifi, forsætisráð- herra Ungverja, segir af sér. 1882 — Bandaríkin og Kórea semja um frið og vináttu. 99 Allir vilja gull” London. 21. ma(. AP. GULL seldist á nýju metverði á peningamörkuðum í Evrópu í dag vegna spákaupmennsku og vaxandi kvíða vegna olfu- skorts f heiminum. Verð Bandaríkjadollars hélzt stöðugt þrátt fyrir mikla sölu Englandsbanka, vestur-þýzka landsbankans og svissneska landsbankans sem reyndu að verja gjaldmiðla sína. Verðið fyrir gullúnsuna komst í 263.25 dollara, mesta verð allra tíma, í London, og hækkaði því um 6.875 dollara síðan á föstudag. „Allir vilja gull,“ sagði kaup- sýslumaður í London. Rauðir Khmerar og hann fór yfir landamærin um helgina um 60 km suður af Poipet, sem sýnir að herliðið sem Víetnamar stjórna sækir hratt og örugglega fram til að binda enda á mótspyrnuna í Vestur-Kambódíu. Thailendingar óttast meðal annars að herliðið sem Víetnamar stjórna veiti flýjandi óvinum sínum eftirför yfir landamærin. Forsætisráðherra Thailands, Kriangsak Chomanan, sagði nýlega að Thailendingar mundu ekki leyfa erlendu herliði að sækja vfir austurlandamærin. Fangaskipti Tokyo. 21. maf. AP. HANIHUA, hin opinbera frétta- stofa Kína, tilkynnti í dag að Kina og Víetnam hefðu hafið fangaskipti. Skipst hafi verið á særðum og veikum hermönnum. Fréttastofan sagði að 120 víet- nömskum hermönnum hefði ver- ið sleppt lausum og að Víetnam hefði sleppt 43 föngum. Sendiherra Venezúela komst undan San Salvador. 21. maí. AP. Reuter. SENDIHERRA Venezúela og sjö gfslar, sem hafa verið f haldi f sendiráði Venezúela sfðan 11. maf, sluppu úr sendiráðinu f gær. Uppreisnarmennirnir, níu, sem tóku sendiráðið, eru nú einir f sendiráðinu. Uppreisnarmenn halda einnig sendiráði Frakk- lands og franska sendiherranum, og nokkrum kaþólskum kirkjum. Þeir krefjast að fimm leiðtogar þeirra, sem eru f haldi. verði látnir lausir. 1819 — „S.S. Savannah“, fyrsta gufuskipið sem siglir yfir Atlants- haf, fer frá Savannah, Georgíuríki, til Liverpools, Englandi. 1810 — Uppreisn hefst í Nýju-Gran- ada gegn Spánverjum. 1762 — Hamborgar-friður Svía og Prússa undirritaður. 1706 — Orrustan um Ramillies: Bretar aflétta umsátri Frakka um Barcelona. 1629 1693 — Frakkar eyða Heidelberg enn og fara ránshendi um Rínarhér- uð. 1629 — Kristján IV neyddur til að undirrita Lýbikku-friðinn. 1216 — Innrás Loðvíks VIII af Frakklandi í Englandi við Stonor. Afmæli: Richard Wagner, þýzkt tónskáld (1813-1883) - Sir Arthur Conan Doyle, brezkur rithöfundur (1859—1930) — Olivier lávarður, brezkur leikari (1907--). Andlát: Martha Washington, for- setafrú, 1802 — Augustin Thierry, Ceausescu í Madrid Madríd. 21. maí. Reuter. MICOLAE Ceausescu Rúmenfu- forséti kom f dag f opinbera heimsókn til Spánar og er fyrsti þjóðhöfðingi kommúnistarfkis sem hefur komið til landsins f heimsókn. Heimsóknin er talin sýna vax- andi tengsl Spánverja við komm- únistaríki síðan Franco einræðis- herra lézt 1975. Heimsóknin sýnir líka sérstöðu Rúmena meðal Aust- ur-Evrópuríkja gagnvart Spán- verjum. 22. maí sagnfræðingur, 1856 — Ferdinand II Sikileyjarkonungur 1859 — Victor Hugo, rithöfundur, 1885 — Sir John French, hermaður, 1925. Innlent: Norðurreið Skagfirðinga 1849 — d. Sæmundur Sigfússon fróði 1133. Fógetinn á Bessastöðum, Tómas Nikulásson drukknar við sjöunda mann 1665 — Konungur skipar nefnd til áð vinna að söfnun og viðhaldi fornrita 1807 — Síðasti fundur Kveldfélagsins, leynifélags í Re.vkjavík, 1874 — Lög um kosninga- rétt kvenna til hreppsnefnda og sóknarnefnda 1882 — Fornritafélag- ið hefur útgáfu íslendingasagna 1933 — Stjórnarskrárbreyting samþykkt og leiðir af sér stjórnarskipti & tvennar kosningar 1942 — Brezkt herskip siglir á „Þór“ 1959 — f. Lárus Sigurbjörnsson 1903 — Agnar Kofoed Hansen 1869. Orð dagsins: Ég geng hægt, en ég geng aldrei aftur á bak — Abraham Lincoln, bandarískur forseti (1809-1865).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.