Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979 Kjaradómur um kaup verzlunarmanna: Samkomulag um breytta flokka- skipan fyllt út með kauptölum NIÐURSTAÐA kjaradóms varðandi laun verzlunarmanna var kynnt í gær, en dómurinn var upp kveðinn 17. maí sl. í samningum, sem undirritaðir voru 10. apríl sl., komu verzlunarmenn og viðsemjendur þeirra sér saman um skipan í launaflokka og skýringar við þá og að kjaradómur skyldi ákveða kaupið þannig að hann lyki störfum eigi síðar en 15. maí og að úrlausn hans skyldi gilda frá 10. apríl 1979 til 1. desember n.k. í niðurstöðum kjaradómsins segir að dómurinn hafi litið á það sem sitt eina hlutverk að ákveða kaup í launaflokkum þeim, sem aðilar hefðu komið sér saman um, en sú launaflokkaskipan gæfi einnig rúm fyrir starfsaldurshækkanir. Síðan segir: (Millifyrirsagnir eru Mbl.) „Eftir að hafa yfirfarið gögn aðila rækilega og rætt málið sín á milli á mörgum fundum og utan funda komast dómarar að eftirfarandi niðurstöðu: Mánaðarkaup í hverjum flokki verði: FI. Byrj.l. Laun eftir: 2 ár 4 ár 6 ár 7 ár 1. 163.000 2. 168.400 3. 173.700 180.600 187.800 196.300 206.000 4. 182.200 189.500 197.100 206.000 5. 190.500 198.100 206.000 6. 197.200 207.100 217.500 7. 209.100 219.600 230.600 8. 221.100 232.200 243.800 9. 233.200 244.900 257.100 10. 245.200 257.500 270.400 11. 257.300 270.200 283.700 12. 270.200 283.700 297.900 13. 282.400 296.500 311.300 14. 299.300 314.300 330.000 Auk be»s skulu Htarfsmenn eftir 15 ára störf skv. samningi verslunarmanna hjá sama vinnuveitanda hækka um einn launaflokk midad við röðun starfa þe«8, sem þeir gegna þá. beir nkuli síðan taka laun eftir efsta þrepi þess launaflokks. Retfla þessi skal að því er varðar 3.-5. launaflokk vera framkvæmd þannÍK að starfsfólk. sem tekur laun samkvæmt þessum fiokkum. skal þá taka laun eftir efsta þrepi 6. launafiokks. beir er taka laun samkvæmt 14. launaflokki skulu eftir 15 ára starfsaldur hjá sama vinnuveitenda fá kr. 348.700.- f mánaðarkaup. Líta verður á þessa ákvörðun í því ljósi að hér er verið að ákveða kaup í launaflokkum eftir áður gerðu samkomulagi um breytta gerð flokkaskipunar. Samkvæmt yfirlýsingu, sem fylgdi samningi aðila frá 10. apríl s.l. (og rakin er hér að framan) eru þeir sammála um að hækkanir, sem verða á kauptöxtum við þessa niðurstöðu, m.a. vegna breyttrar flokkaskipunar, gefi ekki tilefni til hækkunar á greiddu kaupi til þeirra, sem fyrir samningsgerðina fengu greitt jafnhátt kaup eða hærra en hinn nýi launataxti tilgreinir fyrir viðkomandi störf. Þá benda framlögð gögn til þess að verulegar yfirborganir eigi sér stað hjá mörgum fyrirtækjum einkum í efstu launaflokkunum. Málflutningur aðila hnígur einnig í þá átt. Samkvæmt þessu er hér verið að færa kaup samkvæmt launatöxtum til samræmis við raunverulegt greitt kaup og er þetta aðalforsenda dómsins. Við ákvörðun um kaup í hverj- um flokki launastigans hefur verið reynt að hafa hliðsjón af því sem greitt er samkvæmt taxta BSRB fyrir sambærileg störf. Taka verður fram að mat á því hver störf séu sambærileg hjá ríkinu og vinnuveitendum, sem eru aðilar þessa samnings, er miklum erfið- leikum bundið þar sem hlutverk stofnana ríkisins og fyrirtækja almennt er í mörgum tilfellum ólíkt. Þá ber þess ennfremur að gæta, að eins og segir í yfirlýsingu aðila, sem fylgdi samningi þeirra og getið er hér að framan, þá er það ágreiningslaust að starfsheiti eru notuð á mjög mismunandi hátt, eftir aldri, verkefnum og umsvifum fyrirtækja. Þetta á sér einnig stað hjá hinu opinbera. Þessa verður þannig að gæta þegar starfsheiti samnings þessa eru skýrð og borin saman við starfsheiti eftir öðrum samning- um. Þá hefur hér einnig verið höfð hliðsjón af launum þeim sem gilda á almenna vinnumarkaðinum yfir- leitt, en þó haft í huga að verslun- armenn búa yfirleitt ekki, frekar en opinberir starfsmenn, við af- kastahvetjandi launakerfi, sem óneitanlega hefur mikil áhrif á afkomu annarra la'unþega. Reykjavík kaupir Reynisvatn á nær 300 milljónir kr. REYKJAVÍKURBORG heíur sam þykkt að kaupa jörðina Reynisvatn. sem liggur Reykjavfkurmegin á miirkum Reykjavíkur og Mosfells- sveitar. Kaupverðið er um 280 milljónir króna. Seljandi er Þóra Jónsdóttir á Reynisvatni og börn hennar. Reynisvatn sem horgin kaupir. er liðlega 500 hektarar að stærð. ásamt vatnasvæði, en áður er huið að selja um 125 hektara af jörðinni fyrir sumarhústaði og annað. Samkvæmt upplýsingum Björns Friðfinnssonar fjármálastjóra Reykjavíkurborgar er kaupverð húsa á jörðinni samkvæmt brunabóta- mati, sem er 36 milljónir króna, en síðan er verð hvers hektara krónur 440 þúsund krónur. Jörðinni fylgir samnefnt Reynisvatn og hluti af Langavatni og 14% laxveiðiarður af Ulfarsá. — Jörðin er keypt til þess að leggja í landbanka framtíðarinnar, eins og Björn orðaði það, en hluti jarðarinnar hentar fyrir byggð, annað fvrir útivistarsvæði. Jörðin er fyrir utan skipulagt byggingarsvæði borgarinnar. Kaupin eru gerð með þeim skilmálum að 40 milljónir króna eiga að greiðast á árinu, en afgangurinn á næstu 5 árum, þ.e. 1980-1984. Þóra Jónsdóttir, sem er 88 ára gömul, mun búa á jörðinni áfram svo lengi, sem hún kýs. Úrskurður kynntur Ljósm. Emilía. Kjaradómsmenn kynna úrskurð dómsins í gær: (f.v.) Skuli J. Pálmason, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Hrafn Bragason formaður dómsins, Magnús L. Sveinsson, Björn Þórhallsson og Einar Árnason. Einn kjaradómsmanna, Torfi Ásgeirsson, var ekki viðstaddur kynningu úrskurðarins í gær og ekki heldur Sveinn Snorrason sem flutti málið fyrir hönd viðsemjenda verzlunar- manna, en lengst til hægri á myndinni er Böðvar Pétursson, sem flutti málið fyrir verzlunarmenn. FLOKKA- SKIPAN 1. Aðstoðarfólk f verlzunum og skrifstofum innan 17 ára aldurs. 2. Afgreiðslufólk og skrif- stofuf. í 3 mán. 3. Afgreiðslufólk A Símavörður II Skrifstofufólk A 1. Afgreiðslufólk B Bifreiðastjóri Fólk við pökkun daghlaða Miðasölufólk Skrifstofufólk B 5. Afgreiðslufólk C Innheimtumaður Lagermaður Símavörður I Skrifstofufólk C 6. Tölvu- og skýrsluvélafólk II Tryggingaritari III 7. Afgreiðsíufólk D Skrifstofufólk D Lagerstjóri II Flugafgreiðslumenn II Tryggingaritari II 8. Gjaldkeri II Sölumaður II Fluafgreiðslumaður I Tölvu- og skýrsluvélafólk I Fólk sem selur farmiða til annarra landa Tryggingasölumaður III Tryggingaritari I 9. Lagerstjóri Aðstoðarafgreiðslustjóri í flugafgreiðsiu Tjónaskoðunarmaður Defectrice 10. Afgreiðslufólk E Skrifstofufólk E Kerfisfræðingur III Verziunarstjóri III Tryggingasölumaður II Tjónauppgjörsmaður II 11. Sölumaður I Tryggingasölumaður I Tjónauppgjörsmaður I Gjaldkeri I Lyfjata>knir Bókari I Afgreiðslustjóri II í flug- afgreiðslu 12. Deildarstjóri II Verzlunarstjóri II Fulltrúi II Innkaupafulltrúi Sölufulltrúi Afgreiðslustjóri I í flug- afgreiðslu 13. Kerfisfra“ðingur II 14. Aðalgjaldkeri Deildarstjóri I Kerfisfræðingur I Sölustjóri Aðalhókari Verzlunarstjóri I Við úrlausn þessa er miðað við þau laun og launahlutföll, sem í gildi voru á vinnumarkaðinum 11. mars s.l.“ Þessi hluti dómsins er sam- kvæmt tillögu þeirra dómara, sem tilnefndir voru af yíirborgar- dómaranum í Reykjavík, Hrafns Bragasonar, Sigríðar Vilhjálms- dóttur og Torfa Ásgeirssonar, en dómarar þeir, sem tilnefndir voru af málsaðilum, skrifuðu undir dóm eftir tillögunni með bókun- um, sem fara hér á eftir: 15 ára hækkunin réð mestu „Dómararnir Björn Þórhallsson og Magnús L. Sveinsson lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir til að skrifa undir dóm eftir tillögunni með bókun sem þeir leggja fram. Bókunin er svohljóðandi: „Við teljum að dómurinn hafi ekki nema að hluta litið til réttar viðmiðunar við laun annarra sam- bærilegra stétta í úrskurði sínum. Á það sérstaklega við lokalaun í 3.-5. launaflokki þar sem m.a. afgreiðslufólk, sem lokið hefur prófi á viðskiptasviði á mennta- skólastigi er staðsett. Dómurinn miðar laun þessa fólks við 5. launaflokk BSRB, en enginn opinber starfsmaður stað- næmist í lægri flokki, og er sá flokkur því í raun lægsti launa- flokkur BSRB eftir tiltekinn starfstíma. Afgreiðslufólk, sem vinnur hjá ríkinu fær allt greidd laun skv. 7. og 8. launaflokki BSRB og hefði FÉLAGSFUNDUR í MjólkuríræA ingafélagi íslands. scm haldinn var í fyrradag, samþykkti tvær álykt- anir. scm Morgunblaðinu hárust í gær. Ályktanirnar cru svohljóð- andi: „Fundur haldinn í Mjólkurfræð- ingafélagi íslands 20. maí 1979 styður þá ákvörðun stjórnar félags- ins að samþykkja að sáttanefnd taki að sér sáttaumleitanir í yfirstand- andi kjaradeilu, ennfremur sam- þykkir fundurinn að hafna frestun á dómurinn átt að miða lokalaun í 3.-5. launaflokki verslunarfólks við það, og laun í flokkunum þar á eftir í því samræmi. Einnig hefur dómurinn ekkert tillit tekið til ýmissa kjaraatriða, sem opinberir starfsmenn njóta umfram verslunarfólk og eru beint ígildi-peningalauna, svo sem sérstakar orlofsgreiðslur, fæðis- hlunnindi o.m.fl., og vísast í því sambandi til greinargerðar verslunarmanna með dómkröfum. Launahækkun sú sem dómurinn ákveður eftir 15 ára starf veldur því þó, að við greiðum ekki at- kvæði gegn úrskurði dómsins í heild." Nauðsyn að niðurstaða fáist „Dómararnir Einar Árnason og Skúli J. Pálmason lýsa því yfir að þeir séu tilbúnir til að skrifa undir dóminn eftir tillögunni með bókun sem þeir leggja fram. Bókun þeirra er svohljóðandi: „Við undirritaðir fulltrúar vinnuveitenda í dómi þessum, lítum svo á, að tillaga hinna þriggja óháðu dómenda, sem Borgardómur skipaði til setu í dóminum, feli í sér meiri launa- hækkanir til einstakra starfshópa en leiðir af samræmingu launa- taxta við raunverulega greidd laun á því kjaramálasviði sem hér er fjallað um. Með hliðsjón af nauðsyn þess að niðurstaða fáist í þessu máli munum við ekki greiða atkvæði gegn tillögunni". verkfallinu. Hins vegar lýsir fundur- inn yfir vilja félagsins til að ganga til samninga." „Félagsfundur í Mjólkurfræðinga- félagi íslands haldinn 20. maí 1979 samþykkir að veita undanþágu til sölu á helmingi þeirra mjólkurvara sem að öðru jöfnu er til sölu. Undanþága þessi gildir til mið- nættis aðfararnótt 24. maí n.k. Er þetta gert í trausti þess að samn- ingsaðilar gangi í alvöru til samn- inga fyrir þann tírna." Samþykktu undanþágu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.