Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1979 45 .1! Wa VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL 10— 11 FRÁ MÁNUDEG skyldi aldrei beitt. Minnast skyldi þess, að fangi er varnarlaus gagn- vart yfirboðurum sínum. Aldrei skyldi því á honum niðst að ástæðulausu. Að níðast á varnar- lausum er glæpur, og á það við, hver sem í hlut á. Lítt gagnar það samfélagidmanna, að níðst sé á föngum. Oft getur slíkt verið verri glæpur en sá, sem fanginn hefur drýgt, og hlýtur ávallt að verka mannskemmandi á sálarlíf hins ófrjálsa manns. Harðýðgi og níðingsháttur er fjarri hinum rétta tilgangi réttvís- innar. I öðrum löndum munu fangelsi sumstaðar vera hinar verstu pynt- ingarstofnanir, þar sem fangar eru sveltir og þeim misþyrmt og þrælkað á hinn versta hátt. Harð- ýðgi gagnvart föngum er þar hið ráðandi afl. Sem betur fer, munu íslensk fangelsi fátt eiga sameig- inlegt slíkum ógnarstöðum. En þó mun margt mega bæta í aðbúð fanga hérlendis, og benda til þess blaðaskrif og sjónvarpsumræður, sem nýlega fóru fram (í janúar 1979). Það sem mest ríður á, er að hugarfar sakamanna gæti breyst til batnaðar, og til þess dugar engin harðýðgi, heldur þarf hér til að koma umhyggjusemi, velveld og hlýja í þeirra garð, og ekki einungis frá þeim, sem gæta fang- anna, heldur og frá öðrum, sem engin bein tengsl hafa við þá, því máttur góðra hugsana þekkir eng- in takmörk. • Sambönd við illa staði Góðvildarhugsanir margra mundu stilla fanga til betri líf- sambanda. Glæpahneigð mun stafa fyrst og fremst af sambönd- um við illa staði annarsstaðar í tilverunni, við hnetti þar sem enn verr stefnir en hér á jörð. Þessi sambönd munu vera undirrót glæpahneigðar og hverskyns ófarnaðar. Þangað er að rekja margt af því illa, sem hér gerist. Hin mesta nauðsyn er á að berjast gegn þessum áhrifum. Samfélög glæpamanna skapa hin hættulegustu aflsvæði hér á jörð og þau hafa aftur sambönd við víti annarra hnatta, þar sem allt hið illa er á margfalt ferlegra stigi en hér þekkist, þótt ekki viti illvirkjar sjálfir af þessum sam- böndum. Þaðan berast hin háska- legustu áhrif, sem hafa uggvænleg áhrif á alla framvindu lífsins á jörðu hér, meðan ekki er spornað við af alefli og vitandi vits. En til þess að unnt sé að sporna við, verður að víta hvaðan háskinn stafar, og svo aftur, að vita hvert helst er að leita, til þess að snúið verði við á leið til farsældar. En þeirrar hjálpar, sem duga mætti, mun verða að leita til háþroska- mannkynja annarsstaðar í geimi, þar sem afl hins æðsta máttar er allsráðandi. Vitandi vits verður að taka upp bætt sambönd við þessa lengra komnu vini. Efling slíkra lífsam- banda er höfuðnauðsyn. Og tækist hér að veita viðtöku hinu eflandi lífstreymi frá lengra komnu lífi, mundu þess fljótlega sjást merki, m.a. í fækkun hvers- konar afbrota. Takmark allrar löggæslu mundi þá verða að lög- brot legðust niður og að ekki yrði framar þörf fyrir fangageymslur eða fjölmennt lið til löggæslu- starfa eða til afbrotarannsókna, eins og nú er bæði hér á Iandi og annarsstaðar. Ingvar Agnarsson. • Krían Lesbók Morgunblaðsins bár- ust þessar skemmtilegu vísur um komu kríunnar. En þar sem Les- bókin er unnin 3—4 vikur fram í tímann fannst okkur betur við hæfi að birta þær í Velvakanda nú og vonum að höfundurinn verði ánægður með þá tilhögun. Þú ert komin, káta kría, komin heim á vængjum skýja. Nú mun öll mín ólund flýja eftir langan vetur. Engum vorsins fugli ég fagna betur. Hrekur burt deyfð og dróma, djarfa raustu láttu hljóma. Sestu heil í sólarljóma, sæl á fornum slóðum. Fagna ég góðum vini vegamóðum. Lítilmagna vörn þú veitir varga þegar herja sveitir. Sjálfan krumma brögðum beitir, berð á örgum kjóa. Orka býr í „álfakroppnum rnjóa". Ingibjörg Vilhjálmsdóttir. • Mismunandi startgjald Tveir menn úr Garði komu að máli við Velvakanda og kvörtuðu undan því ósamræmi, sem væri í „start“-gjaldi hjá leigubílstjórum í Keflavík. Þeir sögðu að það væri 2 dalir á Keflavíkurflugvelli (um 667 krónur íslenzkar), en annars 840 krónur. Óskuðu þeir eftir skýringu á þessu hjá viðkomandi aðilum og báðu Velvakanda um að veita þeim skýringum rúm. Þeir sögðu að þeir væru ekki einir um að þykja þetta undarlegt. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótínu í Buenos Aires í fyrra kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Dzindzindhashvilis, ísrael, og Browne, Bandaríkjunum, sem hafði svart og átti leik. 35... Hxc6! (En ekki 35... Hd7? 36. Rb8 - Hd8, 37. Rc6) 36. Bxc6 - a2, 37. d7 - Bf6, 38. d8=D+Bxd8 39. Hxd8+Kg7 40. IIa8? (Miklu meiri mótstöðu veitti 40. Hdl) Ra5! og hvítur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍSI ' NVAR. (j'oMb^rAje " Kum!" Byrjið daginn snemma á Esjubergi í sumar opnum viö kl. 700 alla morgna. Viö bjóöum upp á nýlagaö kaffi, ný rúnstykki og heit vínarbrauö. Fjölbreyttar veitingar. Það er ódýrt að borða hjá okkur Verið velkomin, saaiu Fjörutíu ára forusta Fenner kýlreimar fleygreimar reimskífur ástengi DRIFBÚNAÐUR ER OKKAR SÉRGREIN VALD. POULSENI SUÐURLANDSBRAUT10 SÍMAR: 38520 — 31142. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLÝSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.