Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ1979 ELTON JOHN í LENINGRAD — Meira en hundrað og fimmtíu sovéskir unglingar fögnuðu brezka poppgoðinu Elton John við komu hans til Leningrad á mánudag þar sem hann hyggst hefja tónleikaferðalag um Sovétríkin. Unglingarnir hafa þó kvartað yfir erfiðleikum á að fá aðgöngumiða. „Aðeins embættismenn og þeir sem éinhvers mega sín fá að fara á tónleikana,“ sagði tvítug stúlka. Stórfellt svartamarkaðsbrask er nú með miða og seljast þeir jafnvel að jafnvirði mánaðarlauna verkamanns í Sovétríkjunum. Ráðherrafundur EFTA: Tengsl EFTA við EBE í brennidepli Bodo. Noregi. 21. maí. AP. Reuter. NORÐMENN munu hafa ákveðið að hætta við að leggja fram tillögur um nánari samvinnu við EBE á ráðherrafundi EFTA. sem hófst í Bodo í dag. Viðskiptaráðherra Norðmanna, Ilallvard Bakke, hafði ráðgert að Ieggja fram tillögur um nánari samvinnu við EBE á sviði efnahags- og atvinnumála og um nánara samstarf þessara tveggja handalaga. Hnífj afnt i Kanada SAMKV/EMT síðustu skoðanakönnun Gallups fyrir þingkosningarn- ar í Kanada í dag. þriðjudag, eru Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Pierre Elliot Trudeau og Ihaldsflokkurinn undir forystu Joe Clark hnifjafnir með 37.5% kjósenda á hak við sig hvor flokkur um sig. Því getur farið svo að hvorugur flokkurinn fái meirihluta í kosningunum og að flokkur nýdemókrata undir forystu Ed Broadbent sem nýtur stuðnings 19% kjósenda samkvæmt könnuninni komist 1 oddaaðstöðu. Heimildir hermdu að Svíar og Islendingar styddu tillögur Norð- manna en Bakke hafði hætt við að leggja fram tillögur um nánari samvinnu við EBE vegna andstöðu Austurríkis og Sviss. Þessar tvær þjóðir halda því fram að EFTA eigi áfram að einbeita sér að fríverzlun, eins og EFTA hafi þegar við EBFl þjóðirnar. Ekki beri að taka upp nánari samvinnu. Búist var við að Finnland og Portúgal tækju ekki þátt í deilum Madrid. 21. maí. AP. FELIPE Gonzalcz, leiðtogi spænskra sósfalista. sagði af sér Korchnoi tapaði JAhanneNarburic. 21. ma(. AP. VIKTOR Korehnoi tapaöi á tíma fyrir' vestur-þýzka stór- meistaranum Wolfgang Un- zicker á móti í Jóhannesarborg í dag og þetta var fyrsta tap hans á mótinu. Þeir höfðu teflt 1 sjö tíma þegar Korchnoi tapaði. Ósigur- inn kom Unzicker á óvart því að hann hélt að Korchnoi væri með unna skák. Níu umferðir hafa verið tefld- ar á mótinu og Korchnoi er með 6Vi vinning, Unzicker 5'k og eina biðskák, Bretinn Tony Miles 4 og Lein 1 vinning og eina biðskák. um stefnuna. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra situr ráðstefn- una í Bod;. Verdens Gang skrifaði um ráð- herrafundinn í Bodö í dag. Blaðið hvatti til nánari samvinnu við EBE. „EFTA er í dag í hlutverki litla bróður gagnvart EBE. í grundvallaratriðum hefur EFTA þegar náð tilgangi sínum á sviði fríverzlunar. Aðildarlöndin verða að víkka út EFTA. Nánari sam- vinna við EBE gæti því orðið mjög formcnnsku flokksins eftir að flokkurinn hafði tekið upp marx- íska stefnuskrá. Gonzales beitti sér mjög gegn marxískri stefnu- skrá, taldi það verða til þess að binda flokkinn í viðjar kreddu og því fá lítinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. „Ég er þreyttur og ætla í frí," sagði Gonzales eftir að hann hafði neitað áskorunum fjölmargra flokksmanna um að sækja um endurkjör. Fimm manna ráð fer nú með æðstu völd flokksins og er þessu ráði gert að kalla saman fund innan sex mánaða til að græða sárin, sem urðu vegna ágreinings meðal spænskra sósíalista. Sósíal- istaflokkurinn er nú næst stærsti flokkur Spánar. Gonzalez hélt því eindregið fram á þingi sósíalista- flokksins, að marxísk stefnuskrá hræddi kjósendur frá flokknum. Gonzalez hefur verið formaður sósíalistaflokksins síðustu fimm árin. mikilsverð, og reglulegir fundir með EBE um aðsteðjandi vanda- mál hverju sinni. Slík samvinna mundi binda endi á sundurþykkju þjóða V-Evrópu,„ sagði Verdens Gang. Veður víða um heim Akureyri 1 alskýjaó Amsterdam 7 léttskýjaó Apena 16 heióskírt Barcelona 20 léttskýjaó Berlt'n 17 léttskýjaó Brussel 0 rigning Chicago 9 heióskírt Frankfurt 9 skýjaó Genf 7 heióskírt Helsinki 7 heióskírt Jerúsalem 10 heióskirt Jóhannesarb. 8 léttskýjað Kaupmannah. 11 skýjaó Lissabon 10 skýjaó London 9 heióskírt Loe Angeles 13 skýjað Madrid 20 léttskýjað Malaga 20 heiósklrt Mallorca 20 léttskýjað Miami 21 heíóskírt Moskva 12 heiðsklrt New York 13 skýjaó Oeló 7 skýjaó Paría 9 skýjaó Reykjavík 7 léttskýjaó Rio Oe Janeiro 17 skýjaó Rómaborg 12 heióskírt Stokkhólmur 9 skýjaó Tel Aviv 16 heióskírt Tókýó 16 heiósklrt Vancouver 8 léttskýjaó Vínarborg 14 skýjaó íhaldsmenn eru þó bjartsýnir á að þeim takist að komast í meiri- hlutaaðstöðu og byggja það á því að því er spáð að frjálslyndir fái nánast helming atkvæða sinna í öruggum kjördæmum þeirra í Quebec-fylki, en aðeins fjórðungur þingmanna er þaðan. Clark sagði í Vancouver um helgina að íhalds- menn mundu vinna fleiri þingsæti af frjálslyndum í Quebec en frjáls- lyndir mundu vinna í Vestur-Kan- ada. Kosið er um 264 þingsæti og þegar Trudeau rauf þing 26. marz höfðu frjálslyndir 133 þingsæti, íhaldsmenn 98, nýdemókratar 17, Sósíalkredit-flokkurinn 9, óháðir þingmenn voru fimm og tvö þing- sæti voru auð. Ihaldsmenn höfðu þá tvö þingsæti í Quebec en frjálslyndir höfðu 12 þingsæti í Vestur-Kanada. Frjálslyndir höfðu 60 þingsæti í Quebec en íhaldsmenn 49 í Vestur-Kanada. Kjördæmabreytingar sem hafa verið gerðar hafa aðallega komið íbúum Vestur-Kanada til góða og verið á kostnað Quebec og fylkj- anna við Atlantshaf. Stjórnmála- sérfræðingar telja að úrslit kosn- inganna muni ráðast í Ontario eða Brezku Kólumbíu. Álit þeirra byggist á því að þeir gera ráð fyrir að 32 þingsæti Atlantshafsfylkj- anna, sem eru fjögur, skiptist nánast jafnt milli frjálslyndra og íhaldsmanna, að frjálslyndir vinni mestöll sætin í Quebec og að íhaldsmenn vinni sem fyrr flest þingsætin á sléttunum sem eru 49. Þó gæti ýmislegt breytt þessari mynd, einkum ef nýdemókratar vinna sæti á Atlantshafs- ströndinni og bæta við sig fylgi í Saskatchewan og Manitoba, og einnig ef Sósíalkredit-flokkurinn tekur þingsæti frá frjálslyndum í Quebec og fær fleiri þingsæti en átta eða 10 sem honum er spáð. Barátta frjálslyndra, íhalds- manna og nýdemókrata um 95 þingsæti Ontario-fylkis, þriðjung allra þingsætanna, getur því ráðið úrslitum. I síðustu kosningum voru 88 þingsæti í Ontario og frjálslyndir fengu 55, íhaldsmenn 25 og nýdemókratar átta. Vinsældir frjálslyndra hafa stöðugt dvínað síðan þing var rofið samkvæmt skoðanakönnun- um eða úr 43% snemma í apríl í 39%. fyrir rúmri viku og í 37,5% á föstudaginn. Fylgi íhaldsmanna hefur verið óbreytt eða 38%. þar til það lækkaði í 37,5%. á föstudag- inn. Fylgi nýdemókrata hefur aukizt úr 15%. í 19%.. Ef hvorki íhaldsflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn fá meiri- hluta er talið líklegt að nýdemó- kratar Ed Broadbents bjóði frjáls- lyndum stuðning gegn því að stefnu frjálslyndra verði breytt í vissum málum. Trudeau hefur sagt að jafnvel þótt íhaldsmenn fái fleiri þingsæti en frjálslyndir, en án þess að fá þingmeirihluta, muni hann reyna að verða áfram við völd með stuðningi þriðja flokks. Þótt þetta sé löglegt gæti þetta valdið miklum stjórnlaga- legun deilum á þingi. Trudeau hefur háð harða kosn- Gonzalez laut ílægra haldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.