Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979 13 Sigtryggur Símonarson: | Olf* bók fæðist Opid bréf til Helgu M. Níelsdóttur ljósmódur Ástæðan til þess að ég sendi þér „opið bréf“ er sú að er ég las bók þína „Þegar barn fæðist" varð ég var mikils fjölda missagna. Örfáar þeirra langar mig til að leiðrétta þó að ég viti hve til- gangslaust það er því að bókin heldur velli en athugasemdir sam- tímamanna falla ógildar, þó sann- ar séu og birtar í fjöllesnu blaði. Því veldur að bækur geymast, en blöð glatast. Á bls. 8 telur þú þig vera elsta ykkar systkina, er komust til fullorðinsára. Þetta er ekki góð sannfræði, þar sem Jónína systir þín var 6 árum eldri en þú og þið systur hélduð sameiginlega brúð- kaup ykkar 1925. Enginn maður þekkir þá sögu- sögn, er Helga föðurmóðir þín eignaðist barn með Jóhannesi í Gullbrekku, að Lilja í Gullbrekku hafi „komið askvaðandi“ og tekið barnið af henni „með valdi". Hins- vegar er sú sögn alkunn að Jóhannes hafi sjálfur sótt barnið og sagt við konu sína, er heim kom: „Hér er ég kominn með drenginn rninn". Önnur sögn er að vinnukona hafi verið send til að sækja barnið. I báðum sögnum er þó tilsvar Lilju hið sama. ,,Láttu hann þarna í rúmshornið. Eg trúi að maður eigi að bjóða þetta velkomið". Lilja í Gullbrekku reyndist þessum aðskotahlut hjónabandsins ekki verr en svo að hann náði fullum þroska, andlega og líkamlega. Hann tók við búi af föður sínum og henni, bjó þar lengi sæmdarvel, og lét jafnvel elstu dóttur sína heita í höfuð henni. Er líklegt að hann hefði gert svo ef að fóstran hefði verið sú andstyggðarnorn sem þú lýsir í bók þinni? Vel er Sigurði Jóhannessyni, ferðagarp og góðum dreng, trú- andi til að hafa tekið illhrakin börn á hest sinn og veitt húsbænd- um þeirra verðugar átölur. Sög- una kannast menn reyndar við aðeins með því fráviki að hún gerðist ekki í Saurbæjarhreppi, heldur í öðru sveitarfélagi, þar sem Lilja í Gullbrekku var víðs- fjarri. Frásögn þín af því er Sigurður á Jórunnarstöðum og 3 menn aðrir sóttu hunda til Suðurlands 1856 er afleit. Svo vill til að til er í „Nýjum kvöldvökum" frá árinu 1915, allnákvæm frásögn eins þeirra fjögurra manna, er fóru þessa ferð. Ég held að ef þú hefðir kynnt þér þá frásögn hefðir þú ekki farið á slíku „hundavaði" í bók þinni, sem þú gerir, því betur mátti þátttakandi fararinnar vita en þú. Saga hans er mildari en þín og þar krýpur Sigurður ekki við hlið Helga á Tjörnum með opinn „flugbeittan sjálfskeiðung" með „blátt og langt blað“ í hendi. Rétt er að þátttakendur fararinnar komust að vísu heilu og höldnu til heimkynna sinna, en ekki meða alla hundahjörðina því að 6 hund- ar týndust á leið yfir öræfin. Þú telur að börn ■ligurðar og Rósu í Æsustaðagerði hafi verið 9 og að auki 3 fósturbörn (bls. 26). í nýlega útkominni bók Kjartans Júliussonar á Skáldsstöðum, „Reginfjöll að haustnóttum", segir að börnin hafi verið 6, 3 drengir og 3 stúlkur. Því miður er hvorugt rétt. Börnin voru 7. Systurnar voru 6 og afi okkar eini bróðirinn. Til sönnunar skal ég geta nafna þeirra, án þess að þó að ég viti um rétta aldursröð: 1. Anna Hólm- fríður, er flutti til Vesturheims. 2. Jakobína, er giftist að Álftagerði í Mývatnssveit. 3. Jóhanna, löngum kennd við Seljahlíð í Sölvadal. 4. Elínrós, amma Hermanns í Leyningi. 5. Sigurrós, er fluttist til Skagafjarðar. 6. Vilhelmína, móð- ir Ingimars á Hálsi og Kristins á Strjúgsá. Ef þú getur gefið mér upplýs- ingar um nöfn þeirra tveggja systkina er hér vantar á skrá, samkvæmt bók þinni, og þeirra þriggja fósturbarna, er þú talar um, yrði ég þér einkar þakklátur og þó meira undrunarfullur, ef rökrétt reyndist. Það er svo annað mál að Rósa giftist öðru sinni Páli Bjarnasyni í Leyningi og átti með honum 2 börn. Á bls. 33 er mynd af foreldrum þínum, börnum þeirra og fóstur- börnum. Þar rænir þú mig systur minni, Sigurlínu, er stendur við hægri öxl föður þíns, en reyndar gefur þú mér Jónheiði systur þína, er situr á milli pabba þíns og mömmu, fremst á myndinni, í staðinn. Þú segir að myndin sé tekin árið 1915. Þar eð Jónheiður er fædd 1916, gerist það undur, að myndin er tekin ári fyrr en hún fæðist! Reyndar getur myndin alls ekki verið tekin fyrr en 1919, því að það ár fór Sigurlína i fóstur að Æsustöðum, þá 7 ára gömul. Það er því ein missögnin enn, í bók þinni (bls. 66), að hún hafi verið alin þar upp „að öllu leyti." Missögn er einnig á bls. 36 að Guðjónía, móðursystir okkar, hafi verið tvígift. Á bls. 40 segir þú: „Oftast var fært frá fjórar vikur af sumri“. Þetta er afleit meinloka, því að á þeim árstíma stóð sauðburður sem hæst og satt að segja, var lömbum aldrei fært frá áður en þau fædd- ust! Að sjálfsögðu er það rétt, er þú segir á bls. 67, að Ólöf uppeldis- systir þín, hafi fengið grip úr fjósi á Æsustöðum. Aðeins skakkar því, að þetta var ekki „besta kýrin", heldur óborin fyrsta kálfs kvíga. Þá er það óskhyggja, eða ímyndun þín, í fullyrðingu þó, að svo hafi fieiri fósturbörn foreldra þinna verið leyst út með stórgripagjöf- um. Ekkert þeirra hlaut slíkt hnoss. Þú segir á bls. 66, að Haraldur Þorvaldsson hafi kvænst Ólöfu Árnadóttur frá Litla-Dal. Ólöf var Sigurðardóttir. Hún var alin upp, að einhverju leyti, hjá frænku sinni, Ólöfu Baldvinsdóttur, í Litla-Dal. Á bls. 73 segir þú frá því er Steingrímur bróðir þinn fæddist. Þá kemur Sigurlína Einarsdóttir ljósmóðir í Hólum, „ríðandi á hesti sínum, Hóla-Blesa, sem mik- ið frægðarorð fór af, fyrir fjör og flýti." Já, ekki er nú ofsögum sagt af íslenskum góðhestum! I bókinni „Horfnir góðhestar“, eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp, stendur á bls. 61 í 2. bindi: „Hann var undan Blesu, fæddur 1912. Hann var seldur tveggja vetra að Hólum í Eyjafirði, Tómasi Bene- diktssyni". Steingrímur bróðir þinn er fæddur 17.10.1912. Því efa ég stórlega, að Tryggvi á Jórunn- arstöðum hefði lánað Sigurlínu folaldið, til reiðar, jafnvel þótt um tvö mannslíf væri að tefla! Um frændkonu þína, sem að þinni sögn fæddi öll sín börn á Æsustöðum, er það sannast sagna að aðeins eitt barn sitt ól hún þar. Fyrsta barn sitt eignaðist hún á meðan hún var enn í föðurgarði. Eitt barna hennar fæddist and- vana, í Gnúpafelli og eitt átti hún í húsi Hafliða móðurbróður síns og Sigríðar konu hans, á Akureyri. Öll hin, 6 að tölu, ól hún heima í Syðri-Villingadal. Eins og þú efalaust veist var afi okkar, Sigtryggur, frægur vegna sjónskerpu sinnar. Það gleður mig að þú hefur hlotið meira en hans haukskörðu sjón, er þú í nið- dimmri þoku (bls. 45) sást úr yfirsetu fjár í fjalli, ofar Æsustöð- um, mörg hundruð metra leið, niður á Eyjafjarðará og virtist hún renna öfugt skeið! Reyndar segja.mér kunnugir menn að þú hafir aldrei setið kvíaær, að næturlagi. Slíkt var engin venja og var Níelsi Sigurðssyni og Sigurlínu móður þinni trúandi til að þrælka svo kornungt barn sitt. Kvíaær voru yfirleitt setnar að degi, en ekki að nóttu. Hér mun ég láta staðar numið með athugasemdir vegna rang- færslna þinna og er þó ærið hyldýpi missagna óafgreitt. Hins- vegar læt ég löngun mína ráða, að ræða um bók þína frá öðru sjónar- horni. Vart gast þú heiðrað betur minningu ömmu okkar en að birta frásögn af ástarævintýri hennar og Trausta Ingimundarsonar. Ansi hefur Trausti, eitt mesta glæsimenni, sem ég heyrði talað um í æsku minni, komið merkilega mikið við ættarsögu okkar. Hann getur barn afasystur okkar, Vilhelmínu og tekur svo ömmu frá afa! En hversvegna í ósköpunum tíundar þú ekki allt, sem gerðist í því máli? Mundir þú ekki eftir tveim eflingshestum, sem afi okk- ar fékk — fyrir konuspjöll? Hvað hét nú grái tröllhestur- inn? Er það misminni mitt að hann hlyti nafnið „Tollur", í munni almennings? Og hvað hét félagi hans, einnig stólpagripur — í vitund sama fólks? Var hann ekki kallaður Trausti? Ég vona að þú leiðréttir mig, ef, ég fer með rangt mál. Fagurlega gengur þú fram og berð smyrsl mannúðar á afbrot Tómasar Jónassonar sem mér vitanlega, hefur aldrei verið skrif- að um áður. Ekki efa ég að Jenny, fóstursystir þín, sé þér þakklát fyrir þetta innlegg þitt í ævisögu afa hennar. Heldur þú ekki að Ólöf heitin, hálfsystir hennar, einnig fóstursystir þín, myndi líka hafa glaðst, ef lifandi væri? Og sjálfsagt gleður það hana í sílífi alheims. Ekki efa ég að afkomend- ur Tómasar, sem eru fjölmargir og að allra dómi vandað fólk, eru þér þakklátir fyrir þetta innlegg þitt í þjóðarsögu okkar, þó að ég reynd- ar efi að nokkur annar en þú hefðir séð nauðsyn til að vekja þar máls á. Mig undrar, stórlega, er þú birtir makaframtal ykkar systra og segir jafnvel, að einhverju leyti, frá eigin ástalífi, að þú skulir ekki geta mágkonu þinnar, konu Steingríms bróður þíns. Les- endur gætu vissulega haldið hann hafi lifað munklífi á Æsustöðum. En ég og sveitungar hans vitum betur. Við vitum að hann hlaut eina glæsilegustu dóttur eyfirskr- ar sveitar, að eiginkonu, Sigríði Pálmadóttur frá Gnúpafelli, sem ásamt honum hélt uppi reisn Æsustaða, um margra ára skeið. Þegar barn fæðist skilst mér að Ijósmóðir, eða læknir, þurfi að skynja hlutverk sitt til fullnustu og að þar megi engin mistök eiga sér stað. Þegar bók fæðist er einnig margs að gæta. Ekki síst ef um gamlar sagnir, eðu endur- minningar höfundar, er að ræða. Gamlar sagnir eru oft viðkvæmar, erfiðar í meðferð, og vart á færi annarra en snillinga að búa þær svo úr garði að engan hneyksli eða særi. I endurminningabókaflóði því, sem steypist yfir landsbúa um hver einustu jól og áramót er gerð sú krafa af hálfu lesenda að satt sé frá sagt — og virðist ekki til of mikils ætlast. Því miður er alkunnugt að minnisgeymd gamals fólks bregst hlutverki sínu ærið oft. Því vil ég vona að fremur valdi minnistrufl- un missögnum þínum, en vöntun á sannleiksþekkingu, og vil, að -óreyndu, trúa því að þú sért sannleikselskandi sál, er heldur viljir hafa það sem sannast er. Sé svo fer ég fram á að þú gerir annað af tvennu: 1. Að andmæla leiðréttingum mínum, með rökum, ef þú telur þær ósannar. 2. Ef svo skyldi reynast að þér yrði þar erfitt um vik óska ég að þú lýsir yfir, í þeim blöðum sem kynnu að birta þessar athuga- semdir mínar, að þær séu réttar. Með bestu kveðju. Sigtryggur Símonarson Norðurgiitu 34, Akureyri. __ r Breytíngar á stjóm HFI Fulitrúafundur Iljúkrunar- félags íslands fór fram í Domus Medica 5. og 6. aprfl s.l. Á fundinum var m.a. stjórnarkosn- ing og urðu tvær breytingar á skipan stjórnarinnar. Núverandi stjórn Hjúkrunarfélags íslands er því þannig skipuð: Leidrétting Slæm mistök urðu í grein Joachims Fernau í sunnudagsbiaði, „Taktu lífinu opnum örmum“, en þar segir á einum stað: „Þú veizt mér líkar tvöfeldni." Þetta á að sjálf- sögðu að vera „Þú veizt mér líkar illa tvöfeldni." Sömuleiðis á setning, sem fylgir rétt á eftir, að vera þannig: „Ég var enginn engill, guðumlíkur einstaklingur er eitthvað óeðlilegur," í stað „Eg var enginn engill, guðum- líkur einstaklingur er eitthvað óeðli- legur." Svanlaug Arnadóttir, formaður, Ása Steinunn Atladóttir, 1. vara- formaður, Anna Sigríður Indriða- dóttir, 2. varaformaður, Brynja Guðjónsdóttir, ritari, Þuríður Backmann, Gyða Thorsteinsson og Aðalheiður Vilhjálmsdóttir með- stjórnendur. Úr stjórninni gengu Anna S. Stefánsdóttir og Fanney Friðriks- dóttir. tndriöi Q. ÞomWnMon Skáld umbrotatímans mlkla í íslenzku þjóðlifi. í Tímum í líft þjóöar er hann umfram allt túlkandi þess fóiks sem lentl f umrótinu og hraktist fyrir því. I Land og synir (kvikmynduð 1979) gerist í sveltinni fyrir stríð þegar heimskreppa og lífsskoðun nýrra tíma nagar þúsund ára rætur íslenzks bændaþjóöfélags. Norðan viö stríð Sjötíu og níu af stööinni fjallar um hernámsárin og sýnir hvernig stríöið umturnar hinu kyrrláta og formfasta lífi, breytir hægum skrefum í kapphlaup og sjálfsöryggi borgarans í stríðs- gróöavíkn. (kvikmynduð 1963) e í rauninni eftirleikur breyting- anna, fjallar um líf hins unga sveitamanns í borginni árin eftir stríöið, baráttu hans þar og vonbrigði. .'iimnt i/iji />j<(« t mmm Almenna Bókafélagic, Austurttræti 18, Skemmuvoguf J6, •imi 19707 eími 73055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.