Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979 15 Haukur Eggertsson: Að bæta lífskjörin Guði. Það er Guð, sem í Kristi kom inn í heim okkar manna til að bjarga okkur. Ætli þetta sé ekki í fáum orðum staðan, sem almennt ríkti innan krikju og guðfræði þess tíma, er séra Sigurjón Árnason ungur settist á skólabekk til þess að nema heilög fræði? bá voru þau kennd frá þessu sjónarhorni. (Auðkennt af J. Kr.) Nýguðfræðin sat í hásæti og reyndi að bjarga leifum hins guðlega í mannheimi. Spíritismi gaf sumum von um, að í heimi mannanna væri fleira veruleiki en það eitt, sem mannleg augu fá litið. En augu flestra virðast hafa verið harla lokuð fyrir eilífðar- gildi þeirrar opinberunar, sem Guð hafði gefið í fyllingu tímans í eingetnum syni sínum, drottni Jesú Kristi.“ Sá, sem þetta greinarkorn ritar, lætur lesendum þess eftir að íhuga, hversu réttlátir þeir dómar muni vera, sem framangreindar tilvitnanir birta um guðfræðideild Háskóla Islands, og um þá menn, er mörkuðu þar dýpst spor á umræddu tímabili. Voru það nú samt ekki einmitt þessir menn fyrst og fremst, sem leiddu almenning á veg kirkjunn- ar á ný og undir hærri himin, þegar efnishyggja og steinrunnin túlkun miðaidakirkjunnar var á góðum vegi að gera þjóðina frá- hverfa safnaðarlífi og kirkjusókn? Framangreindar tilvitnanir eiga þó fyrst og fremst að vekja eftirfarandi spurningar í hugum lesenda: Er þetta sá eftirmæla- stíll, sem koma skal og á að gilda, þar sem prestarnir gefa tóninn? Verða menn dauðir dregnir í dilka eftir pólitískum lit eða trúarskoð- unum og síðan leitast við að finna í orðum þeirra og gerðum rétt lifenda til þess að sparka í stefnur og menn, sem þeim er illa við? I Kirkjuritinu, tímariti Presta- félags íslands, 3. hefti 1978, er „Orðabelgur" eftir ritstjórann, séra Guðmund Óla ólafsson í Skálholti. Þar kennir margra grasa, og er meðal annars vikið að þeim at- þurði, er gerðist í Kennaraháskóla íslands vorið 1978, að mestur hluti þeirra nemenda, sem þar áttu að þreyta lokapróf í kristnum fræð- um, skiluðu auðu. — Nemendur þessir eru vafalaust menn tii þess að standa fyrir sínu máli, sé þess krafist. Hins vegar skal hér vikið að öðru atriði: Séra Guðmundur Óli segir í þessu sambandi: „Hvað erum vér annars að skera upp? Það er meðal annars, sem til var sáð í nafni „frjálslyndrar“ guðfræði um aldamótin og fram eftir þessari öld, án efa oft í góðri trú og af einlægni, en stundum af fáfræði og jafnframt grunnfærni." Þar sem þessi orð eru mælt í beinum tengslum við það, sem gerðist í Kennaraháskólanum, og kunnugt er, að kristindómsfræðsl- an hefur ávallt verið að miklum hluta í höndum barnakennara, þá liggur beint við að líta svo á, að með þeim stefni höfundur geiri sínum að þeim, sem bjuggu þá undir starfið. Frá stofnun Kennaraskóla ís- lands og fram til 1954 kenndu þar kristin fræði þrír þjóðkunnir menn, hver eftir annan: Skóla- stjórinn, séra Magnús Helgason; séra Ásmundur Guðmundsson, dósent og síðar biskup. Allir voru 1 þeir viðurkenndir frjálslyndir í trúarefnum og tveir hinir síðari fjölmenntaðir við erlenda háskóla. Það væri fróðlegt að vita, hvort prestar í Prestafélagi íslands líti almennt svo á, að þjónn þeirra, ritstjórinn, mæli hér við hæfi. Nemendur þeir, sem prófi áttu að ljúka frá Kennaraháskóla ís- lands vorið 1978, eru það ungir, að flestir hafa þeir alist upp við meiri eða minni áhrif frá þeim, er teygað hafa af þekkingarlindum guðfræðideildarinnar eftir sinna- skiptin þar. Ekki hefur heldur orðið þjóð- kunnugt, að kvartað sé um, að kennarar í kristnum fræðum við Kennaraháskólann séu skaðlega frjálslyndir. 15. mal' 1979, Í Morgunblaöinu 30. marz s.l., birtist grein eftir Ingjald Hannibals- son og Þórð Friðjónsson undir heit- inu „F'ramleiðniþróun á íslandi er hægari en í iiðrum löndum". Ingjaldur er dr. í rekstrarverkfræði en Þórður hagfræðingur. Báðir vinna þeir sem rekstrar-ráðunautar á veg- um Fél. ísl. iðnrekenda og eru því málum iðnaðarins gjörkunnugir, auk þekkingar sinnar á málum atvinnu- lífsins almennt. í grein þeirra er dregin fram þróun atvinnulífs íslendinga t heild s:l. 15 ár og svo að nokkru sérntál iðnaðar- ins. Segja má, að í stórum dráttum sé niðurstaðan eftirfarandi’ 1. Framleiðni og framleiðniaukning íslenzkra atvinnuvega er verulega minni en í flestum þeim löndum, sent ísland hefur við að keppa. Islenzkir atvinnuvegir geta þvi ekki boðið starfsfólki sínu eins góð kjör og annars væri. Lífskjör á íslandi cru verri en þau þyrftu að vera. 2.... margir hræðast orðið fram- leiðni og telja, að það leiði ekki til annars en ómannúðlegs vinnu- álags, óæskilegs vaxtar og fram- leiðslu frantleiðslunnar vegna. Þetta er alrangur skilningur, því framleiðniaukning á og getur leitt til aukinnar starfsánægju, aukins vinnuöryggis, hærri launa og bættra lífsgæða”. Af þessu má því draga þá ályktun, að veruleg andstaða og skilningsleysi sé á framleiðniaukningunni. 3. „Af þessum sökum er ljóst, að raunverulegar kauphækkanir eru ekki mögulegar til lengdar án þess að framleiðslan aukist”. 4. Af íslenzkum atvinnuvegum hefur framleiðniaukning orðið einna mest í iðnaði, sérstaklega á árun- um 1969—1973, en þá varð hún rúm 40'/í, eða um 9% á ári að meðaltali. (Sjá þó athugasemdir síðar.) Líísgæði Allir munu keppa að auknum lífsgæðum í einhverju formi. En skulu þau miðast við efnaleg ga'ði, andleg eða menningarleg? Þar verða að sjálfsögðu aldrei ntarkaðar hrein- ar linur. Ilver og einn verður þó að gera sér Ijóst, að efnaleg lífsgæði skapast af afköstum vinnunnar. Það er ekki alltaf lengd vinnutímans, sem ákvarðar afköstin, heldur nýtingin; þ.e. framleiðnin. Aukin framleiðni skapar því hærri laun og/eða styttri vinnutíma, sem getur því gefið fólki aðstöðu til að njóta betur frítímans og skapa auðugra líf. Þeir sem keppa aðeins að andlegum eða menningar- legum lífsgæðum, verða að kæra sig kollótta um hin efnalegu, hafi þeir í sig og á, nema þá að aðrir afli þeirra og miðli. Hærri peningaleg laun eru í sjálfu sér ekkert takmark, heldur þau verðmæti, sem hægt er að fá fyrir launin. Launahækkanir undan- farinna ára hafa sannað það ræki- lega. Dr. Þráinn Eggertsson hag- fræðingur sagði eitt sinn, að kjara- barátta í formi launahækkana væri í raun orðin barátta á milli stéttarfé- laga um skiptingu arðsins, en ekki barátta við atvinnurekendur um hærri raunveruleg laun. Aukin verð- mætasköpun getur aðeins veitt betri kjör. Framloiðni- aukning Þótt mörgum sé Ijós nauðs.vn. framleiðniaukningar og margir tali um hana, er á vissan máta erfitt að skilgreina hana. Almennt er talað um framleiðni vinnuafls, þ.e. afköst á vinnueiningu. Framleiðni fjármagns (arður) vegur einnig mjög þungt á þeim skálum. Fjármagn þarf til að byggja upp atvinnuf.vrirtæki, er skapa sem mesta framleiðni vinnu- aflsins. En fjármagnið verður að skila arði og atvinnufyrirtækin þurfa að geta eridurnýjað sig. Nauðsynlegt er því að gæta þess, að fjárfestingin sé ekki of mikil miðað við afköst, þá nýtist fjármagnið illa og skilar litlum arði til launagreiðslu. Til þess að skýra þetta betur skal bent á eftirfarandi dænti: Togari keyptur 1978 kostaði unt 1500 millj. króna og árs aflaverðmæti var um 363 millj. króna (Samkvæmt tölum gefnum af Kristjáni Ragnarssyni formanni L.Í.Ú.). Arðsemi fjár- magnsins er aðeins 24.2'/ , sem nægir ekki fyrir vöxtum og afskriftum (afskriftir eru fé til endurnýjunar). Hvar er þá hægt að taka fé til launa, veiðarfæra, olíu o.fl.? En sé aðeins hugsað um framleiðni vinnunnar, getur dæmið verið svona: 15 manna áhöfn vinnur fyrir 363 mkr. eða 24.2 mkr. á mann á ári. Þetta er mikil framleiðni vinnuaflsins, en fjárfest- ingin er 100 milljón krónur á hvern mann. sem vinnur á skipinu. þ.e. léleg arðsemi fjármagns. Tökum annað dæmi: I sæmilega vélvæddum iðnaði, eins og hann gerist hér á • íslandi, að slepptum stóriðjufyrirtækjum, mun fjárfest- ingin í atvinnufyrirtækjunum sjálf- um (fyrir utan rekstrarfé) varla vera yfir 10 ntkr. pr. starfsmann. Það segir að 1500 mkr., sent fóru í togarann gætu skapað atvinnufyrir- tæki í iðnaði fyrir 150 manns. Fram- leiðni pr. mann yrði að sjálfsögðu mun rninni, beint reiknað, en nýting fjármagnsins langtum betri. I landi fjármagnsskortsins, eins og ísland er, er nýting fjármagnsins brýn nauðsyn, það eykur nýtingu vinnu- aflsins og frantleiðnina. Þ.e. ba'tir lífskjörin. Það hefur verið erfitt að b.vggja upp alvöruiðnað á íslandi, m.a. vegna fjárskorts. Margar grein- ar iðnaðarins þyrftu miklu meira fjármagn, þá væri hægt að ráðast i stærri viðfangsefni, framleiðnin mundi aukast og Hfskjörin hatna. Ilvað cr til ráða? Í grein sinni benda þeir Ingjaldur og Þórður á nokkur atriði til úrbóta, en það er í megin atriðum sem hér segir: Ba'tt stjórnun og framleiðslu- stýring. Bættar vinnuaðferðir og einfaldari gerð framleiðsluvara. Afkastahvetjandi launakerfi og vinnuaðstaða. Nýjar og betri vélar. Þetta er allt saman gott og blessað svo langt sem það nær. Stóra spurn- ingin er, viljum við nteiri frantleiðni? Hversu margir eru þeir ekki, sem tala um framleiðni og afköst með hreinni fyrirlitningu. Lífsviðmiðunin sé allt önnur: Bókmenntir, listir, meiri frítímar með öllu, sent þeir veita, og svo mætti lengi telja. Staðreyndin er eftir sent áður, að þessir hinir söntu menn gera ekki minni kröfur til veraldlegra gæða en aðrir, og margir „félagsntálapakkar" verða léttvægir í buddunni, þegar þarf að kaupa í matinn. Líta skal einnig á það, að almennt munu íslendingar ekki gera minni kröfur til lífsins, en þeir sjá hjá nágranna- þjóðunum. Eða hvers vegna er flótt- inn til annarra landa. þótt nægilegt sé að gera á íslandi? Við skulum því ekkert hlekkja okkur, en ganga út frá þvi, að það verði að bæta lífskjörin. Það verður aðeins gert með aukinni framieiðni. Þáttur ríkis- valdsins A þessu sviði, sent svo mörgum öðrum, er afstaða ríkisvaldsins oft ákvarðandi um hvernig til tekst, ekki sízt, hér á landi, þar sem það hefur teygt fingur sína inn á næstum öll svið atvinnulífsins, og skrumskælt það svo, að bein, raunveruleg arðsenti atvinnureksturs segir alls ekki til um afkomuna. Fyrirtæki með litla arð- semi þjóðfélagslega séð getur dafnað vel, en annað sem ætti að hafa góða möguleika, berst í bökkum eða getur ekki þrifizt. Sem megin markmið verður að skapa atvinnuvegunum, hverju nafni sent þeir nefnast, sömu reksturslegu skilyrðin. Þó skal viður- kennt, að timabundin fyrirgreiðsla til ákveðinna grea: 1. Hætta verður pólitískri ráðstöfun fjárntagns þjóðarinnar til lítt eða óarðbærra f.vrirtækja eða greina atvinnulífsins. Það la'kkar lífs- kjiirin. 2. Hætta verður skattlagningu á fjárfestingu atvinnufyrirtækja. Það hindrar eðlilega uppbyggingu þeirra, dregur úr framförum og lækkar lífskjörin. 3. Allir atvinnuvegir verða að hafa sömu möguleika um öflun fjár- magns og kjör. Þá leitar fjár- magnið til þess atvinnureksturs og fyrirtækja, sem skila beztum arði. Það eykur framleiðnina og ba’tir lífskjörin. 4. Allúr atvinnurekstur, í hvaða mynd sem er, hlýtur að verða að búa við sömu skattakjör. Annað kemur í veg fyrir eðlilega starf- semi og hindrar betri lífskjiir. 5. Starfsfólk verksmiðjuiðnaðarins nýtur nú engrar fræðslu né þjálf- unar frá skólakerfinu eða á annan hátt af hálfu hins opinhera. Á þessu verður að ráða bót. Varla nokkur maður, sem kemur til starfa í iðnfyrirtæki, hefur nokkra þekkingu á því sviði, sent hann á við að starfa. Aðrir atvinnuvegir hafa mun betri aðstöðu hvað þetta snertir. Þetta heldur niðri afköst- um og dregur úr gæðunt frarn- leiðsluvörunnar. Framleiðni í iðnaði ætti því að geta aukizt enn rneir og ba'tt almenn lífskjör. 6. Stjórnmálamenn þurfa að hætta að hugsa þannig, að ekkert geti þróast eða dafnað án þessa af- skipta eða „fyrirgreiðslu". Allt of mikill hluti afskipta þeirra af atvinnulífinu verkar sem hindrun fyrir eðlilegri uppbyggingu at- vinnurekstursins, dregur stórlega úr framleiðni og la-kkar því lífs- kjörin. Ilaukur Eggertsson IIujíleiÁinjíar I grein þessari hefur verið leitast við að benda á nauðsyn heilbrigðs atvinnureksturs, sem á eðlilegan máta mundi auka frantleiðni þjóðar- búsins og þar nteð bæta alrnenn lífskjör. Hlutvérk ríkisvaldsins hlýt- ur að eiga að vera að stuðla að slíkum framförum. Ofstjórnun ríkisvaldsins um margra áratuga skeið hefur á margan hátt virkað sem hemill, þótt tilgangurinn hafi ekki veriö slíkur. Greinin er ekki skrifuð fýrir sérfræð- inga á sviði hagmála, enda ekki skrifuð af slíkum. Hún er aðeins ætiuð hinum almenna lesanda til íhtigunar um eðli atvinnulífsins og benda á leiðir til betri lífskjara. Það er endalaust ha'gt að velta fyrir sér hlutum, hvernig þeir eigi ekki að vera og hvernig þeir ga'tu veriðy Utkoman yrði svo einhvers staðar þar á milli. llugsum okkur t.d. að hægt væri að auka framleiðni á öllurn sviðum þjóðarbúsins um 25'/ frani yfir það, sem kölluð væri eðlileg framleiðsluaukning. Þá færum við að nálgast nágrannaþjóðirnar, og dæm- ið liti út eitthvað á þessa leið: + Iðnfyrirtæki, sem hefði 100 ntanns i vinnu, ga'ti fa'kkað um 20. Þá væri hægt að hækka launin unt 25'/ án þess að launakostnaður ykist og því hægt að halda óbre.vttu vöruverði. Það væri kannski hægt að stytta vinnutímann um 10'Z og hækka launin urn 10'Z . Betra líf? I iðnaði vinna um 25.000 manns. Það þyrfti ekki nema 20.000 til að framleiða söntu verðmæti með sama vinnuálagi. + Við byggingariðnað vinna um 12.000 manns. Það væri hægt að fækka þeim unt 1.600 með óbreytt- um árangri. Byggingarmennirnir ga’tu fengið 25'í hærri laun, eða þá að hyggingarkostnaður lækkaði. Kannski hvort tveggja. + 1 skýrslu um sundurgreiningu á vinnuafli eftir atvinnuvegum kem- ur frant, að um 38.000 mannár séu „opinber þjónusta o.fl.“ Væri ekki stórkostlegt, ef hægt væri að fækka þessu fólki um 20'/ , þ.e. 7.600 manns og senda það út í framleiðslustörfin? Þá væri einnig ha'gt að hækka latinin um 25'/ án þess að launakostnaður ríkisins ykist. Ein leiðin væri líka til: Það væri hægt að auka opinbera þjón- ustu unt 25'/ án aukins kostnaðar. + „Vinnandi fólk" á Islandi er um 100.000. Það væri hægt að losa 20.000 manns til annarra nauðsyn- legra starfa í þjóðfélaginu: fram- leiðslu, þjónustu eða því um likt. Mundi ekki framleiðnin aukast og lifskjörin hatna? Sumt af þessu lítur að sjálfsögðu nokkuð „Abstraet" út, en ætti að gefa fólki hugmyndir um eðli málsins. En eitt atriði er mjög alvarlegt: þ.e. hin óhóflega fjölgun í geiranum, „opin- ber þjónusta og fleira". Frá 1973 til 1976 hefur aukningin verið frá 31.688 til 35.868, eða 4.180 mannár á aðeins þremur árum, það eru 13.2'/ eða 3,4'/ á ári. Hvar endar þetta? Nú ga*ti margur hugsað, hvað ætti að gera viö allt þetta fólk. sem losnaði. Því er til að svara, að það hefði aldrei átt að þurfa að losna. Ef þróunin hefði verið eðlileg, hefði miklu fa’rra fólk þurft til að frant- leiða það sama. Það þýðir, að atvinna væri líka til fyrir afgangsfólkið og framleiðslan miklu meiri. Ef að breytingin gæti átt sér stað á t.d. 5 árunt, mundi velntegun og fjármagn aukast og aukning yrði í uppbygg- ingu atvinnulífsins. Athujíasemdir I grein þeirra Ingjaldar Hanni- balssonar og Þórðar Friðjónssonar, sem vitnað var til hér í upphafi, sýna þeir frantleiðniþróun í iðnaði frá árunum 1970—76 og spá til ’78. Þetta er upphaf EFTA-tímabilsins. Þar kemur greinilega í ljós, að frani- leiðniaukningin er mest fyrstu þrjú árin, en læ’kkar svo aftur. Það er fyllilega ástæða til að taka þessar tölur með nokkurri varúð, þar sem þær eru byggðar á tekjuvirði fyrir- tækjanna. Fyrstu þrjú árin la'kkuðu ekki tollar á fullunnum vörum. en aftur á móti nokkuð á innfluttri efnivöru, Tekjuvirði varð því hærra. Þegar kemur fram yfir 1973, kemur í ijós minni framleiðniaukning. Þar mun ga'ta að verndartollar lækkuðti og |)á um leið tekjuvirðið. Gæti því verið eölilegt að álykta, að fram- leiðniaukningin hafi ekki verið eins mikil í byrjun og skýrslur sýna, en meiri, þegar líður á. Tollalækkunin eftir 1973 heföi ekki verið hægt að mæta nema með aukinni framleiðni. En sú framleiðniaukning nnin ekki koma fram á hagskýrslum, þar sem tekjuvirði fyrirtækjanna lækkaði santsvarandi. Sé þetta rétt ályktað helur framleiðniaukning í iðnaöi síðustu árin verið töluvert meiri en skýrslur sýna. Lokaorð Sem lokaorð framangreindra hug- leiðinga, leyfir höfundur sér að nota upphafskafla að grein þeirra Ingjald- ar Hannibalssonar og Þórðar Frið- jónssonar, sem visað er til hér að framan: „Mikilva'gi framleiðniaukningar fyrir islenzkt efnahagslif er meira en margir hafa gert sér grein fyrir. Allar helstti iðnþjóðir heims reyna stóðugt að auka framleiðni sína, enda ra’öst samkeppnishæfni þessara þjoða á alþjóðamörkuðum að miklu leyti ;tf framleiðnistigi þeirra. Eftir þvi sem framlt'iðnin eykst, fjölgar atvinnutækifa'rum, skattar lækka og lífsga’ðin aukast, en ef framleiðnin stendur í stað eða minnkar, lt'iðir það yfirleitt til vaxandi atvinnuleysis, hulins t'ða opinbers, skattaáþjánar og versnandi lífskjara miðað við þær þjóðir, sem hærri framleiöni hafa. Gott dærni um þetta er Bretland, en þar ht'fur framlt'iðnin lítið aukizt síðustu þrjá áratugi, sem sjá má af stöðugt versnandi lífskjörum Breta miðað viö aörar þjóöir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.