Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.1979, Blaðsíða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ1979 Okurmarkaður í Rotterdam Afundi orkuráðherra Efnahajísbandalagsríkja í síð- ustu viku lögðu h>akkar fram tillöfíu um strangt eftirlit með olíumarkaðnum í Rotterdam. í tillöfíum hh-akka, sem Hollendinjíar munu hafa lýst stuðninfíi við, er m.a. fíert ráð fvrir, að leyfi þurfi til olíusölu á markaðnum í Rotterdam of; að bannað verði í milliríkja- samninfíum um olíukaup að miða við verðlaf; í Rotterdam. í fréttum af þessum fundi kom ennfremur fram, að olíuverð fór upp í 30 Bandaríkjadali á tunnu í Rotterdam í fyrri viku á sama tíma og verð OPEC-ríkjanna var rúmlefía 14 Bandaríkjadalir. Þá hefur það einnig komið fram í þessum fréttum, að olíuframleiðsluríkin líti Rotterdam-markaðinn hornaufta vegna þess, að vestræn oliufélöfí fíræði óhóflefta mikið á því að selja olíu þar. Tillafía Frakka var felld eins ofí fram kom í Morfíunblað- inu sl. laufíardaf;. Ástæðan fyrir því, að þessar fréttir eru sérstaklefja athyf;lisverðar fyrir okkur Íslendinfía, er einfaldlefta sú, að olíukaup okkar frá Sovétmönnum eru miðuð við markaðinn í Rotterdam. Samkvæmt því kaupum við nú olíu frá Sovétríkjunum fyrir tvöfalt hærra verð en fíreitt er fyrir olíu frá öðrum olíuframleiðsluríkj- um. Gróði Sovétmanna af þessum viðskiptum er augljós- lega gífurlegur og um leið er ljóst, að olíukreppan hér hjá okkur íslendingum er margfalt alvarlegri en í nágranna- löndum okkar í V-Evrópu, sem kaupa olíuna fyrir mun lægra verð en við verðum að borga fyrir hana. I umræðum hér að undanförnu hefur komið fram, að innkaupsverð benzíns frá Sovétmönnum er hærra en smásöluverð á benzíni i Bandaríkjunum. Þegar tekin var upp viðmiðun við Rotterdam í viðskiptum okkar við Sovétmenn var það talið eðlilegt, enda hafði óánægja ríkt með fyrri viðmiðun, sem þá var talin óhagstæðari en Rotterdammarkaðurinn. Þótt þessi ráðstöfun hafi þótt eðlileg á sínum tíma er ekki þar með sagt, að þessi viðmiðun sé sjálfsögð í dag. Umræðurnar hjá Efnahagsbandalaginu sýna, að þar telja menn, að verðlag á Rotterdammarkaði sé komið úr öllu hófi og andstaða Þjóðverja t.d. við tillögu Frakka byggðist ekki á því, að þeir teldu tillöguna óeðlilega heldur á því, að olíufyrirtækin mundu flytja sig um set og koma upp slíkum markaði annars staðar. Þegar verðhækkanir hófust á olíu og benzíni fyrir nokkrum mánuðum komu þær m.a. til umræðu á Alþingi. Þá benti Geir Hallgrímsson á það, að sjálfsagt væri af ríkisstjórninni að óska eftir viðræðum við Sovétmenn um aðra viðmiðun en Rotterdam. Ráðherrar í ríkisstjórninni tóku þessari ábendingu vel og kváðust taka hana til athugunar. Olíu- og benzínverð heldur hins vegar áfram að hækka, en ríkisstjórnin sér ekki ástæðu til að fara eftir ábendingu Geirs Hallgrímssonar heldur dembist hver holskeflan af nýjum hækkunum yfir með stuttu millibili. Við Islendingar sitjum uppi með olíukaupasamning, sem miðaður er við markaðsverð, sem Frakkar telja að eigi að banna í milliríkjaviðskiptum! Olían hefur gífurlega þýðingu í atvinnulífi okkar. Fiskiskipaflotinn er knúinn með olíu, enn er fjöldi húsa hitaður upp með olíu, margvíslegur atvinnurekstur byggist á olíunotkun að ekki sé talað um bílaflota landsmanna. Olíuhækkunin er mikið áfall fyrir efnahag okkar og hefur í för með sér beina og alvarlega kjaraskerðingu. Með allt þetta í huga er fyllsta ástæða til að hvetja ríkisstjórnina nú mjög eindregið til að fara að ábendingu Geirs Hallgrímssonar frá því í vetur og óska eftir viðræðum við sovézk stjórnvöld um aðra og eðlilegri viðmiðun en Rotterdammarkaðinn, sem bersýni- lega er einhvers konar okurmarkaður í olíuviðskiptum. Framkvi Utgelandi emdastjóri Ritatjórar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinaaon. Matthíaa Johanneaaen, Styrmir Gunnaraaon. Þorbjörn Guómundaaon. Björn Jóhannaaon. Baldvin Jónaaon Aðalatrsati 6, aími 10100. AóalatraBti 6, aími 22480. Sími 83033 Áakriftargjald 3000.00 kr. ó mánuöi innanlanda. ' lauaaaölu 150 kr. eintakið. Ritatjórnarfulltrúi Fróttaatjóri Auglýaingaatjóri Ritatjórn og skrifatofur Auglýsingar Afgreiðsla Guðmundur Arnlaugsson afhendir nýstúdenTprófskírteini. Ljósm. Kristján. Menntaskólinn við Hamrahlið: 136 stúdentar braut- skráðir sl. laugardag MENNTASKÓLANUM við Hamrahlið var slitið launar- daginn 19. maí með hátíðlegri athöfn að viðstöddu fjölmenni. Brautskráðir voru 136 stúdentar þar af 98 úr daxskól- anum en 38 úr öldungadeild. Að venju útskrifuðust flestir nemendur dagskólans úr nátt- úrusviði en flestir nemendur öldungadeildar úr félagssviði. Sú nýbreytni var á að útskrifað- ir voru samtímis stúdentar úr dagskóla og öldungadeild. Til að ljúka stúdentsprófi úr skólan- um þárf 132 námseiningar hið minnsta, en ýmsir nemendur taka meira námsefni og ljúka stundum prófi á meira en einu námssviði. Skólinn býður kennslu á sex sviðum; forn- málasviði, nýmálasviði, félags- sviði, náttúrusviði, eðlissviði og tónlistarsviði. Hæsta einingafjölda náði Elísabet Waage, hún hlaut 175 einingar alls og hefur enginn lokið fleiri einingum á stúdents- prófi síðan áfangakerfið kom til sögunnar. Elísabet lauk prófi á tónlistar- og nýmálasviði, en seildist einnig inn á forn- málasvið og náði alls staðar ágætum árangri. Næstur henni kom Björn Blöndal með 167 einingar, en hann lauk prófi á eðlis- og náttúrusviði og hlaut einnig mjög góðar einkunnir. Tveir aðrir stúdentar luku prófi á tveimur sviðum, þeir Björn Ragnar Marteinsson og Börkur Arnviðarson. Fimmtán nemendur hlutu viðurkenningu skólans eða stofnana utan hans fyrir frábæran árangur í námi. Fráfarandi forseti nemenda- ráðs, Gunnlaugur Snædal, flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta úr dagskólanum en Sólveig Edda Magnúsdóttir af hálfu ný- stúdenta úr öldungadeild. Fyrir hönd fimm ára stúdenta úr bekkjakerfi talaði Bolli Héðinsson og afhenti hann skólanum mynd að gjöf frá árgangnum og að hálfu fyrstu stúdentanna úr öldungadeild talaði Guðný Sigurgísladóttir og afhenti rektor gjöf frá hópn- um. Að lokum ávarpaði rektor nýstúdenta, þakkaði kveðjur og gjafir og sagði skóla slitið, en athöfninni lauk með fjöldasöng. Skólameistari Flensborgarskóla afhendir nýstúdent bókaverðlaun. Flensborgarskóli braut- skráir 50 stúdenta FLENSBORGARSKÓLA var slitið laugardaginn 19. maí og þá brautskráðir 50 stúdentar og 4 nemendur með almennt verslunarpróí. Um síðustu áramót voru 15 stúdentar brautskráðir írá skólanum. þannig að alls heíur hann brautskráð 65 stúdenta á skólaárinu, sem er meiri fjöldi en nokkru sinni fyrr á einu ári. Skipting hinna nýju stúdenta á brautir eru þann- ig að 5 luku prófi af eðlis- fræðibraut, 11 af náttúru- fræðibraut, 10 af félags- fræðibraut, 10 af málabraut, 8 af uppeldisbraut og 8 af viðskiptabraut. Tveir nem- endur luku prófi af tveimur brautum í senn, eðlisfræði- braut og náttúrufræðibraut. Flestir stúdentanna hafa verið við nám í skólanum eðlilegan námstíma, þ.e. 4 ár, en 2 luku stúdentsnáminu á 3 árum, báðir með góðan námsárangur. Bestum ár- angri náði Hanna Ragnars- dóttir, málabraut, en hún hlaut 31 A og 10 B í einkunn. í Flensborgaskóla stund- uðu nám í vetur rúmlega 230 nemendur í 9. bekk grunn- skóla og um 480 nemendur í framhaldsnámi. Skólinn er fjölbrautaskóli sem starfar eftir áfangakerfi. Skóla- meistari er Kristján Bersi Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.