Morgunblaðið - 22.05.1979, Side 29

Morgunblaðið - 22.05.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1979 29 Gunnar Guðmundsson lögfræðingur VSÍ. Hvers vegna varnaraðgerðir Saganfrá1977 má ekki endurtaka sig Vinnuveitendasambandið greip til varnaraðgerða fyrst og fremst til að knýja á um að samningar við yfirmenn og undirmenn á farskipum yrðu gerðir samtímis, eftir að yfir- menn höfðu skellt á verkfalli áður en fyrsti fundur með sátta- semjara var haldinn. Athyglis- vert er í þessu sambandi að rifja upp söguna frá 1977. Hún má ekki endurtaka sig. Sumarið 1977 þegar launþegar í ASI höfðu samið við vinnuveit- endur um 25% meðalhækkun sigldu yfirmenn á farskipum í kjölfarið og^sömdu um 28% kauphækkun. Þá sömdu hásetar nokkrum dögum síðar um enn meiri hækkanir en yfirmenn eða 35% að meðaltali, enda töldu þeir sig hafa borið skaðan hlut frá borði í síðustu samningum. Þar með var sagan ekki öll sögð. Síðastir komu matreiðslumenn (1 maður á hverju skipi) með verkfallsvopnið til fulltingis og náðu hlutfallslega mestri hækk- un eða 38% að meðaltali. Þannig fengu matreiðslumenn 13% meiri kauphækkun að meðaltali en launþegar innan ASÍ. Vítahringur keðjuverkana Varnaraðgerðir vinnuveit- enda, sem nú felast í verkbanni hafa m.a. þann tilgang að koma í veg fyrir keðjuverkföll á sama vinnustað og innbyrðis röskun launahlutfalla. Aðstaðan er að því leyti önnur nú en 1977, að kaupliðir all- flestra kjarasamninga í landinu eru uppsagðir. Ef samið væri við yfirmenn um svipaða hækkun og þeir fengu 1977 eða 28% (sem þó er ekki nema tæplega einn þriðji af kröfum þeirra) myndi öll skriðan fara af stað og síðasti hópurinn sem semdi vart sætta sig við minna en 40—50% hækk- un. Þetta hefði síðan þær afleið- ingar að verðbólgubálið myndi blossa upp. Krónurnar sem hinir lægst launuðu hefðu fengið í kauphækkun yrðu verðlausar á augabragði. Gegn þessari þróun Gunnar Guðmundsson verður því að berjast af öllum mætti og er verkbannið liður í þeirri baráttu. Verkfallsgleði og kröfuharka yfirmanna Rétt er að hafa í huga aðdrag- anda þess verkfalls yfirmanna sem nú stendur yfir og huga lítillega að kröfum sem þeir gera. Verkfallsboðun þeirra kom áður en til fyrsta fundar hjá sáttasemjara kom og það þrátt fyrir að vinnuveitendur hefðu þegar lýst áhuga sínum á ýmsum breytingum á kjarasamningi og vinnufyrirkomulagi j)eirra. Bæði ríkisstjórnin og ASI hafa metið efnahagsaðstæður þannig, að ekki sé tilefni til almennra kauphækkana á þessu ári. Vinnuveitendasambandið er ekkett annað að gera en að styðja þessa stefnumörkun. Ein milljón og eitt hundruð þúsund í laun Kröfur yfirmanna á farskip- um fela í sér meira en 100% 1. Mánaðarlaun halnarverka- manns í apríl síðastliðn um voru kr. 301.000 á mánuði samkvæmt úrtaki Kjara- rannsóknarnefndar. Laun 2. stýrimanns var á sama mánuði kr. 548.000. eð 247.000 kr. hærri en hafnarverkamannsins. 2. Ef grunnkaup hækkaði ekki neitt á þessu ári. en verðbætur yrðu greiddar á laun. samkvæmt spá hag- deildar VSÍ til ársloka 1979. kemur í Ijós. að laun stýrimannsins voru orðin kr. 320.000 hærri en laun hafnarverkamannsins. eins og sjá má á eftirfarandi mynd. 3. Ef gengið yrði að 30% grunnkaupshækkun til far- manna (sem er aðeins þriðji hluti af kröfum þeirra) án þess að aðrir launþegar fengju neina grunnka upshækkun. en verðbætur yrðu greiddar á sama hátt og í fyrsta tilvik- inu. væri stýrimaðurinn kominn með 535.000 kr. hærra kaup en hafnar- verkamaðurinn þann 1. desember 1979. eins og fram kemur á eftirfarandi mynd. 4. Ef litið er yfir lengra tímabil eða til ársloka 1980 og gengið út frá að allir launþegar fengju 30% grunnkaupshækkun 1. júní r og jafnframt yrðu ’)■ verðbætur greiddar á laun samkvæmt spá VSÍ frá 8. maí sl.. væri stýrimaðurinn með kr. 501.000 hærri laun en hafnarverkamaðurinn í árslok 1979. en kr. 854.000 hærri í árslok 1980. eins og eftirfarandi mynd sýnir. kauphækkun. Þar fyrir utan er áætluð kauphækkun í landinu vegna vísitöluhækkunarinnar einnar um 40%. Ef dæmi er tekið af útborguð- um heildarlaunum 2. stýri- manna og aðeins bætt við þeirri hækkun sem fyrirsjáanlega verður vegna vísitöluhækkunar- innar á árinu verða laun þeirra komin úr 548 þúsund í um það bil 716 þúsund á mánuði um næstu áramót. Ef hins vegar er litið á annað dæmi, þar sem einn þriðji af kröfum yfirmannanna er tekinn til greina verða laun þeirra um næstu áramót ein milljón og hundruð þúsund á mánuði. Nauðsynleg varnaraðgerð Ekki er útlit fyrir neina aukn- ingu þjóðartekna á þessu ári. Krafa um kauphækkun í slíku efnahagsástandi er því í raun ekkert annað en krafa um aukna verðbólgu og verðlausar krónur í vasa launþega. Um raunveruleg- ar kjarabætur er ekki að ræða. Eins og ástatt er í efnahags- málum þjóðarinnar er slík varnaraðgerð sem verkbann er, nauðsynleg. Ljóst er að til varnaraðgerða er einungis gripið vegna kröfuhörku og verkfalls- gleði yfirmanna á farskipunum. A-Þjóðverjar voru viðkvæmir fyrir íslenzkri gagnrýni Frá viðræðum Benedikts Gröndals og Oskar Fischer utanríkisráðherra A-býzkalands „Að minni ósk ræddum við meðal annars mannrétt- indamál Ilelsinkisáttmál- ans ok framkvæmd þeirra og éj? skýrði þeim frá því, að hér á landi hefði opin- berlejía verið sett fram gagnrýni á framkvæmd þeirra á þeim, meðal ann- ars köflunum um ferðamál og ferðafrelsi. Þeir gáfu sfnar skýringar og það kom fram, að þeir voru afar viðkvæmir fyrir því, að aðrir skiptu sér af innan- rfkismálum þeirra," sagði Benedikt Gröndal utanrík- isráðherra, er Mbl. spurði hann í gær um viðræður hans við austur-þýzka ráða- menn í opinberri heimsókn hans þar í landi í síðustu viku. „Þessi frétt á forsíðu laug- ardagsblaðs Morgunblaðsins er frá þeirra fréttastofu, en ekki opinber tilkynning,“ sagði Benedikt. „Það var engin sameiginleg yfirlýsing gefin út að viðræðunum loknum.“ Þegar Mbl. spurði um ástæður þess, sagði Benedikt að slíkar yfirlýs- ingar væru nú „að fara úr tízku“. Benedikt sagði að það hefði komið fram í viðræð- unum að A-Þjóðverjar hafa mikinn áhuga á að auka viðskiptin við ísland, en við höfum hingað til keypt meira af A-Þjóðverjum en þeir af okkur. „Þeir gerðu nokkurt átak fyrir viðræð- urnar með kaupum á ís- lenzkum vörum, aðallega fiskmjöli, fyrir um 250 milljónir króna,“ sagði Benedikt. „Og það kom fram mikill vilji þeirra til meiri viðskipta." Þá sagði Benedikt að í viðræðunum hefði einnig verið rætt um hugsanlegt samkomulag um aukin menningarsamskipti íslend- inga og A-Þjóðverja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.